Alþýðublaðið - 08.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.10.1943, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 8. október 1943. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Berklavarnadaqurinn: Saian taefir Bumið yfir 70 pAsuud br. Q AMKVÆMT bráða- birgða uppgjöri sam- bands berklasjúklinga hefir salan hér í Reykjavík á blaði sambandsins og merkjum þess á berklavarnadaginn numið 55 þúsundum króna. Ekki eru nákvæmar upplýs- ingar komnar um sölu utan Reykjavíkur, en starfsmaður í skrifstofu sambandsins full yrti í gær í samtali við Al- þýðublaðið að samkvæmt fregnum, sem borizt hefðu, hefðu heildartekjur af degin um komizt yfir 70 þúsund króna. — Hefir aldrei náðst eins góður árangur af starf- semi berklavarnardagsins. Dvalarheimilið að Kleppjárns- reyhjam hefir verið lagí niðar. Forstöðumaðurinn í kominn til Reykjavikur með stúlkurnar og skilar þeim heim til sín. Enn alveg évíst hvort rfMssfJérn tn stofnar annaé dvalarheimili. DVALARHEIMILI fyrir reykvískar stúlkur, sem lent hafa á glapstigum, og starfað hefir í eitt ár að Klepp- járnsreykjum í Borgarfirði hefir verið lagt niður. Forstjóri heimilisins, Benedikt Stefánsson, kom með þær stúlkur, sem síðast dvöldust á heimilinu, hingað til Reykjavíkur og skilaði þeim heim til sín í gær. Starfar nú ekkert slíkt heimili og hefir enn engin ákvörðun verið tekin um það að stofna nýtt heimili fyrir slíkar stúlkur, eftir því sem Alþýðublaðið fékk upplýst í stjórnarráðinu í gær. Eins og kunnugt er hefir um nokkurt skeið starfað hér ung- mennaeftirlit og ungmennadóm stóll. Bæjarstjórnarfundur i gær. Verðnr heimæðagjaldi hita- veitnnnar breytt ? ♦ Og hagkvæmara láns en áður var gert ráð fyrirleitað til stuðnings húseigenda? ABÆJARSTJÓRNARFUNDI, sem haldinn var í gær urðu miklar umræður að nýju um heimæðagjald heitaveitunnar og hóf Jón Axel Pétursson umræðurnar. Sagði hann, að það kæmi æ betur í ljós, áð bæjarstjórn hefði yfirsézt þegar hún ákvað heimæðagjaldið. f»að væri ekki réttlátt, að þeir húseigendur, sem hefðu fleiri en eina miðstöð í húsum sínum slyppi miklu léttar frá gjöldum en aðrir. Það væri nauðsynlegt að taka upp nýjar reglur um greiðslurnar, þannig að það yrði í samræmi við tilkostnaðinn. En þannig yrði útkoman ekki, ef farið væri eftir þeim reglum, sem búið væri að ákveða. Þá kvað hann ófært að ekki reynt væri að létta byrðarnar ara lán en áður hefði verið á- kveðið til að standa straum af heimlögnum hitaveitunnar, en það væri upp á 6% vexti. Nú væri vitað að hægur vandi væri að fá miklu hagstæðara lán. nógu dýr yrði hitaveitan samt fyrir bæjarbúa, þó að reynt væri að létta byrðirnar með útvegun bestu lánskjara Borgarstjóri kvað ekki vera NúraraferkfalliHB var afstýrt á sið- isti stiBda. Samkomnlag náðlst á ell- efta timanum í gær. MÚRARAVERKFALL- INU, sem búið var að boða frá og með deginxun í dag^ var afstýrt á síðustu gtundu í gærkveldi og verð- ur því engin vinnustöðvun. Samkomulag tókst með múrurum og atvinnurekend- um á ellefta tímanum í gær- kveldi og var það undirritað kl. 11. heppilegt að breyta þeim regl- um, sem þegar hefðu verið sett ar um heimæðagjaldið enda væri hægt að jafna þetta síðar með mismunandi mælagjaldi Helgi Hermann Eiríksson lýsti yfir því, að hann væri sammála J. A. PP. um nauðsyn á því .að í stað þess láns, sem áður hefði verið gert ráð fyrir að taka til þess síðar að veita húseigendum til greiðslu heim æðagjaldsins, yrði leitað ódýr- ara láns.Hinsvegar kvaðst hann ekki vera sammála honum um breytingar á reglum um heim- æðagjaldið. Jón Axel Pétursson flutti í þessu máli svofelda tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði og borgar- stjóra að láta endurskoða sam þykktar reglur um heimæða gjald hitaveitunar með það fyrir augum að heimæða- gjaldið miíiist við hitaþörf og ennframur fjölda tenginga innan hinna ýmsu húsa. Enn fremur að leita eftir láni með 3%% ársvöxtum til greiðslu kostnaðar við lagningu heim æða í húsin.