Alþýðublaðið - 16.11.1943, Síða 6
Þúsund og ein nútt
í hinni sígildu þýðingu Steingríms Thorsteinssonar kemur
nú út í nýrri skrautlegri útgáfu með yfir 300 myndum. —
Bókin verður í þrem stórum hindum. — Fyrsta bindið
kemur fyrir jólin.
ÞÚSUND OG EIN NÓTT er ein af þeim bókum, sem hefir
sigrað heiminn, unnið hjarta hverrar þjóðar, og er alltaf
jafn fersk og töfrandi, svo að ungir og gamlir eru jafn hug-
fangnir af henni í dag sem fyrir öldum. Verður bókinni
varla betur lýst en með orðum þýðandans, Steingríms skálds
Thorsteinssonar:
„Frásagan er skýr, einföld og lifandi, og sögunum
aaðdáanlega niður skipað; þær eru eins og marglitar
perlur, sem dregnar eru upp á mjóan þráð. Sögun-
um er svo skipt, að þær hætta í hvert skipti, þar sem
forvitni lesandans er mest, svo hann hlýtur að halda
áfram eins og sá, sem villist inn í inndælan skóg og
fær ekki af sér að snúa aftur, heldur gengúr áfram
í unaðssamri leiðslu. fmyndunin leikur sér þar eins
og barn, jafnt að hinu ógurlegasta sem hinu inn-
dælasta, og sökkvir sér í djúp sinnar eigin auðlegð-
ar, en alvara vizkunnar og reynslunnar er annars
vegar og bendir á hverfulleik og fallvelti lífsins,
og sýnir ætíð, hvernig hið góða sigrast á öllu, og
hið illa á sjálfu sér.“
ÞÚSUND OG EIN NÓTT hefir tvisvar komið út áður, en þó
verið uppseld í mörg ár og komið í geipihátt verð, hafi ein-
tak losnað, annars er'hún ein þeirra bóka, sem bókstaflega
hverfa. Hún hefir verið lesin upp til agna.
4*
Þúiund og ein nófi er jólabokin.
Bókahúð Máls og menningar tekur á móti pöntunum frá
þeim, sem vilja tryggja sér bókina fyrir jólin. Nokkur ein-
tök verða í skinnbandi.
Bókaúfgáfan Reykhoil.
Bílmótorar. 1
Komum til með að hafa uppgerða bíhnótora mjög
bráðlega. — Fræsum einnig upp bílmótora.
Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar.
Sími 5753.
Fjórtán þjóðkimnir menn um
Sambaodsslifln víð Dani.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
(Frh. af 4. síðu.)
neyðarástand eða jafna til þess.
Þetta ástand var þannig, að
konunginum var ómögulegt að
annast konungsstörf á Islandi
og utanríkisráðherra Dana var
ómögulegt að a'nnast utanríkis-
mál íslands. Samgöngu- og sam
bandshindranir voru algerar,
og auk þess var vald þessara
aðila skert við hernámið að
einhverju leyti. Hins síðara hef-
ir gætt meira í seinni tíð. Sú
regla gildir í þjóðarétti, að vönt
un á fullnægju skuldbindingar
vegna neyðarástands ei; ekki ó-
réttmæt (retsstridig). Það er
viðurkennt, að Danir eiga enga
sök á því, að þeir hafa eigi get-
að farið með okkar mál sam-
kvæmt sambandslögunum. Það
getur þcí ekki talizt saknæmt
af þeirra hálfu. Þegar bæði
þessi atriði, óréttmætið og sak-
næmið, vantar, þá getur ekki
verið um réttarbrot að ræða og
því ekki heldur um samnings-
rof eða -brot ...
Af því, sem að framan er
sagt, verður Ijóst, að riftunar-
réttur sá er ekki til, sem skiln-
aðarkrafan er reist á og sam-
bandsslitin á að framkvæma
eftir.
Ég vil biðja alla góða íslend-
inga, og þá sérstaklega þá, sem
þjóðin hefir gefið umboð og
vald til þess að hafa bejn áhrif
eða ráða framkvæmdum í þessu
máli, að gera sér svo glögga
grein fyrir því, sem þeim er
unnt, því að meðferð málsins
varðar heiður þjóðarinnar.“
Mlemeras Tryggvasora
hagfræðingar:
Klemens Tryggvason hag-
fræðingur skrifar í grein, sem
hann nefnir „Skilnaðarmálið
og sambúðin við Dani“:
„Það leynir sér ekki, að Dan-
ir líta á einhliða sambandsslit
af okkar hálfu sem óvinsam-
legan verknað, sem geti spilt
góðri sambúð landanna í fram-
tíðinni. Þessu svara hraðskiln-
aðarmenn hér heima með því,
að Danir hafi ekki ástæðu til
að snúast þannig við málinu.
