Alþýðublaðið - 08.01.1944, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1944, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIP Laugardagnr. 8.. janúar. 1944 Meiri raf magnsvirkjun fyr ir Beykjavik op nágrenni. Rafmagnsstjóra var í gær falið að gera samanburðaráætlanir. ABÆJARRÁÐSFUNDI, sem haldinn var í gær, var sam- þykkt ályktun þess efnis, að fela rafmagnsstjóra að láta fara fram samanburðaráætlun til auknin'gar á rafmagni fyrir Eeykjavík. Er ætlast til þess, að í þessari rannsókn séu gerðar á- ætlanir, um virkjun Efra-Sogs, írafoss og Kjistjifoss, og annarra fallvatna, er til greina geta komið í þessu sambandi. Ályktun þessi er bersýnilega samþykkt í bæjarráði vegna þess að bæjarráð telur að hin nýja virkjun í Neðra- Sogi, sem fullgerð verður innan skamms, muni ekki nægja á því svæði, sem Sogsvirkjuninni er ætlað að ná til. Mikil málaferli Glassens gegn 3 verklýðsfélðgnni. , ........♦... Fjðlmennar yfirbeyrslar áttu aO fara fram f Sandgerðl f gær. Álfabrenna verður eifthvert næsta kvöid. A$ undirbúningi brennunnar vinna Fram og Vaiur. TVÖ íþróttafélag hafa á- kveðið að efna til álfa- brennu á íþróttavellinum ein- hvern næsta dag. Þetta eru fé- lögin Fram og Valur. Margir munu fagna þessari fram- takssemi íþróttafélaganna, en mörgum mun finnast að þau hefðu átt að efna til brennu sinnar miklu fyrr og þá ekki síðar en á Þrettándanum, því að í gamla daga var oft efnt til álfabrennu það kvöld. Liðin eru þrjú ár síðan síðast var haldin álfabrenna hér í bænum, svo að mönnum mun þykja álfabrennan nú nokkur nýjung. Enn er ekki ákveðið hvaða dag álfabrennan verður, en fé- lögin vinna nú af miklu kappi að því, að gera hana sem bezta úr garði að öllu leyti. Enn fieiri innbrol og þjófnaðir. T NNBROT og þjófnaður var framinn í fyrrinótt í veit- ingastofuna á Skólavörðustíg 8. Þjófurinn ihafði lítið upp úr krafsinu, en mun þó hafa náð í 60—70 krónur og nokkrar flöskur af öli. Lögreglan staðfesti það, að innbrota og þjófnaðafaraldur gangi nú yfir bæinn — og hefir ekki um lengri tíma kveðið eins mikið að þessu afbrotum og einmitt nú síðan um áramót. Margir smáþjófnaðir hafa P GGERT CLAESSEN fyr ir hönd Vinnuveitenda- féalgs íslands rekur nú harð- vítug málaferli gegn þrem ur verkalýðsfélögum — og hafa þessi málaferli staðið síðan vorið 1943. íbúar Sandgerðis og nágrenn- is munu bafa orðið varir við þetta í gær, því að þá áttu stór- kostlegar vitnaleiðslur að fara fram þar í þorpinu. Hafði Egg ert Claessen stefnt um 20 vitn- um í máluim þessum og átti að setja rétt yfir þeim síðdegis gær. Fór Eggert Claessen að sjálfsögðu þangað sjálfur og enn frtemur framkvæmdarstjóri Al- þýðusambandsins Jón Sigurðs- son og lögfræðingur þess Ragnar Ólafsson. Var búist við að yfir heyrslurnar stæðu fram á nótt Undirrót þesSara miklu mála ferla er deila sú sem varð í fyrra milli Verkailýðs- og sjómanna- félags Gerða- og Miðneshrepps og frystihúsaeigenda syðra. Kom til verkfalls, eins og kunn ugt er/út af þessari deilu, en sáðar urðu sættir í málinu fyrir albeina Jónatans Hallvarðssonar Isáttasemjara ríkisins. Verkfallsbrjótar reyndu að eyðileggja samtök verkalýðsins og kom til afskipta Dagsbrúnar og Hlífar í Hafnarfirði. Eftir að deilan var leyst hóf Claessen svo málaferli sín. Hóf hann þrj.