Alþýðublaðið - 02.10.1943, Page 4

Alþýðublaðið - 02.10.1943, Page 4
 4 ALÞYHUBLAÐIÐ Laugardagur 2. október 1943« fUþijðttbUðið Útgefandi: Alþýðuílokkurinn. Bitstjóxi: Stefán Fétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. H8rmangarar“ mjólbnrsðlnnnar. ÞAÐ er mikið rætt um neyzlumjólk Reykjavíkur búa um þessar mundir, enda ekki ástæðulaust. Um langa hríð hefir verið réttmæt óánægja með gæði mjólkurinnar og ráð- andi stefnu í hinu svokallaða „mjólkurmáli". En aldrei hefir þó keyrt eins um þverbak í þess um efnum eins og nú upp á síð- kastið. Mjólkin, sem seld hefir verið á markaði í Reykjavík í sum- ar, hefir verið verri vara en nokkru sinni áður — og er þá mikið sagt. Það hefir komið fyrir, að neytendum hefir verið seld súr mjólk í búðunum. Al- gengt hefir það verið, að mjólk, sem keypt var að morgni, var orðin súr að kvöldi. Og gersam- lega ómögulegt hefir verið að varðveita mjólkina ósúra fram- undir næsta morgun, enda þótt hún væri látin standa í vatni á köldum stað. Óþægindin, sem af þessu leiða, eru hverju mannsbarni í borginni kunn, þótt tilfinnanlegust séu þau á þeim heimilum, þar sem ung- börn eru. Neytendur hafa að jafnaði lít ið yfir af því að kæra yfir þessari vöru, enda mun það á- litið þýðingarlaust. En nú fyrir skömmu síðan hefir tvívegis farið fram rannsókn á mjólk keyptri í mjólkurbúðum í Reykjavík. í fyrra sinnið leiddi rannsóknin í ljós, að í mjólkinni var verulegt magn af óhrein- indum, en í síðara skiptið, að hún væri vatnsblönduð að veru- legum hluta. Forráðamönnum mjólkursöl- unnar þykja slíkar niðurstöður engu máli skipta. Málgagn þess- ara manna, Tíminn, kallar það „mjólkurníð“ að segja frá þeim. Og gagnrýnina á meðferð mjólk urinnar og mjólkursöluna telur þetta blað ganga landráð- um næst. í augum þess eru neytendur mjólkurinnar rétt- lausir. Þeir eiga að þakka fyr- ir, þó að mjólkin sé ,,drýgð“ óhreinindum og vatni. Þetta minnir nokkuð á sér- stæðan þátt í verzlunarfarinu á íslandi fyrr á öldum. Einokun- arkaupmenn fluttu til lands- ins maðkað mjöl og seldu ís- lendingum fullu verði til mann eldis. Það þótti nógu gott handa íslendingum. Forráðamönnum mjólkursölunnar og málpípum þeirra fest líkt og „hörmöng- urum“ fyrri alda. Skítug og vatnsblönduð mjólk er viðlíka mannamatur og maðkað mjöl. * Það er nokkuð rætt um það um þessar mundir, að bænum beri að taka í sínar hendur rekstur mjólkurstöðvarinnar og annast sölu og dreifingu mjólk- urinnar. En það er ekki síður þörf umbóta í framleiðsluhátt- unum en hvað söluna og dreif- inguna snertir. Eins og nú hátt- ar, er einvörðungu seld á mark- aði í Reykjavík gömul og laiig- flutt mjólk, stórskemmd og Heilbriff ðisskýrslnr 19401 Hernámið og sambúðin við erlen da setuliðið. sb^egar í upphafi P*' tókst góð samvinna milli íslenzkra heilbrigðisyfirvaldá og yfirstjórnar heilbrigðismála brezka setuliðsins. Af íslend- inga hálfu var lögð rík áherzla á, að útlendingarnir taekju ekki til sinna nota sjúkrahús eða aðrar heilbrigðisstofnanir landsmanna og sízt í samkrulli við hina íslenzku lækna, held- ur störfuðu hvorir tveggja al- gerlega óháðir hvorir öðrum. Var því heitið á móti, að ís- lenzkir læknar tækju því vel, ef setuliðinu lægi á að vísa sjúklingi og sjúklingi í íslenzk sjúkrarúm fyrir það, að þar væri völ fullkomnari rann- sóknartækja eða sérkunnáttu, sem ekki væri fyrir hendi með- al lækna setuliðsins. Þá var og talið