Látum það gott heita í bili.
Gæti samt ekki komið til mála
að taka til athugunar tilmæli
um að fresta formlegum sam-
bandsslitum, þar sem þau geta
ekki verið sprottin af öðru en
ósk um, gð skilnaðurinn fari
fram misskilningslaust og í
bróðerni? Þess er að gæta, að
ekkert rekur á eftir, og að við
leggjum ekki út í neina tví-
sýnu, þótt við bíðum. Réttur
okkar til einhliða sambands-
slita, ef aðilarnir koma sér ekki
saman um það, er eins ótvíræð-
ur og hugsazt getur. Danir
geta ekki haldið okkur nauð-
ugum í sambandi við sig. Hins
vegar hafa þeir gefið yfirlýs-
ingar um, að þeir muni, hvað
slit sambandsins snertir, fara
í öllu að óskum íslendinga,
þannig að ekki verður þörf á
að neyta ákvæða 18. gr. sam-
bandssáttmálans um einhliða
sambandsslit.“
Síðar mun blaðið birta
nokkur ummæli úr greinum
hinna sjö, sem skrifa í ritið,
auk þeirra, sem hér hafa verið
upptaldir.
g "*■ .i
Vichy.
(Frh. af 5. síðu.)
ið, en leppstjórnin samþykkt,
berast, borginni, þar sem hinir
svonefndu ráðamenn eru aðeins
handbendi og vesalir skósvein-
ar framandi valds.
En enginn skyldi ætla, að
ráðamennirnir í Vichy finni til
þessa. Þess verður að minnsta
kosti í engu vart. Þeir una á-
nægðir því hlutskipti að tína
molana, sem falla af borðum
húsbænda þeirra, með þögn og
þakkarsvip.
Þeir láta sig engu skipta laga
fyrirmælin og tilskipanirnar.
Hvað er um slíkt að fást? Hvað
er að fást um það, þótt Þjóð-
verjar efni til fjöldahandtakna í
Frakklandi og sendi hina sak-
bornu til Þýzkalands til þess að
vinna þar í verksmiðjum eða
falla fyrir sprengjum banda-
manna? Hvað kemur slíkt þeim
við, sem lifa í vellystingum og
safna fé í Vichy í Frakklandi?
Mér er rík í minni samræða,
sem ég var heyrnarvottur að,
milli nokkurra hefðarkvenna, er
sátu inni á veitingastað í Vichy.
ein þeirra mælti á þessa lund:
— Ég veit, hvað við gerum. Ég
hef náð tökum á borgarstjóran
um í Tournedos. Hann ætti að
eiga auðvelt með að útvega
okkur fimm þúsund brauðseðla.
— Slík eru viðhorfin í Vichy í
Frakklandi.
Frakki nokkur, er sá eigi alls
fyrir löngu kvikmynd, sem
fjallaði um ævi glæpamannsins
Á1 Capone, er hafði aðsetur sitt
í Chicago, eins og flesta mun
reka minni til, komst að orði á
þessa lund: — Nei, þetta er ekki
Al. — Þetta er Laval að koma
af viðræðufundi við þýzka her-
höfðingjann. Sjáið þið ekki líf-
vörðinn, sem hann hefir um sig!
— Menn, hörkulegír á svip með
hendur í vösum, voru í fylgd
með glæpamannaforingjanum.
Augu þeirra voru hvöss, rann-
sakandi og athugul. Þeir voru
reiðubúnir til þess að hleypa af
marghleypunum, er þeir báru
í vösum sér, án minnsta fyrir-
vara.
Chicago hlýtur forðum daga
að hafa svipað í mörgu til
Vichy í Frakklandi, hins forn-
fræga baðstaðar, sem varð að-
setustaður hinna frönsku föð-
urlandssvikara.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. sukt.
að þeir hefðu aldrei komizt í ann-
að eins — og þeir hefðu neyðzt til
að neita að taka á móti fleiri pönt-
unum.
ÞETTA ER EÐLILEGT. Fólki
hafa verið gefnar allt of miklar
vonir um það,- hve nær heita vatn
ið kæmi í húsin. Ég held að það
ætti alveg að slá því frá sér að
heitfi vatnið komi fyrr en eftir
mánuð. Við megum sannarlega
þakka fyrir, ef það verður komið
fyrir jólin — og ég persónulega
efast um að það verði komið fyrir
hátíðina.
LÍKA ER ÞAö misskilningur
hjá fólki að panta svona lítið í
einu af kolum og svona oft, bví
að ekki verða kolin ónýt. Þvott-
arnir verða eins og áður, þó að
heita vatnið komi — og hægt verði
að nota það með til þeirra. Ég
hugsa að það sé alveg óhætt fyrir
Þriðjudagur 16. nóvember 1943
fólk að panta sér kol til mánaðar
— að minnsta kosti.
