Alþýðublaðið - 19.10.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLABIÐ Þriðjudagur 19. októ’ber 194íL Útgefaaidi: Alþýðuflokkurian. Ritst|óri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Forvitni eða fávizka. TALTSVERT umtal hefir að vonum orðið út af yfirlýs- ingu þeirri, sem Vilhjálmur iÞór gaf á þinginu um mjólk- urkaup setuliðsins. Var á það bent mjög greinilega hér í blað inu, hvernig yfirlýsing ráðherr ans var í algjörri mótsögn- við allt það, er formaður Mjólkur- sölunefndar og Samsölunnar var búinn að segja um það mál. Var .ekki hægt að taka yfir- lýsinguna öðruvísi en svo, að hún væri bein ofanígjöf við séra Sveinbjörn. enda leið ekki á löngu, þar til hann reyndi að rétta hlut sinn. Frá honum hafa nú komið fyrirspurnir, sem benda til þess, að hann vilji gjarnan, til endurgjalds setja ofan í við ráðherrann. ■ Skal ekkert sagt um það, að svo stöddu, hvor setur meira ofan í við hinn. þó sjáanlega hljóti þeir báðir að fara mjög halloka í málinu. * * * Það fer ekki hjá því, að mönn um verði staldrað við eina af spurningum Sveinbjarnar, en hún er um það, hverjum beri að bæta framleiðendum upp halla þann, er fyrirspyrjandi telur muni leiða af því, ef mjólkurskipulaginu tekst ekki að troða mjólkinni upp á setu- liðið hér eftir sem hingað til. Nú er sem kunnugt er, ný- búið að ákveða fast verð til framleiðenda og er ekki vitað betUr en að það verð eigi að greiða frá 15. sept., a. m. k. er búið að ákveða útsöluverðið með tilliti til þess. Mismunur- inn milli útsöluverðsins og þess verðs er greiða á til framleið- endanna er 47 aurar og er inni- falið í þeim mismun, vinnslu- gjald fyrir þá mjólk, sem fer til vinnjslu. Það er því ekki framleiðandinn sem greiðir vinnslugjaldið, heldur bætist það þannig við það verð, sem framleiðandinn á að fá, kr. 1-23 — og verkar því til hækk- unar á útsöluverðið. Hvort mjólk sú, sem afgangs er neyslu mjólk almennings, fer til smjör- vinnslu eða til setuliðsins, hefir því engin áhrif á útborgunar- verðið til framleiðenda. Það er fast ákveðið, kr. 1,23 hvort sem um mikla eða litla vinnslu- mjólk er að ræða. Bak við fyrirspurnina liggur vanalega forvitni þess, sem spyr, þó að í þessu tilfelli þykist víst spyrjandinn vita betur, heldur en sá, sem svara á. — En eins og sjá má af þessari fyripspum Sveinbjarnar hefir fávizkan ráðið mestu um til- komu hennar, — eða máske annað verra. * * * Tillaga liggur fyrir þinginu nú, og stendur um hana mikill styrr, að bæirnir hafi leyfi til að taka í sínar hendur sölu og dreifing mjólkur. Hefir and- staðan gegn þessu orðið meiri en góðu hófi' gegnir og hafa menn verið að brjóta heilann Jón Sigurðsson: Skylda unga fólksins og verkalýðssamtökino MJÖG hefir það háð vexti og viðgangi hinna ýmsu verkalýðsfélaga að ekki hafa fundizt eða fengizt menn, til að veita þeim forustu eða taka að sér þau störf, sem samtökin þarfnast að unnin séu á hverj- um tíma. Þessi vöntun á mönnum er oft og einatt ekki vegna þess, að menn séu ekki til, er hefðu bæði hæfileika og gætni til þess að starfa, — orsakirnar eru aðrar. í ferðum mínum um landið s.l. 10 ár, í þágu verkalýðssam- takanna, hefi ég að