Alþýðublaðið - 29.10.1943, Qupperneq 7
Föstudagur 29. október 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Saga eiðrofsmálsins sögð.
Bœrinn í dag.
Næturlækmir er í nótt í Lækna-
varðstofunni, sími 50.30.
Næturvörður er í Iðunnarapó-
teki.
ÚTVARPIÐ:
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenzkukensla, 1. flokkur.
19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur.
19.25 Þingféttir.
19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan.
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
Kvartett nr. 20 í Es-dúr
eftir Mozart.
21.15 Útvarpsþáttur (Formaður
útvarpsráðs).
21.35 Spurningar og svör um ís-
lenzkt mál (Björn Sigfús-
son magister).
Hlé.
21.50 Fréttir.
22.05 Symfóníutónleikar (plötur):
a) Píanókonsert í Es-dúr
eftir Mozart. b) Oxford-
symfónían eftir Haydn.
23.05 Dagskrárlok.
Veizlan á Sólhaugum
verður sýn dí Iðnó í kvöld kl.
8.30. — Aðgöngumiðar verða seld-
ir í Iðnó í dag frá kl. 2.
Stndentariðskosningar.
Frh. af 2. síðu.
F. h. Fél. rótt.
Sh. Pétursson. Bj. Th. Björnss.
Agnar Þórðarson.
F. h. Alþ.fél.
Gunnar Vagnss. Jón Ingimarss.
Kristinn Gunnarsson.“
Hinn sameiginlegi listi vinstri
stúdenta er þannig skipaður:
1. Páll S. Pálsson stud. jur.
2. Bárður Daníels. stud. polyt.
3. Eiríkur H. Finnb. stud. mag.
4. Gunnar Vagns. stud. oecon.
5. Einar Ágústsson stud. jur.
6. Jóhannes Elíass. stud. jur.
7. Ámi Björnsson stud. med.
8. Helgi Þórarinss. stud. jur.
9. Kjartan Ólafsson stud. med.
10. Sveinn Finnss. stud. polyt.
11. Eva Bagnars stud. phil.
12. Jón Ingimarsson stud. med.
13. Trausti Péturss. stud. theol.
14. Kristinn Gunn. stud. oecon.
15. Andrés Davíðss. stud. med.
16. Skúli Thorodds. stud. med.
17. Kristján Eldjárn stud. mag.
18. Pétur Thorsteinss. stud. jur.
Lyfjabðtirnar.
/
Framhald af 2. síðu
jafnan fyrirgert heimild sinni
samkvæmt þessari grein.
Nú gerður misferli um gerð
eða afhendingu lyfs í lyfjabúð
og stafar mönnum eða skepnum
heilsutjón af, og skal þá refs-
ing mælt lyfsala eða forstöðu-
manni lyfjabúðar, nema það
sannist, að annar maður sé
sekur og að lyfsali eða for-
stöðumaður eigi enga sök þar á.
3. gr. Lyf jasveinar og sér-
fróðir aðstoðarmenn í lyfjabúð-
um sæti refsingu eftir sömu
reglum sem opinberir starfs-
menn fyrir brot í starfi sínu.
Um sviptingu heimildar til
rækslu starfans fer með sam-
svarandi hætti sem í 1. og 2.
málsgr. 2. gr. segir, og um refsi-
ábyrgð þeirra vegna misferla
þeirra, sem þeir eru yfir settir,
fer með samsvarandi hætti og
í 3. málsgr. 2. gr. segir.
4. gr. Landlæknir skal láta
festa eitt eintak af lögum þess-
um upp í hverri lyfjabúð á
landi hér, þar er almenningur
megi kynna sér þau.
Ef maður tekur burt uppfest
eintak, rífur það eða gerir ó-
læsilegt að einhverju leyti eða
öllu, þá varðar það 100—1000
króna sektum.“
(Frh. af 2. síðu.)
ingafrestunina. Þá var jafn-
framt gert ráð fyrir, að ráðherr
ar Sjálfstæðisflokksins bæðust
lausnar, og talið svo víst, að í
lok þessa fundar var eftirfar-
andi samþykkt — (orðrétt úr
gerðabókinni):
„Þá var einum rómi sam-
þykkt, að heimila forsætisráð-
herra að velja sér mann í ríkis-
stjórnina, ef til kæmi“. —
Höfðum við þá leitað til á-
kveðins manns og lét hann til-
leiðast að lofa því, að taka sæti
með okkur í ríkisstjórn, ef ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins bæð
ust lausnar.
