Alþýðublaðið - 30.12.1943, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
Fimmíudagur 3i des. 194S
Taxli
um kaup og kjör á ísfiskflutmngaskipum,
svo og skipum, sem eru í vöruflutnsnsum
innanlands, sem ekki heyra undir gildandi
samninga.
I. gr. Frá 1. janúar 1944 skal lágmarkskaup vera á mánuði:
1. Hásetar ............. kr. 426.25
2. Kyndarar ............ kr. 480.50
3. Matsveins ........... kr. 465.00
4. I. vélstjóra ........ kr. 810.00
5. II. vélstjóra........ kr. 607.50
Auk kaups hafa allir skipverjar frítt fæði. Auk hins fasta kaup-
gjalds fá skipverjar frá 1. janúar 1944 dýrtíðaruppbót samkvæmt vísi-
tölureikningi kauplagsnefndar og breytist uppbótin mánaðarlega eftir
peirri dýrtíðarvísitölu, sem birt er í næsta mánuði á undan.
2. gr. Á eimvélaskipum, sem sigla milli landa skulu vera 2 kyndarar
og aldrei minna en 4 hásetar. Á mótorvélask:pum séu minnst 9 manha
skipshöfn, þar af 4 hásetar.
3. gr. Skipverjar á skipum þeim, sem flytja fisk til útlanda, skulu
að lokinni ferð frá útlöndum hafa 24 klst. dvöl í heimahöfn og fá hafnar-
frí þann tíma.
Nú flytur skip frá útlöndum kol eða aðrar vörur, í lestum eða á
dekki, sem tekur lengri tíma en tvo sólarhringa að losa, skulu skipverj-
ar þá hafa hafnarfrí þar til affermingu er lokið og lestir hreinsaðar og
'vera undanþegnir næturvarðstöðu fyrstu tvo sólarhringana.
4. gr. Starfi skipverjar þeir er á þilfari vinna að flutningi kola úr
fiskirúmi eða af þilfari í kolabox, eða „fyrpláss“ í millilandaferðum, fá
þeir 6 krónur á vöku, auk dýrtíðaruppbótar. Sama þóknun greiðist kynd
urum fyrir flutning kola úr fiskirúmi eða af þilfari í kolabox eða ,,fyr-
pláss.“ Engum einstökum manni er þó skylt að vinna að kolaflutningi
lengur en 12 tíma á sólarhring.
Sama greiðsla ber hásetum er kynda í ferðum milli landa.
Skipverjar þeir, er þessi taxti tekur til, vinni eigi að löndun fiskjar
í erlendum höfnum og meðan á styrjöldinni stendur, heldur eigi að borð-
þvotti þar.
5. gr. Liggi skip í höfn að aflokinni ferð frá útlöndum eða afloknum
fiskveiðum og vinni hásetar eða matsveinar að hreinsun og viðgerð skips-
ins, skal þeim greitt tímakaup það er hafnarverkamönnum, þar sem verk-
ið er framkvæmt, er greitt á sama tíma. Vélstjórar 25% hærra í dagvinnu-
kaup og 50% hærra í eftir- og næturvinnu, enda fæði þeir sig að öllu leyti
Vinnutímar í viku séu ékki fleiri en 48 og frí frá hádegi á laugardögum.
Vinni hásetar eða matsveinar að botnhreinsun skipa á útgerðartíma-
bilinu, skal þeim greitt fyrir það samkvæmt ákvæðum, sem gilda um eftir-
vinnukaup hafnarverkamanna á hverjum stað. Nú vinna vélstjórar á skip-
inu í samræmi við það sem að ofan greinir, skal þeim þá greitt það kaup,
sem vélamenn á togurum fá greitt fyrir sömu störf. Skipverjar hafa að
öðru jöfnu forgangsrétt til vinnu við skipin við þau störf, sem áður greinir,
þar sem það kemur ekki í bága við lögbundin réttindi iðnaðarmanna.
6. gr. Útgerðarmaður greiði fyrir tjón á fatnaði og munum við sjóslys
100% hærra en nú er ákveðið í gildandi reglugerð, að viðbættri dýrtíðar-
uppbót af hvorutveggja.
