Alþýðublaðið - 22.10.1943, Side 8
(
ÍTJARNARBlðSI
Takið undirl
(PRIORITIES ON PARADE)
Amerísk söngva- og gaman-
mynd.
Ann Miller,
Betty Rhodes,
Jerry Colomna
Johnny Johnston.
Aukamynd:
NORSKUR HER Á ÍSLANDI
(Arctic Patrol)
Sýning kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
„ÓSKAPLE&T SKÖPUNAR-
VERK.“
EINU SINNI var aldraður
prestur, sem var orðinn sljór
og ellihrumur, að spyrja ferm-
ingarbömin. Fór sú athöfn
fram í kirkjunni. Meðal barn-
anna voru nokkrir pörupiltar,
sem gjam'a vildu glettast til
við prestinn, ef tækifæri gæf-
ist. Presturinn bjó sig nú undir
að lesa fyrir börnin kafla úr
biblíunni og valdi til þess sköp
unarsögu mannsins. En áður
en hann byrjaði lesturinn þurfti
hann að bregða sér frá.
Strákarnir notuðu þá tæki-
færið, rifu blað úr biblíunni,
þar sem sagt var frá örkinni
hans Nóa, og límdu það aftan
á eitt blaðið í sköpunarsögunni.
Þegar klerkur kom aftur,
byrjaði hann lesturinn og las
sem hér segir:
„Og guð lét Adam falla í
fastan svefn, tók eitt af rifjum
hans og myndaði úr því konu“
Síðan flettir hann við og
heldur áfram lestrinum: — sem
var 30 álnir á breidd, 15 alna
djúp og rjóðuð biki utan og
innan.“
Klerkur staldrar við í lestr-
inum, þegar hér var komið,
strýkur ennið og segir síðan
þungt hugsandi:
„Ja, áldrei hefi ég nú rékið
mig á þetta fyrr í biblíunni, en
hér stendur það og ekkert
sýnir okkur betur, börnin góð,
hversu óskaplegt sköpunarverk
konan er.“
❖ * ❖
FAGNAÐAREFNI
PRESTUR við hegningarhús
byrjaði einu sinni prédikun
sína á þessum orðum: „Mínir
elskulegu bræður, það gleður
mig að sjá hér svo marga saman
komna. “
ALÞYDUBLAÐIÐ
vICKK©AUM:
í straumi öriaganna
að undirbúa hana undir að
syngja Madame Butterfly. Það
skal ekki finnast nein önnur, er
jafnast á við hana í því hlut-
verki, hvað sem hver segir, og
hvar sem leitað væri. Eg læt
þér eftir Lehmann. Ég læt þér
eftir Bellincioni. Ég læt þér
eftir Selmu Kurz. En þú lætur
mér Susie eftir. Það er allt, sem
ég þarfnast. Susie. Þú verður
að hitta hana bráðlega, þér
verður áréiðanlega skemmt,
þegar þú sérð, 'hvað hún er
smávaxin.
— Jæja, Shani, sagði ég og
Iífsgleð(i hans (endu rfhl j ómaðii
í sál minni. — Þú hefir sannar-
lega komizt á þá grænu grein.
— Ég er hamingjusamur,
Marion. sagði hann, og svitinn
bogaði af honum af eintómum
áhuga. — Hvernig lízt þér á
þetta?
Ég kynntist Susieð og mér
geðjaðist mjög vel að henni.
Hún var eins og flögrandi fugl
eða fiðrildi, Ijós yfirlitum, og
alger andstæða Shanis, sem var
stirðbusalegur, alvarlegur og
þungbúinn.
Það var líkt um hann og .Ad-
am hann var gerður af leir, og
það leyndi sér ekki. En það var
góður leir, allra bezta tegund.
Mér þótti vænt um að sjá,
að Susie virtist vera jafn hrif-
in af honum og hann af henni.
Þau kölluðu hvort annað gælu-
nöfnum, og þau gátu ekki setið
andspænis hvort öðru við borð.
Þau urðu að sitja hlið við hlið,
og þau áttu ýmsar sæluminnig-
ar frá fyrstu kynnum sínum,
og lifðu eins og elskendum er
títt í þessum minningaheimi og
virtust engan annan heim
þekkja.
í þessum heimi var mér of-
aukið, og ég hvarf sjónum Sha-
nis hægt og hljóðalaust. Þarna
fór góð vinátta í hundana, hugs
aði ég með sjálfri mér, ham-
ingjusöm fyrir Shanis hönd, en
þó um leið ofurlítið afbrýðis-
söm, eins og við verðum öll,
þegar bezti vinur okkar verður
ástfanginn, og trúlofast eða
giftir sig.