Að loknum þessum fundi er
svo haldinn fundur í ríkisstjórn
inni og skýrum við ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins frá því, að
við gætum ekki samþykkt að
fresta bæjarstjórnarkosningum.
Skýrðum við sjónarmið flokks-
manna okkar, að slitna mundi
á öðrum málum, þótt nú yrði
því afstýrt með samkomulagi
um eitt mál. Kváðust ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins þá verða að
biðjast lausnar. En áður en af
því yrði, hófust viðræður um
það, hvort ekki væri unnt að
ná samkomulagi, sem væri við-
unandi málefnalega fyrir báða
flokkana og tryggði samstarf
um dýrtíðarmálin og málin yf-
irleitt fram yfir kosningar.
Við vissum það allir, að það,
sem líklegast var, að gæti vald-
ið samstarfsslitum, var að Sjálf
stæðisflokkurinn afgreiddi kjör
dæmamálið með Alþýðuflokkn-
um, því að þá var vitað, að Fram
sóknarflokkurinn mundi leggja
fyrir ráðherra sína að biðjast
lausnar, — eða að Framsóknar-
flokkurinn afgreiddi skattamál-
in með Alþýðuflokknum, þann-
ig, að Sjálfstæðisflokkurinn
•leggði fyrir ráðherra sína að
biðjast lausnar. Okkur var það
áhugamál, að um hvort tveggja
væri samið til að fyrirbyggja
frekari samstarfSSlit og upp-
lausn, en eðlilega var okkur það
fyrst og fremst1 áhugamál að
fyrirbyggja það, að mál, sem
við vorum mótfallnir (kjör-
dæmamálið), yrði afgreitt með
öðrum flokki. En ef um bæði
þessi mál semdist, töldum við
líklegt, að Framsóknarflokkur-
inn mundi ganga inn :á tak-
markaða frestun bæjarstjórnar
kosninga, og þá aðeins í Reykja
vík.
Við undirritaðir kynntum
okkur það nú til hlítar í flokkn-
um, að fallizt mundi verða á að
fresta bæjarstjórnarkosningum
í Reykjavík, ef frestunin væri
aðeins um tiltekinn tíma, enda
væri þá jafnframt tryggt með
samningum um að kjördæma-
málið yrði ekki afgreitt, og um
ákveðna afgreiðslu skattamála
(sem þá lá tillaga fyrir um), að
ekki yrðu samstarfsslit fram yf-
ir kosningar. — Þetta er auð-
velt að staðfesta með vottorð-
um þeirra manna, sem ákvörð-
un tóku.
Þegar kom á ráðherrafund-
inn seint um kvöldið 16. janú-
ar, voru ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins fúsir til að undir-
rita samninga um skattamál-
in og frestun bæjarstjórnar-
kosninga. Kváðust og reiðu-
búnir til að lofa því, að
koma í veg fyrir afgreiðsln
kjördæmamálsins á næsta þingi.
En þeir kváðust ekki geta gert
skriflegan samning um þetta.
Röksemdir þeirra voru aðal-
lega þessar: Þeir kváðust þeirr-
ar skoðunar, að ekki kæmi til
mála að afgreiða málið á svo al-
varlegum tímum, svo mikinn
pólitískan ófrið, sem það hefði
í för með sér, og vera stað-
ráðnir í að afstýra því. ...
En ef þeir gerðu um þetta
skriflegan samning og það vitn
aðist, yrði það vopn í hönd-
um andstæðinganna (jafnaðar-
manna og sósíalista) og þeim rök
semdum Sjálfstæðismanna yrði
þá ekki trúað, að þeir beittu sér
gegn afgreiðslu málsins vegna
þess, að þeir teldu tímana of
hættulega til að stofna til ófrið-
ar um það, sem væri þó skoðun
þeirra og sannfæring.
Andstæðingarnir mundu þá
hamra á því, að mótstaða þeirra
gegn lausn málsins stafaði af
því, að þeir hefðu verið bundn-
ir með samningum.
Þó að við teldum þessi rök
ekki óeðlileg og höfum ekki enn
rökstudda ástæðu til að álíta,
að þau hafi ekki verið meint,
bentum við á, að það væri ekki
beint í þágu okkar málefna að
semja við Sjálfstæðismenn um
kosningafrestun og raunar ekki
heldur um skattamálin (þau
gætum við leyst með Alþýðu-
flokknum).