sjálfsagt, að íslenzkir læknar liðsinntu erlendum hermönnum, sem leituðu þeirra á stöðum, þar sem setuliðið hefði ekki sérst. herlækna. Má telja, að þessi sáttmáli hafi ver- ið brigðalaust haldinn og geí- izt vel. Að vísu var eitt sjúkra- hús, holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, hernumið og tekið að öllu leyti í þarfir setuliðs- ins. En þar var, sem kunnugt er, í mjög miklum húsakynn- um fátt eitt sjúklinga, sem ekki var unnt að telja ókleift að koma fyrir annars staðar til bráðabirgða...... Eftir að landið var hernumið, hafa sóttvarnir þess gegn út- löndum skipzt á 2 sjálfstæða aðila. íslenzkir læknar hafa sinnt að landslögum sóttvarnar- eftirliti með aðkomuskipum. er skipti hafa átt við landsmenn sjálfa, en hinir erlendu læknar hins vegar annazt samkvæmt sínum reglum sóttvarnareftir- lit með skipum, er hingað hafa komið í erindum setuliðsins. Verður þar hvor að treysta öðrum. íslenzk heilbrigðisyfir- völd hafa að vísu viljað skerpa þetta eftirlit, einkanlega með tilliti til kynsjúkdómahættu af farmönnum, sem hér fá land- gönguleyfi, en það hefir strand- að á því, að samsvarandi ráð- stafanir fengjust upp teknar af hinum erlendu heilbrigðisyfir- völdum, sem telja löggjöf sína ekki leyfa jafnnærgöngular að- gerðir í þessum efnum og ís- lenzk lög heimila. Að öðru leyti hefir tekizt vel til um alla sam vinnu um sóttvarnir innan lands. Þannig skiptast hin inn lendu og erlendu heilbrigðisyfir völd á skýrslum um næmar sóttir, og báðir aðilar telja sér skylt að aðstoða og leiðbeina hvor öðrum um allt, er verða# má til aukinnar tryggingar gegn útbreiðslu hvers konar farsótta og annarra næmra sjúk dóma, þar á meðal kynsjúk- dóma. Rétt er að geta þess, að Heilbrigðisskýrslur taka ekki til sjúkdóma meðal setuliðsins. Um sambúðina má annars margt segja, er miður hefir far- ið, og er viðkvæmast, hver sið- ferðileg ofraun hún hefir orðið íslenzku kvenfólki og þar á meðal barnungum stúlkum, EFTIRF AR ANDI grein, er kafli úr Heilbrigðis- skýrslum ársins 1940, sem Landlæknisskrifstofan hefir gefið út. sem vissulega áttu kröfu á meiri vernd gégn þeirri aug- ljósu hættu en þeim hefir verið látin í té. Má þjóðin þar engu um kenna nema sjálfri sér, því að sannarlega hittir héraðs- læknirinn í Reykjavík naglann á höfuðið, er hann afsakar fyrir hönd heiíbrigðisnefndar sinnar meiri og minni tilslakanir frá réttmætum heilbrigðiskröfum um viðhlítandi húsakynni, er keppzt var um að setja á stofn og reka í höfuðstaðnum hinar alræmdu Bretaknæpur. Afsök- unin er fólgin í því, að nefndin vildi ekki standa í vegi fyrir, ,,að sem flestir gætu hagnazt af setuliðinu“ (sbr. bls. 130). Þ ó a ð íbúarnir væru hópum sam- an húsvilltir og enn meiri hús- næðisvandræði yfirvofandi, þ ó a ð knæpurnar hlytu að verða, að ógleymdum Bretaþvottinum, höfuðkynningarstofnanir setu- liðsmanna og ístöðulítilla ís- lenzkra kvenna, þar á meðal barna bæjarbúa, þ ó a ð lífs- nauðsynlegum atvinnurekstri landsmanna væri stefnt í voða fyrir skort á kvenfólki til starfa, þ ó a ð við lægi, að sjúkrahúsin yrðu þá og þegar að hætta störfum og fjölda heimila héldi við upplausn fyr- ir sömu sakir, þá varð enn að þrengja að um húsnæði í höf- uðstaðnum með því að heimila Bretaknæpur tugum saman og fylla þær hundruðum kvenna, enda horfa ekki í að slaka á viðurkenndum heilbrigðiskröf- um, til þess að „s e m f 1 e s t - i r gæ tu hagnazt“ á því. En