ú mál á móti Verka Iýðs- og sjómannafélagi Gerða og Miðneshrepps, þrjú mál á móti Dagsbrún og þrjú mál á hendur Hilíf, eða samtals 9 mál. Hafa mál þessi síðan verið rek- in fyrir Félagsdómi. Mun þessi málarekstur Claess ens hafa náð hámarki sínu með hinum fjölmörgu vitnaleiðslum í Sandgerði í gær. Hvað líður skýrslu frá ríkisstjórninni verið framdir, sem ekki hefir verið sagt frá í einstökum atriðum. Tveir menn sitja nú í gæzlu- varðhaldi, grunaðir um innbrot og þjófnaði. Þeir munu þó enn ekki hafa meðgengið neitt. um Meira en fjórir mánuðir eru Iiðnir síðan Sjó- dómur Reykjavíkur skilaði skýrslu sinni. P INS OG minnast MENN munu var sjódómi Reykjavíkur snemma á síð- astliðnu ári falið að rannsaka eins og unnt væri orsakir þær, sem lágu til hins ægi- lega slyss, er mötorskipið „Þormóður“ fórst hér skammt utan. Þrír menn úr sjódóminum höfðu þessa rannsókn meðhönd um, þeir: Árni Tryggvason, lög fræðingur, Jón Axel Pétursson, hafnsögumaður og Hafsteinn Bergþórsson útgerðarmaður. Nefndin starfaði síðastliðið sumar og rak rannsókn sína, eft ir því sem bezt verður vitað, af mikilli kostgæfni og gerði allt sem unnt var til að kynna sér byggingu skipsins, útbúnað þess og allt er að skipinu og slysinu laut. Rannsóknin var fyrirskipuð af ríkisstjórninni og sjódómin- um. Bar því að skila skýrslu um rannsóknina til hennar. Þegar sjódómurinn taldi að rannsókninni væri af sinni hálfu lokið, skilaði hann skýrslu sinni því til hennar. Og hjá ríkisstjórninni hefir hún nú legið í 4 mánuði eða meira. Alþýðublaðið hefir nokkrum sinnum undanfarna mánuði spurzt fyrir um niðurstöður rannsóknar þessarar í Stjórna- ráðinu, en atltaf fengið þau svör, að að svo stöddu væri ekki hægt að gefa blöðunum skýrslu um hana. Þessi dráttur er vægast sagt, mjög óheppilegur. Almenuing- ur fagnaði því þegar rannsóknin var fyrirskipuð, eins* og hann fagnar því alltaf þegar reynt er að grafast fyrir orsakir sjóslysa ef unnt væri, með því að læra eitthvað um útbúnað og ásig- komulag skipanna, og þar með ef til vill hægt að auka öryggi sjómannanna okkar. Og það verður að gera ráð fyrir því, að rannsóknirnar séu einmitt fyrir skipaðar og framkvæmdar til þess að læra eitthvað af niður- stöðum þeirra ef unnt er og birta almenningi þessar niður- stöður. Er þetta og bezt fyrir alla að- ila. Undanfarna mánuði hafa menn — og þá ekki sízt sjó- menn,- spurt að því hvað rann- sókninni á Þormóðsslysinu liði, — og hvaða niðurstöður sjó- dómur Reykjavíkur hafi íengið af henni. . ,.,.w Alþýðublaðið sneri sér í h’aust til manna úr sjódóminum og spurði þá um niðurstöður rannsóknanna, en þeir svöruðu, að skýrsla þeirra væri komin til ríkisstjórnarinnar — og bæri blaðamönnum því að snúa sér til hennar um upplýsingar. Þetta sjónarmið ber að sjálf- sögðu að viðurikenna. En upplýsingar hafa enn engar fengizt í Stjórnarráðinu. Hvað á að draga almenning lengi á upplýsingum í þessu al- varlega máli? Alþýðublaðið fekk í gær þær einar upplýsingar í ráðuneyt- inu, að von væri á tilkynningu frá ríkisstjórninni í málinu. Skulum við vona, að þessi tii- kynning komi innan skamms. En dráttur sá, sem orðið hefir á því, að skýra almenningi frá niðurstöðum rannsóknarinnar er óþolandi — og framvegis verður meiri hraði að vera í skyldum málum. Jarðarfðr (inðmund- ar Jóassooar frá Narfejri. Ein sú fjölmennasta, sem far- ið befir fram í Stykklshólmi. Nýtt blað kem- ur út i dag. Heítlr „Varftbern" oa er gef- ið út af framkvæmdanefnd ¥ ARÐARFÖR Guðmund- ^ ar Jónssonar frá Narf- eyri fór fram í Stykkishólmi síðastliðinn þriðjudag og varð hún einhver fjölmenn- asta jarðarför, sem fram hef- ir farið í þorpinu, þrátt fyrir slæmt veður. Jarðarförin fór fram á kostn- að verkalýðsfélags Stykkis- hólms. Séra Sig. Ó. Lárusson, sóknarprestur jarðsöng. Eftir húskveðjuna báru Alþýðuflokks menn kistuna af heimilinu og að kirkju, en nánustu ættingjar báru í kirkjuna. Hreppsnefndin bar hana úr