Alþýðublaðið - 16.11.1943, Side 7

Alþýðublaðið - 16.11.1943, Side 7
í»riðjudagur 16. nóvember 1943 4LÞYÐU3LAÐIÐ íBœrinn í dag. !®O<®O<&<>O<&<>^<>O<><^<&0OO<>&O^<>3x3><3 Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- • apóteki. I »ÍZ:í+:iiS .f'!r-te~c ~ „ 5*‘T\**' - ..:.'. f UTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Cieero og samtíð hans, IV (Jón Gíslason dr. phil.). 20.55 Tónlistarfræðsla fyrir ungl inga, II (Páll ísólfsson). 21.25 Tónleikar Tónlistarskólans Einleikur á píanó (dr. Urbantschitch): Sónata í e- moll, nr. 7, eftir Grieg. 21.50 Fréttir. Hámarksverð á klippingu og rakstri. Viðskiptaráð hefir sett hámarks verð á þjónustu hárskera og rak- ara í Reykjavík. Samkvæmt því má klipping kosta kr. 4.50, höfuð- bað kr. 3.50 og rakstur kr. 1.50. Ársþing íþróttaráðs Rvíkur hefst í kvöld kl. 20.30 í Baðstofu iðnaðarmanna Dregið var í hlutaveltu fríkirkju safn- aðarins í Hafnarfirði í gær og komu upp þessi númer: 705, 1037, 297, 497, 538, 775, 1144, 123, 922, 1000. Vinninganna sé vitjað til Kristins Magnússonar, Urðarstíg 3 í Hafnarfirði. Strandakirkja. Áheit á Strandakirkju kr. 10.00 írá Þ. „Pax 8oauBa“ Frh. af 3. síðn. tókst að ráða niðurlögum andstæðinganna með hæfi- legri notkun eiturgass og sprengjuflugvéla. S,ÉG VIL HELDUR LIFA eins og ljón í einn dag, en lamb í hundrað ár,“ sagði Musso- lini. Síðan hjálpaði hann spönsku fasistunum til þess að sigrast á lýðveldissinnum j. og loks gekk hann í lið með Þjóðverjum, þegar sýnt þótti, að þeir myndu bera sigur úr býtum. Nú átti svo sem að þvinga Breta til þess að ganga að „Pax Romana' 20. aldarinnar. EN ÖRLÖGIN HÖGUÐU þessu á annan veg. Mussolini, verndari Islam og afkomandi Cæsars, er horfinn af valda- stóli Ítalíu. Fangabúðirnar á í Líparí-eyjum hafa verið opn- aðar og hrjáðar sálir fá aft ur að njóta frelsis. Andi Matteottis svífur yfir vötn unum, en Mussolini, sjúkur |' á sál og líkama leitar hælis hjá lærisveinum sínurn úr norðri. Loddaraleikurinn sem jafnframt er átakanleg- ur harmleikur, er á enda. NÚ ER MUSSOLINI „Gau- leiter“ í ríki hinna þýzku vopnabræðra sinna og undir ritar plögg, sem enginn tek ur mark á. f ■ ■ Sandcrépe ©sj Silkiefni, í mörgum litum. Unnur (homi Grettisgötu og Barónsstígs). ■ t Vafnavextir á SkeiSarársandl. Litiar breytingar hafa þó oróió síðustu daga. A LLMIKLIR vatnavextir eru komnir í ána Súlu á Skeiðarársandi og er það talið stafa af því að hlaup hafi komið í Grænulón. Eru Núpsvötn orð- n ófær. Fyrst varð vart við þessa vatnavextir laugardag, en síðan hafa brfeytingar ekki orðið mjög miklar. Grænalón hljóp síðast 1941 og stóðu vatnavextir þá í hálf- an mánuð, en allmiklar skemmdir urðu þá af vöxtum hlaupsins og féllu þá 20 síma- staurar. Næst áður hljóp lónið 1939 og stóð það hlaup í 10 daga. 1935 um haustið ■ stóð hlaupið einnig í 10 daga. if r bátnr ð Akranesi Frh. af 2. síðu. um ■ sinn verður skipið leigt af Skipaútgerð ríkisins til að hafa á hendi farþegaflutninga milli Akureyrar og Sauðár- króks, var innréttingu og yfir- b.yggingu, að nokkru lbreytt með tilliti til