því er sagt, að naglinn hafi verið hittur á höfuðið, að þetta er vissulega ekki afstaða heil- brigðisnefndarinnar í Reykja- vík einnar til hernámsins, né hinnar virðulegu bæjarstjórnar þar, heldur þjóðarinnar yfir leitt. Þegar kapphlaupinu linn- ir og um hægist, mun henni gefast tóm til að gera upp gróðann...... Læknar láta þessa getið: R v í k . Hið fyrsta, sem sam- komulag varð um á milli hinna innlendu og erlendu heilbrigð- isyfirvalda var að skiptast á vikuskýrslum um næma sjúk- dóma og vera eftir megni í sam vinnu um allar sóttvarnir, ef til þyrfti að koma. Hefir ekki út af því brugðið, að skýrslur bærust eftir hver vikulok. Sér- stök áherzla lögð á, að ef her- menn sýktust hér af kynsjúk- dómum og kenndu íslenzkum stúlkum um, þá væru þeir yfir- heyrðir og látnir gefa sem greinilegastar upplýsingar um stúlkurnar, svo að hafa mætti hendur í hári þeirri. Hefir þetta borið árangur. Eitthvert mesta vandamálið í þessari sambúð snauð af fjörefnum vegna langra flutninga á vondum veg- um. Það er lífsspursmál fyrir neytendur í Reykjavík að mjólk in verði framleidd sem næst bænum. En mjólkurframleiðsl- an í nærsveitunum hefir ná- lega verið eyðilögð með skipu- lögðum ofsóknum „hörmang- aranna.“ Hún er skattlögð í því skyni að lyfta undir framleiðsl- una sem allra fjærst bænum. Ef vald „hörmangaranna“ yf- ir framleiðslu og sölu mjólk- urinnar verður ekki brotið á bak aftur, er óhjákvæmilegt að Reykjavíkurbær komi upp stór- um kúabúum í næsta nágrenni bæjarins. Og það er sennilega eina lausnin, sem nokkurt traust er á setjandi. Framferði ,,hörmangaranna“ hefir löngu dæmt sig sjálft. Síðustu undir- tektir þeirra undir kvartanir neytenda eru dropinn, sem fyll- ir mælirinn. Neytendur geta ekki látið misbjóða sér lengur. var það, hvernig setuliðið gæti losnað við úrgang og allan saur, án þess að óþrif yrðu af fyrir bæjarbúa. Tók bærinn að sér að hreinsa alla kamra setuliðsins á bæjarsvæðinu. Einnig af sömu ástæðu var ákveðinn maður ráðinn til þessarar hreinsunar á Seltjarnarnesinu. Þá var eft- ir að leysa hinn vandann, að losna við alls konar annan úr- gang, og varð það að sam- komulagi, að setuliðið skyldi sjálft brenna hjá sér allt slíkt. Héraðslæknir var milligöngu- maður milli rannsóknarstofu atvinnudeildarinnar og setu- liðsins um ýmsar rannsóknir, er það vildi láta framkvæma, einkum vatnsrannsóknir. Setu- liðsmenn eru bólusettir gegn bólusótt, taugaveiki (einnig pa- ratyphus A og B) og tetanus, að vísu ekki fyrir skyldukvöð, en nær þó til 40% liðsins. Sam- vinna öll við brezka setuliðs- lækna hefir verið hin allra bezta. Blönduós............Yfirleitt var framkoma þeirra prúð- mannleg. Nokkuð sóttu þeir dansleiki fyrst í stað og stofn- uðu jafnvel til þeirra, en al- menningsálitið hefir heldur risið gegn slíku samneyti, og hefir dregið úr því. Lítil brögð voru að því, að íslenzkar stúlk- ur legðu lag sitt við hermenn- ina, og ekki hefi ég orðið var við útbreiðslu kynsjúkdóma af þeim ástæðum. Hafa setur hins erlenda liðs farið fram hér mjög VIKOR HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTDR PÉTDRSSOH i Glerslípim & speglagerð Sími 1219. Hafnarstræti 7« iEaupom tnskar hæsta verði. iðúsgagnavinnustofan i Baldnrsgðtn 30. í vandræðalítið og betur en víða annars staðar, ef marka má sögusagnir. Oxarf j........ enskir her- menn sitja á Raufarhöfn. Virð- ist mér, að fremur standi upp á landsmenn en þá