7. gr. Ef skipverji nýtur ekki fæðis um borð í skipinu, en vinnur ann-
ars fyrir mánaðarkaupi, ber honum þá kr. 3.75 á dag í fæðispeninga frá
útgerðinni, auk dýrtíðaruppbótar.
8. gr. Liggi skipverji sjúkur í heimahúsum, en ekki í sjúkrahúsi, og
útgerðarmaður á að greiða fæði og sjúkrakostnað að lögum, skal útgerð-
armaður þá greiða honum í fæðispeninga á dag kr. 3.75, auk dýrtíðarupp-
bótar. Krefjist útgerðarmaður eða skipstjóri læknisskoðunar á skipverj-
um við lögskráningu, skal hún framkvæmd skipverjum að kostnaðarlausu.
Verði hásetar, matsveinar eða kyndarar frá verki sökum veikinda eða
slysa, skal útgerðarmaður greiða þeim fullan hlut eða kaup í allt að sjö
daga, en allt að 30 daga, ef um stýrimann eða vélstjóra er að ræða.
9. gr. Áhættuþóknun skipverja í utanlandssiglingum skal vera sú
sama og felst í samningi, dags. 16. júlí 1941, milli Sjómannafélags Reykja-
víkur, Sjómannafélags Hafnarfjarðar og Sjómannafélags Patreksfjarðar
annars vegar og Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda hins vegar.
Nú er skip í flutningum innanlands á hættusvæði, skal þá greidd
áhættuþóknun kr. 450.00 á mánuði umfram það kaup, sem ákveðið er í 1.
grein taxtans.
10. gr. Hásetar, matsveinn og vélamenn séu meðlimir viðkomandi fé-
laga, eða annarra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands íslands, er veita
sömu réttindi, enda tryggi skipstjóri eða útgerðarmaður að svo sé við lög-
skráningu í skipsrúm.
Útgerðarmaður eða skipstjóri heldur eftir af kaupi eða aflahlut skip-
verja upphæð, er nemur ógreiddu iðgjaldi til stéttarfélags hans, ef þess
er óskað af félaginu, og afhendir því, þegar þess er krafist.
II. gr. Taxti þessi gildir frá 1. janúar 1944 og þar til öðruvísi verður
ákveðið.
í desember 1943.
Sjómannafélag Reykjavíkur. Sjómannafélag Hafnarf jarðar. Verka-
lýðsfél. Akraness. Verkam.fél. Þróttur, Sigl., Verkam.fél. Húsavíkur,
Verkam.félagið Fram, Seyðisfirði. Verkalýðsfélag Norðfirðinga. Vél-
stjórafélagið Gerpir, Norðfirði. Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar.
Verkalýðs og sjómannafélag Gerða og Miðnesshrepps. Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur og Sjómannafélag Akureyrar, hvað viðkem-
ur kaupi og kjörum á ísfiskflutningum.
er gildir um kaup og kjör á öllum mótor- og
gufuskipum undir 130 rúmlestir, sem
stunda veiöar meö dragnót (Snorrevaad)
og botnvörpu og gerö eru út frá félagssvæði
undirritaöra félaga:
1. Af heildarafla skipsins (brúttó) greiðist skipverjum 37%, er skipt-
ist jafnt milli þeirra er á skipinu vinna.
• yyn
" i .ii -M.sJ
2. Auk þess, sem greinir í tölulið 1, greiðir útgerðin:
til skipstjóra, 1 hlut.
til 1. vélstjóra, 14 hlut.
til stýrimanns, sem er vanur botnvörpuveiðum, með óvönum
skipstjóra, 1 hlut.
til stýrimanns, sem ekki er vanur netaxnaður, 14 hlut.
til háseta, sem er netamaður, 14 hlut.
Nú er stýrimaður ekki fullgildur netamaður og skal þá netamaður
fá V2 hlut.
til 2. vélamanns kr. 116.00 og dýrtíðaruppbót, á mánuði.
til skipstjóra, sem er vanur botnvörpuveiðum, fæðispeninga.
til stýrimanns, vönum botnvörpuveiðum, fæðispeninga.
til matreiðslumanns, sem vinnur önnur skipsverk, 78 krónur á
mánuði, auk dýrtíðaruppbótar miðað við allt að 7 manna áhöfn, en fyrir
9 manna áhöfn kr. 116.00 auk dýrtíðaruppbótar. Sé um stærri skipshöfn að
ræða, er skylt að hafa sérstakan matreiðslumann, og hefur hann kr. 116.00
auk dýrtíðaruppbótar á mánuði.