þessa. Skipið er talið með fegurstu skipum af svipaðri gerð, það er byggt úr eik og mjög sterkviða, byrðingur gerður úr 8 sm. og innsúð einnig úr eik, úr 6,5 cm. þykkum plönkum. Bönd tvöföld 13 cm. þykk. Fyllsta áherzla var lögð á að gera skipið svo fy.llkomið sem kostur var. í hásetarúmi eru 4 hvílur, og í káetu 3. Skipstjóraherbergi er út frá stjómpalli. Skipstjóri verður Bernharð Pálsson, norðlenzkur. Stýrimað- ur Þorvaldur Árnason og vél- stjóri Guðjón Sigurjónsson. Skipasiiiðastððin. Frh. af 2. síðu. hafnargarður, dráttarbrautir, hliðarbrautir, rennibrautir, kranar og spil, allar bryggjur og nauðsynleg dýpkun hafnar- innar. c. Með viðeigandi breyting- um á hafnarreglugerð Reykja- víkur verði öllum aðilum tryggður jafn réttur til afnota af þessum mannvirkjum og gjöldum stillt svo í hóf sem frekast er unnt. Það er skoðun vor, að með framkvæmdum þessara tillagna hafi skipasmíðaiðnaðinum skap azt eins góð aðstöðuskilyrði að þessu leyti og frekast er hægt að skapa hér á landi“. | ,F;reia“4iskfars! \ daglega glænýtt. Útbreiðið Alþýéublabið. linnmg: F DAG er hún borin til mold *■ ar. Hún fæddist 10. des. 1919 að Kroppstöðum í Önund- arfirði, en dó 9 nóv. s. 1. að Vífilsstöðum, tæpra 24 ára. Hún snart oss, eins og lítið fagurt ljóð, eða þá undur blítt lag, er einhver hafði andvarp- að út í heiða þögla morgun- kyrðina. Stundum eru menn samferða aðeins stuttan spöl, og oft fer það svo að samferðafólkið gleymir hvert öðru fyrr en var- ir. En þó er það nú svo að ekki þarf það að vera annað en hlýtt viðmót, mild, broshýr brá, eða kannske hljómfögur hrýnjadi rödd, einhvers í hópnum, sem gerir, hinn stytzta spöl öllum ógleymanlegan. Hún, sem í dag er kvödd, átti í hinum ríkasta mæli þá mannkosti, er vekja eftirtekt, aðdáun og traust samferðafólks ins. Vér, sem erum trúuð á hinn einfalda máta, — trúum því um. búða- og skýringalaust, að >líf sé eftir þetta líf. — Vér gerum oss grein fyrir því, að það er ekki næsta mikilsvert atriði fyr. ir þann, sem í hlut á, í það og það skiptið, hvort spölurinn hérna megin reynist á vorn mælikvarða, langur eða*skamm- ur. Hitt er annað mál að oss verð ur hvert við, og söknuður vætir brá, ástvina og hryggra félaga, þegar einhver ljverfur skyndi- lega úr hópi vorum, í blóma lífsins. — En söknuður vor og tregi, er þessa heims. Vér söknum vegna sjálfra vor. Vér söknum þess, að fá ekki notið samfylgdarinn- ar lengur. En mitt í söknuði vorum ef- umst vér ekki eitt einasta augnablik um velfarnað þess er kvaddur er. Vér erum þess fu-11- viss að þau hin fegurstu leiðar- ljós, er lýstu hjernamegin graf- arinnar, þau mun og blika við landamæri lífs og dauða, því þau ljós vara eilíflega. A. K. Mglýsiier, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, . verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrlr kl. 7 að kvoldi. SífiMl 4906. T Minaingarogð; TryflBíi Magnðsson. ¥ ÁGÚSTMÁNUÐI 1911 var X sá sem þetta ritar, staddur í sumarleyfi á Þingvöllum. Komu þá gangandi á þann fagra stað fjórir skátar frá Reykjavík, og þekkti ég þá alla með nafni. Einn þeirra var Tryggvi Magnússon. Þrír af hópnum héldu áfram lengra austur, en Tryggvi varð eftir, og varð það til þess, að við not- uðum^saman vikutíma til þess að ganga á f jöllin í nágrenn- inu, og um leið varð þessi kynn ing upphaf að vináttu, sem aldrei bar skugga á síðan. Tryggvi var einn af þeim,' sem stofnuðu Skátaregluna, en einkunnarorð hennar eru. „Vértu viðbúinn!