Alþýðublaðið - 29.10.1943, Qupperneq 5
Föstudagur 29. október 1943.
ALÞYÐUBLAÐBÐ
iri
AMERÍK'UMÖNNUM hefir
alltaf verið sagt, að heim-
ili Englendings væri kastali
hans. Ég held, að sumum Am-
eríkumönnum séu það von-
brigði. að sérhvert hús í Eng-
landi skuli ekki vera umlukið
virkisgröf. En 1 kringum hvert
einasta hús er veggur eða girð-
ing — eða einskonar virkisgröf,
sem verndar friðhelgi heimilis-
ins, sem Bretum er svo rík í
huga.
Ameríkumenn eru ekki mik-
ið fyrir það að vera út af fyrir
sig. Þar eru grasflatir húsanna
samliggjandi og mynda ásamt
trjánum) mejlfram götunum
einskonar skrúðgarð. Flest hús
eru með svölum. þar sem garð-
húsgögn eru látin standa allt
sumarið. Á sumarkvöldum safn
ast fjölskyldan saman á svölun-
um og rabbar við nágrannana
og sötrar kældan ávaxtasafa,
eða þá máski eru karlmennirnir
að slá grasflatirnar eða vökva
þær með garðslöngunni. Þeir
dæla líka vatni á götuna til þess
að eyða rykinu og kæla loftið.
Ég hef oft heyrt brezka hús-
móðir segja: „Ég held mig út
af fyrir mig“. En amerískar
konur hegða sér algerlega gagn-
stætt þessu, og þar er mikill
samgangur milli nágranna.
Amegíkumaðuiiinn; hugsar
sér heimili sitt ekki sem kost-
ala. Það er sagt, að hann eigi
heima þar. sem hann hengir
upp hatt sinn. Og það er mikið
til í því. Ameríkumenn unna
sér aldrei hvíldar. — þá þyrstir
alltaf eftir nýjum æfintýrum
og atburðum. Það er mikið um
það, að menn flytji búferlum
innan borga eða milli borga.
Stundum setja þeir jafnvel hús
sitt á vagn og aka brótt með það
og setja það svo niður á nýjum
stað.
En Ameríka er land and-
stæðnanna, og þrátt fyrir alla
ferðina og flugið, þykir Amer-
íkumönnum mjög vænt um
heimilislíf. Þar myndi enginn
tala um að reisa sér hús, heldur
heimili. Heitasta ófek hvers Am-
eríkumanns er að eignast sitt
eigið hús yfir höfuðið, og um
helmingur þeirra á það. þótt
mjög margir séu enn að greiða
lánin. Þeir ge|ta eignalst þau
mikið fljótar. ef þeir neituðu
sér um ýmsan munað eins og
bifreið og kæliskáp, eða þá
olíumiðstöðvarketil, sem aðeins
þarf að fylla af eldsneyti einu
sinni á ári, og svo þarf ekki að
hugsa meir um. Og skoðun Am-
eríkumanna er sú, að ekki eigi
að neita sér um hlutina, jafnvel
þótt kaupa verði þá gegn af-
borgunum.
Nær helmingur Bandaríkja-
manna býr í smáborgum eða
bóndabæjum. Aðeins um þrjá-
Flogið háfjöllum ofar.
Mynd þessi er af amerískri flutningaflugvél, sem flýgur ofar háfjöllum í Kaliforníu. Sam-
göngur um leiðir loftsins hafa mjög aukizt og eflzt síðustu ératugina, en stórstígastar hafa
þó framfarirnar á þeim vettvangi orðið á styrjaldarárunum, enda eru fkjjgvéWnar mjög
mikilvæg hernaðar- og flutningatæki í sambandi við það. Sú skoðun styrkist líka óðum, að
flugvélarnar séu farartæki frcmtíðarinnar.
flmer
eimili.
GK.EIN þessi, lýsir ame-
rískum heimilum, er
eftir Lella- Sector Florence
og þýdd upp úr brezka mán
aðarritinu „The English Di-
gest“.
tíu af hundraði búa í borgum.
sem telja yfir eitt hundrað þús-
und íbúa, en í Englandi um
fjörutíu af hundraði. Það er
m-eðalstór amerísk fjölskylda,
sem býr í meðalstóru húsi í
meðalstórri borg og hefur með-
altekjur, sem ég ættlaði að tala
um. Við skulum velja eitthvert
hús í einhverri götu í lítilli borg
í Miðvesturríkjunum, til dæmis
Battle Creek í Michigan.. Þar
sem ég fæddist. og síðan hringj-
um við dyrabjöllunni. Þetta er
um eftirmiddag í júní og mjög
heitt í veðri, svo útidyrnar
standa opnar og við getum lit-
aðst um í gegnum hlífðarhurð-
ina, sem búin er til úr fíngerðu
vírneti til þess að varna flugum
að komast inn. Einnig er vír-
1 .. 1 Domutöskur,
Kemisk-hreinsun, Dömuhanzkar,
Fatapressun. fóðraðir og ófóðraðir, einnig
Fljót afgreiðsla. BARNASOKKAR og
HOSUR nýkomið.
