Alþýðublaðið - 29.10.1943, Síða 6

Alþýðublaðið - 29.10.1943, Síða 6
8 Nýll smásagnasain eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi Skýjadans Smásagnasafn eftir ungan rit- höfund, sefn taldar eru líkur til að eigi mikla framtíð fyrir sér, er komið út. Þessi ungi rithöf- uridur er Þóroddur Guðmunds- son kennari, sonur Guðmundar skálds Friðjónssonar, svo að ættin lofar góðu. Annars er Þóroddur Guðmundsson orðinn töluvert þekktur sem skáld og rithöfundur af sögum og kvæð- um, sem birzt hafa eftir hann í blöðum og tímaritum á undan- fömum árum. Þetta er fyrsta bók höfundar. í henni er safn 13 smásagna og er heiti bókar- innar Skýjadans, en þannig heitir ein sagan í henni. — Sögurnar heita: Litla glóhærða telpan Dökku augun Svartnætti Feðgarnir (fuglasaga) Krummahreiðrið Háfeti (hestasaga) Krókur á móti bragði Spyrjum að leikslokum Eigi má sköpum renna Fjölskyldan á Furuvíkurey (refasaga) Skýjadans Hengiflug Konan með sjalið Bókin er skreytt myndum eftir ÁSGEIR JÚLÍUSSON. Upplagið er mjög lítið, en verðið þó aðeins kr. 15,00. KANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu milli skólastjóranna og foreldra barnanna? Er gjörsamlega ómögu- legt að koma á nánara samstarfi en nú er milli heimilanna og skól- anna? — Annars vil ég segja það, að ég er á móti því, að skólarnir megi ekki beita ströngum aga. Það er af sú tíð að slíkt sé misnotað, — og þess vegna er góður agi í skólunum góður stuðningur fyrir uppeldisstarf heimilanna alveg eins og agi á heimilum er stuðn- ingur fyrir skólana. Húsmæðrakennsluvika Kvenfélags Alþýðuflokksins: í gærkvöldi talaði Jón Sigurðsson skólastjóri um uppeldis- og kennslumál. í kvöld talar Skarp- héðinn Jóhannsson um híbýli og híbýlaprýði. Á eftir verður kaffi- drykkja. Stefán J. Loðmfjörð Bergþórugötu 20 er sjötugur í dag. ' '< ■ , t Fjórir Hornfirðingar voru heiðraðir í fyrradag í Höfn fyrir að bjarga brezkum flugmanni. Einn þeirra var sæmd- ur heiðurspeningi brezka ríkisins, en þrír fengu heiðursskjíöl. ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 29. október 1943. Mjólkurgæðiji. STEINN STEINARR: visa um Sósialistaflokkinn og mig ALLT HEIMSLÁN er fallvalt og tæpt er að treysta á pað, ég trúi að loks nægi hverjum sín eigin byrði. Sá stjómmálaflokkur, sem hjarta mitt hneigðist að, er hættur að telja sér ást mína nokkurs virði. Vér hittumst einn dag fyrir löngu við lítt farinn veg, tvö lítil og skrýtin utangarðs fyrirbrigði. Það var sinnugur flokkur, en seinþroska líkt og ég, og sjálfsagt er auðskilið mál, hvað vorn kunningsskap tryggði. En búið er það, og ég minnist þess angurvær enn, er allt, sem oss tengdi ég sá eins og spilaborg falla. Það hljóp vöxtur í flokkinn, svo mikill, að elztu menn muna ekki nokkurt dæmi, sem hliðstætt má kalla. Ég hugsaði að vísu sem heilsteyptum flokksmanni ber: Nú skal heimurinn sjá, hversu stórfelldu verki vér önnum. En upp frá því gerðist flokkurinn fráhverfur mér, og fór að svipast um eftir stærri mönnum. Og smæð mína og einstæðingsskap eins og forðum ég finn, er flokkurinn situr sem virðuleg heldri kona með spánýja skotthúfu á höfði og hönd undir kinn, á húsmóðurstólnum í dagstofu Jensenssona. Frfa. af 4. síðu. enn, eftir nærri 9 ára starf- rækslu og hefir hún þar algjör- lga brugðist vonum manna. Það hefðu víst fáir orðið til