kirkju, en stjórn- endur Verkalýðsfélagsins og nokkrir aðrir félagar þess báru hana í kirkjugarð. Fór jarðarförin fram af mikl- um virðuleik og var kirkjan skrýdd sorgarklæðum að innan. Alþýðuflokksfélagið gaf fagran minningarskjöld um hinn látna brautryðjanda sinn og forystu- mann. En auk þess bárust fjölda márgir kransar. Fjðrhagsðætlnn Beyhjaviknr tii 1. umr. í bæjarrðði i gær. Bæjarráð reykjavík- UR sat á fundi í gær og var þá tekin fyrir til fyrstu um- ræðu fjárhagsáætlun Reykja- víkurbæjar fyrir árið 1944. Mun fjárhagsáætlunin, AUGLÝST VAK í útvarpinu í gærkveldi, að nýtt blað myndi hefja göngu sína í dag og verða selt á götum höfuð- staðarins. Heitir það ,Varðberg‘ og er gefið út af „framkvæmda- nefnd lögskilnaðarmanna.“ í fyrsta blaðinu eru greinar um skilnaðarmálið éftir Sigurð Nordal prófessor, Jóhann Sæ- mundsson yfirlækni, Pálma Hannesson rektor, Jón Blöndal hagfræðing, Jón Ólafsson lög- fræðing, Lúðvíg Guðmundsson skólastjóra, Hallgrím Jónasson kennaraskólakennara, og ýmsa aðra. Þegar stvrjöldin skail yfir Engiand. Áhrifarik hvikmynd, sem spd verður innan shamms. GAMLA BÍÓ hefir fengið til sýningar athyglisverða og vel gerða kvikmynd, serri nefnist „Frú Miniver,“ en gæti vel heitið, „Þegar styrjöldin skall yfir England.“ Kvikmyndin lýsir friðsömu og gæfusömu lífi ensku milli- stéttarfjölskyldu árið 1939, ár- ið, sem stríðið skall á. í einu vettfangi breytist allt, er stríð- ið ríður yfir þjóðina — og síð- an lýsir myndin starfi fjöl- skyldunnar og baráttu, sýnir hjónin í loftvarnabyrginu, sem skelfur í kúlnahríðinni, heimili þeirra skotið í rúst, — og kirkjulífið, brennandi þorpið, þrá sonarins,-eem er í flughern um og baráttuvilja hans. Þeíta er mjög áhrifamikil mynd. í henni er ekki haturs- fullur stríðsáróður, en friðarþrá og náungans kærleikur marka þau áhrif, sem hún skapar. stjórnarfund til fyrstu umræðu. Að iþví loknu munu flokkarn- ir taka hana til athugunar og skila breytingartillögum sínum við hana til annarrar umræðu. Mun Ijarnagsaætlunm, ems j vio nana m aimaiiai og bæjarráð gengur ifrá henni, I verða lögð fyrir næsta bæjar- ReikBingar Rvíknrbæjar fyrir 1942 varðnær heilnári eftir áætlnn —-------------------♦ ...... Sleifarlag sem ekki má koma fyrif. Reikningar kaupstaðar Reykjavíkur fyrir árið 1942 komu loksins rétt fyrir áramótin. Er það furðulegur dráttur og ,alveg óþolandi — og virðist, sem slíkur dráttur í framkvæmdum bæjarins fari mjög vaxandi. Á rekstrarreikningnum sést, að tekjur bæjarins hafa sam- tai's numið það ár tæpum tals numið það ár tæpum 18,7 milljónum. Útsvarstekjurn ar einar námu 14,7 miillj. kr. Hreinar tekjur skv. rekstrar- reikningi námu 4.1 milljónum króna og gjöldin urðu því um 14.6 millj. króna. Helztu útgjöld voru þessi: Stjórn kaupstaðarins rúm 1 millj. kr. Til framfærslumála 1.5 millj. Gjöld skv. ákvæðum alþýðutryggingarlaganna rúm- ar 2 millj. kr. (þar af um 414 þús. kr. frá Tryggingarstofn- uninni). Til gatna 1.9 millj. Til barnaskólanna 1.2 millj. kr. o. s. frv. Skv. éfnahagsreikningi nema eignir bæjarins kr. 45.8 millj. kr. (Arðberandi og selj- anlegar eignir 2.7 millj. Eignir til almenningsþarfa 8.4 millj. kr. og Reykjavíkurhöfn, skuld- laus eign 7.8 millj. kr. í árslok 1942 námu allar skuldir bæjarins 5.4 millj. kr„ en hrein eign er talin vera um 1 áramótin kr. 40.4 millj. Það eitt skal sagt í sambandi við iþessa reikninga Reykja- víkurbæjar fyrir árið 1942 — að framvegis ætti að mega vænta þess, að reikningar bæj- arins séu tilbúnir fyrr en heilu ári eftir að þeim er lokað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.