Alþýðublaðið - 02.10.1943, Síða 5

Alþýðublaðið - 02.10.1943, Síða 5
JLaugardagur 2. október 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ ri MÉR er ekki nákvæmlega ljóst, hvaða merking er lögð í orðið „rithöfundur“. En augljóst er, að maður með slík- an titil hlýtur að skrifa. Og án efa verður hannn að skrifa eitt hvað, sm lítur þannig út. sem það hafi aldrei verið skrifað áður, sennilega eitthvað, sem gefið er út í bókaformi, og án nokkurs efa verður hann að fá ritstörf sín goldin. „Enginn nema fífl hefir nokkru sinni rit að, nema fyrir peninga,“ sagði Dr. Johnson réttilega. Ef ég því skilgreini rithöfund sem mann, sem lifir á því að gefa út í bókarformi frumlegar hugs anir, og ef við getum orðið sam mála um þetta, ætla ég að halda áfram um þá og segja, að ég hygg að þeir menn, sem undir þessa grein heyra, séu yfirleitt hin hamingjusamasta stétt. All ur almenningur eyðir degi sín- um við störf á ökrum og engj- um, í verksmiðjum og í skrif- stofum, og það er einungis á kvöldin, sem hann hefir tíma til þess að skemmta sér, þegar dagsverkinu er lokið. Lengstum tíma dags hvers af ævi sinni verður almenningur að fórna leiðum en óhjákvæmilegum harðstjóra, sem nefndur ,er starf. Og ekki fyrri en því er lokið gefst tóm til hvíldar eða skemmtunar. Þannig er ævi flestra manna. Hamingjusöm- ustu mennirnir í heiminum — einu raunverulega hamingju- sömu mennirnir í heiminum, að minni skoðun — eru þeir, sem vinna störf, sem jafnframt eru skemmtun. Það, að vera fær um að gera starf sitt að skemmtun, eða un- aði, er, að mínu áliti, eina stétta greiningin í 'heiminum, sem er þess verð að eftir sé keppt, og ég undrast það ekki, þótt öðr- um hætti til að öfunda þessar hamingjusömu, mannlegu ver- ur, sem geta haft lífsuppeldi sitt af glöðum leik ímyndunar- aflsins og þykir hver hvíldar- stund leiðinleg og þreytandi, jafnvel þótt helgidagur sé. Hvort maðurinn er góður eða lélegur rithöfundur skiptir hann engu máli. Ef hann hefir gaman af að skrifa, nýtur hann unað- ar sköpunargáfunnar. Hin sanna hamingja er í því fólgin að setjast við skrifborð sitt á fögrum sólskinsmorgni, i þurfa ekki að óttast neitt ónæði í fjóra klukkutíma, hafa nóg af falleg- um, hvítum pappír fyrir framan sig og lindarpenna í hendinni. Innrás gerð ... Á myndinni sjást bandamenn þegar innrásin var gerðá Sikiley. Hafa þeir einn hinna svo nefndu innrásarbáta að farkosti, en herskip sést í baksýn. Innrásin á Sikiley var hin vasklegasta, enda var hermönnum bandamanna ríkt í huga að gera skyldu sína. WiiisfoiB €hur@liiil usn Rithöfundinn og störf hans Eftirfarandi grein, sem fjallar um rithöf- |inda og störf þeirra, er eft- ir Winston Churchill og er þýdd hér úr World Digest. Upphaflega flutti Churchill erindi þetta í ræðuformi í rithöfundafélagi fyrir þrjá- tíu og fimm árum. HVERS er hægt að óska sér unaðslegra en að mega einbeita huganum að hugnæmu viðfangsefni? Hverju skiptir það þá, hvað skeður úti fyrir? í þinginu mega þeir gera hvað sem þeim sýnist, hvort sem er í efri eða neðri dild. Villimenn mega æða um löndin. Allar kauphallir Ameríku mega Tllksmnlng \ frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur: \ Öllum þeim, sem gjaldskyldir eru til Sjúkrasamlagsins og haft hafa á s.l. ári hærri skattskyldar tekjur en 7000 ^ krónur, umreiknaðar samkvæmt ákvæðum skattalaganna eða gert er að greiða hærri tekjuskatt en kr. 576,80 — fimm hundruð sjötíu og sex krónur og áttatíu aura — á árinu 1943, ber að greiða TVÖFALT IÐGJALD (20 krónur á mán- uði) til Sjúkrasamlagsins á tímabilinu 1. júlí 1943 til 