Alþýðublaðið - 22.10.1943, Qupperneq 4
«
Föstudagur 22. október 1943.
tJtgefandi: AlþýSuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
, Pílafusarþvotlur
Ólafs Thors.
LENGI hafa menn orðið að
bíða eftir því, að Ólafur
Thors svaraði til saka í sam-
bandi við áburð þann, sem
hann hefir legið undir um að
hafa svikið orð og eiða við
samráðherta sína úr Fram-
sóknarflokknum í fyrravetur,
þess efnis, að flokkur hans
skyldi ekki hreifa kjördæma-
málinu, ef hann fengi bæjar-
stj órnarkosningunum í Reykja-
vík frestað; og hafa menn
furðað sig á því, hvað formaður
Sjálfstæðisflokksins hefir talið
sér sæmandi, að láta yfir sig
ganga, án þess að bera af sér
eiðrofs áburðinn, eða leggja
niður forystu flokksins, eins og
pólitísk háttsemi heimtaði og
allsstaðar í stjórnarfarslega
þroskuðum löndum myndi hafa
þótt sjálfsagt.
En þar kom þó að lokum, að
hjá því varð ekki lengur kom-
izt fyrir hann, að segja eitthvað
um þennan áburð, þegar annár
samráðherra hans úr Fram-
sóknarflokknum. Eysteinn Jóns
son, endurtók hann enn einu
sinni á sjálfu alþingi í vikunni,
sem leið. Þá varð því ekki leng-
ur við borið, að um óvandaða
blaðamennsku eina væri að
ræða, sem óþarft væri að, svara,
eins og fram að því hafði verið
haldið fram í Morgunblaðinu
til þess að réttlæta þögn Ólafs
Thors. Nú var það annar
hinna sviknu samstarfsmanna,
sem sakirnar bar á hann, og
Ólafur Thors varð að svara,
nauðugur viljugur.
❖
Að sjálfsögðu hefir enginn
átt von á því, að formaður
Sjálfstæðisflokksins myndi
standa upp á alþingi til þess
að játa það hreinlega á sig, að
hann hefði verzlað með kjör-
dæmamálið, ,,réttlætismálið,“
við ráðherra Framsóknar, og
síðan svikið orð og eiða við þá.
En það, sem hann sagði, var
alveg nóg til að staðfesta þann
áburð að innihaldinu til. „Hið
sanna í máliriu er,” sagði Ólaf-
ur Thors í varnarræðu sinni á
alþingi í fyrradag, ,,að eftir að
Stefán Jóh. Stefánsson gekk úr
ríkisstjórninni í janúar 1942 og
við fjórir, sem eftir urðum, vor
um að semja um áframhald
samstarfsins, sögðum við Jabok
Möller, að gefnu tilefni, þeim
Hermanni Jónassyni og Ey-
steini Jónssyni, að við teldum
víst, að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi ekki á næsta þingi taka
upp þetta gamla deilumál“, þ.
e. kjördæmamálið.
Eins og menn sjá, fer Ólafur
Thors í kringum það, að gefnu
hvaða tilefni, þessi yfirlýsing
var gefin Framsóknarráðherr-
unum. En um það hafa þeir
hinsvegar, og það hefir Árni frá
Múla einnig gert, tekið af öll
tvímæli. Framsóknarráðherr-
arnir heimtuðu slíkt loforð eða
yfirlýsingu um að Sjálfstæðis-
flokkurinn léti „réttlætismálið“
óhreift á næsta þingi, ef þeir
féllust á að bæjarstjórnarkosn-
ingunum í Reykjavík yrði
Niðurlag ? v aíssonar:
Einíngarpostullnn og starf
hans í verhalýðshreyfingunni
FLJÓTT fór að hera á því í
Dagsbrúnarstjórninni eft-
ir að E. Þ. var kominn á skrif-
stofuna, að farið væri á bak við
Alþýðuflokksmanninn um und-
irbúning mála. Virtust málin
vera rædd og ákveðin á sam-
komum, þar sem ekki voru til
staðar allir stjórnarmeðlimirn-
ir. en til málamynda sýnd allri
stjórninni.
Völd formannsins fóru brátt
þverrandi, og er nú svo komið,
að menn henda gaman að því
að hann sé orðinn sendisveinn
hjá hinum pólitíska fulltrúa
Kommúnistafljokksinis á skrif-
stofu Dagsbrúnar. Svo langt
gengur E. Þ. í yfirgangi sínum.
að í síðustu „Vinnu“, lætur
hann, þessi pólitízki niðurset-
ningur hjá Dagsbrún, birta
mynd af sér og auglýsa sig,
sem núverandi ráðsmann félags
ins.
