Alþýðublaðið - 09.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.01.1944, Blaðsíða 7
Sunnudajfur 9. janúar 1944. ALÞ YÐ U B LAÐ ÍÐ ®<»<^3><»0^®O<&0<3><3>00<^<3>0<><3><>SK><^3K! ÍJBœrinn í dag. »<><><>00<><><><><><><><><><>>0<><><>0«K><>0 Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson). 12.10—13.00 Há degisútvarp. 14.00 Ræða: Stór- stúka íslands sextíu ára (Einar Arnórsson, dómsmálaráðh.). 15.30 —16.30 Miðdegistónleikar (plöt- ur): a) Lotte Lehmann syngur ým- is lög. b) Þættir úr óperum ftir Wagner. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannesson, Stefán Júlíuss. kenn- ari o. fl.). 1925 Hljómplötur: Fa- gatt-konsert eftir Mozart. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Konsert fyrir fjórar fiðlur og píanó efti Leo (Þórarinn Guð- mundsson, Þórir Jónsson, Þorvald- ur Steingrímsson, Sveinn Ólafs- son, Fritz Weisshappel). 20.35 Er- indi: Skyggna konan (Grétar Fells rithöfundur). 20.55 Hljóm- plötur: Norrænir söngvarar: 21.10 Upplestur: „Dagur í Bjarnardal“, bókarkafli (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi). 21.35 Hljómplötur: Klassiskir dansar. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14,- 00 Setning Alþingis. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzku- kennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzku- kennsla, 2. flokkur. 19.25 Þing- fréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi Stórstúka ís- lands. Sextíu ára afmæli (Árni Óla blaðamaður). 20.55 Hljómplöt ur: Horovitz leikur á píanó. 21.00 Um daginn pg veginn (Gunnar Benediktsson rithöfundur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Norræn al- þýðulög. — Einsöngur: Frú Lár-a Magnúsdóttir syngur andleg lög. TÍLKYMNlNGflR Reglan á íslandi 60ára Almesis'asusG- fempSara- fMiídur mánudagskvöld klukkan 8 sd. 1. Inntaka nýliða fyrir allar stúkurnar í borginni. 2. Útvarpserindi Árna Óla, stórkanzlara. 3. Ræða: Pétur Sigurðsson, erindreki. 4. Einsöngur: Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir, frá Akur- eyri. — Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. 5. Fiðlusóló: Hr. Þórir Jóns- son, með aðstoð Fritz Weisshappel. Freyjufélagar! Gjörið sóma stúku okkar sem virðulegast- an með stórum nýliðahópi við hina sameiginlegu inntöku- athöfn á fundi Þingstúkunn- ar annað kvöld (mánudags- kvöld) kl. 8. Æðstitemplar. Kaj Munks minnzt. Samkvæmt tilmælum sendiherra Dana, de Fontenauy, hefir síra Bjarni Jónsson vígslubiskup lofað að segja nokkur orð í minningu um danska rithöfundinn og prest- inn Kaj Munk, við guðsþjónustuna í dómkirkjunni kl. 5 e. h. á morgun. Fermingarbörn dómkirkjuprestanna komi til viðtals í þessari viku í Dómkirkj- una sem hér segir: Til séra Frið- riks HallgrímSsonar, fimmtudag og til séra Bjarna Jónssonar föstudag, báða dagana kl. 5 síðdegis. Börnin eiga öll að koma, sem ferma á á þessu ári, hvort heldur er að vori eða hausti. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Eyja Þorvaldsdóttir, Seljalandi við Reykjavík og Frank J. Henderson (junior) Fort May- ers, Florida, U. S. A. Pólitiskir stríðgróða Frh. af 3. síðu málgagn kommúnista gleið- gosalegar myndir af þessum stjórnmálamönnum við hlið höfuðspámanns þeirra, Stal- ins, og nú eru það þessir menn, sem munu bjarga heiminum. FYRIR NOKKRUM DÖGUM féll einn skeleggasti baráttu- maður norrænnar frelsisbar- áttu, fyrir morðkúlum. Allir íslendingar hljóta að harma þau tíðindi, harma þau af hug og hjarta. Aðeins eitt blað fann hvöt hjá sér til þess að gera sér þennan hroðalega atburð að póli- tísku áyinningsmáli, það var málgagn kommúnista. Því er dróttað að Alþýðublaðinu, að það hafi fagnað drápi Kai Munks. Þeirj sem lesa Alþýðu blaðið, vita hvern hug það ber til nazismans og kúgunar yfirleitt, hvaðan, sem hún kemur. En öllu viðurstyggi- legra dæmi þess en áður- nefnd árás Þjóðviljans á það, hvernig reynt er að gera sér voveifleg og hörmuleg tíð- indi að persónulegum og póli tískum ávinningi, mun ekki hafa sézt í íslenzkum blöð- um ,enda mun slík blaða- mennska dæma sig sjálf. Félagsiíf. ÆFING í dag kl. 3 i Iþrntta- húsinu. Úfbreððið ÁEbvðubSaðið. & varðberyi fyrir rétí arvitBud ss IrjMsa hngsnD. Hið nýja blað logsbiln aðarmanna. VARÐBERG hið nýja blað, gefið út af lögskilnaðar- mönnum, kom út í gær. Blaðið er vandað og vel gert. Það er 16 síður að stærð. í því er f jöldi greina, sem lýsa sjónarmiðum lögskilnaðarmanna. I ávarpsorðum fyrir blaðinu segir: „Blað þetta, sem hér hefir göngu sína, er fram komið af nauðsyn þess fyrir þjóð vora, að tekin verði upp einörð vörn og barátta gegn hættum, sem henni eru búnar af vaxandi of- stopaöflum, sem kæfa vilja frjálsa hugsun og hindra rök- ræður og gagnrýni í málefnum, sem alþjóð varða. í lýðveldis- og sambandsmál- inu hafa slík öfl eigi skirrzt við að stinga undir stól og leyna þjóðina veigamiklum gögnum, er miklu mundu ráða um af- stöðu 'hennar við afgreiðslu þess, ef kunn yrði. En um lausn þessa máls er þá krafizt eining ar alþjóðar, án þess og áður en henni hafi verið veittur þess nokkur kostur að kynna sér og rökræða málavöxtu. Með þessu er vegið að helg- asta rétti íslenzku þjóðarinnar, virðingu hennar misboðið og arfborinni réttarvitund hennar misþyrmt freklega. í sjálfstæðismálinu varðar mestu að þjóðin fjalli um það með opin augu og vitandi vits. Fái hún aðstöðu til þess, er tryggt< að hún leysir það á þann veg, að hún hlýtur af því far- sæld og virðingu sjá'lfrar sín, en Iraust annarra þjóða. Þeir, sem standa að þessu blaði, telja það vera skvldu sína að vera á varðbergi og gæta rétt ar og sóma þjóðarinnar, og munu þeir leitast við að vara 'hana við og verja'gegn hættum, sem að henni steðja, hvort sem ógnir þær stafa að innan eða utan frá“. Str «tii¥3oaarnir Frh. af 2. síðu. rekstri strætisvagnanna teljum víð vera þann skort á bifreið- um, sem lýst er hér að framan, og því beri brýnasta þörf að bæta úr honum. Þeir ágallar, sem hægt er að bæta úr á næstunni (innan tve§gja mánaða) eru þessir: 1. Hreinsun vagnanna. 2. Ferðafjölgun í Sogamýri. 3. Ferðafjölgun að Kleppi. 