Ef samninga ætti að gera til
að tryggja samstarf, yrði sá eini
þáttur þessa samnings, er væri
í okkar þágu, einnig að vera
skriflegur. Ef því væri neitað,
litum við svo á, að samstarfið
væri ekki með þeim heilindum,
að það tæki því að gera neina
samninga til að framlengja
það. —
Við þetta sat Engir samning-
ar voru undirritaðir, en ákveðið
var að hittast morguninn pftir.
Þegar við hittumst á ráð-
herrafundi um morguninn, 17.
janúar, var rætt um málið án
niðurstöðu þangað til klukkan
að ganga eitt. Við neituðum af-
dráttarlaust að taka gilt munn-
legt loforð um það, að kjör-
dæmamálið yrði ekki afgreitt á
þinginu. Kröfðumst þess, að lof-
orðið væri skriflegt og neituð-
um öllum samningum að öðrum
kosti. En þá bauð Ólafur Thors
það miðlunarboð að staðfesta
loforð sitt með dregnskapar-
heiti í stað skriflegs samnings,
á þann hátt, sem greint er í
þessari skýrslu.
Við svöruðum því, að þessu
boði gætum við ekki neitað frá
mönnum, sem við hefðum sam-
starf við, og tækjum slíkt dreng
skaparheit jafngilt og skrifleg-
an samning. Eftir að Ólafur
Thors hafði staðfest loforð sitt
með þessum hætti kvaðst Jakob
Möller vera því samþykkur.
Eftir að þessu var lokið, var
samningurinn undirritaður,
dags. 17. jan. Við rituðum síðan
niður í aðalatriðum það, sem
fram hafði farið og færðum inn
(aftan við) á samninginn hve-
nær loforðið hafði verið gefið,
með hverjum hætti og hvaða
orð hefðu verið þar um höfð, til
þess að ekki færi á milli mála á
eftir. — Þess vegna getum við
greint svo nákvæmlega frá þess
um atburðum, sem við nú höf-
um gert. —
Eftir þennan fund sneri und-
irritaður (H. J.) sér til þess
manns, sem af drenglund hafði
gengizt undir að taka að sér
starf í ríkisstjórninni, ef með
þyrfti, og sagði honum, að sam-
komulag hefði náðzt um öll á-
greiningsmálin og Framsóknar-
flokkurinn hefði fengið öllum
kröfum sínum fullnægt.
Samkvæmt gerðabók Fram-
sóknarflokksins, er fundur hald
inn í miðstjórninni 17. janúar
kl. 5 síðdegis. Þar er bókað, að
Eysteinn Jónsson hafi skýrt frá
hinum skriflega samningi, sem
undirritaður var á ráðherra-
furidi um morguninn Þegar því
var lokið, segir að einn nafn-
greindur fundarmaður hafi
spurt um það, hvað gerzt hafi
viðvíkjandi kjördæmamálinu.
Síðan stendur orðrétt svar Her-
manns Jónassonar:
„Ég get lýst því yfir, að kjör-
dæmabreytingin verður ekki
gerð á næsta þingi“. Frekar er
ekki spurt né um þetta rætt.
Samkvæmt skýrslu Árna
Jarðarför móður minnar
Vigdísar Einarsdóttur Maack
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 1. nóvember og hefst
með húskveðju kl. 1 e. h. frá heimili hennar, Ránargötu 30.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Pétur Maack.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við frá-
fall og jarðarför mannsins míns og föður okkar
GuÓlaugs Runólfssonar.
Margrét Jónsdóttir og börn.
Jarðarför litlu dóttur okkar,
Maríu Elísabetar IVSeyvants,
fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, laugardag 30. þ. m., og
hefst með bæn að heimili okkar, Eiði, kl. 2 e. h.
Þórunn Meyvants.
Halldór Þórhallsson.
Jónssonar í „Saga um svik“,
hélt Sjálfstæðisflokkurinn fund
í þinghúsinu 17. janúar. Ólafur
Thors skýrði frá því, að sam-
komulag hefði náðzt um frestun
kosninga í Reykjavík, og lausn
skattamála. Árna Jónsson grun
ar bersýnilega, að> þúið sé að
semja um kjördæmamálið, seg-
ist hafa stungið upp á að kjósa
nefnd í það mál. Ólafur brást
reiður við og kom í veg fyrir
það.
Á þessum fundi lýsir Árni
því yfir, að hann muni ræða
lausn kjördæmamálsins á Varð
arfundi, sem halda átti daginn
eftir (sunnudag 18. jan.). Ólaf-
ur gerir hverja tilraunina á fæt-
ur annarri til að afstýra því, að
fundurinn sé haldinn —
Sunnudaginn 25. janúar birt-
ir Alþýðublaðið grein undir
fyrirsögninni: Sj álfstæðisflokk-
urinn keypti frestun kosning-
anna . fyrir . „réttlætismálið“.