30. júní 1944, til þess að geta notið sjúkrahjálpar af samlagsins hálfu. Breytir það engu um þetta, þó að þegar hafi verið tekið við einföldu gjaldi, fyrir einhvern hluta þessa tíma- bils, og kvitaað fyrir það án athugasemdai'. Ber öllum þeim, sem þetta tekur til og ekki hafa greitt ^ tvöfalt gjald síðasta réttindatímabil að koma sjúkrasamlags- bókum sínum hið bráðasta til skrifstofu samlagsins, til auð- kenningar og gera skil á iðgjöldum sínum samkvæmt fram- ansögðu, ef þeir vilja halda tryggingu sinni við, en að öðr- um kosti ber þeim að afhenda samlaginu bækurnar til geymslu fyrst um sinn. SJúkrasamlag Reykjavíkur. Bezf að auglýsa í Alþýðublaðinu. hrynja til grunna. Stjórnir mega falla og nýjar setjast. Það skipt ir engu^ því að í fjóra klukku- tíma lokum við okkur úti frá hversdagslegri veröld, sem er illa stjórnað og allt er á tjá og tundri í. Og með lykli ímynd- unaraflsins ljúkum við upp töfrasskríninu, sem öll þau djásn, sem heyra eilífðinni til, eru geymd. • SVO að minnst sé á frelsið. Er ekki rithöfundurinn svo frjáls sem nokkur maður getur verið? Og nýtur hann ekki meira öryggis en flestir menn aðrir? Starfstæki hans eru svo einföld og ódýr, að naumast er hægt að segja að þau hafi nokkurt verð gildi. Hann þarf ekki stórar skemm- ur fullar af hráefni, engar marg brotnar vélar, ekkert starfslið. í starfi sínu þarf hann ekki að sækja neitt til neins nema sjálfs sín. Hann er einvaldur í heims veldi sínu, óháður öllum, og enginn gétur svipt hann hinni andlegu eign. Enginn getur tek ið af honum framleiðslu hans, og enginn getur neytt hann til þess að beita hæfileikum sín- um gegn vilja sínum. Enginn getur varnað honum þess að nota hæfileika sína á þann hátt, sem hann sjálfur kýs. Penninn er hinn miklj endurlausnari manna og þjóða. Engir hlekkir geta bundið, engin fátækt bug- að og engir tollmúrar hamlað hinum frjálsa leik mannshug- ans. Hvort sem ritverkin eru góð eða lélg, er höfundurinn hamingjusamur, svo lengi sem hann leggur sig allan fram. í öryggisleysi og rassaköstum stjórnmálanna hugga ég mig oft við að ímynda mér, að ég þekki einstigi inn í friðsælt og frjó- samt land, og þangað geti eng- inn þrjótur e-llt mig. Á slíkum stundum er ég forsjóninni inni lega þakklátur fyrir að hafa veitt mér unað ritstarfanna. Og á slíkum stundum er ég einnig þakklátur öllum þeim hugprúðu og göfugu mönnum í öllum löndum, sem hafa barizt fyrir því að koma á ritfrelsi. * LISTIN er margvísleg — líkt og mistök og blekkingar mannannna. Við nálgumst sann leikann frá mörgum sjónarmið um og eftir ýmsum leiðum. En leitum við hans? Verðskuldum við að finna hann? Gerum við alltaf það, sem við framast get- um? Gleymum við því ekki, að rithöfundurinn getur alltaf lagt sig allan fram. Hann á enga af- sökun. Hinn frægi knattleikari getur verið illa fyrir kallaður. Á degi úslitaorustunnar getur hershöfðinginn verið þjáður af tannpínu eða haft lélegum her- mönnum á að skipa. Flotafor- inginn kann að vera sjóveikur, og söngvarinn haft hálsbólgu. Þannig er því ekki farið um rithöfundinn. Hann þarf aldrei að koma fyrir almenningssjónir fyrri en hann er við því búinn. Hann getur alltaf komið allri getu sinni á framfæri. Hann þarf aldrei að eiga undir því að vera vel fyrir kallaður á einhverri fyrirfram ákveðinni stundu. Hann getur sezt við skrifborðið þær stundir, sem hann er í vinnuskapi. Hann á sér enga afsökun, ef hann legg- ur s.ig ekki allan fram. Mikil eru tækifæri hans. Og þung er einnig ábyrgð hans. E INHVER — ekki man ég hver — hefir sagt: ,,Orð- in eru hið eina, sem varir að