þess að telja eftir nokkra tugi þús- unda í stofnkostnað við að koma upp nýtízku mjólkurbúð- um á heppilegum stöðum í bænum, og leikur einn hjá fyr- irtæki sem veltir milljónum á ári. Af þeim búðum, sem selt hafa mjólk frá því skipulagið tók til starfa, hefur Alþýðu- brauðgerðin átt eina búðina á Laugaveg 61. Síðan hefir hún tekið þi’jár á leigu, þar af tvær I nýjum húsum við Leifsgötu og Njálsgötu. Búðir þessar eru mjög rúmgóðar og hreinlegar og stinga því mjög í stúf við hinar gömlu og litlu búðir. Þær hafa ekki verið lögglitar sem mjólkurbúðir því brauðasalan er þar aðalatriðið. Hinsvegar hafa ekki verið löggiltar sem tilluktum flöskum, en um það er ekki að ræða, eftir að Mjólk- ursamsalan getur ekki lengur afhent mjólkina á flöskum. Væri illt til þess að vita, ef hætt yrði að selja mjólk í hinni rúmgóðu búð Alþýðubrauðgerð arinnar á Laugavegi 61, því ekki virðist bætandi á hinar eldri búðir Samsölunnar, þar sem í sumum hverjum er ekki meira afgreiðslurúm en svo, að hundur gæti þar rétt greiðlega hringað sig. Sú skylda, sem hér að fram- an hefir verið minnst á að hvíldi á neytendum, um með- ferð mjólkurinnar eftir að hún er komin í þeirra hendur, hvíl- ir áð1 sjálfsögðu og ekki síður á þeim aðilanum, sem er milli- liður milli neytandans og fram leiðandans, sem sé samtökum bænda og mjólkurskipulaginu, hvað snertir alla meðhöndlun mjólkurinnar frá þvl hún er tekin frá framleiðandanum og þar til hún kemur í hendur neytandans. En ekki verður sagt, að þeim mönnum, sem stjórna og hafa stjórnað mjólk- urstöðinni hér, sé þetta vel ljóst. Og ekki er hægt að í- mynd sér að þeir menn, sem geta vitað af stöðinni í slíkri vanhirðu og niðurníðslu sem hún nú er í, hafi mikinn áhuga fyrir því, að sú vara, sem þar er meðhöndluð sé í forsvaran- legu ásigkomulagi. Þar er t. d. ekki borið við að setja í rúður þó þær brotfii og standi opnar í tugatali vikum og mánuðum saman. Allt húsið ber vott um megna vanhirðu og svo hefir verið um langan tíma. Að vísu fer að koma að vertíðarlokum fyrir þessu húsi og það lííur út fyrir, að það sé meining stjórn- arinnar, að það gangi sér til húðarinnar, eins og afsláttar- hestarnir voru látnir gera. En það sjónarmið er mikill mis- skilningur, því mjólkin, sem meðhöndluð er í gömlu stöðinni í ár, nýtur ekki þess hreinlætis og þess umhverfis er verður væntanlega í hinni nýju stöð, þegar hún kemur. Enda er hætt við, að fljótt sæki í sama horf- ið, því sá sem ekki er trúr yfir litlu, ér það heldur ekki yfir því, sem meira er. Ég • er að vísu ekki kunnugur rekstri slíkra stöðva annarstaðar, en mér er til efs um bað, að ann- arstaðar muni það þekkjast og líðast, að bifreiðaviðgerðir með viðeigandi hreinlæti og smur- olíuleðju, séu hafðar svo að segja á sömu stéttinni og mjólk urafhendingin fer fram. Ég hefði frekar ímyndað mér, að hreinlætið ætti að vera þar mest áberandi, ekki einasta inn- an húss, hldur einnig utanhúss og allt í kring. Því hefir verið haldið fram, að bæjarmenn geti, með aðstoð heilbrígðissamþykkíar og heil- brigðisyfirvalda fylgst með og krafist ítrasta hreinlætis við dreifing og sölu mjólkurinnar, en því er ekki til að dreifa með mjólkurstöðina, heldur aðeins hvað snertir mjólkurbúðirnar. Yerði hins vegar engin breyt- ing hér á, hvað stöðina snertir, er nauðsynlegt að heilbrigðis- samþykktinni