P. W. Biering, Unnur
Traðarkotss. 3. Sími 5284. (horni Grettisgötu og
(Við Hverfisgötu). Barónsstígs).
jDömu- og herra-l
hanzkar, \
fóðraðir og ófóðraðir.1
Kven-,
karlmanna- og
unglinga-
REGNFRAKKAR
H. TOFT.
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
aet fyrir öllum gluggum. Við
bíðum eftir því,. að frú Amer-
íka komi til dyra. Nafn hennar
getur verið O’Leary, Rizzuto,
Bemberg. Olson, Kolendorski,
eða bara blátt áfram Smith eða
Cohen. En hvað sem hún heitir,
þá er hún frú Ameríka. Við
skulum kalla hana frú Kelly.
Hún kemur sjálf til dyra. vegna
þess, að flestar amerískar hús-
mæður gera húsverkin sjálfar
en hafa ekki þjónustustúlku.
Frú Kelly gengur rösklega til
dyra. Hún nálgast að vera mið-
aldra. og er farin að hafa dálitl-
sem ekki er eins grannur eins
og á skólaárunum. Hún iðkar
iað víisu morgunl^ikfimi éftir
útvarpiuu. Hún er snyrtilega
klædd, jafnvel prúðbúin. Hár
hennar er bylgjað og andiitið
vandlega snyrt. Þrátt fyrir hús-
verkin eru hendur hennar vand
lega snyrtar og neglunar lakk-
aðar.
Frú Kelly opnar dyrnar upp á
gátt og býður okkur velkomin.
' .Góðu komið þið inn fyrir og
verið eins og þið væruð heima,“
segir hún. Og við gerum það.
Við seljumst í ruggustóla, sem
ar áhyggjur út af vexti sínum,
manni finnst kannske nokkuð
valtir til að byrja með. er þeir
rugga aftur og fram. Eldstæði
er ekkert, af því. að miðstöðvar-
hitun er í húsinu. Brennidepill-
inn, sem fólkið safnast saman
á. að kvöldinu, er borðið á mið-
ju gólfi. Nú er blöðum og tíma-
ritum snyrtilega raðað á það og
á því stendur raflampi. Frú
Kelly á lítið skrifborð. Á því
stendur baukur, sem hún lætur
í peninga, til þess að mæta ýms-
um útgjöldum. Símaáhaldið
stendur við hliðina á bauknum.
Frú Kelly gæti varla komizt af
án þeirra þæginda. Fremur
dýrt útvarpsviðtæki er í stof-
unni.
Við erum varla setzt, þegar
frú Kelly afsakar sig og kemur
með ljósleitan bakka með glit-
randi glösum með köldum
drykk. iDállífcði sdinna kemur
hún með kökur, heitar úr ofn-
inum. Hún hafði bakað kökur
síðast liðinn laugardag, en í
stað þess að baka þær allar
j strax, geymdi hún nokkuð af
j deyginu í kæliskápnum, þar
sem það var tilbúið til notkun-
ar, hvenær sem þörf krefði.
Einfaldleiki án íburðar er
yfir öllu fyrirkomulagi á heim-
ili frú Kelly. Þegar við minn-
umst á, að okkur langi til að
sjá allt húsið, fer hún með okk-
ur upp á efri hæðina, og sýnir
okkur svefnherbergin og bað-
herbergi|ð. Hataskápiar sjáJst
engir í svefnherbergjunum, af
því að þeir eru allir innbyggðir.
Þarna er meðal annars mjög
há dragkista. Snyrtiborðið er
heimasmíðað. í kringum það er
rósótt klæði og sama efni er
undir glerplötunni, sem er ofan
á því til hlífðar.
Baðherbergið er skemmtilegt.
Veggirnir eru málaðir gulleitir.
Gluggatjöldin eru græn eins og
þurrkurnar og baðkerið. Allar
þurrkurnar eru snyrtilega
merktar með ,,K“ í ýmsum lit-
um, og er viss litur fyrir hvern
fjölskyldumeðlim. Allir eiga
tannbursta , sem bera þessa
sömu liti.
Eldhúsið er viðkunnanlegasta
herbergið í húsinu. Það er bjart
og litskrúðugt. í því er borð,
sem fjölskyldan borðar morgun
verð við og jafnvel aðrar mál-
tíðir. Kyöldverðurinn er tilbú-
inn í k’æliskápum, það er kjöt,
sem afgangs varð á laugardag,
ananasmarmelade, ostur og
fleira, en eftirmaturinn er jarð
arber og rjómi.