En ég hafði haft á röngu að
standa. Hann koma að heim-
sækja mig tveimur dögum eftir
að Klara kom.
— Hvernig líður þér? spurði
ég. — Það var fallega gert af
þér að líta inn til mín.
— Sæl, sagði hann. — Hvern-
ig líður þér? Þú er ekki eins ör-
ugg og Gibraltarkletturinn, er
það?
— Mér líður ágætlega, sagði
ég. — Alveg prýðilega.
— Gott, sagði hann. — Á-
gætt! Þetta líkar mér'að heyra.
Hann horfði á fætur sína í
nýju skónum, og því næst á
neglurnar, og loks leit hann
snöggt á mig. Því næst leit
hann'undan. Svo fór hann að
reita hárin af augabrúnum sín-
um.
—. Hvernig líður Susie?
spurði ég.
— Susie? Ó, henni líður ágæt
lega — býst ég við, sagði hann
með semingi.
— Hvað gengur að þér,
Shani? spurði ég. — Hefir Su-
sie brugðizt þér?
— Sjáðu nú til, Marion,
sagði hann og nefndi mig nú
fullu nafni í stað þess að kalla
mig litlu, óþrifalegu kanínuna,
eins og hann var vanur.
— Sjáðu nú til! Við höfum
verið góðir kunningjar lengi, er
ekki svo ? Jú, við höfum alltaf
verið ágætir vinir. Manstu eftir
því, þegar ég reyndi að kyssa
þig að loknum ‘prófhljómleik-
unum? Jæja, ég reyndi að
kyssa þig, að því að ég var ást-
fanginn af þér. Vissirðu það
ekki?
Nú, sagði ég og vissi ekki,
hvað ég ætti um þetta að segja.
— Ég elska þig enn þá, sagði
Shani. — Ég hefi elskað þig
öll þessi ár! Ég hefi öruggar
tekjur, og nú get ég séð fýrir
fjölskyldu. Ég vil, að þú giftist
mér.
Þetta hljómaði eins og hann
hefði lært það utan að. Það var
ekkert líf í þessum setningum.
Ég gapti af undrun.
— En hvað verður um Susie?
spurði ég.
Hann blístraði. — Ó, Susie,
sagði hann. — Það er allt í lagi
með hana. Þetta var bara svona
venjuleg skynditrúlofun.
Veslings Shani. Hann var svo
lélegur að skrökva. Hann tók
upp vasaklútinn sinn og þurrk-
aði svitann af enni sér.
— Hún veit, að ég fór til að
biðja þín, sagði hann. — Það er
allt í lagi með hana.
Blesunin hún Susie litla. En
hve hún var hjartagóð. Á auga-
bragði skildi ég, hversu göfug-
mannlega þeim fjórst — hve
kjánalega göfugmannlegt þetta
tilboð var. Susie hafði fallizt á
að sleppa Shani, af því að ég
hafði meitt mig í hendinni, og
gat ekki spilað á fiðlu, en hún
hafði ágæta sömgrödd og gat
vel unnið fyrir sér. Hún var
vinur vina sinna, ekki bar á
öðru.
— Þú ert orðinn brjálaður,
Shani, hrópaði ég. — Mér þyk-
ir fyrir að þurfa að segja það,
en þú ert brjálaður. Mér geðj-
ast ágætlega að þér,og ég held,
að þú sért allt að því snillingur,
en ég get ekki gifzt þér.
— Heldurðu það? spurði
hann, og það var vonarhreimur
í röddinni. — Af hverju get-
urðu það ekki, blómið mitt?
Ég vona að ég hafi verið
skárri að skrökva en Shani, en
ég man ekki nákvæmlega, hvað
Föstudagur 22. október 1943-
HH NÝJA BÍÓ S Mðninn líðnr. (The Moon is Down) Stórmynd eftir sögu John Steinbeck. Bönnuð börnum innan 16 árh Sýnd kl. 7 og 9. ! ! BS GAMLA BfÓ RS. Ónæðissamir hveiti- brauðsdagar. Robert Montgomery Constance Cummings Sýnd kl 7 og 9
Sýning kl. 5: Kl. 3%—6%.
HEIMILISBÖÐULLINN. ÆFINTÝRI
Virginia Gilmore. MILLJÓNAMÆRINGS-
Ludwig Stossel. INS
George Montgommery. Richard arlson,
Aukamynd: Jane Randolph.
INGRID BERGMAN seg- Bannað fyrir börn
ir frá Svíum í Ameríku. innan 12 ára.