verði breytt svo, að hún nái einnig til stöðvar- innar. Það er t. d. langt fra þvi, að vera nægilega strangt eftir- lit með því, að brúsar þeir, sem nolaðir eru við flutning mjólk- urinnar til stöðvarinnar, séu nægilega oít endurnýjaðir. Eru þeir sumir hverjir kolryðgaðir og mjög illa útlítandi. Verður skipulagið að sjálfsögðu að sjá um þessa endurnýjun og sjálf- sagt væri, að þaö hefði nýja brúsa til sölu til framleiðenda við kostnaðarvérði. . Yfirbreiðslur eru ekki hafð- ar yfir bifreiðunum sem aka mjólkinni í búðirnar, þó til þess væri ætíast í upphafi. Ef erfiðleikar eru með hinar lausu yfirbreiðsiur og svo mun það vera, þá er ekki annað en hafa fastar strengdar yfirbreiðslur, líkt og yíir aðrar bifreiðar sem aka matvorum um bæinn. Eftir er að minnast á flutn- ing mjólkurinnar frá bændum og meðferð hennar hjá fram- leiðindum, og er það í því sam- bandi vitað, að virðingarverðar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að ekki sé þar undan neinu að kvarta. Leiðbeiningar hafa verið gefnar út, um hrein- læti við mjaltir, þrif mjólkur- íláta og gripahúsa og fleira er til greina kemur við framleiðsl- una. Stærsta mjólkurbúið, Mjólkurbú Flóamanna, hefir gefið út fyrirmæli, um að mjólk verði aðeins tekin frá þeim framleiðendum, sem . senda mjólk sína daglega til búsins. Þeirri reglu þyrfti að koma á Um allt verðjöfnunarsvæðið. Það er svo skipulag og fram- kvæmdaatriði hvort neyzlu- mjólkin er tekin frá nær eða fjærliggjandi stöðum og getur jafnvel orðið óviðráðanlegt að taka hana lengra að, en til er ætlast, t. d. í árferði grasleysis og þurka. Hitt ætti auðvitað að vera sjálfsagt, að stuðlað sé að aukinni framleiðslu sem næst sölustað, en margir vilja halda því fram, að skipulagið hafi dregið mjög úr framleiðslunni í nærsveitum Reykjavíkur og þar með komið í veg fyrir að um nógu nýja og góða mjólk geti verið að ræða á markað- inum. Er það mál út af fyrir sig, sem ber að taka til gaum- gæfilegrar athugunar við end- urskoðun Mjólkurlagana, því vissulega var það ekki mein- ingin með setningu mjólkurlag- anna, að knésetja framleiðsluna í nærsveitunum. Til þess að tryggja bætta meðferð og eyða þeirri tor- tryggni og oft misskilriingi, sem ríkjandi er út af gæðum þeirra vara er skipulagið selur, þarf að fullkomna vörumatið og aðskilja það frá sjálfum sölu- samtökunum, enda sé starf þess jafnframt upplýsinga og liðbeiningastarf. Það er ekkert vantraust á kaupmönnum, þó þeir sjálfir séu ekki látnir hafa á hendi eftirlit með gæðum þeirra vara, sem þeir selja eða iðnrekendur, þó þeir séu ekki. látnir meta sína eigin fram- leiðslu. Hví skyldi það þá fremur mega teljast vantraust á bændur eða skipulagið, þó að þeir séu ekki látnir hafa á hendi eftirlit og mat á sínum eigin framleiðslu og söluvörum? Það þarf líka að líta eftir fleiru en sjálfri vörúnni. Fyrirmælum öllum í lögum, reglugerðum og samþykktum, er tryggja eiga gæði mjólkurinnar og um með- ferð alla hjáhinum mörgu aðil- um, sem hér eiga hlut að máli, þarf að hlýða út í æsar. Annars gera þau lítið gagn. Samkvæmt gildandi reglu- gerðarákvæði er bönnuð sala á 4. fl. mjólk, a. m. k. nokkurn tiltekinn hluta ársins. Til þess að. ganga úr skugga um það, í hvaða gæðaflokk mjólkin fer, fer fram „retutaksprófun“ á henni, en árangur þeirrar próf- una er ekki