Séu aukahlutir lægri en að framan greinir, hækkar hlutur skips-
hafnar (sbr. 1. lið) að sama skapi.
3. Skipverjar, sem vinna að útbúnaði skipa í byrjun veiðitíma eða
að honum loknum, svo sem hreinsun og málningu skipsbotns, hreinsun
og málningu ofan þilja og neðan, umfram daglegar venjur, svo og út-
búnaði veiðarfæra, ber útgerðinni að greiða samkvæmt gildandi kaupi
verkamanna á hverjum stað. Vélamenn og stýrimenn hafi 25% hærra
kaup fyrir umrædda vinnu. Þar, sem kjör við svona vinnu eru betri en
að framan greinir, skulu þau haldast óbreytt, eða í öllu falli ekki rýrð.
í nætur- og helgidagavinnu greiðist 50% hærra kaup. Fæðispeningar
greiðist skipstjóra og stýrimanni vönum á botnvörpuveiðum samkv.
reglum sem gilda um fæðispeninga togaraháseta í Reykjavík.
4. Skip, sem siglir til útlanda með eigin afla greiðir skipverjum
af brúttó-sölu samkvæmt tölulið 1 og 2. Nú kaupir útgerðarmaður fisk
til viðbótar, kemur þá til skipta helmingur af brúttó andvirði þess fiskj-
ar. Ef færri menn eru á fiskiveiðum en krafist er til að sigla skiptinu
til útlanda, þá greiðist þeim mönnum kaup og áhættuþóknun eftir þeim
reglum, sem gilda á flutningaskipum, og greiðist það af óskiptu.
5. Sigli skipið með veiddan afla og keyptan til sölu á erlendum
markaði, og verði fyrir töfum í ferðinni af völdum ófriðarins, sjótjóns
eða vélabilunar, sem nemur meira en 6 sólarhringum samanlagt í ferð,
greiðist skipverjum kaup það, dýrtíðaruppbót og stríðsáhættuþóknun,
sem greidd er á sams konar skipum í flutningum með ísvarinn fisk á er-
lendan markað, samkvæmt samningum og kauptöxtum stéttarfélags
hvers skipverja þann tíma, sem tafirnar tóku samanlagt lengri tíma en
6 sólarhringa.
6. Útgerðarmaður tryggi afla skipsins á sinn kostnað. Ónýtist afli af
völdum sjótjóns, skiptist vátryggingarupphæðin á sama hátt og and-
virði aflans.
7. Útgerðarmaður tryggir hvern hlut skipverja fyrir hverja 30
daga af ráðningartímanum með kr. 325.00 auk dýrtíðaruppbótar á það,
og er það ekki afturkræft. Nú víkur skipverji úr skiprúmi áður en 30
dagar eru liðnir og skal honum þá greiddur hlutfallslegur hluti trygg-
ingarinnar.
8. Hásetar, matsveinn og vélamenn séu meðlimir viðkomandi fé-
laga, eða annarra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands íslands, er veita
sömu réttindi, enda tryggi skipstjóri eða útgerðarmaður að svo sé við lög-
skráningu í skipsrúm.
Útgerðarmaður eða skipstjóri heldur eftir af kaupi eða aflahlut skip-
verja upphæð, er nemur ógreiddu iðgjaldi til stéttarfélags hans, ef þess
er óskað af félaginu, og afhendir því, þegar þess er krafist.
9. Taxti þessi gildir frá 1. jan. 1944 og þar til öðruvísi verður
ákveðið.
í desember 1943.
Sjómannafélag Reykjavíkur. Sjómannafélag Hafnarf jarðar. Verka-
lýðsfél. Akraness. Verkam.fél. Þróttur, Sigl., Verkam.fél. Húsavíkur,
Verkam.félagið Fram, Seyðisfirði. Verkalýðsfélag Norðfirðinga. Vél-
stjórafélagið Gerpir, Norðfirði. Verkalýðsfélag Fáskrúðsf jarðar.
Verkalýðs og sjómannafélag Gerða og Miðnesshrepps. Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur. Sjómannafélag Akureyrar.
cssasa
'iSVXSSÍSSœt
I gWM!