ég sagði honum, en það vor,u
stórfenglegar lygar, eitthvað á
þá leið, að ég væri ástfanginn
af dásamlegum manni, auðug-
um manni og góðum manni, og
að ég væri nærri því trúlofuð
honum, og að ég myndi fara frá
Vínarborg. — Þetta datt mér í
dug allt í einu — og til Þýzka-
lands, til þess að giftast þessum
manni, en þar ætti hann heima.
Ég sá, að Shani lifnaði allur
við. Það var eins og hann hefði
skyndilega og óvænt fengið náð
un kvöldið fyrir aftökudaginn.
Hann reyndi að líta svo út sem
hann væri vonsvikinn, en hon-
um fórst það ekki vel. — Jasja,
blómið mitt, fyrst þú vilt mig; ,
ekki, þá verð ég víst að sitja
uppi með Susie, sagði hann,
gleymdi hattinum sínum og
hljóp burtu, kom aftur, kyssti
mig,,velti stóli um koll, komst
til dyranna og var horfinn.
Það var rigning daginn, sem
ég fór að leita mér að atvinnu.
Göturnar voru svo forugar sem
þær gátu forugastar verið í Vín
arborg. Kuldanæðingur var,
sem feykti framan í mig fbrug-
um bréftætlum, og skórnir mín
EASSfi „BOLLAu
Annar hundur, stór og kafloðinn, hafði komið á vett-
vang og tók nú þátt í aðförinniað héranum ásamt Fálka.
Enda þótt Fálki væri óvanur að þreyta slíkan leik sem
þennan, hafði hann, annaðhvort af tilviljun eða eðlishvöt,
lagt áherzlu á það að varna því, að hérinn kæmist inn undir
rimlagirðinguna. Hann bar sig svo hyggilega og dugnaðar-
lega að, að fáir hundar aðrir myndu hafa reynzt honum
jafnsnjallir, ef um keppni hefði verið að ræða.
Aðkomni hundurinn hafði hins vegar sprottið fram
undan rimalgirðingunni og hafði náð álitlegu forskoti, enda
var hann álitlegan spöl á undan Fálka og nálgaðist hér-
ann óðfluga.
Bassi kom þegar auga á mann, er stóð handan rimla-
girðingarinnar, og bar þegar kennsl á hann. Það var eng-
inn annar en Jeppi Stebba, einhver frægasti eigandi og;
þjálfari hunda í bænum.
,— Hvað hefur maðurinn í hyggju tautaði Bassi.
Hann sleppti seppa sínum þegar í stað. Nei sko! Nú er
ég. hissa! Sjáið þið, hvað Fálki teygir úr sér. Það var þá
þetta, sem Jeppi Stebba ætlaði sér. Að reyna að uppgefa
Fálka.
Bráðlega varð eltingarleikurinn svo æsilegur, að Bassi
steingleymdi öllu. öðru en að horfa. Fálki, sem talinn var úr-
kynjaður ræfill, var að draga upp hundinn hans Jeppa
' Stebba. Tuttugu metra forhlaupið kom honum að engu haldi
og óðum vann Fálki á.
Hérinn stefndi nú beina leið að skógarstígnum þar sem
Bassi stóð, fullur eftirvæntingar, og var þögult vitni þess,
sem fram fór. Sepparnir þöndu sig báðir á harðaspretti á
I eftir héranum og hlupu nú hlið við hlið, hníf jafnir. —
OH-OH/ &IST
HE LEFT ’
^OMETHIN 6
PEHINP/ Á
UH/ 60TA LUMP LIKE AN OíTRICH
E66 HEKE/ ANP My FAT FRIENP c
EKlPPEP THECOOFAFTEEACl/ i
OKEAT PAV/ OUCH/ I
KEMEMEEK FI6HTING
TOPT..THEN A HOUíSE
M FELL ON ME..../
ij ww«n«hmMMWS6Ma - 'I
/Örn kemur auga á Friedu, þar
sem hún liggur. — Nú. hann
hefir þá skilið dálítið eftir.
’KEPA 6LU35 5GOKCHV
/fTH A P!‘5TOL, 5AVING
OPT...EUTTOPT
CNOCKa HEf? POWN
vrrHHi^
-UEF AVvAYv
HOWEVEK
JWE EMFTlEF hek
6UN ATHiM.
Öm rís á fætur: Drottinn
minn! Ég man eftir því að ég
var að berjast við Todt, — en
svo var eins og heilt hús hrýndi
yfir mig. Ég hef fengið stærðar
kúlu á hnakkann — og uxinn
komst á brott þrátt fyrir allt.