sjálfsögðu kynnzt fjöldamörgu fóíki og átt við það tal um verkalýðsmál. Þegar ég hefi verið að hvetja það til þess að starfa fyrir sam tökin, taka sæti í stjórn félags, eða einhverri nefnd innan þess, hefi ég oft fengið það svar, og þá sérstaklega hjá yngra fólk- inu, að það væri svo lítið inni í þessum málum, hefði litla reynslu og þekkingu til að bera, treysti sér ekki til að standa upp á fundi og tala, og fleira þessu líkt. Viðbáran hefir sem sé verið þekkingarleysi fólks- ins — fullkomin vanmáttar- kennd. Margir munu þeir fleiri en ég, sem þekkja til þeirrar tilfinn- ingar, þegar þeir eru á fund- um, hvort sem er í verkalýðs- félögum eða annars staðar, að þá sárlangar til að tala, hafa til búið og niðurraðað í huganum það, sem þeir vilja segja, en koma sér ekki með nokkru móti til þess að biðja um orðið og „standa upp“ til að tala. Er alveg víst, að mörg mál hafa fengið aðra og verri afgreiðslu, en þau hefðu fengið, ef fleiri hefðu látið skoðun sína í ljósi í það og það skiptið, því að at- kvæðagreiðsla um málin fer oft og einatt eftir því, hvernig þau eru túlkuð. Það sem þetta fólk vantar, er meiri þekking, en með þekk- ingunni fæst það sjálfstyaust, sem þarf til þess að standa upp og láta skoðun sína í ljós. Mjög hefir borið á því, og þá sérstaklega nú í seinni tíð, að yngra fólkið er óstéttvísara, sem svo er kallað, heldur en það eldra, og þegar athugaðar eru allar aðstæður, er þetta mjög skiljanlegt, en ekki afsak anlegt, og skal ég færa að því nokkur rök. Það var um og eftir alda- mót, að til verkalýðssamtak- anna var stofnað hér á landi, og hefur því það fólk, sem nú er miðaldra eða meir, svo að segja alizt upp með samtökun- um og er lífssaga þess því raun verulega um leið saga verka- lýðssamtakanna. Þetta fólk veit fullkomlega um þá hörðu baráttu, sem háð hefir verið, og þá sérstaklega í byrjun, því er kunnugt um GREIN ÞÁ, sem hér birt- ist skrifaði Jón Sigurðs son fyrir tímarit Alþýðusam- bandsins ,.Vinnuna“ og birt- ist hún í síðasta hefti þess. Þar hét hún: „Mennt er máttur“. þá hatrömmu aðstöðu, sem fé- lagsskapurinn átti við að etja og einstakir menn, sem til for- ustu voru valdir, og því er einn ig kunnuigt, hvernig ástandið var áður, illur aðbúnaður, lágt kaup, langur vinnudagur, ör- yggisleysi við vinnu og fleira, sem nefna mætti. Það veit því hvað áunnizt hefir fyrir at- beina verkalýðssamtakanna til handa allri alþýðu landsins. Það fólk, sem í baráttunni hefir staðið, veit hvers virði verkalýðssamtökin eru, það skilur eðli þeirra og tilgang. Yngra fólkið, sem nú er að byrja að vinna, byrja að heyja sína sjálfstæðu lífsbaráttu, hefir við sæmileg kjör að búa og má jafnvel segja ágæt miðað við það, sem áður var hvað við kem ur kaupi, lengd vinnudagsins og aðbúnaði öllum — telur alveg sjálfsagt að þetta sé svona. Margt af þessu fólki gerir sér enga grein fyrir því, að þetta var öðruvísi áðtur. Það hefir enga* hugmynd um, að það hefir kostað verkalýðssamtökin ára- tuga barátu að skapa þau kjör og þau réttindi, sem fólkið hef- ir nú við að búa, og þess vegna skilur það ekki nauðsyn félags skaparins, nauðsyn þess að sam tökin séu sterk og