Alþýðublaðið - 27.11.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 27. «óv. 1943» Eldhúsræða Stefáns Jéh. Stefánssonar: Ófremdarástandið i stjórnmálum okk- ar og framtiðin. STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON talaði fyrir hönd AI- þýðuflokksins í tveimur síðustu ræðutímunum við eldhúsumræðurnar á alþingi á fimmtudagskvöldið og kom víða við. Birtir Alþýðublaðið í dag fyrri ræðu hans orðrétta, — þar sem núverandi ófremdarástand í íslenzkum stjórnmálum er gert að umtalsefni, en jafnframt komið inn á hina fyrir- huguðu lýðveldisstjórnarskrá. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá stórathyglisverðum upplýsingum úr hinni síðari, varðandi þátt kommúnista í sjálfstæðismálinu. V tJtgefandi: Alþýðnflokkorinn. Ritetjóri: Stefán Pétursson, Bitetjórn og afgreiðsla í Al- þýðukúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. EldMsnmræðnrnar og dýrtíðarmálin. AÐ var mikið talað um dýrtíðarmálin við eld- h.úsumræðurnar á alþingi á miðvikudags- og fimmtudags íkvöldið, og þurfti í sjálfu sér engan að furða á því, svo al- varlegt ástand, sem skapast hef- ir hjá okkur af völdum dýrtíð- arinnar. En hjá hinu fer varla. að hugsandi menn. sem á um- ræðurnar hlýddu, hafi furðað sig á því, af hve ótrúlegu á- byrgðarleysi var á þessum mál- um tekið af öllum flokkum þingsins — að Alþýðuflokknum einum undanskildum. Það eru sannarlega ekki miklar vonir, sem rnenn geta, eftir þessar eld- húsumræður, gert sér um sam- eiginlegt átak eða varanlegar ráðstafanir í því skyni að vinna bug á hættum dýrtíðarinnar og verðbólgunnar. í ræðum þeirra þingmanna. sem töluðu af hálfu Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokks ins heyrðist ekki svo mikið sem eitt orð til viðurkenningar á þeim beizka sannleika að við eigum fyrst og fremst sökina á hinni gífurlegu dýrtíð sjálfir; en án þess að sá sannleikur sé viðurkenndur, er lítil von til þess að úr verði bætt í bráð. Þó sýndi Emil Jónsson, sem talaði fyrstur af hálfu Alþýðu- flokksins síðara kvöldið, fram á það með rökum, sem ekki verð- ur í móti mælt, að þegar það ákvæði var úr lögum numið um áramótin 1939 og' 1940, að verð landbúnaðarafurða skyldi að- eins mega hækka í sama hlut- falli og kaupgjald verkafólks- ins í bæjunum, — þá fyrst var það skarð brotið í varnarmúr- inn gegn verðbólgunni, sem dýr tíðin hefir síðan flætt í gegn- um. Ef þetta viturlega ákvæði hefði ekki verið úr lögum num- ið, hefði verið hægðarieikur fyr- ir okkur að halda dýrtíðinni í svipuðum skefjum og hjá hin- um frjálsu nágrannaþjóðum okkar. En hér var ábyrgðarleys ið á svo háu stigi hjá tveimur stærstu flokkum þingsins, Fram sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum, að þeir fóru bein- línis í kapphlaup um það, hver hærra gæti boðið, á kostnað neytenda í bæjunum, fyrir af- 'Urðir bændja í því skyni að tryggja sér^ kjörfylgi þeirra. Þannig er dýrtíðin að verulegu leyti pólitískt sjálfskaparvíti hjá okkur, og meðan það er ekki viðurkennt og eins hitt, að nauðsyn beri til að breyta hlut- fallinu milli afurðaverðsins og kaupgjaldsins aftur í það horf, sem var árið 1939, er engar varanlegrar lækningar