Árni Jónsson segist hafa gert
ítrekaða tilraun til þess að fá
flokksforustuna til að mótmæla
þessari frásögn. Það fékkst
ekki. —
Hinn 14. maí er haldinn
fundur í miðstjórn Framsóknar
flokksins. Þá hefir Sjálfstæðis-
flokkurinn tekið afstöðu með
kjördæmaskipuninni. Þar er
skýrt frá drengskaparloforðinu
frá 17. janúar. Samningurinn
frá 17. janúar gekk á milli fund
armanna með fyrgreindri árit-
un okkar um það, hvenær og
hvernig um kjördæmamálið
hefði verið samið. — Útvarps-
umræður áttu þá að hefjast
eftir fáa daga. —
Við lögðum til, að málinu yrði
ekki hreyft í kosningunum. Her
mann Jónasson færði fyrir því
þessi rök (orðrétt úr gerðabók
miðstjórnar Framsóknarflokks-
ins): „En þótt þetta sé svona, þá
lít ég svo á, að þetta mál sé svo
sérstakt og þannig vaxið, að
ekki megi nota það í kosningun
um né skýra frá því. Við erum
hér í nábýli við tvær þjóðir og
megum ekki láta þær sjá, hve
eymd okkar getur orðið mikil.
Við Eysteinn Jónson höfum
mikið um þetta mál rætt og för
um þess eindregið á leit, að
þetta vopn verði látið óhreyft
í þessum kosningum og verði
tryggt með samþykki“.
Eysteinn Jónsson tekur í
sama streng og segir, orðrétt úr
gerðabókinni: „Ég staðfesti það,
sem forsætisráðherra hefir sagt
um loforðin um kjördæmamáhð
og stjórnarskrárbreytinguna. Ég
legg á það hina mestu áherzlu,
að þetta mál verði ekki notaðK
kosningabaráttunni. ‘ ‘
Þótt um þetta væru xkjufar
skoðanir, varð það ni^^^JSoan,
að hreyfa málinu ekfPT kosn-
ingabaráttunni.
Hinn 19. maí voru útvarps-
umræður um vantraust á ríkis-
stjórnina. Hermann Jónasson
sagði þá orðrétt, sbr. ræðu haíis
í Tímanum 21. s. m.:
„Þegar samstarfið var treyst
milli Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins eftir ára-
mótin í vetur, hafði ég rök-
studda ástæðu til að telja það
tryggt og treysti því, að SjáK-
stæðisflokkurinn léði ekki máls
á því að afgreiða kjördæmamál
ið á þessu þingi — En Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir nú kosið
annað hlutskipti."
í svarinu sagði Ólafur Thors:
„Eins og háttvirtur þingmaður
Strandamanna tók réttilega
fram, hafði hann rökstudda á-
stæðu til að telja, að stjórnar-
skrárbreyting mundi ekki ná
fram að ganga.“
í útvarpsumræðunum 29.
júní, sbr. Alþýðublaðið dag-
sett 30. júní, bar Jón Blöndal
það mjög ákveðið á Sjálfstæð-
ismenn, að ráðherrar þeirra
hefðu samið um það að afgreiða
ekki kjördæmamálið á þinginu.
Þeir svöruðu engu. Blöð Sjálf-
stæðisflokksins svöruðu heldur
engu.
Frásögn sú um drengskapar-
heitið, sem birt er upphafi þess
arar skýrslu, er birt í Tíman-
um hinn 6. ágúst. Það var og
rætt um málið í Alþýðublaðinu
og Morgunblaðinu, svo að' ekki
gat farið fram hjá Ólafi Thors.
En hann svaraði engu fyrr en
nú fyrir nokkrum dögum, að
flokksmenn hans neyddu hann
til þess með þeim hætti, sem
þegar er alþjóð kunnugt.“
Kvæði og sögur
Jóhanns Gunnars Sigurðs-
sonar. Þetta er bók, sem er
gædd öllum eiginleikum
sannrar listar. Tær, látlaus
»g heillandi skáldskapur,
slunginn angurværum lífs-
trega manns, sem varð mikið
að reyna. — Kennið ung-
lingunum að meta göfugar
og sígildar bókmenntir.
Veljið þessa ágætu bók sem
Fermingargjöf.