Er það ekki ágæt einingar-
stefna að troða fram fyrir
skjöldu í ! sambræðsliustjórni
landsþek^kfum klofningsmanni
og pólitízkum spellvirkja í
verkalýðshreyfingunni? S. 1.
haust, þegar Dagsbrún átti að
kjósa fulltrúa á Alþýðúsam-
bandsþing. kom til kasta
kommúnistanna I stjórninni að
standa við samninginn, sem
gerður var, þegar stjórninn var
sett á laggirnar. Þeir stóðu
þannig við þann samning. að
á stjórnarfundi var lagður fram
listi til fulltrúakjörs. sem á var
e i n n Alþýðuflokksmaður;
hinir allir .voru kommúnistar
og nokkrir fylgifiskar þeirra,
uppgjafa nazistar og íhalds-
menn að meðtöldum þeim
itveimur .sttjó|rnarmeð|limum,
sem létu kjósa sig í stjórnina
sem óháða, en síðar hafa sýnt
að þeir voru grímuklæddir
kommúnistar, sem létu svíkja
sig undir fölsku flaggi inn í
stjórn Dagsbrúnar. Mótmælum
frá Alþýðuflokksmanninum var
ekki sinnt og ekki heldur til-
mæþm annars af þeim grímu-
k’læddu að taka inn á listann
mann, sem hann taldi sig eiga
veru sína í stjórninni að þakka.
❖
Hefði samningurinn verið
haldinn, hefði Dagsbrún sent
á Alþýðusambandsþingi 14 Al-
þýðuflokksmenn og 14 komm-
únista, en í stað þess að standa
við gefna eiða, gengust Dags-
brúnarkommúnistar fyrir því
og fengu samþykkt, að sendir
voru 27 kommúnistar og 1 Al-
þýðuflokksmaður.
Á svívirðilegri hátt gátu þeir
varla brotið samninginn, sem
sambræðslustjórnin í Dagsbrún
var grundvölluð á, enda er
þetta talið fólskuverk of öllum,
sem til þekkja, eignað einingar-
postulanum E. Þ. fyrst og
fremst.
frestað. Og þeir Ólafur Thors
og Jakob Möller gerðu kaupin.
Það er, þó með vafningum sé,
greinilega viðurkennt í varn-
arræðu Ólafs Thors. Það er að-
alatriðið. Hitt er aðeins auka-
atriði, hvort eiðar hafa verið
svarnir „með upp réttum fingr-
um“ eða „með hengingarólina
um hálsinn“, eins og Hermann
Jónasson komst einu sinni að
orði við umræður um þessi
pólitísku hrossakaup. Loforð
voru í öllu falli gefin og síðar
rofin.
Þannig stendur þá málið eft-
ir Pílatusarþvott Ólafs Thors.
Hann er sannur að sök um það,
að hafa verzlað við Framsókn-
arhöfðingjana með eitt aðal-
Með atkvæðum 13 gerfifull-
trúa frá Dagsbrún, fengu þeir
svo atkvæðamagn til þess að
draga þingið á langinn með mál
þófi og til þess að taka ástfóst-
ur sitt, þvottakvennafélagið
„Freyju“, ólöglega inn í sam-
bandið. Á þinginu óð E. Þ. uppi
með dylgjum og illmælum um
pólitíska andstæðinga, svo að til
vandræða horfði um þingfrið-
inn.
Með atkvæðum gerfifulltrú-
anna í Dagsbrún, fengu komm
únistar meiri hluta í fulltrúa-
ráði verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, þó ekki stærri meiri
hluta en það, að við stjórnar-
kosningar hefði verið rétt hlut-
föll, að kosnir væru 2 kommún
istar, 2 Alþýðuflokksmenn og 1
utan flokka. Slík hlutföll voru
látin ráða um kosningu Alþýðu-
sambandsstjórnarinnar, og var
full ástæða til að viðhafa sömu
vinnubrögð í kosningu fulltrúa
ráðsstjórnarinnar, svo skyldar
eru þessar tvær stofnanir, enda
hefði slíka stjórnarkosningu
mátt skoða sem útrétta hönd til
einingar og samstarfs.
En þetta var ekki eftir ein-
ingarstefnuskrá E. Þ. Hann lét
kjósa sig formann fulltrúaráðs-
ins og 3 kommúnista með og
einn Alþýðuflokksmann, sem
átti að hafa kð gisl í stjórninni
til þess að skapa E. Þ. & Co.
vinnufrið til þess að reka ein-
ingarstarf sitt, sem síðar verð-
ur lýst í hverju var fólgið.
Störf fulltrúaráðstjórnarinn-
ar voru skammt á veg komin,
þegar fór að bera á sömu vinnu
aðferðum og í Dagsbrúnar-
stjórninni, að málin voru ekki
rædd og undirbúin á stjórnar-
fundum, heldur að tjaldabaki.