á mein- semd dýrtiðarinnar að vænta. * En það er öðru nær, en að sá skilningur hafi rutt sér til rúms, þrátt fyrir síaukin vand- ræði af verðbólgunni og þrátt fyrir endurteknar aðvaranir A1 þýðuflokksins. Lýðskrumið fyr- ir bændum gengur enn lausum hala; og í stað þess, að Komm- Frh. á 6. síðu. hafa þátt í þessum svokölluðu eldhúsumráeðum, hafa þó ver- ið ásáttir um eitt — og eigin- lega það eitt — að í íslenzkum stjórnmálum sé nú óvenjulegt ástand og ófremd, er skapað hafi alþingi álitshnekki. Og þetta er vissulega rétt. En þeg- ar komið er að því að skýra, hvað leitt hafi til þessa á- stands, og hvaða leiðir séu lík- legastar til þess að losna við við það, þá kemur í ljós mis- munurinn á skýringum og stefn um flokkanna. Eg mun víkja nokkrum orð- um að þessari þungamiðju ís- lenzkra stjórnmála, eins og sakií standa. Gerðardómslögin. Þegar að er gætt og ihuguð forsaga yfirstandandi tíma, þá ætla ég, að það sé ómótmælan- legt, að afstaða flokkanna til þess ógnar gróða, er borizt hef- ir íslenzku þjóðinni á ^triðs- tímunum, hafi verið aðalorsök- in til þess að skapa það á- stand, er nú rikir. Á árunum 1940 og 1941, berjast tveir stærstu stjóm- málaflokkar landsins bein- línis fyrir misskiptingu stríðs gróðans. En alþýðan í launa- stéttum landsins krefst þess þá hinsvegar, að fá eðlilega hlutdeild með bættum kjör- um í þeim geysilega auknu tekjum er þjóðinni berast. En baráttan fyrir misskipting- unni og til varnar sérréttind- unum, nær hámarki, er Fram sóknar- og Sjálfstæðisflokk urinn í sameiningu setja gerðardómslögin í ársbyrjun 1942. Það er án efa eitt hið mesta óhappaspor, er stigið hefir verið í íslenzkum stjórn málum. Með þeim var gerð tilraun til þess að misbeita ríkisvaldinu á hinn ofbeldis fyllsta hátt. Og áhriíin urðu eins og til var stofnað. Réttmæt andstöðualda al- þýðunnar í landinu reis þá hátt gegn óréttlætinu. Aðeins slit- ur gjörðardómslaganna var framkvæmt af höfundum þeirra, og skorti þó ekki í upp hafi stór orð og heit forystu- manna Framsóknar og Sjálf- stæðisflokksins um röggsam- lega og skelegga framkvæmd þeirra. Lögin voru samt snið- gengin og vikið til hliðar í mörgum greinum. En þau voru þó nægileg til þess, að halda niðri þeim, sem veik- astir voru og höfðu minnst samtök sín á milli — einmitt þeim, sem mest var þörf bættra kjara og aukins réttlætis. Loks voru þessi óhappalög afnumin sumarið 1942, er það hafði komið í ljós, að ekki var unnt að framkvæma þau. En af öllu þessu stafaði hinn mesti glundroði og réttmæt ó- ánægja, eins og öll misbeiting valds og augsýnilegt óréttlæti hlýtur að skapa. éven|nlegt tækifærl fyrir kommiinista. I gruggugu vaíni gerðar- dómslaganna gátu öfgar og ofstopi kommúnista ’komið ár sinni fyrir borð. Upplausnin í þjóðfélaginu óx. Annars veg- ar var ofbeldisíuíl tilraun auðvaldsflokkanna til þess að viðbalda sérrétt'.ndum síu- um og misskiptingu auðsins. Hins vegar var svæsin, ófyr- irleitin og öfgakennd múgæs- ing kommúnista, sem veru- i.;ga orkaði á uppæsta bugi manna. Raddir skynsemi og lýðræð- islegra aðferða drukknuðu oft í öskrum og æsingi öfganna til beggja handa. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum hafði tekist að skapa hinn mesta glundroða, og gefa kommúnist- um óvenjulegt tækifæri til þess að tæla fólk til fylgis við sig. Og háttvirtir hlustendur hafa nú hlustað á einkennandi orð- bragð kommúnista, eins og það flaut af vörum hæstv. 2. lands- kjörins þingm., Þórodds Guð- mundssonar, og málsmeðferð og sannleiksást í ræðu hans voru einnig í fullu samræmi við stefnu flokksins og starfsað- ferðir, enda er hæstv. 2. landkj. Þóroddur Guðm. einn af mestu ráðamönnum kommúnista og hefir numið fræði sín með þriggja ára dvöl í Rússlandi. Áhrifin af náminu hafa menn heyrt og þingmenn kannast vel við orðbragðið. Og afleiðingarnar komu brátt í ljós. Sundruð og sundurtætt þjóð gekk til tveggja kosninga. Kommúnistar juku fylgi sitt stórlega. Alþingi reyndist margskipt og ómegnugt til nýrra úrræða. Verðbólgan fíæddi yfir landið. Máttlaus og úrræðalaus minni hluta stjórn Sj álfstæðisflokksins barst með straumnum um stund, en hrökklaðist siðan frá við litla sæmd. Tilraunir voru gerðar til þess að mynda nýja meiri hluta stjórn, en það reyndist árang- urslaust.’ Einn fimmti hluti al- þingis undir stjórn kommún- ista, vildi og ætlaði sér elcki að hafa stjórnarsamstarf við aðra flokka. Fjórir fimmtu hlut ar þingsins voru skiptir og það svo mjög, að hvorki tókst að mynda ihalds— eða aftur- haldsstjórn né stjórn frjáls- lyndra umbótamanna, er með röggsemi og eftir lýðræðishatt- um skapaði réttlæti og jiafn- vægi í þjóðfélaginu. Þess vegna situr nú að völdum stjórn utanþingsmanna, skiouð af ríkisstjóra, og án nokkurs á- kveðins fylgis á alþingi. Þing- ið er því forustulaust af stjórn- arhálfu, og hefir það leitt til margs konar mistaka, og þVí ekki tekist að skapa neina á- kveðna stjórnarstefnu, er skipti þingmönnum og flokkum til athafna og átaka. Sok Framsóknaff og SJálf stæ Ai sf lo kbsins« Alþýðuflokkurinn hefir, með sinni gömlu og viðteknu lýðræðis- og umbótasteínu, eftir mætti barizt gegn því að þetta ástand skapaðist. Hann reyndi til lengstra laga að hafa samstarf við aðra flokka um réttlátar umbæt- ur og jöfnun kjara fólksins í landinu. En ævintýrapóli- tík Sjálfstæðis- og Framsókn arflokksins við setningu gerð- ardómslaganna og misskipt- ing auðsins og rauf þá sam- vinnu, og kastaði þjóðinni út í það ófremdarástand í stjórnmálum, er nú ríkir. Eg hefi þegar varið nokkru af ræðutíma mínum til þess að gera grein fyrir af hvaða or- sökum það ófremdarástand stafar, er nú ríkir í íslenzkum stjórnmálum. Og, þar sem tveir flokksbræður mmir, háttv. þingmenn ísfirðinga og Hafnfirðinga, þeir Finnur Jónsson og Emil Jónsson, hafa þegar rætt rækilega um fjár- hags-, atvinnu- og dýrtíðarmál, mun ég því snúa máli mínu að nokkrum atriðum, er sérstak- lega snerta frambúðar stiórn- skipulag landsins, og á hvern hátt það á að tryggja lýðræði, frelsi, réttlæti og öryggi þegn- anna, og loks hvernig er hægt að hrinda því í framkvæmd. y Þessi mál standa nú fyrir dýrum og vissulega tímabært STJÓRNARBLAÐIÐ VÍS.1R gerir sér í gær tíðrætt um þá niðurlægingu og úrræða- leysi alþingis, sem fram hafi komið við eldhúsumræðurnar á miðvikudags- og fimmtudags