4. Ferðir að Keilisvegamót- um. Ferðum í Fossvog og að sum- arbústaðahverfinu við Elliða- vatn virðist hægt að koma í við unandi horf með þeim vagna- kosti, sem félagið mun hafa yfir að ráða í vor. Til þess að bæta úr öðrum ágöllum, svo sem til að útvega j nýja vagna, þarf félagið undir | högg að sækja hjá hinu opin- frá Atvinnu- og samgöngumálaráóuneylinu. Ríkisstjórnin hefir undanfarandi mánuði haft með höndum athugun á möguleikum á byggingu fiski- skipa — í Svíþjóð. ’ Hefir nú fengist leyfi sænskra stjórnarvalda til bygg- ingar 45 tréskipa. Leyfjð er bundið því skilyrði, að samn- ingar um skipasmíðina séu gerðir af íslenzka ríkinu. Unn- ið er að því að fá leyfi fyrir fleiri skipum. Síðasta Alþingi samþykkti að heimila ríkisstjórn- inni ,,að verja úr framkvæmdasjóði ríkisins allt að 5 milljónum króna til bygginga fiskiskipa samkvæmt regl- um, sem Alþingi samþykkir.“ Reglur hafa enn ekki verið settar um hvernig þessu fé verður varið, en ráðuneytið vill, að gefnu tilefni og í samráði við milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum aðvara um að rétt er að gera ráð fyrir að hvorki styrkur, lán, né önnur aðstoð við útvegun skipa verði látin í té nema uppdráttur og lýsing skipa hafi verið samþykt af ráðuneyt inu eða stofnun, sem kynni áð verða falið þetta. Umsóknir um skipakaup má senda ráðuneytinu. Reykjavík, 8. janúar 1944. Aívinm*- ©g samgöngumálaráSuneytiS. bera. Er því að meira eða minna leyti undir ákvörðunum þess komið, hvort tekst að bæta úr þessum ágöllum eða ekki. í sambandi við ofanritað ósk- ar Egill Vilhjálmsson tekið fram: „Áður en athugun sú, er hér um ræðir fór fram, hafði stjórn og framkvæmdastjóri Strætis- vagnanna ákveðið að þeir 2 bíl- ar „Mack“ er félagið á nú í smíðum, yrðu notaðir, annar á leiðinni Lækjartorg—Kleppur, fyrri bíllinn mun verða tilbú- inn um áramót, en hinn um febrúarlok, og hefir þá Strætis- vganafélagið bætt við sig 10 bílum á 2 árum og munu fá eða engin bifreiðafélög hafa sýnt annan eins dugnað í endurnýj- un.“ Gjafir til Mæðrastyrksnefndar. Gunna kr. 50, K. S. 300, Krist- ján Sigurgeirsson 100, nafnlaus kr. 100, Guðmundur Kjartan kr. 200, Einar Jónsson kr. 100, N. N. kr. 50, Theódóra Sveinsdóttir kr. 20, Ólafía Sigurþórsdóttir kr. 20, Pétur Eyvindsson kr. 20, Ó. N. kr. 100, systur kr. 50, áheit frá ó- nefndum kr. 30, S. B. kr. 25, einn af mörgum kr. 50, N. N kr. 50. Inga kr. 50, Ólafur Þorgrímsson kr. 100, Kristján Skagfjörð kr. 50, Penninn kr. 300, Ö. Ellingsen kr. 250, Björg kr. 50, kr. Einars- son kr. 100, ónefndur kr. 50, Fatapakkar frá 8. B., N.N. og S. B., 1 hveitisekkur frá S. Skjald- berg. Kærar þakkir. Nefndin. Fyrirlestur verður haldinn á ensku um trú- arstefnuna Christian Science x bækistöð hersins við Ingólfsstræti í dag kl. 3 eftir hádegi. íslending- um er heimill aðgangur að fyrir- lestri þessum. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Árna Sigurðssyni, ungfrú Lovísa Júlíusdóttir og Þór- arinn Sigurgeirsson. Heimili brúð hjónanna verður á Sólvallagötu Voltið henni þakkir fyrir 60 ára þrotlausa baráltu við áfengisböiið. HKHKHK4K>4<HKHKHK4KHKHKHKHK-<HKHKHKHKHKHK4^4-MKHK4<>4KHK-Hf«4«MW4->4-MK4«^Í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.