“ og áttu þau orð við um Tryggva. Hann var alltaf viðbúinn til þess að leggja góðu máli lið — einu sinni skáti er alltaf skáti. Með Tryggva er genginn einn af merkilegustu og fjölþættustu mönnum, sem ég hefi kynnzt og mætti og ætti að skrifa um hann langt mál, þó að það verði ekki gert hér. Iiann hafði svo mörg og góð hugðarefni, að vart hygg ég, að nokkur maður hafi varið tómstundum sínum betur en hann gerði, og var jafnframt slyngur um marga hluti. Þó að hann hefði verzlunarmennsku að æfistarfi sínu og stundaði það vel, lagði hann eigi að síður gjörva hönd á margt, og var m. a. góður smiður á járn og tré. Hann var söngvinn, teiknari, leikari og íþróttamaður — en fyrst og fremst óvenjulega heil- •steyptur og góður drengur. Tryggvi var einn í hóp þéirra glæsilegu drengja, sem stoín- uðu knattspyrnufélagið Fram, og um langt skeið formaður þess og fyrirliði á vellinum. Þar þekkti ég hann aðeins sem á- horfandi, og virtist mér oftast, að hann væri allsstaðar nálæg- ur. Og merkilegt var það, um mann, ekki hærri í lofti, hvað oft honum tókst að ná til knatt- arins með höfðinu. Mun hann oftast hafa verið tveggja manna maki þar á vellinum. — Hann hafði þá skapgerð, sem er und- irstaða sannrar íþróttamennsku kapp með forsjá og skilyrðis- lausan fagran léik. Þegar Tryggvi var í barna- skólanum var því viðbrugðið, hve frábær hann væri í fimleik um. Hann var stofnandi að í- þróttafélagi þar í skólanum, en fimmleikakennari var þar þá Steindór Björnsson frá Gröf. Félag þetta gekk síðar inn í íþróttafélag Reykjavíkur, en Tryggvi var þá áður (1911) kom inn í það félag, og komst þegar í fyrsta flokk. Var hann alla tíð síðan trúr og einlægur félagi I.R. — Allir þeir, sem með voru þar munu sakna vinar í stað. Því að þetta, að vera með hon- um, var opinberun. Hann var að líkamsgerð mikill að atgervi, liðugur maður, en um leið hafði hann óvenjulegan kjark og á- ræði, og setti það svip á hann og alla, sem með honum voru Eins of áður vetur var hann kappsamur um alla hluti, en hann var um leið hjálpsamur, og man ég engan mann, sem var eins ljúft og létt að segja öðr- um til, og gleðjast yfir þv. að sjá árangurinn. — Tryggvi heí- ir sannarlega tekið þátt í flúri fimleikasýningum og íþró'; :a- keppnum en nokkur annar |s- lendingur. Fimleikameistari ís- lands var hann 1929 og 1930, í stjórn Í.R. um skeið. Þátttak- andi í öllum meiri háttar sýn- ingarferðum félagsins og farar stjóri í förinni til Calais 1928. Hann var góður Í.R.