kvöldið. Hann skrifar í aðal- ritstjórnargrein sinni í gær meðal annars: „Stjórnmálaflokkarnir hafa feng ið vilja sinn og umræðurnar eru um garð gengnar. Flestir hefðu talið að betur hefði á þvi farið, að eldhúsdagsumræðurnar hefðu ver ið látnar niður falla að þessu sinni og yrðu ekki upp teknar að nýju fyrr en alþingi hefði aðra og sterkari aðstöðu en það hefir nú. Þó kann svo að vera, að umræð- urnar hafi í allri sinni eymd, haf þau áhrif á þjóðina, að hún sjái betur en áður nauðsyn þess, að reisa við hag alþingis og verði betur undir það búin, er að kosn- ingum kemur, hvenær sem þær kunna að verða. Er álitamál, hve lengi er verjanlegt að stofna ekki til nýrra kosninga, með því að auð sætt er að alþingi er ekki fylli- lega starfhæft eins og sakir standa. Slíkt ófremdarástand er óviðunandi til lengdar. Geti stjórn málaflokkarnir ekki komið sér saman um lausn hinna mest að- kallandi mála, verða kjósendurnir að gera það, eða a. m k. verður þeim að gefast kostur á að leggja lóð sín á metaskálsrnar. Margir myndu telja æskilegast að útvarpsumræður þær, sem fram hafa farið, yrðu eins konar lokadagur þessa þings, eins og það nú er skipað. Það er hryggðar- mynd af því, sem bað ætti að vera. QÞví hafa þingmenn lýst manna að gera sér grein fyrir afstöðn til þeirra. ■ Trygging lýðræðisins í lýðveldisstlórnar^ skránni. Hvenær sem lýðveldisstjórn- arskráin verður afgreidd á al- þingi, *þá er það víst, að til ná~ kvæmrar athugunac þarf að taka val og valdsvið lýðveldis- forsetans. Það virðist koma betur og betur í Ijós, ekki sízt eins og málum er háttað á alþingi* að það sé hið sjálfsagðasta og eðlilegasta, og í beztu sam- ræmi við rétta lýðræðis-1 háttu, að forsetinn sé val- inn af öllum kosningabærum mönnum í landinu, og að> það sé einnig tryggt að hanxa Framhald ft 6. síðu. bezt. Þingmennirnir hafa þegar haldið upp á lokadaginn, og virðist full ástæða 1il að taka suma þeirra úr umferö. Talað hefir verið áð- ur um „vitlausa menn í iitvarp- inu“, en í sannleika sagt var engu líkara að .sLikt væri sáiarástandl sumra þeiria manna, sem þar létu til sín heyra að þessu sinni Hver veit nema að þeir hafi fundið á sér að þettá kynni að vera loka- dagurinn?“ ( Þannig farast Vísi orð og verður því ekki neitað, að ó- fremdarástandið á alþingi er nu mörgum góðum manni áhyggju efni. En hvaða ástæðu hefir stjórnarblaðið Vísir til þess að setja sig á háan hest? Eða hvar er yfirleitt forusta stjórnarinn- ar í þeim vandamálum, sem al- þingi hefir í sundrungu sinni og úrræðaleysi ekki getað leyst? Fyrir hvað annað er nú- verandi stjórn yfirleitt fræg, annað en yfirlýsingar sínar um að hún skuli framkvæma samþykktir alþingis, hverjar sem þær yrðu, og livenair, sem þær kæmu, ef hún aðeins fær að vera áfram við „völd“? H5 ' Blaðið Skutull á Isafirði vek ur athygli á því 16. október s.l., hve margir af áhrifamönnum Sjálfstæðisflokltsins eru í hópi þeirra, sem skrifuðu undír á- skorunina til alþingis 22. sept- ember um að ganga ekki frá formlegum sambandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa. Og enn fremur segir Skutull: Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.