Alþýðublaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 3. október 1943. Frá Happdrætfi Hallgrimskirkju Ennþá eigið þið tækifærið. — Látið það ekki ónotað. — Hver dagur úr þessu getur orðið sá síðasti. Vegleg Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð er hugsjón íslendingaJ HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. þessu þvaðri sínu. Umbætur á mjólkurskipulaginu er ekki hægt að fá með slíkum skrifum. Ég er ekki ánægð m'eð það og ég vil fá því breytt, en svona skrif eru bara til bölvunar.“ AKURNESINGUR skrifar: Al- gert öngþveiti ríkir nú á sjóleið- inni milli Reykjavíkur og Akra- ness. Skipaútgerð ríkisins hefir -haft þessar ferðir með höndum síðan „Fagranes“ var selt til ísa- fjarðar — og hefir skipaútgerðin ávallt haft lélega báta í þessum ferðum, báta, sem hafa verið afar gangtregir og mönnum ekki verið bjóðandi út í.“ - „NÚ ÞAÐ SÍÐASTA, sem þeir gerðu fyrir Akurnesinga var að breyta áætluninni og áætlunin er þannig úr garði gerð, að ómögu- legt er fyrir Akurnesinga að not- færa sér ferðirnar. Skipið á að fara kl. 4 frá Akranesi, og er ekki komið fyrr en öVá til Reykjavík- ur, og svo fer skipið aftur til Akraness kl. 11% að morgni. Svo að allir sjá að ekki er hægt að not- færa sér slíkar ferðir, þar sem allir vita hve örðugt er að fá gist- ingu í Reykjavík.“ „MAÐUR, SEM EITTHVAÐ ÞARF að verzla, verður að vera tvær nætur í Reykjavík til þess að geta lokið því, sem hann þarf að gera. Það er krafa allra Akur- nesinga að Skipaútgerð ríkisins breyti áætluninni eins og hún var áður — og að skipaútgerðin sjái um að báturinn sem verið <ier að smíða hér í skipasmíðastöðinni og sem skipaútgerðin hefir tekið á leigu, er báturinn verður fullgerð- ur, verði hafður í ferðum milli Reykjavíkur og Akranöss.“ Hannes á horninu. Tilkynning , Skrifstofan, sem sér um i viðskipti við íslendinga, sem > vinna fyrir ameríska setulið- | ið, er flutt frá Hafnarstræti , 21 og er nú við Eiríksgötu i þeint á móti Listasafni Ein- ars Jónssonar. — íslending- , ar, . sem eiga erindi við her- stjórnina vegna vegabréfa, 1 sem hún veitir, eru beðnir 1 að snúa sér til skrifstofu, sem nú er efst á Vitastíg, i skammt frá Austurbæjar- skólanum. Baráttan m Sjálfstæ disflokkinn. (Frh. af 4. síðu.) III. Eins og sést af frama'nsögðu, er ástandið nú þannig hér, að „fasisminn“ — Hriflumennskan — sem kommúnistar kalla svo — og kommúnisminn heyja nú harða baráttu um Sjálfstæðis- flokkinn. ,,Hriflumennskan“ vill innlima hann í hið nýja banda- lag atvinnurekenda, en komm- únistar vilja innlima hann í hina nýju „þjóðfylkingu“ sína gegn ,,fasisma“. Það verður að segjast, af því það er satt, að til þessa er svo að sjá sem kommúnistum hafi orðið miklu meira ágengt en J. J. Aðalhald- reipi kommúnistanna hjá Sjálf- stæðisflokknum er Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri og eru svipaðir dáleikar með honum og forsprökkum kommúnista eins og með J. J. og Ól. Th. Og Morgunbl. veit ekki í hvora löppina það á að stíga. Komm: únistarnir eru því nú orðið orðnir svo kærir, að komi það fyrir að við þeim sé blakað í öðrum blöðum hlaupa Mogga- menn upp til handa og fóta og verja aðgerðir þeirra. Þeir eru sannarlega undir verndar- væng Mogga. Hins vegar er svo Jónas með áróðuír sinn gegn þeim og tekur Moggi stöku sinn- um undir við hann með því að birta erlendar greinar um skemmdarstarf kommúnista og tvöfeldni í pólitík. Hyggst Mbl. þannig að þjóna báðum sínum „herrum“ Olafi plús Jónasi og Bjarna plús kommúnistum. IV. Ekki verður enn þá séð, að samstarf J. J. og Ól. Th. og hið nýja „bandalag“ sem í myndun er, að sögn J. J., hafi borið neinn verulegan