kunnur fyr en eftir nokkurn tíma og er ekki hægt að láta mjólkina sjálfa bíða eftir því Er hún því komin saman við aðra mjólk og stöðv- un á sölu hennar, þegar í ljós kemur í hvaða flokk hún fer, því með öllu óframkvæmanleg. Mjólkin er síðan verðfelld við bóndann, en fer að sjálfsögðu óverðfelld til kaupandans. liér er því barizt við skugga skemmdu mjólkurinnar en ekki við mjólkina sjálfa. Væri ekki nær að grafa fyrir rætur meins- ins. Snúa sér í leiðbeiningar og eftirlitsskyni til þess framleið- anda, er sendir frá sér hina lak ari mjólk. Og ef uín vankunn- áttu er að ræða hefir lögreglu og hegningarandinn ekki bæt- andi áhrif, nema síður sé.. Máske getur úr þessu orðið bætt með endurbótum á fjósi, eða end- urnýjun mjólkuríláta eða kæli- tækja, og er bóndinn ekki bet- ur settur til að koma þeim um- bótum á, eftir að hafa orðið fyrir frádrætti á mjólkurverð- inu. Þanhig or það augljóst mál, að það er fleira en eitt atriði sem kemur til greina þegar rætt er um gæði mjólkurinnar og leitað er að orsökum þess, ef ekki er allt með feldu. Ættu fulltrúar bænda frekar að snúa orku sinin til umbóta á þessu svíði, í stað þess að taka öllum aðfinnslum illa og telja þær eingöngu sprottnar af ill- vilja og árásarhug. \......... Myndarlegf samsæti á 75 ára afmæli Helga Sveinssonar EINS og áður hefir verið um getið hér í blaðinu, átti Helgi Sveinsson, fyrrv. banka- stjóri á Ísafirði, 75 ára afmæli 25. f. m. í tilefni þessa afmælis efndi St. Freyja nr. 218, en hana stofnaði Helgi árið 1927 hér í bænum, til samsætis, í G.T.- húsinu s.l. miðvikudagskvöld. Áður en samsætið hófst var fundur í stúkunni, þar sem heiðursgesturinn skipaði for- sæti, eins og svo oft áður, og voru þar teknir inn 14 nýir fél. Að fundi loknum hófst sam- sætið, sem var mjög fjölmennt, bæði af fél. St. Freyju og öðr- um reglufél., sem þarna voru samankomnir til þess að heiðra einn hinn mikilhæfasta forystu mann bindindismálsins og góð- templarareglunnar hér á landi. Aðalræðuna fyrir minni heið- ursgestsins flutti Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður, auk hans tóku til máls forystumenn reglunnar, stórtemplar, um- dæmistemplar og þingtemplar, svo og fjölda margir aðrir. Hnigu ræður manna allar í hina sömu átt, að markvís og margþætt störf Helga Sveinsson ar á undangengnum áratugum í þágu bindindismálsins og góð- templarareglunnar væri fagurt fordæmi þeim, sem yngri væru, um árvekni, dugnað og trúfesti við hugsjónamál. Enda er það svo, að Helgi •Sveinsson, hefir allt frá því að hann gerðist félagi G.T.-regl- unnar, verið mjög einarður — ákveðinn og afsláttlaus starfs- maður í þágu bindindis og bann málsins með íslenzku þjóðinni. Auk þess skemmti hinn landskunni leikari, Brynjólfur Jóhannesson með gamanvísna- söng, en hann er félagi ,St. Freyju, en Sigfús Halldórsson lék undir. Þá lék Ragnar Björns son einleik á slaghörpu, en hann er einnig félagi í Freyju. Síðasti ræðumaður kvöldsins var svo sjálft afmælisbarnið. Var ræða hans öll eldheit hvatn ing til allra þeirra mörgu, sem nú skipa sér undir merki G.T.- reglunnar, um að starfa af full- um krafti og dug fyrir málefni bindindisins í landinu. Fjöldi heillaóskaskeyta barst afmælisbarninu og auk þess ýmsar góðar gjafir. Að hófinu loknu var dansað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.