Einingarstarf E. Þ. í fulltrúa
ráðsstjórninni hefir nú leitt til
þess, að Alþýðuflokksmaðurinn
Sigurður Ólafsson, hefir ekki
séð sér fært að vera lengur í
þeirri stjórn. Með burtför Sig-
urður Ólafssonar er fulltraráðs-
stjórnin svifti þeirra tiltrú, sem
hún hafði á meðal verkamanna,
og er nú stjórn E. Þ. álitið ó-
týnt kommúnistaáróðurstæki og
ekkert annað. Vegna þess. að
burtför Sigurðar Ólafssonar úr
stjórn fulltrúaráðsins verður að
teljast athyglisverður atburður
og einkennandi fyrir einingar-
starf E. Þ., verður vikið nánar
að henni.
*
Maður er nefndur Þorsteinn
Pétursson; hann er af góðu og
verkalýðssinnuðu bergi brotinn,
enda hefir hann mikinn áhuga
fyrir verkalýðsmálum. Þor-
steinn hefir verið heldur laus í
stjórnmálaskoðunum og ekki
tryggur flokksmaður, en hann
þykir laginn áróðursmaður fyr-
ir hvern, sem hann beitir áróðri
sínum.
stefnumál Sj álfstæðisflokksins,
„réttlætismálið” sjálft, jafn-
rétti kjósendanna í landinu.
Og jafnvitað er hitt að hann
hélt ekki þennan verzlunar-
samning. Hann var kúgaður til
þess af flokki sínum, sem ótt-
aðist afleiðingarnar, að brjóta
hann. Og þar með var Sjálf-
stæðisflokknum að vísu forðað
frá því ámæli, að hafa svikið
kjördæmamálið. En um leið
tók hann á sig annað ámæli,
sem mjög vafasamt er, hvort
betra var: að hafa þann mann
fyrir formann, sem ekki er
hægt að treysta til að standa
við gefin loforð. Og við það á-
mæli losnar hann ekki fyrr en
Ólafur Thors er horfinn úr for-
sæti flokksins.
Þosteinn er varamaður í Dags
brúnarstjórninni og var þar oft
á öndverðum meiði við komm-
únistana framan af. Þennan
mann ákváðu kommúnistar að
taka í sinn flokk og loka þannig
fyrir andróður hans, en hann
var til þess lengi tregur, en að
lokum lét hann þó tilleiðast, og
er það margra sögn, að hann
hafi sett það skilyrði fyrir inn-
göngu sinni í Kommúnistaflokk
inn, að honum yrði séð fyrir á-
hættulausri stöðu í verkalýðs-
hreyfingunni eða utan hennar.
Þegar átti að fara að efna þetta
loforð, reyndist það örðugt; alls
staðar þar, sem atvinna var í
boði, voru í framboði eldri og
aðgangsfrekari byltingarkomm
únistar, sem urðu að sitja í fyrir
rúmi fyrir Þorsteini. En þótt
kommúnistar hafi ekki vílað
fyrir sér að svíkja öll sín lof-
orð, kosningaloforð og önnur,
mun ekki hafa þótt hyggilegt
að svíkja atvinnuloforðið við
Þ. P. Þess vegna var víða leitað
á að koma honum í atvinnu,
m. a. hjá Alþýðusambandinu,
en það tókst hvergi. Þá var
það, að E. Þ. ákvað að nota að-
stöðu sína í stjórn fulltrúaráðs-
ins til þess að efna þetta van-
efnda loforð Kommúnistaflokks
ins og til þess að skapa sama
flokki enn eitt áróðurstæki.
Til þess að grímuklæðá þessa
ákvörðun, voru nokkur iðnfélög
og önnur smáfélög hér í bæ,
sem flestum er stjórnað af
VARNAR RÆÐA ÓLAFS
THORS í eiðrofsmálinu
oft nefnda á alþingi í fyrradag
var mikið rædd í flestum blöð-
um höfuðstaðarins í gær og eru
þau eins vænta mátti ekki á eitt
sátt um það, hvernig hún hafi
tekizt. Tíminn segir:
„Vitnisburður Ólafs var eins og
vænta mátti. Hann hafði ekki
manndáð til að viðurkenna sann-
leikann, en neitaði heldur ekki af-
dráttarlaust. Hann taldi frásögn
þeirra Hermanns Jónssonar og
Eysteins Jónssonar „fjarri öllum
sanni,“ án þess þó að nefna nán-
ara„ hvað rangt væri í frásögu
þeirra. Þá játaði hann, að hann
og Jakob Möller hefðu að gefnu
tilefni gefið H. J. og E. J. til
kynna, að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi ekki taka kjör’dæmamálið
upp að fyrra bragði á þinginu
1942 og myndi heldur ekki styðja
till. Alþýðuflokksins um, að land-
ið væri eitt kjördæmi.
