Alþýðublaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.01.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur. 7. jamiai 1944. ALÞYÐUBLADID T Skattaframtllliii* Frh. af 2. síðu. Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, Jónasar Bernharðssonar, fer fram laugardaginn 8. þ. m. og hefst á heimili hans, Njálsgötu 53, klukkan 1.30 e. h. Jarðað verður frá Dómkirkjunni. Þorvaldína Jónsdóttir. ^ ' 7 Ingunn Jónasdóttir. Helgi Gíslason. amsmxsmaa Alúðarfyllstu þakkir vottum við öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinsemd við fráfall og minningarguðsþjónustu sonar okkar, Antons B. BJörnssonar. Sérstaklega færum við íþróttasambandi íslands og Knattspyrnufélagi Reykjavíkur alúðarþakkir fyrir þeirra mörgu höfðinglegu minningargjafir, minnís- stæða heimsókn á heimili vort og göfuga framkomu á allan hátt. Anna Pálsdóttir. Björn Jónsson. I Bœrinn í dag. | Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, simi 50.30. Næturvörður er- í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarps. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennzla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Harmóniku- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Bör Börs- son“ eftir Johan Falkberget I (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 15 í B-dúr eftir Mozart. 21.15 Útvarpsþáttur (Formaður útvarpsráðs). 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur). a) Bach: Konsert fyrir tvær fiðlur. b) Mozart: Harpsi- cordkonsert nr. 1. c) Beet- hoven: Symfónía hr. 2. 23.00 Dagskrárlok. Banakórinn Sólskinsdeildin efnir til söngskemmtunar í Nýja Bíó næstkomandi sunnudag kl. 1.30 stundvíslega. Einsöngvarar verða Agnar Einarsson og Bragi Guðmundsson. Félagslíf. CfuSspekifélagar! Septímufundur í kvöld kl. 8.30. Deildarforseti flytur erindi: Nakti sendiherrann. Gestir velkomnir. nauðsyn. En öllum þorra manna virðist sérstök þörf að hafa framtölin sem lengst sér til augnayndis. Frá janúarbyrj- un bíður starfsfólk skattstof- unnar eftir því að veita mönn- um aðstoð við framtöl, en venjulega kemur aðeins einn og einn á stangli — þangað til framtalsskjálftinn grípur fólkið einhvern daginn í síðustu vik- unni — þá verður aðgangurinn slíkur, að vonlaust er um við- unanlega afgreiðslu. Þó verða þeir jafnan verst úti, sem fresta framtalinu þar til síðasta dag- inn — eða næstsíðasta. Einhvern veginn er það allt- af svo, að ótrúlegur fjöldi þess- ara bjartsýnu manna, sem al- ráðnir voru í því að skila fram- talinu einmitt í janúarlokin, kemur eftir mánaðamótin og segir sínar farir ekki sléttar. Ó- fyrirséð atvik hafa hindrað þeirra góðu áform. Heilsufar í bænum virðist alveg tiltakan- lega slæmt um þessar mundir; ýmis kraknleiki grípur menn fyrirvaralust. Sumir verða skyndilega svo ofhlaðnir störf- um, að engu tali (né framtali) tekur — menn í annarra þjón- ustu eru þvingaðir í eftir- vinnu einmitt þessi kvöld, sem þeir ætluðu að helga framtal- inu; hjá hinum kallar eitthvað að, sem enga bið þolir, verktak- ar í þann veginn að verða samn ingsrofar, rafvirkjarnir geta ekki látið fólk sitja í myrkrinu (kannske meðan það er að telja fram) o. s. frv., að ógleymdum stjórnmálamönnunum, sem ekki mega augum víkja frá því að leita uppi nýjar „variationir" við skattstigana, enda framtal- ið sok'kið á bólakaf innan um | öll skattafrumvörpin. Og einmitt þessa lokadaga, þegar verst á stendur, geta dutl ungafull örlögin gripið í þræð- ina á kynlegasta hátt. Kunn- ingjarnir svíkjast um að koma framtalinu til skila; bílstjórar og farþegar (á hraðri leið í bæ- inn til að skila framtalinu) verða fastir á vegum úti, skíða- garpar veðurtepptir á Hiólnum (með framtalið upp á vasann). Það hefir meira að segja hent suma að framtalið hefir ekki látið sér nægja að detta í bréfa körfuna, heldur hoppað beint út um gluggann, og þó eru þau tilfelli hrygg'ilegust, þegar menn hafa undizt um öldann þegar þeir voru rétt lagðir á stað með skýrsluna. Má telja fullkomna' reynslu fengna fyrir því, að þessir síðustu dagar í framtals- mánuðinum séu sannkallað hættusvæði fyrir þá, sem eiga framtali sínu óskilað.“ Þó að skattstjóri hafi talað um þetta efni í léttum og gam- ansömum tón, þá er honum full alvara. Það er mjög nauð- synlegt að almenningur stuðli að því eins og honum er unnt, að afgreiðslan geti gengið sem sem bezt — og það gerir hann með því að skila framtölum sínum, sem allra fyrst, en geyma það ekki þar til síðasta daginn eða jafnvel fram yfir hann. Happdrætti Laugarnesskirkju. í dag er síðasti söludagur happ- drættisins og verður dregið um húsið á morgun. Ræða ríkisstjóra. I afriti því, er „Alþýðublaðið“ fékk á ríkisstjóraskrifstofunni af nýársræðu ríkisstjóra hafði af j vangá fallið eitt orð úr tilvitnun í ummæli brezka rithöfundarins. Tilvitnunin er rétt þannig: „Þjóð, sem berst fyrir frelsi sínu, getur ekki gert sér nokkra von um að öðlast frelsi og halda því, nema hún sé þessum kostum gædd: Ráðvendni, djörfung, drengskáp, framsýni og fórnfýsi. Orðið „dreng skap“ hafði fallið úr. Hjónaefni. Nýlega opinbeuðu trúlofun sína Birna Norðdahl á Hólmi og Ralph Cedas frá Stackton í Cali- forniu. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun. sína ungfrú Svanhildur Jónsdótt- ir, Seljaveg 15 og Magnús Einars- son, verzlunarmaður, — Vestur- götu 57. MINNIN GARATHÖFN. Frh. af 2. síðu. Stjórn Víkings og forseti ÍSÍ fór til móður Hreiðars Jóns- sonar. Víkingur afhenti henni minningarskjöld úr silfri og forseti ISÍ afhenti henni minn- ingarskjöld ÍSÍ. glerslípunarvélum. - Höfum ágœtum Unnið er með fullkomnum a. Getum gler-faQinönnum á ví tekið að oss allskonar unarvinnu Símar 4168 og 4128

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.