starfandi, til þess að varna því, að það verði aftur tekið, sem unnizt hefir og stuðla að því, að hægt sé að vinna meira. Sem betur fer á þetta, sem ég hef sagt hér að framan, hvergi nærri við um allt ungt fólk, en því miður um alltof margt. Það er alveg víst, að ef yngra fólkið þekkti sögu verkalýðs- samtakanna eins og hún er, og skildi þar með gildi þeirra og nauðsyn fyrir hið vinnandi fólk, konur sem karla, þá væri félagslegur áhugi þess meiri en hann, því miður, er hjá fjölda mörgu. Það, að ástandið er svona, er ekki afsakanlegt. Ef meira hefði verið gert að því að kynna sér sögu samtakanna en gert hefir verið, meira gert að því að fræða, væru verkalýðs- samtökin nú það afl í landinu, sem þau sannarlega eiga að verða, — þeirra á valdið að vera. . Brautryðjendur samtakanna og eldri forustumenn eru nú óð um að falla frá, eða taka sér um það, hvað á bak við liggi. Sé það nú svo, sem skilja má á fyrirspurn Sveinbjarnar, að það sé hagsmunamál fyrir fram leiðendur hvort mjólkin fari að litlu eða miklu leyti í vinnslu, fer mönnum að skiljast betur ofurkapp það, sem hann leggur á það, að hafa sölu og dreifingu í sínum höndum.Fyrst er barizt fyrir föstu verði til framleið- enda,kr. 1,23. Þá er bætt við 47 aurum, m. a. með tilliti til þess að tveir þriðjungar fram- leiðslunnar fari í vinnslu. Síðan á að draga sem mest úr vinnslu unni, með því að selja vinnslu mjólkina til setuliðsins og jafn- vel láta hana hverfa mikinn hluta ársins, með því að óska þess við setuliðið að það auki við sig mjólkurkaupin, þegar hún er ,,afgangs“. En wnnslu- gjaldið, sem búið er að hafa stórkostleg áhrif á útsöluverð ið, hvert á það að renna? Hver á að græða það? Sveinbjörn virðist hafa sína föstu hugmynd um það, því að hann spyr; hver bæti framleiðendum skaðann, Þánnig kemst stundum upp um strákinn Tuma. hvíld að loknu miklu og óeigin- gjörnu starfi, og aðrir verða að koma \ þeirra stað, og taka við störfum, en þá menn á bókstaf- lega að ala upp, ala þá upp á þann hátt, að láta þeim í té þekkingu, sem aflazt hefir í gegnum áratuga baráttu, kenna þeim að „standa upp“ og tala, kenna þeima að stjórna fund- um og fleira, sem þeini getur orðið að gagni í starfi þeirra fyrr samtökin, en fyrst og fremst verður að kenna þeim, sögu verkalýðssamtakanna, tii þess að þeir skilji nauðsyn þess, að samtökin séu til og að þau séu sterk og starfandi. 74 ára varð í gær Daníel Hjálmsson, Baldursgötu 4. Dvelur hann sem stendur á Landsspítalanum, lyf- læknisdeildinni, stofu pr. 12. Brot á verðlagsákvæðum. Nýlega hafa eftirgreindar verzl- anir vérið sektaðar sem hér segir fyrir brot á verðlagsákvæðum: Verzl. London, Akureyri. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 564,25. Anglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera * komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fpir kl. 7 að kvöldí. Sfmi 4906. Dömutðskur, Dömuhanzkar, fóðraðir og ófóðraðir, einnig BARNASOKKAR og HOSUR nýkomið. Unnur (horni Grettisgötu og Barónsstígs). Verzl. Sigurðar Fanndal, SiglufirðL Sekt og ólöglegur hagnaður kr„. 