OG ÞÁ ER BEZT að ég notl
tækifærið og minnist á ljótt mál.
Þórsgata 1,9 er stórhýsi, þrjár hæð
ir og loft. Þar búa 7 fjölskyldur.
auk einhleypinga, og meðal þessa
fólks eru gamalmenni og kornung
börn. Eigandi hússins leigði það
Bretum fyrir löngu siðan, og þeir
hafa það enn á leigu. En þegar
húseigendurnir í Skerjafirði urðu.
að flýja, vegna þess, að húsin voru
rifin ofan. af þeim, létu Bretarnir
sumum þeirra í té þetta hús.
1 VETUR heíir enn ekki' verið
hægt að kveikja upp í 'þessu húsi.
— og fólkið, sem þarna býr, er að
missa heilsuna af kuldanum. Mið-
stöðin er í svo miklu ólagi, að ekki
er hægt að hveikja upp í henni.
Það hefir snúið sér til húseigand-
ans, en hann neitar að gera við
miðstöðina og það hefir snúið sér
til Bretanna og þeir neita að gera
við hana . n
ÞETTA ER EIN'KENNILEG
framkoma og ósvífin. Vill ekkl
heilbrigðisnefndin skerast í þetta
mál? Það hljóta að vera til ein-
hver yfirvöld hér í bænum, sem
geta aðstoðað íbúana í þessu húsi
til að fá gert við miðstöðina, svo
að það verði ekki að heilsulausum
aumingjum. — Þetta hús á Þórs-
götunni er bölvaður kvalastaður.
Hannes á horninu.
.J
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Framhald af 4. síðu..
sjálfstæði eftir margra aida kúg-
un og áþján.
Frá sjónarhóii hvers íslenzks.
drengs er 1. desember sameigin-
legur hátíðisdagur þjóðarinnar, sú£
stund ársins, sem menn hugsa
ekki fyrst og fremst um stéttina,
lieldur um þjóðina, um ættjörð-
ina og framtíð hennar, minnast
skyldnanna við þjóðfélagið og
eftirkomendurna, en láta niður,
falla kröfurnar um meiri 'fríðindi £
persónulegum efnum 7. nóvember
minnast margir frjálslyndir menn
sem merkisdags í sögu 20. aldar-
innar og sérstaklega nú, sem
merkisdags í sögu rússneslcu þjóð-
arinnar, vegna skeleggrar og
hraustlegrar baráttu hennar í
landi sínu gegn innrásarher hinna
iþýzku nazista og því bcli, sem
þýzkri áþján fylgir.
Engu að síður hlýtur það að
vekja nokkra undrun hjá áhorf-
endum, að þessi rússneski merkis-
dagur skuli vera orðinn íslenzk
hátíð, sem ekki er í minni háveg-
um höfð en sjálfstæðis- og minn-
ingardagur hinnar íslenzku þjóðar
sjálfrar. Slík dásömun á því, sem.
erlent er og slíkt tómlæti um
sögu, heiður og menningu, er þeim.
sem nú eru vaxnir úr grasi, lítt
til sóma.
Síðastliðinn sunnudag voru há-
tíðahöld á ekki íærri en þremur
stöðum í Reykjavík í tilefni hins
rússneska afmælis, — þar voru
ræður fluttar, bumbur barðar,
byltingasöngvar sungntr og rauð-
um fánum veifað. Hið íslenzka
ríkisútvarp helgaði dagskrá sína
alla hinu rússneska afmæli, með
ræðuhöldum, kórsöngvum rauða
hersins og kvæðum um Stalin og
og Stalingrad. Sá, er þetta ritar,
man ekki til þess, að/1. desember
eða 17. júní hafi verið veglegar
minnzt af hálfu þeirrar stofnunar.
né heldur að meira hafi verið um
dýrðir í hinni íslenzku höfuðborg
á þessum tyllidögum íslenzkiar
menningar heldur en var s. 1.
sunnudag.
Tómlæti og skilningsleysi á eig-
in verðleikum og blind aðdáun á
erlendum þjóðum og stefnum er
ekki. traustur grunnur til þess
að reisa á hið, endurheimta lýð-
veldi.“
En það eru nú einmitt for-
göngumenn þessarar blindu
dýrkunar á erlendu’ stórveldi
og einræðisríki, sem til þess
þykjast vera kjörnir að hafa
forustu fyrir okkur í sjálfstæðis
málinu. Finnst mönnum það
ekki vera efnilegir forystu-
menn í því máli?