Alþýðublaðið - 08.10.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.10.1943, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 8. október 194S„ Ræða Emils Jónssonar: Mjólkursöluskipulagið hefir al gerlega misheppnazt. ALÞÝÐB'LAÐIÐ byrjar í dag að birta ræðu Emils Jóns- sonar á alþingi á þriðjudaginn um mjólkursölumálin og niðurstöður sex manna nefndarinnar, sem svo mikla át- hygli vakti. Ræðan var flutt við fyrstu umræðu um frumvarp, sem kommúnistar hafa lagt fram um breytingar á lögum uro meðferð og sölu mjólkur og rjóma. Hcr er hún prentuð eftir handriti þingskrifara. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. L--------------------------- Arfnr ÍMinga? ÞJÓDVILJINN hefir undan farna daga öðru hvoru verið að skreyta sig með mynd um af látnum stórskáldum okk- ar, svo sem Stephani G. Stephanssyni og Þorsteini Erl- ingssyni, og minningargreinum í tilefni af afmælisdögum þeirra. Þjóðviljinn hefir yfirleitt gert töluvert að því, að reyna að rekja andlegar ættir sínar til ýmissa stórmenna í sögu okkar. Kunnugt er, hvernig nafn blaðsins er til komið. Með því átti að læða því inn hjá ís- lenzkum lesendum, að komm- únistar væru einskonar arftak- ar Skúla Thoroddsen. Oft hefir einnig verið vitnað í Jón Sig- urðs^on; og þegar mikið hefir þótt undir því komið að hafa þjóðrækniná á oddinum, hefir jafnvel mynd af honum verið birt við hliðina á mynd Stalíns. En það eru líka uppi íslend- ingar á okkar dögum, sem Þjóð viljinn óg aðstandendur hans leggja í vana sinn að nudda sér upp við, vitandi, að þeir eru í miklu áliti meðal þjóðarinnar. Einn af þeim er Sigurður Nor- dal. Sérstaklega hafa þeir gert sér mikið far um það að flaðra upp um hann í sambandi við út gáfuna á hinu mikla riti hans, „Arfur íslendinga,“ sem byrj- aði að koma út síðastliðinn vet- ur. Það er engu líkara en að þeir telji sig sjálfa hafa haft þennan dýrmæta arf í sinni vörzlu og þykist nú vera að afhenda hann þjóðinni í nefndu verki Sigurðar Nordals! * Maður skyldi nú ætla, að þeir, sem þannig láta með sögu okkar og arf, þeir, sem þannig ættfæra sig, hefðu upp á eitt- hvað að bjóða frá eigin brjósti, sem þjóðinni mætti verða til upplbyggingar; þvjí að á arfi fortíðarinnar einum er ekki hægt að lifa til lengdar. Á ein- hverju ætti það að sjást, að þeir hefðu drukkið í sig anda Jóns Sigurssonar, Skúla Thoroddsen, Þorsteins Erlingssonar, Step- hans G. Stephanssonar og Sig- urðar Nordals. Það liggur næst að leita í Þjóðviljanum sjálfum til þess að sjá, hvað „arftakar" þeirra hafa upp á að bjóða, hvernig þau rit- verk líta út sem telja sig í ætt við það og áframhald þess, sem þeir hafa skrifað. Við flettum upp í Þjóðviljan- um. Þar getur síðastliðinn þriðjudag að líta forystugrein frá hendi ritstjórnarinnar, þeirra Einars Olgeirsonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar, þar sem þeir ávarpa nokkra and- sitæðinga ^ína í (stjórnmá[lum :Sem „þjófalýð, sem gefur út blað fyrir fé stolið frá verka- lýðnum,“ „kvislingalýð, sem sem kunnur er að flugu- mennsku við erlendan innrásar her“, „vesalmenni, sem í sjálf- stæðismálum þjóðar sinnar láta stjórnast af duttlungum er- lendra , afturhaldsseggja“ og „svikara, sem eru svo ofstækis- fullir í