-ingur. Þegar saga þeirrar hreyfing- ar innan íþróttanna, sem að útivist snýr, verður skráð, mun nafn Tryggva verða með þeim fremstu. Því að úti átti hann heima, og á fjöllum var hann í essinu sínu. Hann vissi betur en flestir aðrir — „Hvað er að fagna í fjallsins geim“. Og þeir, sem voru svo láns- samir, að vera með Tryggva í útilegu, geyma safn endurminn. inga. Stundum eftir erfiðan dag, sem Tryggvi hafði borið meira en sinn hluta af. Eg held að ég geri engum manni rangt til þó að ég telji Tryggva gagnfróðastan um ferðalög, þeirra manna, sem ég hefi kynnzt. Hann hafði um mörg ár safnað að sér fróðleik um þessi mál, enda fóru margir í smiðju til hans um þau efni, bæði innlendir og erlendir. Og vona ég, að það, sem hann rit- aði niður um ferðalög, eigi eftir að komast fyrir almennings sjónir. Því að þar er fróðleikur, sem hvergi annars staðar er aS finna. Um marga undanfarna vetur fór hann langar skíðaferðir með vinum sínum í „Litla skíðafé- laginu“. Og ef til vill hefir hann vitað meira um íslenzka jökla að vetrarlagi, en nokkur annar maður.--------- Tryggvi Magnússon var einn. af stofnendum Ferðafélags ís- lands og sat í stjórn þess öll þau ár, sem það hefir lifað. Var hann féhirðir þess frá öndverðu og allt til þess, að félaginu var svo vaxinn fiskur um hrygg, að það réði sér sérstakan fram- kvæmdarstjóra. Starfi Tryggva fylgdi allmikil vinna fyrir fé- lagið, og vann hann jafnan ó- keypis. En jafnframt féhirðis- starfinu var hann oft með í skemmtiferðum félagsins, en sjaldan var hann þó fararstjóri. Hann kaus fremur að vera að- eins þátttakandi, vegna þess eins og hann sagði: „Ég ferðast ekki fyrst og fremst til þess að hreyfast, heldur til þess að njóta ferðarinnar". Og mætti margur maðurinn taka undir þau orð, og hafa meira gaman af ferðalaginu en áður. Tryggva var meinilla við að hafa á hendi stjórn ferðalags, og þurfa að reka á eftir fólkinu — segja því þessi orð, þegar hvílzt hafði ver ið í iðgrænni laut á fögrum stað í dásamlegu veðri: „Jæja, krakkar,' nú verðum við að halda áfram!“ Og hann gaf skýr ingu á því, hversvegna sér -sræri svo illa við að þurfa að reka á eftir, undir þeim kringumstæð- um. „Mig langár nefnilega sv> einstaklega mikið til að vera hérna dálítið lengur líka“, sagði hann. Og það sagði hann satt. Því að engan mann hefi ég vitað í nánari tengslum við íslenzka náttúru en Tryggva. Magnús- son.---------' Fyrir nokkrum árum var Tryggvi að búa sig út í skíða- ferð í óbyggðir. Sýndi hann mér þá minnislistá, sem hann hafði skrifað á, það sem hann þyrfti að taka saman til ferðar- innar. Ég hafði víst orð á því, að mér finndist hann vera ó- þarflega nákvæmur með undir- búninginn. En þá svaraði hann: „Helgi minn. Ég hefi aldrei far- ið í ferð svo, að ég væri ekki eins viss um, og frekast er hægt, að ég komi aftur — með strákana og með mig“. Eins og margir þeirra, sem komast í kynni við fjöllin og einveruna, var Tryggvi í innsta eðli sínu alvörumaður og trú- hneigður, og er það vissa mín, að eins og í aðrar ferðir sínar, hafi hann verið vel búinn undir ferðina Joá, sem hann lagði í síðast, siodegis á Allra heilagra messu. w Helgi frá Brennu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lénharð fógeta annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.