629,32. ¥ ÓNAS Jónsson heldur á- ^ fram að skrifa í .,Dag“ um bandalag framleiðenda og það hlutverk, er þess bíði. í síðasta blaði farast honum orð sem hér segir: „Það, sem þjóðinni væri mest til velfarnaðar, væri að ’mynda öflugt bandalag framleiðenda í landinu um það eina, sem nú skipt ir máli, og það er að bjarga at- vinnvegunum frá hruni og krón- unni frá að verða einskisvirði. Ef núverandi ríkisstjórn fengi örugg an stuðning þeirra þingmanna, sem raunverulega eru ábyrgir gerða sinna, þá mætti í einni svip- an stórlækka dýrtíðina og bjarga framtíðarmálum landsins. En ef menn eru ekki viðbúnir að gera það, sem gera þarf, þá skiptir þó mestu máli, að loka ekki leiðinni. Þá þarf að skatta munaðarvöru eins og nú er gert, og nota það fé til að borga niður dýrtíðina fyrst um sinn. Á meðan býr þjóðin sig undir að geta á morgun innt af höndum þau skylduverk, sem ekki er hægt að fá samtök um að vinna áður en dagsett er í kvöld.“ Er ekki ríkisstjórnin búin að fá þennan stuðning, sem Jónas er að tala um? Hann hefir áður skýrt frá því í „Degi“, að „tvennir fjórtán þingmenn“, þ. e. 14 þingmenn úr Framsókn- arflokknum og aðrir 14 úr Sjálf stæðisflokknum, hafi tekið höndum saman og muni tryggja það, að haldið verði áfram að greiða uppbætur á landbúnað- arafurðir. Er það ekki marka- lína Jónasar milli ábyrgðar og ábyrgðarleysis þingmanna, hvort þeir - vilj a umhugsunar- laust ausa tugum milljóna ú-r ríkissjóði í verðbætur á land- búnaðarafurðir eða ekki? Morgunblaðið ræðir á sunnu- daginn um þá nýju og betri tíma, er það væntir að komi að afstaðinni styrjöld þeirri, er nú geysar. Blaðið segir: „Vér íslendingar höfum, sem betur fer, fremur lítið af atvinnu- leysi að segja. Sú staðreynd verð- ur þó ekki sniðgengin, að á árun- um fyrir stríðið voru að því nokk- ur brögð. Atvinpa verkamanna f hinum stærri bæjum var mjög stopul og allmargir þeirra voru atvinnulausir verulegan hluta árs ins. Síðan styrjöldin hófst, hefir þetta breytzt, verkamenn hafa haft næga vinnu og tekjur þeirra hafa hafa orðið tryggari og meiri en áður. Um það þarf ekki að fara í neitt ar grafgötur, að, eitt meginverk- efni nútímans er að leggja grund- völl að nýjum og betri tímum að styrjöldinni lokinni. Það verður að koma í veg fyrir að þjóðin eyði orku sinni í hungurgöngu atvinnu leysisins. En hvernig verður tryggi legast að því unnið? En þjóðin verður að gera sér þess ljósa grein, að öryggi kom- andi dagá veltur á því, hversu nút er snúizt við í þessum efnum. Það er von allra íslendinga, að fram- tíðin beri í skauti sér aukið öryggi fyrir landsbúa, aukið efnahagslegt og þjóðfélagslegt jafnrétti, en að dagar hinnar nagandi óvissu og öryggisleysis atvinnuleysisins séu taldir." Þetta er fallega mælt — af Morgunblaðinu, málgagni hinn- ar harðsvíruðustu einkahyggju. Þetta ágæta • blað hefir aldrei haft opin augun fyrir félags- legu öryggi þjóðfélagsþeg*- anna. Blint og tillitslaust kapp- hlaup um lífsgæðin, þar sem fjöldinn er troðinn undir en nokkrir ,,stórir“ menn geta skarað eld að sinni köku, hefir til þessa verið hugsjón þessa góða blaðs — en það er ekki nema gott eitt um það að segja, ef Mbl. hefir tekið sinnaskipt- um í þessu efni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.