svikastarfsemi sinni að þeir hef ja landráðamenn til skýj EGAR hv. flm. þessa máls reifaði það nú fyrir nokkr- um dögum síðan, þá lét hann þess getið, að hann vænti þess, að um það yrðu ekki miklar umræður á þessu stigi þess, þ.e. við 1. umr. málsins. Og mig minnir, að hann óskaði eftir því, að svo yrði, að það yrði látið ganga til nefndar t sem fyrst og aðalumræður um málið teknar upp síðar. Ég hefði vilj- að geta orðið við þessum til- mælum hv. flm., sérstaklega vegna þess að ég hafði búizt við að fá þetta mál í landbn., og þá hefði mér gefizt kostur á að athuga það þar. En í lok síns máls lagði hv. flm. til, að því yrði vísað til allshn. og það athugað þar, þó ég geti ekki séð, hvaða rök liggja til þess, að þessu máli verði vísað til þeirrar nefndar. En það var m. a. ástæðan til þess, að ég kvaddi mér hljóðs, til þess að segja um ihálið nokkur orð og jafnframt beina nokkrum spurningum til hv. flm. Sömu- leiðis gaf hv. 2. þm. S.-M. (Ey- steinn J.) tilefni til þess í sinni ræðu, að málið yrði nokkuð rætt áður en því væri vísað til nefndar. Það er ekki hægt að taka þetta frv., sem hér liggur fyrir, um breytingar á lögum um meðferð og sölu mjólkur og rjóma, til rækilegrar athugunar án þess að koma að meira eða minna leyti inn á skipulag mjólkursölumálanna hér í bæn- um og inn á þær aðgerðir, sem gerðar hafa verið frá því fyrsta í því máli. MJólknrlögin 1934 ©n ætlunarverk peirra. Það fyrsta, sem gerist í þessu máli, a. m. k. svo að nokkru máli skipti, var gert 1934, þeg- ar mjólkurlögin voru samþykkt og gerbreytt var söluskipulag- inu í þeim málum. Þá var fyrst tekin upp sú nýja stefna að verðjafna nokkuð þessa vöru, þannig að þeir, sem betri að- stöðu hefðu til þess að fram- leiða og selja á markaðinum fyrir þessa vöru, yrðu að láta af hendi nokkuð af því, sem þeir fengju fyrir þessa vöru, til hinna, sem lengra voru í burtu og verri höfðu aðstöðuna til að nota mjólkurmarkaðinn. Þetta var eitt höfuðatriðið í lögun- um, sem samþykkt voru um þetta mál 1934. ^ Alþýðuflokkurinn gekk með til þeirrar lagasetningar, og var það bæði vegna þess, að hann taldi þetta réttlætismál innan réttra og skynsamlegra tak- marka, og líka vegna þess, að méð setningu þessara laga átti að bæta úr ýmsum örðugleik- um, sem á mjólkursölunni voru. Það átti að tryggja, að neyt- endur fengju ódýrari mjólk, að þeir fengju betri mjólk og einn- ig að þeir fengju næga mjólk. Því var þá haldið fram, og með allmiklum rétti, að mjólkur- anna, ef þeir bara eru að vinna fyrir Hitler gegn sósíalisman- um.“ Þetta er ekki nema aðeins eitt dæmi af mörgum líkum um það, hvernig Þjóðviljinn skrif- ar, það blað, sem öðru veifinu er sífellt að vitna í arf Íslend- inga og skyldleika sinn við öll helztu andleg stórmenni þjóð- arinnar. Og finnst mönnum nú ekki slíkt orðbragð þess legt, að það sé lært í Nýjum félags- ritum, Þjóðviljanum gamla, dreifingarfyrirkomulagið væri ekki með þeim hætti, sem bezt yrði á kosið, þannig að með því fýrirkomulagi yrði dreifingar- kostnaðurinn allmiklu meiri en hann þyrfti að vera. Og þá var gengið út frá því af þeim aðil- um, sem að málinu stóðu, að það, sem kynni að vinnast með bættum aðferðum, yrði jöfnum höndum látið verða ueytendum og