Alþýðublaðið - 02.11.1943, Blaðsíða 2
JMLfrTOUBlAÐIÐ
Þrjðjudagur 2. nóvember 1.943;
FJÁRLÖGIN: /
Fjárveitinganefnd vill hækka fram-
lög til verklegra framkvæmda.
■.......•».....
Eldhússumræðurnar verða um helgina.
UTBÝTT var á alþingi í gær nefndaráliti fjárveitinga-
nefndar og breytingartillögum nefndarinnar við f jár-
lagafrumvarpið fyrir árið 1944.
Nefndin hefir haldið þeirri stefnu, sem hún markaði
í fyrra að leggja bæri verulegar fjárhæðir til verklegra
»
framkvæmda. Eru heztu breytingar, sem nefndin vill gera
á frumvarpinu, þær að hækka fjárframlög til þessara hluta.
Finnur Jónsson telur^ að tekjuáætlun f'rumvarpsins
hefði mátt vera hærri. Einkum tekur hann fram, að hann
telur svigrúm vera til að mæta nokkrum hækkunum vegna
væntanlegra launalaga og hækkaðs framlags til alþýðu-
trygginga. Mun hann gera nánari grein fyrir þessu við um-
ræðurnar og áskilur sér rétt til að fylgja eða bera fram
breytingartillögur við þá liði, er hann hefir gert athuga-
semdir við á fundum nefndarinnar.
Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið mun hefjast í
þessari viku. Eldhúsumræðurnar fara svo væntanlega fram
fyrir eða rétt eftir næstu helgi. Verður þeim útvarpað svo
sem venja er til.
(próítamenn og fnlltrnar hins op-
inbera á fnndi að Langarvatni.
Rætt um nýjar pýðingarmiklar fram-
kvæmdir á þessu mikla skólasetri.
SÍÐASTLIÐINN SUNNU j íslands, íþróttanefnd ríkisins.
DAG voru fundahöld að stjórnir allra helstu og stærstu
Laugarvatni, sem að líkind-
um hafa mikil áhrif í fram-
tíðinni á útlit og sögu skól-
anna þar, héraðsskólans og
íþróttakennaraskólans.
Fund þennan sátu auk skóla-
stjóra héraðsskólans, Bjarna
Bjarnasonar, og Björns Jaknbs-
sonr, skólastjóra íþróttakenn-
araskólans, kennslumálaráð-
herra, fjárveitinganefnd alþing
is, stjórn fþróttasambands ís-
lands, stjórn Ungmennafélags
Njja stÉdenfaráðið
býs sér stjérn.
HJB NÝKOSNA STÚD-
ENTARÁÐ, sem er skipað
fimm fulltrúum vinstri flokk-
anna og f jórum íhaldsmönnum,
kom saraan á fyrsta fund sinn í
gær og kaus sér stjórn. Hlutu
sæti í henni þeir Páll S. Páls-
son stud. juris, formaður, Jón-
as G Rafnar stud. juris, ritari
og Bárður Daníelsson stud.
polyt., gjaldkeri.
Auk þeirra eiga nú sæti í
stúdentaráðinu: Eiríkur K. Finn
bogason stud. juris, Gunnar
Vagnson stud. oeeon., Einar
Ágústsson stud. juris. Björn
Þorbjömsson stud. med., Björg
vin Sigurðsson stud. juris og
Guðmundur Vignir Jósefsson
stud. juris.
íþróttafélaganna í Reykjavík.
íþróttaráðunautur ríkisins, í-
þróttafulltrúi Reykjvíkur, ýms-
ir þekkftir fþróttamenn ungir
og gamlir, húsameistari ríkisins
og Benedikt Gröndal verkfræð-
ingur. Þá mættu og á fundinum
skólanefnd héraðsskólans, Sig-
urður Greipsson í Haukadal og
Lárus Rist í Hveragerði.
Tilgangur og verkefni fund-
arins var að athuga og ræða um
miklar framkvæmdir, sem nú
standa yfir að Laugarvatni eða
eru í undirbúningi. Er ætlunin
eins og raunar var skýrt að
nokkru frá hér í blaðinu í sum-
ar í samtali við Bjarna Bjama-
son skólastjóra, að koma upp
miklum nýbyggingum á staðn-
um fyrir íþróttaskólann og hér-
aðsskólann, enda var orðin
mikil þörf á því.
