Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 3
Föstudagur 24. desember 1943 ALÞYÐUBLAPBP * s Ranði krassiu. SVO A£» SEGJA hvert ein- asta mannsbarn í heimin- um kannast við fána rauða krossins. Rauður kross á hvít- um grunni blaktir við hún, er málaður á skip, járnbraut- arlestir og sjúkrahús um all- an heim, allt frá norður- skautslöndum til Suðurhafs- eyja. Þessi kross er fegursta tákn alls þess góða í mannin- um, hann táknar líkn og frið- helgi, hann er dauðvona mönnum hvatning til þess að gefast ekki upp, heldur berj- ast við örkuml og dauða, og hann er ljós í myrkri þeirra, sem sitja í fangelsum, fjarri ástúð og umbun séttingja og vina. Hvort maðurinn er hvítur eða svartur, gulur eða rauður, þessi líknarstofnun gerir engan mun, hún hjálp- ar öllum. Aldrei hefir hug- sjón meistarans frá Nazaret verið eins nálægt því að komast í framkvæmd og með starfsemi rauða krossins. ÞRÁTT FYRIR GRIMMD og mannúðarleysi styrjaldarinn- ar, sem nú geisar, og raunar fleiri styrjalda, er því samt þó svo varið, að menn bera virðingu fyrir líknartákninu, rauða krossinum, og sá þykir hvers manns níðingur, sem misnotar það sér til hernað- arlegs ávinnings. Amerískur fréttaritari, sem staddur var í Grikklandi, er Þjóðverjar voru í þann mund að hertaka landið, greinir frá því, að þýzkar sprengjuflugvélar hafi ráðizt með sprengju- varpi og vélbyssuskothríð á járnbrautarlest, sem var greinilega merkt rauða kross- inum og full af særðu og lim- lestu fólki. Þeir, sem ekki fórust við, sprengingarnar, brunnu inni, og fréttaritaran- um fannst lengi á eftir lyktin af brenndu holdi leggja fyrir vit sín. ÞESSI TILHUGSUN er óskap- leg, og vonandi er þetta ekki rétt, eða að minnsta kosti ýkt. En því miður, til eru svo mörg önnur dæmi, t. d. frá Noregi, um svipaðar aðfarir. Þeir menn munu sennilega ávallt verða til, sem hugsa ekki um slíka smámuni sem þá, að nokkrir særðir og ó- sjálfbjarga menn séu murk- aðir niður, ef það mætti verða til þess að skelfa aðra og þar með ná tilgangi sínum. Sá hugsunarháttur er ómann- legur og svo hryllilegur, að friðsömum mönnum í frið- sömu landi hrýs hugur við. RAUÐI KROSSINN hefir bjarg að milljónum manna frá dauða og hungursneyð. I starfi hans hefir fegursta hugsjón mannsandans náð hvað hæst. Rauði krossinn hefir ekki einimgis líknað særðum mönnum á vígvöll- unum, hvort sem þeir til- heyrðu „vinum“ eða „óvin- um“, hann hefir • líka stytt þeim stundir, sem sitja í fangabúðum, fært hungruðu fólki mat og hjúkrunarlyf, komið bréfum á framfæri og innt ótal mörg önnur störf af hendi. 0rugg framsékn banda manna á Ifaliu. Grfmmilegir bardagar á gðtum Ortona AOKTONA-SVÆÐINU geisá énn grimmilegir bardagar. Banda menn höfðu ekki náð borginni að fullu og öllu, að því er Lundúnaútvarpið segir í nótt. Er barizt um hverja götu og hvert hús, og leggja Þjóðverjar mikið í sölumar til þess að tef ja framsókn bandamanna, sem þó virðist ómótstæðileg. Þjóðverjar tefla fram úrvalsliði, þar á meðal fallhlífahersveitum, sem eru sérstaklega þjálfaðir til bardaga á þessum slóðum. Gagnárásum Þjóðverja hefir verið hrundið. Yfirleitt er heildarsvipurinn á vígstöðvunum þessi: Bandamenn eru í sókn, bæði austan og vestan megin á skag anum, en gengur hægt. Bardagar eru einkum skæð-*' ir í norðausturhluta Ortona, sem er ein aðal-varnarstöð Þjóðverja í hinni svokölluðu vetrarlínu þeirra. Kanadískar skriðdrekasveitir, sem beita Sherman-skriðdrekum, eiga í höggi við þýzkar skriðdreka- sveitir, sem nota skriðdreka af gerðinni Mark IV. Miklar skemmdir hafa orðið í Ortona, bæði af götubardögum þar, svo og af loftárásum bandamanna og jarðsprengjum Þjóðverja. Víða í borginni hafa Þjóðverjar komið sér upp vélbyssuhreiðr- um og steinsteypuvirkjum og freista þess að hefta framsókn bandamanna, hvað sem það kann að kosta. Á vesturhluta vígstöðvanna hafa hersveitir Clarks hershöfð- ingja náð á sitt vald fjallinu Cavall, sem er um 6 km. norð- vestur af Venafro. Bersýnilegt er, að Þjóðverjar veita vaxandi viðnám og nota ítalska fanga til þess að grafa skotgrafir og vinna að öðrum mannvirkjum. Leggja þeir það mikið kapp á að halda stöðvum sínum á ít- alíu, að þeir hafa sent þangað hersveitir, sem barizt hafa á austurvígstöðvunum. Slæm veðurskilyrði hamla bandamönnum í loftárásum þeirra þar syðra. Þó voru gerðar