framleiðendum til hagsbóta. Þegar lögin voru sett, var gengið út frá því, að hver eyr- ir, sem græddist, skyldi látinn renna að hálfu til bænda og að hálfu til neytenda. Einnig skyldi stefnt að því að hafa framleiðslusvæðið svo stórt, að tryggt væri að enginn hörgull á mjólk yrði í bæjunum. Qg í þriðja lagi skyldi gengið svo frá málum, að öruggt væri að mjólkin gæti talizt ný og góð vara, þegar neytandinn fengi hana. AlSf misfekiasf, sem fpyggja átfi. Ég minnist á þetta vegna þess, að mér þykir ástæða til að taka til athugunar, hvernig rætzt hafa þær vonir, sem menn bundu við þetta skipulag, þegar það var upp tekið. Verð- ur þá að spyrja: Hefir mjólkin batnað, er framleiðslan fullnægjandi, og hefir verðið lsekkað? Þetta voru þau atriði, sem átti að tryggja með skipulagningunni. Er því full ástæða til að gera sér grein fyrir því, hvort þetta hefir tek- izt og mönnum orðið að von sinni. Ég held, að þessum spurn- ingum öllum sé fljótsvarað. Því miður verður að svara þeim öllum á einn veg. Ekkert af þessu hefir tekizt. Mjólkurframleiðslan er of lítil, varan er hvergi nærri góð, og auk þess er hún svo dýr, að engu tali tekur. Ar- angurinn hefir því orðið gagnstæður við það, sem til var ætlazt. Ástandið í mjólk- urmálum bæjarins er nú þannig, að fólk verður að híða í röðum framan við mjólkurbúðirnar til þess að geta fengið mjólkurpela, og gæðin eru þannig, að þegar börnin koma heim úr sveit- inni, geta þau varla komið þessari mjólk niður. Mér þykir leitt að þurfa að viðurkenna þgtta, því að ég er einn af þeim, sem gerðu sér vonir um, að þetta skipulag miundi bera sæmilegan árangur. Ástæðurnar til þess, að þetta hefir farið svona, eru margar, og mun ég víkja að því síðar. En það er staðreynd, að það, sem átti að ná með þessum lögum og við Alþýðuflokks- menn bjuggumst við, hefir ekki náðzt. Þyrnum eða Andvökum? Hvað myndu þeir hafa sagt um það sjálfir, Jón Sigurðsso'h og Skúli, Þorsteinn og Stephan G. ? Hvern ig ætli þeim hefði litist á arf- inn, ávaxtaðan í höndum hinna kommúnistisku eftirmanna, ef þeir hefðu mátt líta upp úr gröf sinni? Og hvað skyldi Sigurði Nor- dal finnast? Hvort myndi hann þekkja arf íslendinga í þeim skrifum Þjóðviljans, sem hér hefir verið vitnað í? MjélkMFSöliefFum* vai'p komBMÚulstu. Nú er komið fram frv. frá hv. 8. þm. Reykv., þar sem farið er fram á nokkrar breyt- ingar þessara mjólkursölulaga. Aðalbreytingin, sem þar er gert ráð fyrir, er sú, að bæjunum verði veitt heimild til að taka í sínar hendur mjólkursöluna, og auk þesá er þar gert ráð fyr- ir ýmsum minni háttar breyt- ingum. Hið fyrsta, sem menn hljóta að spyrja um í sambandi við þessar brtt. hv. 8. þm. Reykv. og þeirra annarra, sehi standa að frv. með honum, er því það, hvort líkur séu til, að með þessu náist betri árangur en með núgildandi lögum, eða von um, að með slíkri breytingu fá- ist betri, meiri og ódýrari fram- leiðsla. Ef frv. leysir ekki úr neinu af þessum vandamálum, MORGUNBLAÐIÐ hefir undanfarið haldið því mjög á lofti, hvílík hætta okk- ur stæði af því, að fresta sam- bandsslitum við Dani þar til í stríðslok. Hefir blaðið í því sambandi fullyrt, að Danir myndu þegar og þeir væru lausir undan oki Þjóðverja heimta æðsta valdið á