Alþýðublaðið - 02.10.1943, Síða 8

Alþýðublaðið - 02.10.1943, Síða 8
AUÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 2. október 1943. V BTJARNARBIÓB „Storm sboin {ieir nppsbera“ („Reap the Wild Wind“) Joím Wayne Ray Milland Paulette Goddard Sýning kl. 6,30 — 9. Bönnuð fyrir böm innan 14 ára. Sepklaslóð ~ (Road to Morocco) Bing Crosby Bob Hope Dorothy Lamour Sýning kl. 3 og 5. Aðgöngumiðasalan hefst kl. kl. 11 f. h. ÓTRÚLEGT EN SATT! ÞAÐ kemur jyrir að mönn- um vaxa horn, — svo ótrúlega sem það Kljómar. Francois Trovillow, hornótti maðwrinn í Meziéres er frægur enn þann dag í dag, þótt nú séu nálega liðnar 2V2 öld síðan hann lézt. — í Lhassa í Tíbet hefir til skamms tíma verið uppi mað- ur, sem var með lf3 þumlunga löng horn beint fram úr enninu. Hornótti Kaffinn í Afríku kom til London ekki allmörgum ár- um áður en styrjöldin brauzt út. Hann virtist harla ánægður með tilveruna og hafði tekið kristna trú. Þessi einknnilegi líkamsgalli á rætur sínar að rekja til húð- sjúkdóms, sem nefndur er Cornu Cutaneum. * * * MELRAKKASLÉTTA. LÁTRA-BJÖRG kvað um Melrakkasléttu. Slétta er bæði löng og Ijót, leitun er á verri sveit; hver, sem á henni festir fót, fordæmingar byggir reit. * ❖ ❖ ❖ ÞRENN VIÐHORF. — ÞAÐ eru til þrjár skoð- anir á hverju máli. — Nú? — Já, mín skoðun og þín skoðun — — Og —? — Rétta skoðunin. heyrt, að læknir vildi skera upp konuna sína eða unnust- una? Jæja, eins er farið um málarana. — Já, en uppskurður er hættulegur, sagði ég. — Eins er um málaralistina, ef málarinn er ástfanginn. Þú veizt ekki hversu hættulegt það er, sagði hann. Ég býst við, að ég hafi litið t'remur'lítilmót- lega út þarna i fíöktandi drauga skini kertaljóssln.s — Hversu v.ng ertu ekki mín systir, mm brúður, sagði hann ísmeygi legri r-'.dd. Ég áttaði mig ekki á því fyrri eii seinna, að þessi setning var úr Ljóðaljóðunum. — Langar þig til þess að ég kyssi þig? spurði hann. — Ef þú vilt ekki að ég kyssi þig, mun ég ekki gera það. Hann hreyfði sig ekki. Hann ætlað- ist til þess að ég brúaði bilið milli þeirra. Ég gekk yfir skugg ann, sem hillan varpaði á gólf- ið, og hvarf í fang hans. Af öll- um þeim kossum, sem ég hef gefið og þegið um dagana, man ég bezt eftir þessum. — Við skulum fara, sagði hann hásri rödd um leið og hann sleppti mér úr faðmi sér. Hann nærri því hrinti mér frá sér og gekk á undan mér til dyranna. Gólfið brakaði undan fótum hans. Eitthvað heyrðist detta í myrkrinu og svali næt- urinnar snart andlit mitt eins og köld hönd, þegar ég kom út. Við vöktum ekilinn og héldum áfram. Máninn var ekki alveg fullur, en mjög bjartur. Eftir ofurlitla stund námum við stað ar hjá litlu kaffihúsi, sem lá nálægt lítilli kirkju, og þar gengum við inn. Syfjuð, Ijós- hærð kona stóð þar milli tveggja stofupálma og taldi sykurmola á þunnum pjátur- diskum. Úti í horni sátu fjórir menn og spiluðu á spil, en sá fimmti horfði á og gerði at- hugasemdir um spilamennsk- una. Óhreinn þjónn þurrkaði af borði fyrir okkur og bar okk ur svo kaffi. Bláar bólur voru að koma í ljós á kinnum hans, bví að nú var orðið