“ Tillögunni var vísað til bæj- arráðs. Bazar verður í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 4. Tekið verður á móti munum í húsinu kl. 3—6. Eftir að erlent herlið settist að hér í bænum og nágrenni hans bar verulega á því að ungar stúlkur, og þá jafnvel kornungar stúlkur lentu á glap stigum. Var erfitt að koma aga yfir þær — og ýmist hrökkluð- ust þær af heimilum sínum eða struku þaðan og voru síðan heimilislausar á flækingi. Barnaverndarnefnd og ung- mennaeftirlitið var í vandræð- um með þessar stúlkur og var þá tekið upp á því að úrskurða þær, sem verstu ástæður höfðu, í upptökuheimili í gamla sótt- varnarhúsinu fyrir vestán hæ. Var það nauðsynleg ráðscöfun, en það var aðeins til bráða- birgða, því að aðalatriðið var að koma stúlkunum í dvaíar- heimili, þar sem þær gætu lifað í heilbrigðu umhverfi, við heil- brigð og þroskandi störf, í þeirri von að þær gætu aftur fengið traust á sjálíum sér og komið fyrir sig fótum að nýju. í þessum tilgangi var ákveð- ið að stofna slíkt dvaiarheimili að Kleþpjárnsreykjum í Borg- arfirði, en svo illa tókst til að heimilið lenti þar með í miðri fjölmennri sveit, þar sem iit:ð var um kyrð og ró og sífeldar sanigöngur og örtröð. Engin jarðarafnot fylgdu heimilinu —-- og var ekki hægt að láta stúlkurnar vinna nein þau störf, sem þó voru ta'lin þeim nauðsynlegust. Varð heimilið jafnvel að kaupa mjólk eð. Það kom líka fljótt í Ijós. að mistök voru mikil. Lítil stjórn var á því, stúlkurnar struku af heimilinu oftar en einu sinni og varð að smala þeim víða. Þrír for.stöðumenn voru á hfeim ilinu á þessu eina ári — og allt var eftir þessu. Má segja að illa hafi tekizt til með þessa tilraun með að koma á fót uppeldisheimili fyr- ir ungar stúlkur, sem leíðst hafa afvega hér í Reykjavík. Sökin mun fyrst og fremst liggja í því. að heiroilinu var valinn þessi staður, en ekki hjá þeim, sem starfað hafa að þessu máli. Fjórar skipaðar Ijós- mæðor í Reykjavik. Ljósmæðrafélag Reykjavíkur sendi bæjar- stjórn nýlega áskorun um að skipa 4 ljósmæður í bænum. Nokkur tregða var á því, að bæjarstjórn vildi verða við' þessari áskorun og flutti Helgi Hermann tillögu á fundinum í gær þess efnis að skipa aðeins eina. En kvenbæjarfulltrúarnir þrír, sinn úr hverjum flokki, báru fram tillögu í samræmi Dmferðamálin: Leiðbeia inga r tn erk i b ern sem óðast að komast npp. Lögregloverðir við barnaskól- ana og aðra hættulega staði. Leiðbeiningamerk- IN, sem skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru að innan skamms yrði komið upp á vegum úti, innan bæj- ar og utan, fyrir atbeina bandaríska setuliðsins, eru nú sem óðast að koma upp. Er þegar búið að skipuleggja leið hinna stóru vagna setuliðs ins um götur úthverfa bæjar ins, enn fremur hafa verið sett upp merki á hæðum utanbæjar o. s. frv. Enn hafa ekki verið málaðar gular línur í vegina — heldur ekki hafa verið sett upp spjöld við barnaskólana, eða aðra staði, þar sem mikil hætta er á slysum. Hinsvegar hefir bæði íslenzk um og bandarískum lögreglu- mönnum verið skipað á vörð við skólana og er sú varðstaða mjög ströng. Hafa lögreglu- mennirnir mjög strangt eftirlit með því að bifreiðastjórar inn- lendir og erlendir aki gætilega við slíka staði, og eins að börn- in sem þjóta