ný í hendur konungs og utanríkis- málin í hendur dönsku stjórn- arinnar, en þar af myndi leiða, að við yrðum að kalla sendi- herra okkar erlendis og erlend ríki endiherra sína hér heim. Síðast fyrir nokkrum dögum var enn með þessu vitnað í ræðu', sem Morgunblaðið birti, er Sigurður Eggerz hafði flutt fyrir ungum Sjálfstæðismönn- um. Þar segir: ,,Ef sjálfstæðismálinu er frestað til ófriðarloka — hvaða áhrif hef- ir það á alla aðstöðu vora: 1. Vér fáum danskan konung fyrir íslenskan ríkisstjóra. 2. Vér fáum danskan utanríkis- ráðherra fyrir íslenskan utanríkis ráðherra. 3. Vér fáum danska sendiherra fyrir íslensku sendiherrana í London og Washington. Hvað verður svo um riftingar- réttinn? Og hvernig fer með sjólfa Norð- urlanda samvinnuna, þegar danski utanríkisráðherrann á að taka þátt í henni fyrir vora hönd? Þeir sem vilja frest, vilja láta allt reka á reiðanum. Þeir vilja aftur flytja valdið út úr landinu. Þeir vilja láta það ófremdarástand haldast, að Danir hafi áfram rétt- inn til afnota af 'landinu.“ tel ég ekkert unnið með því. En geri það þetta hins vegar, á það fullan rétt á því, að það sé tekið til athugunar. Reykjavík og Hafnarf jörður eða neytendasvæðið vestan heiðar er orðið svo stórt, að það þarfnast gífurlegs mjólkur- magns, meira magns en svo, að hugsanlegt sé, að það verði framleitt á litlu svæði. Áður fyrr, meðan Reykjavík var helmingi minni bær en nú og mjólkurneyzlan ekki ýkja mik- il á hvern mann, var hægt að bjargast við þá mjólk, sem. framleidd var í næsta nágrenni bæjarins. Þetta var nauðsyn, vegna þess að vetrarferðir aust- ur um fjall þekktust þá ekki„ Þá, fyrir 25 árum, kom fram. frv. á alþingi, sem Alþýðu- flökkurinn stóð að, þess eínis, að þærinn tæki að sér að ann- ast mjólkursöluna. Þetta frv„ miðaðist ekki við það stórkost- Frh. af 6. síðu. Til samanburðar við þessi ummæli Sigurðar Eggerz er rétt að taka önnur ummæli, sem Morgunblaðið birti nokkru áður, úr ræðu Péturs Bénedikts sonar um sjálfstæðismálið á fundi danska ráðsjns í London. Þar segir: ,,Án nokkur hliðsjónar af hinni lögfræðilegu hlið málsins, — hvernig myndi það horfa við frá pólitísku sjónarmiði, ef Danmörk léti það verða - sitt fyrsta verk, er hún hefir endurheimt frelsí sitt, að snúá sér til íslands og segja: „Skipið hinum erlendu sendifulltrúum í Reykjavík að hafa sig á brott og lokið sendi- sveitum yðar erlendis. Setjið rík- isstjórann á eftirlaun, og sendið íslenzk lög að nýju til Kaupmanna hafnar til undirskriftar.“ Stjórnmálahyggindi Dana hlytu að hafa breyst ískyggilega ef þeir tæki þessa afstöðu. Það er og eng- inn íslendingur, sem grunar þá um slíkt.“ Hér ber sjálfstæðishetjunum ekki sem bezt saman. Sigurður Eggerz segir, eins og Morgun- blaðið er búið að segja mán- uðum saman, að Danir muni f stríðslok heimta vald ríkis- stjóra í hendur konungs, utan- ríkismálin í hendur hins danska utanríkismálaráðherra og lok- un sendisveita okkar erlendis, ef ekki verði áður búið að ganga formlega frá sambands- slitum. En Pétur Benediktsson segir: ,,Það er enginh íslending- ur, sem grunar þá um slíkt“! Vill nú ekki Morgunblaðið segja mönnum, hverju af þessu tvennu ber að trúa?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.