eða sýni- legan árangur til þessa. En sama verður ekki sagt um sam- starf kommúnista og Sjálfstæðis flokksins. Það samstarf hefir þegar borið marga og mikla á- vexti og má benda á þessa sem dæmi: Sameiginlega rifu þeir Dagsbrún á sínum tíma út úr alþýðusamtökunum og fengu hana kommúnistum í hendur. Sameiginlega mynda þeir meiri- hlutann í stjórn Alþýðusam- bandsins og ráða þannig sam- eiginlega yfir höfuðtæki verka- lýðssamtakanna. Sameiginlega hafa þeir rekið skipulagsbundinn róg gegn Al- þýðuflókknum og alþýðusam- tökunum meðan þau voru undir stjórn Alþýðuflokksin-s, og sam- eiginlga hafa þeir hindrað, að á laggirnar kæmist þingræðis- stjórn hér í landinu. Sú var þó kannske hjálpin mest er Bjarni Ben. veitti þeim í síðustu kosn- ingum þegar hann hvatti „verka menn“ til þess að kjósa frekar kommúnista en Alþýðuflokks- menn og fylgdu margir „sjálf- stæðis-verkamenn“ dyggilega þeirri skipan. Borgarstjórinn vissi þá hvað hann söng. Hann vissi, að hann hafði tryggt samstarfið við þá — eftir kosn- ingarnar. * Af mörgum skrifum Mbl. er ljóst, að það veit hvers konar flokkur kommúnistar eru. Það veit að þeir eru deild úr utan- ríkisþjónustu Sovét-Rússlands. Mbl. veit líka, að stefna þess stórveldis er frelsiskerðing og undirokun allra þeirra er ekki beygja sig skilyrðislaust fyrir skipun hins ráðandi flokks. En borgartjórinn og Mbl. hirða ekki um slíka smámuni. Hvað mundi syngja í Mbl. ef t. d. Bandaríkin tækju að koma sér upp pólitískum samtökum hér á landi? Hvað mundi það segja, ef Bandaríkin ættu hér 10 manna þingflokk eins og Rússar eiga hér nú? Hvað mundi það segja, ef Bandaríkin tækju að sér að gefa hér út dag- blað fyrir amerískt fé, eins og Þjóðviljinn er nú, og hefir allt- af verið gefinn út fyrir rúss- neskt fé? Og hvað mundi það svo segja við því, ef Banda- ríkin heimtuðu að fá hér ein- hvers konar amerískan „gener- al“ til að stjórna öllu þessu á- róðurstæki sínu eins og komm- únistar og sjálfstæðismenn hafa nú í félagi heimtað að hingað kæmi til að stjórna hinum rúss- neska áróðri? Ætli það heyrðist ekki hljóð úr horni. Ætli þá kæmi ekki upp gamli söngurinn um „undirlægjuhátt“ og „erindrekstur“ fyrir erlend stórveldi? En að öllu þessu hef- ir Sjálfstæðisfl. og alveg sérstaklega Morgunblaðið stutt fyrir hið erlenda stórveldi Sovét-Rússland. Morgunblaðið hefir í raun og veru verið að- stoðarmálgagn utanríkisþjón- ustu Sovétstjórnarinnar hér á landi síðustu árin og er það enn. Það reynir að vísu að villa á sér heimildir í því sem öðru, en nú er það orðið svo bert að undirlægjuhætti við kommún- ista og smjaðri fyrir Sovét-Rúss landi, að lengur verður lands- fólkið ekki blekkt. En hvað lengi ætlar mikill hluti Sjálf- stæðisflokksins að láta bjóða sér upp á þessi vinnubrögð? Hvað lengi ætlar það fólk, sem sér og skilur þennan tvískinn- ungshátt Morgunblaðsliðsins — að Ólafur Thors vinni að nafn- inu til með J. J. að atvinnurek- endasamtökum, en Bjarni Bene diktsson vinni á hinu leytinu að samstarfi við kommúnista — hve lengi, segi ég, ætlar það að láta þetta viðgangast? Er ekki kominn tími til þess, að þetta fólk allt taki höndum saman og bindi enda á þennan viðrinis- hátt Sjálfstæðisflokksins, þann- Ferfugur blaðamaður INN VINSÆLASTI RIT- * HÖFUNDUR BÆJARINS, svipa samborgaranna og rúna- meistarinn í híeróglýfum blaða- mennskunnar, Hannes á horn- inu, er fertugur á morgun. í Eyrbekkingafélaginu, sem í öðru borgaralegu lífi, er hann raunar þekktur undir nafninu Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og er borinn í þennan heim hinn 4. október árið 1903 austur á Eyrarbakka. Á bernskuskeiði fluttist hann hingað