framorð- ið, og hann var sýnilega svefn- þurfi. Charles talaði um bernsku sína og minntist á hund sem honum hafði þótt vænt um, og fíkjutré í garði foreldra sinna. Klukkan í turni litlu kirkjunnar við hlið kaffihúss- ins sló fjögur. Nú fór að nálg- ast dögun. Við fórum út úr kaffihúsinu og ókum áfram. Máninn var að fölna, og fyrstu strætisvagnarnir voru farnir að skrölta um hljóð strætin. Allt í einu rankaði ekillinn við sér og sagði, að hestarnir þörfnuðust hvíldar. Við fórum út úr vagninum og gengum. Þreytan niðaði fyrir eyrum mér, og ég man að ég talaði og tálaði, sýndi honum sál mína nakta og seildist eftir sál hans. Það birti ehn meir, þunn misturslæða hvíldi yfir trjátoppunum og dögg féll á hellur gangstétt- anna. Árrisulir verkamenn komu út úr húsunum, og í her- mannaskála einhversstaðar í fjarska þeytti varðmaður lúð- ur sinn. til þess að vekja liðs- mennina. Við fórum aftur til vagnsins og ókum áfram. Seinna man ég, að við sátum á votum bekk í einhverjum listigarðinum. Svo gengum við yfir brú. Við námum staðar og horfðum á litlu, flatbotnuðu bátana, sem lágu bundnir við bakkann og vögguðu sér hóglega í straum- inum, eins og í svefni. Við ókum enn. Við gengum inn í litla, forna kapellu, þar sem loftið var þrungið. sagga- lykt og fúaþef. Prestur stóð þar fyrir altari og þuldi morg- unmessu. Þegar við komum aftur út á götuna, voru hestarnir að jóðla hey úr pokum, sem voru bundn ir upp fyrir eyrun á þeim. Við áttum enn í ofurlitlum erjum við ökumanninn, sem lauk á þá leið, að hann ók með okkur að lítilli vík við Dóná. Við borð- uðum morgunverð í litlu veit- ingahúsi, sem var fullt af fiski- mönnum. Þar var ennfremur feit, skrækróma sölukona frá markaðstorginu. Enn þá logaði á olíulömpunum, það var ekki orðið albjart enn þá. . Charles sagði, að við yrðum að horfa á sólaruppkomuna frá tindi Kahlenbergs. Margt datt honum skrýtið í hug. Við ókum upp hæðina, milli fölgrárra, hrollisleginna, syfju- legra víngarða. Loftið var þrungið ilmi milljóna fjólna frá engiunum í Vínarskógunum. Ég sagði Charles frá Putzi og vorferðum okkar. Hann lagði hendurnar um höfuð mitt og kyssti mig, í þetta sinn mjög innilega og varfærnislega. Var- irnar á þér eru á bragðið eins og rjómaís með kirsiberjum, sagði hann. Hestarnir gáfust upp, þegar brattinn fór að aukast, og ek- illinn var orðinn önugur. Við báðum hann að bíða eftir okk- ur og héldum áfram upp eftir. Um sólarupprás vorum við komin nálægt fjallstindinum. Við sáum trjátoppana roðna, og turnhvelfingin á klaustrinu á næstu hæð gægðist upp úr morgunmistrinu. Við sáum Dóná liðast eftir sléttunni fyr- ir neðan okkur, eins og stór, gildur, gulglitrandi snákur, sem lykkjaðist upp að borginni. Við heyrðum klukkum hringt í mörgum kirkjum og vekja , B NÝJA Blð B l 1 B GAMLA BlðSS Játir vora fcarlar* Bntlnagar ástarinnnr. MetroHSoldwyn-|Mayer söng og dansmynd. (Pardon My Sarong) Eleanor Powell. Ann Sothera i Söngvamynd með skop- leikurunum Bud Abbott og Robert Yoimg. Sýnd kl. 7 og 9. SÍÐASTA SINN Í3V2—6V2. Lou Costello „Flying Blind“ Riehard Arlen 1 Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Jean Parker. IgAðg.miðasala hefst kl. 11 f.h il 1 Bannað fyrir böm innan 1 12 ára. I söfnuði sína til anna og erils dagsins. Charles sagði við mig setningu, sem var mjög í tízku um þessar mundir, eitthvað um það að loka augunum, opna hug sinn og sameinast alver- unni. Loksins komum við aftur til borgarinnar og vorum eilífðar-, tíma að kveðjast á litla torginu, meðan Schiller glápti einarð- lega á okkur frá háa, svarta marmarafótstallinum sínum. Að skilnaði sagði Charles mér, að hann gæti ekki hitt mig aftur í viku, því að hann yrði að bregða sér til Parísar. Hann sagði þetta, eins og það skipti raunar engu máli, París væri á næsta götuhorni, og ég gekk , heim eins og í draumi, eins og ég liði áfram fyrir seglum eða vængjum. Klukkan var .orðin nærri því níu árdegis, þegar ég læddist fram 'hjá herbergi Jerabecks dyravarðar. Alla þessa töfrandi eilífðarlöngu nótt hafði ég hald- ið dauðahaldi í þá von, að mér takast að læðast inn í herbergi mitt, áður en foreldrar mínir kæmu 4 fætur til morgunverð- ar, og með aðstoð Vefi og ein- hverri vel til fundinni okrök- sögu gæti ég æynt hinni synd- samlegu hegðuu minnl En á þeirri stundu, er ég laumaði lyklinum í skrána og reyndi að læðast inn, uppgötvaði ég, að allt var komið upp. Fyrst og STEIMI um leið og hann greip í handlegginn á flækingnum, sem ætlaði að leggja hnífi í bakið á öðrum sjómanninum. Þiggðu þetta! Jock rétti flækingnum heljarhögg, sem kom á kjálka. hans. Hann hné til jarðar sem dauður væri. Að því búnu tók Steini sleggja upp hnífinn, sem fallið hafði á gólfið og kastaði honum upp í loftið, svo að hann stakkst djúpt inn í tréð og festist þar. Þegar hann sneri sér við, sá hann, að negrinn gerði sig líklegan til að ráðast á hann með fulltingi sjómannanna tveggja. En negrinn var ekki lengi til frásagnar af þessum at- burðum. Hann fékk högg á höfuðið, rétt ofan við eyrað, og steinlá með það sama. Nú átti Steini sleggja ekki nema þessum tveimur stóru sjómönnum að mæta. Hann eyddi ekki neinum tíma í að kynna sér, hvort þeir mundu bardagafúsir, heldur hóf at- löguna þegar í stað. í um. það bil þrjár mínútur létu sjómennirnir ekki sitt eftir liggja. Jock var nú í ágætu skapi. Það var hæfilegur glímuskjálfti í honum, og hann beinlínis naut þess að finna til yfirburða sinna. En á næstu tveim mínútum urðu skjót umskipti. Sjómennirnir tveir lágu spriklandi á gólfinu áður en þeir gátu eiginlega gert sér grein fyrir því, hvað skeð hafði. Jock neri hendurnar og virti fyrir sér valinn. Flæk- ingurinn og negrinn voru nú komnir til sjálfra sín en hinir mennirnir lágu meðvitundarlausir á gólfinu. AP ÍeaturoaJ 60SW ITS CCOWDED HERE/ LIKE 6KAND, CESiTRAL.,, Jk UH / NO TIAAE TO PLAY WITH VOU, 1 FRITZIE/ r-rí ' 60T TO KEEP A DATE WITH TODT/CAN’T —7 STOP NOW,,,^!^ MYNDA- SAG A Örn: Þarna finn ég þrjótinn. Svei mér, ef hér eru ekki tor- færur við hvert fótxnál. Ég hefi engan tíma til að leika við þig Frissi. Ég hefi stefnumót við Todt og má ekki vera að þessu gamni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.