mjög í skóla Og úr gæti sín sem bezt á þesáum hættulegu stöðum. Setuliðsstjórnin vinnur nú, i samvinnu við innlend lögreglu- yfirvöld að því gð láta búa út þau merki, sem boðuð hafa verið, en enn hafa ekki vérið sett ujpp og munu þau koma upp innanskamms. Það er von manna að með slíkri starísemi og hér hefir verið lýst megi koma í veg' fyrir mörg slys og marga árekstra. Það hefir verið bent á, að Kol hækka í verði, npp í 200 kr. tonaið ALLMIKIL verðhækkun hef ir orðið á kolum. Hækkar smálestin um 16 krónur, úr 184 krónum í 200 krónur. Er sagt að verðhækkun þessi stafi af því að kolin, sem nú eru seld hér séu mun hærri í innkaup- um en þau, sem áður voru seld sér. i, Þetta er ný kolategund, sem ,,Anthracite“ nefnt. Er hún talið góð til upphitunar, hita- mikil, ’ en það lifnar nokkuðL seint í henni. Eldnr kviknar í Her- kastalannm. Út frá rafmagnsplötu SNEMMA í gærmorgun eða nánar til tekið kl. 6.34 var hringt í slökkvistöðina og tilkynnt að eldur væri kominn upp í Herkastalanum. Er slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að kviknað hafði í út frá rafsuðuplötu, sem stóð á tréborði í eldhúsi á annari hæð hússins. > Tréborðið brann, en aðrar skemmdir urðu ekki á húsinu. mjög mörg slys og árekstrar vilji til með þeim hætti að bif- reið reyni að spenna sig fram úr öðrum bifreiðum á þröng- um götum, og einnig að keppni milli bifreiðastjóra á borð við þá sem hér var lýst valdi oft vandræðum og tjóni. Er þess sérstaklega vænst að bifreiða- stjórar hafi fyrst og fremst skílning á þessu atriði umferða- málanpa — og ættu þeir að minsta kosti að háfa reynslu fyrir því að betri er krókur en kelda, betri er bið en ofur- kapp á götum bæjarins eða á vegum úti. Alfíingi í gær: Unræðnr nm mjéliciir söiuna héldai áfram. 'm Athyglisverð játning fulltrúa kommúnista. ...............-..*------ MJÓLKURSÖLUMÁLIN voru enn rædd á fundi neðri deildar í gær og var umræðu enn frestað. Aðalræðurnar í gær fluttu þeir Sigfús Sigurhjartarson og Páll Zophan- íasson. Um gagnrýni þá, á niður- stöðum sex manna nefndar- innar, sem fram kom í ræðu Emils Jónssonar, sagði Sig- fús, að hún „væri byggð á mjög veigamiklum rökum í öllum megin atriðum. Það er vitað,“ hélt Sigfús áfram, „að aðkeypt vinnuafl bóndans er of hátt áætlað. Því verður og ekki neitað,“ sagði ræðumað ur, .„að . búreikningar .40 hænda eru veikur grundvöll ur að byggja á, þegar á land inu eru um 6400 bændur.“ •> Kveður her mjög» við annan tón en í Álóðviljanum, sem allt til þessa hefir litið á niðurstöð- ur sex manna nefndarinnar sem opinberun, óvéfengjanlegar og óyggjandi. En Sigfús er annar við áskorun Ljósmæðrafélags- ins og var hún samþykkt. Verða því 4 skipaðar ljós- mæður hér í borginni fram- vegis, í stað einnar áður. ritstjóri Þjóðviljans, eins og menn vita. FIRIRSPURNIR1TIL RÍKISSTJÓRNARINNAR. Eftir að Emil Jónsson hafði gert mjólkurkaup setuliðsins að umtalsefni á alþingi, kom fram fyrirspurn lil ríkisstjórn- arinnar um það, hversu miklu þessi mjólkurkaup næmu. Hefir stjórnin enn ekki s.varað þess- ari fyrirspurn en gerir það vænt anlega einhvern næstu daga. Á fundi neðri deildar í gær kvaddi Sveinbjörn Högnason sér hljóðs utan dagskrár og bar upp þrjár fyrirspurnir til ríkis- stjórnarinnar „í áframhaldi af fyrirspurnum um mjólkurkaup in,“ að því er honum sjálfum sagðist. Fyrirspurnir Svein- bjarnar voru sem hér segir: 1) Hvort setuliðinu væri ekki selt innlent vinnuafl, enda þótt skortur væri á því til fram- leiðslustarfa innan lands, og hversu miklu það mundi nema. 2) Hvort setuliðið fengi ekki Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.