Nú þegar er búið að breyta
sundlauginni allverulega og
byggja yfir hana. Uppi á þaki
hennar verða vönduð sólskýli.
Þá er búið að byggja við hana
hús allmikið, sem í eru búnings
klefar og baðklefar. Er þetta
hús upp á kjallara og tvær hæð-
ir. í kjallaranum eru geymslur,
neðri hæðin fylgir sundlauginni
eins og áður segir, en á efri-
hæðinni verður fimleikasalur
íþróttaskólans.
Hús þetta er komið undir þak
og hefir það verið byggt úr
steini, sem nemendur- hafa
steypt heima að Laugarvatni.
Þá er og búið að koma undir
nýju húsi, kennarabúústað, og
hefir því verið komið upp á
sama hátt. Grunn er auk þess
Framh. á 7. síðu.
Bf klsstjórnin teknr enga at
stððn til ágreiningsins um
væntalega afgreiðslu Þess
...♦....—
Lýsir aðeins yfir að hún muni.
framkvæma samþykktir alþing-
is um skilnað og lýðveldisstofn-
un hvenær sem þær verða gerðar
RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær á fundi sameinaðs alþingis
yfirlýsingu þá um afstöðu hennar til stofnunar lýð-
veldis á íslandi, som boðuð var á laugardaginn.
Efni þessarar yfirlýsingar, sem flutt var af forsæt-
isráðherra, Birni Þórðarsyni, var í stuttu máli það, að
stjórnin tæki enga afstöðu til þess ágreinings, sem upp
væri kominn um það, hve nær formlega skyldi gengið
frá sambandsslitum við Danmörku og lýðveldi stofnað
á íslandi; hún myndi framkvæma samþykktir alþingis
þar að lútandi hve nær, sem þær yrðu gerðar.
Engar umræður fóru fram um þessa yfirlýsingu stjórn-
arinnar, en eitt ætti að vera víst eftir hana: Það verða
engin stjórnarskipti út af sjálfstæðismálinu.
ni
Yfirlýsing ríki’sstjómarinnar
var svohljóðandi: (
„Þess má vænta’, að innan
skamms verði á alþingi teknar
endanlegar ákvarðanir um stofn
un Iýðveldis á íslandi og skip-
un æðstu stjórnar landsins.
Deilur eru risnar um afgreiðslu
þessara mála. Ríkisstjórninni
þykir svo sem bæði alþingi og
allur landslýður eigi rétt á því
að fá vitneskju um afstöðu henn
ar til málanna, og leyfir sór
því að lýsa henni í stuttu máli.
Síðan 10. apríl 1940 hefir
æðsta framkvæmdavaldið og
fyrirsvar landsins, sökum ytri
tálmana, verið hér í landi.
Framkvæmd 7. gr. sambands-
Iaga íslands og Danmerkur frá
30. nóvember 1918 um meðferð
utanríkismála fslands af hendi
íslandi skuli gerð nú fyrir eða
eftir áramót, eða ef til vill ekki
fyrr en eftir 17. maí 1944, eða
að bíða beri með það þar til
styrjöldinni í Evrópu er lokið.
Ríkisstjórnin hirðir ekki að
blanda sér í þær deilur. I aug-
um stjórnarinnar er það aðal-
atriðið, að ísland hefir gert þá
skipun á áðurnefndum málum,
sem alveg er andstæð hinni
eldri skipun. íslendingar eru
orðnir hinni nýju skipun vanir
og telja hana sjálfsagða, enda
mun engum þeirra til hugar
koma, að þessi mál verði aftur
afhent til annarra aðilja.
Þetta sjónarmið ríkisstjórn-
arinnar leiðir til þess, að hið
raunhæfa ástand, sem staðið
Fraxnh. á 7. síðu.
Ðjörn Þórðarson forsætis
ráðherra.
Peter Wigelund kosinn for-
maður.
FÆREYINGAFELAGH) í
Reykjavík hélt aðalfund
sinn í Golfskálanum síðastliðið
laugardagskvöld og Va|r hanu
fjölmennur.