eilífu“. Þetta hefir mér alltaf fundizt dásamleg hugsun. Hin endingarbeztu mannvirki, — byggð úr steini með orku manns ins, hin voldugustu minnis- merki mannlegs máttar, hrynja í rústir, en orðin, sem berast með léttum andardrættinum, skynditjáning flöktandi ímynd unar mannshugans, geymast með sama lífi og krafti, jafnný og máttug — ef til vill ennþá máttugri, en þegar þau voru fyrst sögð, og þó að þau hafi borizt yfir höf þúsunda ára, — veita þau veröldinni ennþá birtu og yl. \ Rangar sögusagnir um Skeiðaréttir, ávítur og leiðrétt- ing. Húsmóðir skrifar mér um áhyggjur sínar og systra sinna. Um hraðsamtöl og símaerfiðleika. -ímJ g KEIÐAMAÐUR skrifar mer I smábréfi, sem ég byrti fyrir fáum I dögum um fyllirí í Skeiðaréttum | og Ölfusréttum. Segist hann sjált- ur hafa verið í Skeiðaréttum. Þar hafi verið hið versta veður og ekkert kvenfólk og ekkert fyllirí, eins og þaff sé kallaff. Telur hann að meff slíkum frásögnum sé verið að níða gott fólk og góða sveit og sé það illa gert. Vítir hann þetta og biður mig að leiðrétta. HANN HELDUR ÞVÍ FRAM að bréfritari minn hafi annaðhvort verið augafullur í réttunum — og ef svo hefir verið, þá hefir verið fyllirí þar, — eða hann sé stór- lygari. Ég veit ekki hvort er. En ég játa, að rangar fregnir eru illar fregnir og eiga ekki að byrtast. Hins vegar hafa aðkomumenn oft á tímum sett fylliríisstimpilinn á Skeiðaréttir og datt mér í hug, að þannig hefði það einnig verið í þetta skipti. Hvað sem Skeiðunum sjálfum líður, þá veit ég það og hef reynslu af því, að Skeiðamenn eru mestu myndarmenn og hefir þeim ekki, þó að þeir séu gest- risnir vel, verið nein gleði af þeim aðskotadýrum, sem sótt hafa Skeiðaréttir með fyllirí og slags- mál, og skemmt fyrir þeim merkis dag. HÚSMÆÐUR í BÆJUNUM hafa mörg og mikil áhyggjuefni og margar snúa sér til mín með þau. í bréfi nýlega. Þetta segir „Klót- hildur“: „Mig langar til, Hannes, að tala svolítið við þig um þægind in sem við húsmæðurnar eigum við að búa um þessar mundir. Ég tek dæmi af mínu eigin heimili. Eg er með 3 karlmenn í heimili, sem allir stunda vinnu úti. Þeir koma eðlilega heim á matmáls- tímum en sára sjaldan get ég haft heitan mat handa þeim, því að rafmagnið er svo lítið að plöturn- ar varla volga hvað þá meira.“ „OG ÞETTA ER EKKI ÞAÐ EINA, heldur er ekki nokkur dropi af vatni í húsinu dag eftir dag og ofan á allt þetta bætist svo allt það umstang og erfiðleikar að ná í mjólk, sem er ófáanleg fyrr en eftir hádegi. Til dæmis er ég búin að fara fimm sinnum út í morg- un og ganga milli þriggja mjólkur búða og fæ ekki dropa. Allstaðar er sama svarið: engin mjólk fyrr en eftir hádegi. Hvernig í ósköpun um stendur á þessu sleifarlagi á öllum sviðum? Nú hefir rignt dag eftir dag, þrátt fyrir það er ekki til vatn í mörgum húsum. Ekki þarf heldur að kvarta mn að snjór eða aðrar torfærur tefji fyrir að- flutníngi mjólkur og fyrst hún fæst eftir hádegi, eðá svona klukkan 2—3 á daginn, því er þá ekki hægt að fá hana fyrir hádegi. Það er hart að geta ekki fengið slíka nauð synjavöru þó léleg sé, fyrr en eftir dúk og disk?“ „ÞAÐ ER VARLA HÆGT að ætlast til mikils rafmagns. Ófremd arástandið í því máli þekkja allir Reykvíkingar. Ég hélt um tíma í sumar, að fátt gæti verið verra en ráðsmenska „Framsóknar11, en það er víst víða pottur brotinn.“ „ÞAÐ SEM KEMUR MÉR til að minnast á „Framsóknar“-ráðs- mennsku er sumardvöl mín í sum- ar í Borgarfirði. Ég fór eins og annað gott fólk í sumarfrí og kaus mér hinn gullfagra Borgarfjörð, en (Fraifth. á 6. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.