í viðkynn- ingunni, eða réttara sagt því viðkynningarleysi, sem vera ætti. Seyðisfj. Um 20. maí settist hér að brezkt setulið. . . Þeirra fyrsta verk var að taka hið eina gistihús, sem til var í bænum, og barnaskólann til í- búðar fyrir hermennina, og all- ar þær lausar íbúðir í bænum, sem fyrir fundust. Tjöldum var slegið upp á víð og dreif um bæ- inn.....Herlæknar komu með setuliðinu. Mikil breyting varð á kaupstaðnum við komu brezka setuliðsins, eins og gef- ur að skilja, þegar bærinn stækkar á einum degi úr rúm- lega 900 manns upp í sennilega Framhald á 6. sí8u. BERKLAVARNADAGUR- INN er á morgun. Kemur þá út rit Sambahds íslenzkra berklasjúklinga, Berklavörn. Er rit þetta stórt og fjölbreytt að efni, eins og jafnan fyrr. Meðal þeirra, sem í Berklavörn rita, er Jón Steffensen próf- essor. Fjallar grein hans um aldur berklaveikinnar á íslandi og er hin fróðlegasta. Þar seg- ir m. a. á þessa leið: , „Auk ritaðra heimilda geta beinafundir gefið . mikilsverðar upplýsingar um veikina, að vísu að eins beina- og liðaberkla, en það er engu að síður mikilvægt, til þess að ákveða aldur og útbreiðslu veikinnar. Eg hef rannsakað þau bein, sem varðveitt eru á þjóð- minjasafninu og flest eru úr heiðni auk þeirra beina, er fundust í hinum forna grafreit að Skelja- stöðum í Þjórsárdal og sem senni- lega eru frá fyrstu dögum kristn- innar hér á landi. Á beinunum úr heiðni fundust engar minjar um berkla, en á tveimur beinagrind- um úr Þj’brsárdal fundust einkenni, er vafalítið eru eftir berkla. Bæði Skeljastaða- og Herjólfs- nesbeinafundirnir benda til þess, að veikin hafi borizt til landsins á landnámsöld. Þó að berklaminj- ar hafi ekki fundizt meðal þeirra beina, sem nú eru kunn úr heiðni, þá segir það ekki mikið. Að vísu eru til bein úr fleiri einstaklingum úr heiðni en fundust að Skelja- stöðum, en hin fyrrnefndu bein eru bæði færri og miklu verr farin en hin síðari. Sérstaklega á þetta við um hryggjarliðina, sem yfirleitt eru þau þpir„ sem mestar líkur eru fil að íinna berklabreytingar á. Það er því álit mitt, að berkla- veikin hafi borizt til landsins með landnámsmönnunum, ep hverjum eða úr hvaða landi verður ekki sagt með neinum líkum, að svo stöddu. Ef ætla má að líkt hlutfall hafi verið á milli beina- og liðberkla annars vegar og lungnaberkla hins vegar á 11. öld og nú er, þá hafa aldrei færri en fimmti hver dáinna eldri en tvítugir, látizt úr berkla- veiki og er það svipað og var á árabilinu 1913—1929. En sé tekið tillit til alls aðbúnaðar á dögum Þjórsdæla hinna fornu, mögu- leika til lækningaðgerða o. s. frv., þá mun það sanni nær, að allflestir er berklaveiki fengu, hafi látizt úr henni fyrr eða síðar og lætur þá nærri að áætla að Vs af bana- meinum Þjórsdæla, eldri en tví- tugir, hafi verið berklar.“ Þetta eru nokkur atriði úr hinni fróðlegu grein prófessors- ins um hernað hvíta dauðans á íslandi. Margt fleira læsilegt efni er í Berklavörn að þessu sinni. Og vonandi skorast menn ekki undan að styðja berkla- sjúklinga í hinni erfiðu bar- áttu þeirra með því að kaupa rit þetta á morgun. * * * Tíminn minnist á óánæg'ju Reykvíkinga út af mjólkinni. Gætir þar þeirrar víðsýni og drengskapar,- sem vænta má úr þeirri átt. Tíminn segir: „Dagblöðin í íteykjavík kepp- ast nú við að æsa Reykvíkinga gegn bændum í mjólkurmálinu. Morgunblaðið segir í Reykjavíkur- Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.