til Reykjavíkur og hefir alið hér aldur sinn síðan, að undanskildu einu misseri, er hann dvaldist í Vestmannaeyj- um. I æsku var Vilhjálmur lítt ráðinn í því, hvaða ævistarf hann skyldi stunda, að öðru leyti en því, að hann ákvað strax að fórna starfskröftum sínum í þágu samferðamanna sinna á lífsleiðinni, en hvort hann sólaði skóna þeirra eða saumaði þeim föt hafði hann ekki ákveðið til f.ulls, er sú mikla örlagastund rann upp í lífi hans árið 1920, að hann fann lindarpenna inni á Hverf- isgötu. Varð honum starsýnt á gripinn, varpaði þegar í stað frá sér málbandi og skærum og ákvað að gerast rithöfundur. Skömmu seinna birtist fyrsta grein hans í Alþýðublaðinu, eldheit hvatning til verkalýðs- ins um að standa sameinaður gegn auðvaldinu. En enginn verður rithöfund- ur án nokkurrar menntunar, og haustið 1923 settist Vilhjálm- ur í Samvinnuskólann, nam lífsvísdóm af þekktasta Jónasi þjóðarinnar, en hafnaði boðun- um lærimeistarans og tók þó próf með lofi. Árið 1926 gerð- ist hann blaðamaður við Al- þýðublaðið, og skömmu seinna kvæntist hann vestfirzkri heima sætu, Bergþóru Guðmunds- dóttur frá Haukadal í Dýrafirði. Árið 1936 skeði dálítil ný- ung í hinum fábreytta heimi íslenzkrar blaðamennsku. Þá byrjuðu að koma út pistlar í Alþýðublaðinu um daginn og veginn eða raunar allt milli him ins og jarðar, sumt í sendibréfs formi, en sumt frá eigin brjósti höfundarins, sem nefndi sig Hannes á horninu. Það vitnaðist fljótlega, að Hannes þessi var enginn annar en fyrrverandi klæðskeranemi, herra Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson frá Eyrarbakka. Þessir Hannesar- pislar urðu fljótt svo vinsælir, að lesendur blaðsins vildu fá þá á hverjum degi, og nú er svo komið, að enginn íslenzkur blaðamaður mun eiga jafntrygg an og fjölmennan lesendahóp og Hannes á.horninu. Sennilega munu fáir menn á íslandi fá jafnmörg bréf og Hannes, og ætlast bréfritarar jafnan til þess, að hann birti þau í pistlum sínum. Bréf þessi eru auðvitað mjög misjöfn að efni og orðfæri, en þegar Hannes er búinn að fjalla um þau, gera við þau sínar athuga- semdir og hrista þau í sínum andlega kokkteilbrúsa, verður úr þessu hinn ágætasti kokk- teill, sem rennur ljúflega nið- ur. Það má því segja um hann líkt og höfundur Hungurvöku sagði um hinn purpuraklædda prins heilagrar kirkju, Þorlák biskup helga, að „öl blessaði hann, þat es skjaðak var í, svá at þá var vel drekkanda.“ Það hefir æxlast svo til, að síðastliðin átta ár hefir undir- ritaður átt sæti við sama vinnu borð og Vilhjálmur S. Vil- ig, að þjóðin viti frarhvegis,, hvers konar flokkur það er, að hverju hann yfirleitt ætlar sér að vinna? Hreggviður. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hjálmsson. Það, að þessar línur eru ekki afmælislegri en raun ber vitni, er því eingöngu því að kenna, að ég vil komast hjá vopnaðri árás yfir borðið, því að af tryggð við gamalt starf hefir Vilhjálmur nefnilega enn þá hjá sér skæri. En að lokum vil ég, auk venjulegrar afmælis- óskar um langa lífdaga, óska honum vel mældrar blessunar Ólafs hins helga (Sveinssonar), þess er mests átrúnaðar nýtur meðal afmælisbarna og jafnan er heitið á til stórræða. Karl ísfeld. K E N N S L A , Píanókennslu byrja ég nú þegar. Svala Einarsdóttir, Sími 1844. \\l I N N ) við fótsnyrtingar. Geng \ í hús. ) S Unniir Öladóttir, \ Sími 4528. Ljósaskermar. •Loftskermar. Borðlampaskermar. Standlampaskermar í fjölbreyttu úrvali. Einnig mikið af borð- lömpum og stand- lömpum. LAMPINN Vesturgötu 16. Nokkrar fallegar Plusskápur teknar upp í dag. H.TOFT Skðlavorðnstio 5 Sími 1035 Útbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.