Frú Herborg af Heygum Síg-
urðsson bauð fundarmenn vel-
komna og skýrði hún frá starf-
sémi félagsins síðan það var
stofnað, en stofndagur þess var
15. maí síðastliðinn.
í skýrslu fórmannsins var
þess meðal annars getið, að fé-
lagið hiefði farið í skemmtiför
að Gullfossi, Geysi og til Þing-
valla 24. júní síðastliðinn. Þá
gekkst félagið fyrir Ólafsvöku-
hátíð á þjóðhátíðardegi Færey-
inga og fóru hátíðahöldin fram
í útvarpinu ,og í Iðnó. Þá var
og skemmtifundur í Verzlunar-
manna'húsinu og mætti þar Páll
Patursson kóngsbóndi og Knút
Vang ritstjóri.
Frú Herborg sagði af sér for-
mennsku í félaginu, en í henn-
ar stað var kosin formaður Pet-
er Wigelund skipasmíðameist-
ari. Með honum voru kosnir í
stjórnina frú María Ólafsson,
Herborg af Heygum, Sofus
Jacobsen málarameistari og
Janis Kjeld skipasmiður. í vara
stjórn voru kosnar frú Anna
Einarsson og, frú Berþóra
Thorsteinsson.
Þá var skýrt frá því að Lög-
þing Færeyinga hefði ákveðið
að gefa andvirði eins herbergis
í nýja istúdentagarðinum og
skyldi það bera nafnið „Sverrir
konungur“.
Skrípaleikir rikisstjðrnar-
inar meö kartSflDverðið.
—.—.♦ ... ..........
Tilraun til að lækka kaupgjaldið, án
þess að framfærsiukostnaður lækkf.
SKRÍPALEIKUR ríkisstjórnarinnar með kartöfluverðið
vekur mikla gremju meðal almennings.
í haust var ákveðið fast verð á kartöflurnar *— og töldu
neytendur að það verð myndi gilda framvegis.
Danmerkur og gæzla fiskiveiða
í íslenzkri Iandhelgi, samkvæmt
8. gr. sömu laga hefir og frá
10. apríl 1940 af sömu ástæðum
reynzt ómöguleg. Þeim aðilj-
um, sem hér eiga hlut að máli,
konungi, dönskum stjórnarvöld
um og íslendingum, hafa tálm-
anir þessar verið óviðráðanleg-
ar.
Um æðsta framkvæmdavald
ið, fyrirsvar landsins út á við
og inn á við og meðferð utanrík
ismála, hefir orðið að gera þá
skipun, sem algerlega er and-
stæð því skipulagi, er áður gilti.
Virðist það sammæli allra stjórn
málafloklca hér í landinu, að
ekki skuli í grundvallaratrið-
um gera breytingar á núverandi
skipun, enda hefir hinum aðil-
unum verið tilkynnt stjómar-
Ieiðina, að það muni ekki verða
gert, þar á meðal eftir að þings
ályktanirnar 17. maí 1941 voru
gerðar.
Nú virðist vera ágreiningu^
um það, hvoirt formleg sam-
þykkt um stofnun lýðveldis á
Að sjálfsögðu keyptu þá lang
flestir kartöflur, ekki aðeins til
haustmánaðanna heldur og til
vetrarins.
Urðu allir þessir f jölda mörgu
neytendur því að kaupa þessa
miklu nauðsynjavöru með háa
verðinu. En síðan hefir ríkis-
stjórnin tvisvar sinnum fyrir-
skipað lækkun á kartöfluverð-
inu, sem vitanlega hefir það í
för með sér að kaupgjald laikk-
ar á eftir, án þess að framfærslu
kostnaður launþega lækki neitt,
þar sem flestir þeirra hafa þeg-
ar keypt sér kartöflur við hinu
eldra háa verði.
Almenn gremja er ríkjandi
með þetta ráðlag stjómarinnar,
í sambandi við kartöfluverðið,
þar sem ekki er annað sýnilegt
en að hér sé aðeins um tilraun
að ræða til þess að lækka vísi-
töluna og þar með kaupgjaldiS
án þess að um raunverulega
lsékkun dýrtíðarinnar að ræða.