árásir á birgðalestir Þjóðverja að baki víglínunni og á skip í hafnarborginni Zara í Júgó- slavíu. AÐ er nú upplýst, að af 581 amerískum flugmanni, sem saknað var í árásinni á Schweinfurt, séu 346 á lífi sem herfangar í Þýzkalandi. RAUÐI KROSSINN var stofn- aður fyrir réttum 80 árum síðan, 1863, aðallega fyrir at- beina Henri Dunants, sem var Svisslendingur að ætt- erni. Hann var fæddur árið 1828 í Genf í Sviss. Hann var mannvinur mikill, ferðaðist mikið og kynnti sér mannúð- armál. Sagt er, að hann hafi komið á vígvöllinn við Sol- ferino, þar sem Frakkar og Austurríkismenn áttust við 1859. Rann honum til rifja aðbúð sú, er hinir særðu urðu að sætta sig við, og þá var það, sem honum hug- kvæmdist að beita sér fyrir stofnun rauða krossins. Henri Dunant skipar virðlegt sæti í mannkynssögunni, við hlið þ^irra Pasteurs, Listers, Kochs, og annarra þeirra, sem vörðu ævi sinni til þess að líkna öðrum í stað þess að meiða og drepa. Bandaríkjamefia rínna á í Nýja Brel- MACARTHUR tilkynnir frá bækistöðvum sínum, að hersveitir Bandaríkjamanna á Arawskaga á Nýja Bretlandi hafi bætt aðstöðu sína og fært út kvíarnar, þrátt fyrir harða mótspyrnu Japana. Þrjár harð- ar árásir voru gerðar á Banda- ríkjamenn, meðal annars með flugvélum, en þeim viðureign- um lauk með því að 12 japansk- ar steypiflugvélar voru skotnar niður, svo og 4 orrustuflugvél- ar. Af NÝAL eru nú komin út fimm bindi alls. — Fjögur þeirra fást enn: EnnýalB Framnýall Viðnýall Sannýall Eignizt Nýal dr. Helga Pjeturss meðan enn er tími til. — Yður iðrar þess ekki. Flughufur Barna Skinnhúfur H. Toft, Skólavðrðnstig 5. Sími 1035 Ernest Bevin. Þau eru víst ekki mörg augnablikin, sem Ernest Bevin, brezki jafnaðarmaðurinn og verkalýðsleiðtoginn, sem fer með hið erfiða og ábyrgðarmikla embætti vinnumálaráð- herra í stríðsstjórn Churchills, hefir frí frá skyldustörfum. En hér hefir þó tekizt að ná mynd af honum á einu slíku augnabliki. Hæpri sókn Rnssa til Vítebsk. Horðutn gagnárásum Þjóðverja hrund" ið hvarvetna á vigstöðvunum. SÓKN RÚSSA er haldið áfram af sama þunga og áður í áttina til Vitebsk. Á Nevel-vígstöðvunum hafa Rússar hrundið 16 gagnárásum Þjóðverja og valdið miklu tjóni 1 liði þeirra. Fyrir norðan Vitebsk er nú harðfenni og auðveldara að beita skriðdrék- um og vélahergögnum. Hafa Rússar stundum orðið að hrinda um 20 gagnárásum á dag. Á einum stað á vígstöðvunum féllu um 1000 Þjóðverjar, er Rússar réðust yfir fljót eitt, sennilega Obol-fljót, sem er um 15 km. frá Vitebsk. í Berlínar- útvarpinu er játað, að Þjóðverj- ar hafi orðið að hörfa undan á nokkrum stöðum, sem ekki eru nafngreindir. Við Zhlobin var gagnáhlaupum Þjóðverja hrund ið, ,svo og við Kirovograd. Við Zhlobin voru 100 skriðdrekar sendir fram í einu, en árangurs- laust. Við Korosten reyndu Þjóðverjar að hefja sókn, en Rússar hröktu þá til baka og bættu aðstöðu sína. Á Kiev-svæðinu er árásum Þjóðverja hrundið, og er ekki annað að sjá, en sókn Þjóðverja sé að fjara út. Fyrir suðaustan Kirovograd tókst Þjóðverjum að rjúfa varnir Rússa, en síðan gerðu Rússar gagnáhlaup og upprættu hinar þýzku hersveit- ir, að því er segir í Lundúna- fréttum. Ósigur Japana í lofti FRÁ Chungking berast þær fregnir, að mikill sigur hafi verið /unninn á Japönum í loftorrustum. í fyrradag reyndu 18 japanskar sprengjuflugvélar, sem nutu fylgdar 40 orrustu- flugvéla, að ráðast á ameríska flugstöð. í þessum átökum voru skotnar niður 11 orrustuflugvél- ar Japana og 4 sprengjuflugvél- ar og 3 flugvélar í viðbót voru laskaðar. 1 flugvél Bandaríkja- manna var skotin niður. Marshall kominn heim Tvöföldu Svartir karlmannasokkar Kvenkápurnar Hvítar slaufur Svört og svartröndótt bindi komnar aftur. Kjólskyrtur, litlar stærðir H. TOFT H. TOFT, Skólavörðustíg 5. Skólavðrðnstia 5 Stal 1035 Sími 1035. 'MARlSHAiLL. yfmmaður her- foringjaráðs Bandaríkjanna er nú kominn af tur til Washington að afstaðinni eftirlitsferð um vígstöðvarnar í Austur-Asíu og á Kyrrahafi. Að aflokinni Kairó ráðstefnunni, var f erðalagi Mar- shalls haldið stranglega leyndu. Nú er tilkynnt, að hann hafi ver- ið f Ibækistöð MacArthurs, þeg- ar Bandaríkj amemi gengu á •land á Marshall-eyjum og Nýja Bretlandi. Þá heimsótti hann Nýju Guineu 0;g aðrar stöðvar á Kyrráhafi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.