í Ameríku er ekki venja að
drekka eftirmiðdagste. Þar er
morgunverður klukkan 7 til 8,
eftir því hvenær húsbóndinn fer
til vinnu, miðdegisverður klukk
an 12 til 1 og kvöldverður
klukkan 6 eða 6.30.
Eftir kvöldmat þvær frú
Kelly upp matarílátin, en börn-
in hjálpa henni iil. Börnin, bæði
drengir og stúlkur, eru látin
vinna sinn hluta af húsverkun-
um.
Ef til vill á framtíðin eftir að
láta það rætast, sem Kelly-fjöl
skylduna .hefur alltaf dreymt
um, — að ferðast til Evrópu.
Og Chuck og Honey munu verða
boðin velkomin, er þau koma
þangað.
Um bréfin frá börnunum úr sveitinni til pabba og
mömmu. Gagnrýni á barnaskólana.
EINS OG ÞIÐ MUNIÐ bað ég
forelflra og aðstandendur
barna, sem dveldu í sveit í sum-
ar eð leið, að senda mér bréf, sem
börnin hefðu skrifað. Þetta gerði
ég, vegna þess, að ég hafði af til-
viljun komist yfir nokkur slík
bréf, og þau vöktu mjög forvitni
mína. Lesendur mínir urðu mjög
vel við þessari beiðni minni og
fekk ég samtals 73 bréf, sem börn
liöfðu sent til foreldra sinna, eða
annara vina, og ég skal segja það
strax, að ég les þau af mikilli at-
hygli.
ÉG VAR FYRST — og það var
upphaflega tilgangur minn, að
hugsa um að birta nokkur þess-
ara bréf hér í pistlum mínum, en
af því hefir þó ekki orðið. Ég hef
rætt um þau við nokkra kunningja
mína, sem starfa fyrir börn og
með börnum og þeir hafa hvatt
mig til að taka úrval úr þeim og
fá þau útgefin sem litla barnabók.
ÞETTA IIEF ÉG NÚ GERT og
hef ég' skrifað upp 15 bréf, og eru
þau nú að fara í prentun. Ég hef
talað við all aðstendur þeirra 14
barna, sem skrifuðu þessi 15 bréf,
en nú vil ég biðja alla aðra, sem
hafa sent mér bréf að skrifa mér
eða snúa sér til mín á annan hátt
og láta mig vita, hvort þeir vilji
fá bréfin endursend. Sumum bréf-
unum fylgdi fullt heimilisfang, en
langflestum ekki.
EN í SAMBANDI VIÐ þetta vil
ég segja: Það er alveg furðulegt
hversu börnin geta komið okkur
fullorðna fólkinu þægilega á óvart.
Bréfin voru öll mjög skemmtileg
og athyglisverð, og hygg ég, að
þeir, sem stúdera barnasálarfræði
hefðu gott af að kynnast því, sem.
börnin skrifa heim til sín úr sveit-
inn á sumriin. Þar verða þau fyrir
nýjum áhrifum, sjá nýja hluti,
kynnast nýju umhverfi og gera
sínar athugasemdir við alt.
ÉG VIL TAKA ÞAÐ FRAM, að
þó að ég hafi tekið út úr safninu
15 bréf frá 14 börnum, þá eru hin
og einnig skemmtileg. Þykir mér
að eins verst, ef foreldrar, eða
aðrir aðstandendur, sem hafa haft
góð barnabréf í fórum sínum, hafa
látið undir höfuð leggjast að senda
mér þau, því að fyrst að úr því
varð, að ég tók úrval úr þessum
73 bréfum, sem mér bárust, þá
hefði ég að sjálfsögðu kosið að ég
hefði fengið það allra besta úrval,
sem kostur var á.
SÍÐUSTU HÁLFA AÐRA VIKU
hafa mér borist svo mörg bréf
með gagnrýni á barnaskólana og
kennslufyrirkomulagið yfirleitt að
mér hrýs næstum hugur við því.
Ef þessu heldur áfram sé ég mér
ekki annað fært en, að senda öll
bréfin í einu lagi til fræðslumála-
stjóra til athugunar!
GAGNRÝNIN er sérstaklega
hörð út af því hvernig námi er
hagað o. s. frv. Ég trúi því trautt,
að gagnrýnin sé yfirleitt á rökum
byggð, þó að ýmislegt megi kann-
ske finna að. Ég veit og að „kveru-
lantar“, (Má ég nota orðið síkær-
endur?) eru á hverju strái og verð
ur maður að gjalda varhugaverðu
við slíku fólki.
EN í SAMBANDI VIÐ ÞETTA
vil ég spyrja: Er ekki hægt að
koma á betra sambandi en nú er
Framh. á 6. síðu.