Annars var ræða Ólafs að öðru
leyti vafningur hins seka, er reyn-
ir að komast hjá kjarna málsins
og ræður því ýms aukaatriði.
Annars vegar reyndi hann að halda
því fram, að Framsóknarflokknr1-
inn hefði vitanlega ekki látið sér
detta þá ósvinnu í hug, að heimta
frestun kjördæmamálsins gegn
f restun bæjarstj órnarkosningan oa
í Rvík, en hins vegar, að Frarn-
sóknarflokknum hefði líka mátt
vera ljóst, að Sjálfstæðisflokkur-
inn myndi aldrei á slíkt fallast:
Ólafur Thors hefir vissulega es-
ið þann lcostinn í þessu máli, sem
verstur var. Drengilegast hefði
verið að segja satt, þar næst að
þegja, ei.-~ -g hann virðist iika
litifa æt-ati . Jr. En nú hefir hann
VIKÚR
HOLSTEINN
EINANGRUNAR-
PLÖTUR
Fyrirliggjandi.
PÉTUR PÉTURSSON
Glerslípun & speglagerð
Sími 1219. Hafnarstræti 7,
kommúnistum, látin þiggja það,
að fulltrúaráðið stofnsetti og
starfrækti sameiginlega skrif-
stofu fyrir þau. Var svo ’hús-
næði tekið á leigu og Þorsteinn
ráðinn skrifstofumaður án þess
að fá samþykki allrar stjórnar-
innar fyrir því, og án þess að
bera málið undir fund í full-
trúaráðinu fyrr en eftir að bú-
ið var að ganga frá ráðningu
starfsmannsins og húsnæðis-
leigunni.
Þegar málið kom fyrir fund í
fulltrúaráðinu, voru allar þess
ar ráðagerðir ónýttar. En E. Þ.
var ekki af baki dottinn. Eftir
hálfsmánaðartíma boðaði hann
til fundar á ný í íulltrúar ioinu
og smalaði öllum gerfifulltrú-
um úr Dagsbrún á fundinn. Með
atkvæðum þeirra og annarra
kommúnista lét E. Þ. svo sam-
þykkja stofnun hinnar póli-
tísku áróðursskrifstofu komm-
únista á kostnað fulltriáaráðs-
ins og batt því þar svo þungan
fjárhagsl. bagga, að sýnt er, að
allar tekjur og núverandi eignir
fulltrúaráðsins hrökkva ekki í
nútíð og framtíð til þess að
standa straum af skrifstofunni
og Þ. P.
Allt þetta gerði E. Þ. vítandi
Frh. á 6. síðu.
bætt gráu ofan á svart og þrætir.
Eins og fyrri daginn hefir hann
hér látið undan ofsa þeirra flokks-
manna sinna, sem fúsastir eru til
ósómans, því að ótilneyddur hefði
hann ekki vitnað. Það ólán þjóð-
arinnar, að á örlagatímum skuli
hafa valizt til forustu í stærsta
flokknum ístöðuleysingi, er lætur
hafa sig til að svíkja drengskap-
arloforð og síðan til að þræta fyrir
það, verður seint metið til fulls.“
Þetta segir Tíminn. En Morg-
lunblaðið er á öðru máli. Það
ber sig mjög mannalega yfir
frammistöðu flokksforingja síns
og dregur af henni eftirfarandi
ályktun:
„Staðreyndir og líkur hníga í
senn að einu marki, að strika yfir
stóru orðin og afhjúpa brigslyrði
og róginn.“
Þetta mun nú hugsandi mönn
um sennilega virðast nokkuð
mikil bjartsýni hjá Morgunblað
inu eftir ekki skeleggari vörn
en vafninga Ólafs Thors á al-
þingi.
Þjóðviljinn skrifar í fyrradag:
„Hið stríðandi mannkyn er að
berjast við hin grimmúðugustu
einræðisöfl, sem uppi hafa verið.
Einræði íasismans er á komið af
nokkrum einræðishringum at-
vinnulífsins, sem sáu fram á það,
að þeir fehgju ekki haldið valdi
sínu og arðránsaðstöðu, nema koma
á einræði í stjórnmálum eins og
í atvinnumálum.
Allar þjóðir hafa í þessu stríði
fengið dýrkeypta reynslu af því
hvert skaðræði einokunarhring-
arnir eru. Alstaðar hafa þeir
reynzt frumkvöðlar harðstjórnar-
Frh. á 6. síðu.