Alþýðublaðið - 14.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.01.1944, Blaðsíða 3
Föstudagurinn 14. janúar 1944 ALÞYÐUBLAÐIÐ i Á öídum Ijósvakans — UTVARPSSTARFSEMI ó- friðaraðilanna er með öðr- um og flóknari ihælti en imenn gera sér grein fyrir í fljótu ibragði. Styrjöldin er nefnilega ekki aðeins háð á v'ígvöllunum, á hafinu eða í loftorrustum yfir skotmörk- um sprengjiuflugvéla. Einn þáttur hennar, o;g ekki sá Iþýðingarminnsti, er háður um hugi fólksins, um sál manna. Blöð og tímarit, kvik myndir og síðast en ekki sízt, útvarpið, eru vopnin, sem vegið er með. Á öldum Ijósvakans berast fregnirnar, sannar og lognar eftir atvik- um, glæsilegar sigurfregnir, útskýringar á hinum herfi- legustu ósigrum, sorgartíð- índi eða lofgerðir um menn og málefni. Allt miðar þetta að því að veikja andstæðing- inn, lama siðferðisþrek hans eða stappa stálinu í egin menn. STUNDUM flytur Adolf Hitler ræðu, ýmist frá „Fuhrer- hauptquartier“ eða þá frá Borgarabjórkjallaranum í Munchen og þá hlustar gjör- vallt Þýzkaland. Orðagjálfrið veltur yfir hlustandann eins og á í vorleysingum, en að ræðunni lokinni man maður nauða lítið úr henni. Þetta er sérstök tegund ræðu- mennsku, sem hefir gefizt vel víðá. sérstaklega í Þýzka- landi. Eintóm stóryrði, bein eða óbein ósannindi, sí-endur teknar fúllyrðingar, blandn- ar reiði, gleði, angurværð og jafnvel ekkaþrungnum and- vörpum, pústri og dæsi. Og svo segir Þjóðverjinn: Ja, hann Adolf, sá gefur þeim á baukinn. Sá er hú ekki miállaus, karlinn sá. Ver- sailles-svívirðingin, Gyðinga hrakmennin, dónarnir í Bret- landi og Bandaríkjunjum, sem eru að innikróa Þýzka- land, fanturinn hann Benes, sem píndi Súdeta-iÞjóðverja, fullyrðingin um friðsamleg- ar fyrirætlanir nazista, allt eru þetta gamlir og velnot- aðir kunningjar, sem heim- urinn kann utan að nú orð- ið, vegna útvarpsins. EN ÞAÐ ERU FLEIRI EN Þjóðverjar, sem hlusta. Sér- stakir menn vinna að því að hlusta á þýzkar útvarps- stöðvar á öllum möguilegum tungumálum. Á sama hátt hlusta Þjóðverjar á útsend- ingar brezkra stöðva. Það sem máli skiptir er tekið nið- ur, oft á plötur. Stundum er útvarpað til Þýzkalands gömlum ræðum -Hitlers, sem teknar hafa ver ið á plötur, og oft er það, að hinn 'óbreytti Þjóðverji verð- ur að staldra við, klóra sér í höfðinu og hugsa: Sagði hann þetta. Sá hefir gabbað okkur. , HVAÐ EFTIR ANNAÐ full- v yrti Hitler, að Þjóðverjar myndu aldrei þurfa að berj- ast á tvennum vígstöðvum, það væru mistök ráðandi manna í síðasta stríði. Ætli Fritz og Hans og öðrum ó- Anthony Eden lofar baráttu dönsku þjóðarinnar og þrek Kristjáns konungs Samsæti í @nsk-danska félaginu í London. SAMKVÆMI, er ensk-danska félagið í London gekkst fyrir í fyrradag. flutti Anthony Bden. utanríkismála- ráðherra Breta, ræðu, þar sem hann lofaði mjög þrek dönsku þjóðarinnar í raunum hennar og lýsti aðdáun sinni á Kris.t- jáni konungi X. fyrir karlmannlega framkomu hans á hin- um erfiðustu tímum. 1200 flugvélar tóku þátt í loftárásunum sl. þriðjudag. T GÆR fóru brezkar flug- vélar til árása á ýmsa staði í Norður-Frakklandi. Frekari upplýsingar um árangur af þeim hafa enn ekki verið birt- ar. 8 þýzkar flugvélar voru skotnar niður, en ein brezk flug vél kom ekki aftur, til bæki- stöðvar sinnar. Enn berast fregnir um hina miklu dagárás Bandaríkja- ntanna á þýzkar borgir s. 1. þriðjudag. Þjóðverjar viður- kenna, að þeir hafi teflt fram vara-flugsveitum gegn hinum amerísku flugvélum. Stimson, hermálaráðherra hefir upplýst, að samtals 1200 flugvélar tóku þátt í árásun- um. Maimtjón Bandaríkj- anna samtals 105.000 menn. ^ TIMSON hermálaráðherra k--* Bandaríkjanna hefir gefið skýrslu um manntjón Banda- ríkjamanna í styrjöldinni fram til þessa. Maníitjónið er alls 105.000 menn. Þar af féllu 17,- 000, 39.000 særðust, 24.000 týnd ust, en 25.000 voru teknir höndum. breyttum þýzkum borgurum finnist ekki -eitthvað ósam- ræmi í þessu, er Þjóðverjar berjast örvæntingarfullri baráttu í Rússlandi og verða að láta undan síga á Ítalíu, en innrás úr vestri vofir yfir? Hermann Göring, Reichsfeld marschall, minna má ekki gegn gera, flytur ræðu og segir, að loftvarnir þriðja rík- isins séu svo öflugar, að eng- in flugvél bandamanna kom- ist inn yfir Berlín eða aðra þýzkar stórborgir. Hvað segir fólkið í Tiergarten- hverfinu í Berlín um þessa fullyrðingu nú, þegar tveir þriðju hlutar þess eru rústir einar? BRETI NOKKUR, að nafni William Joyce, oft kallaður Haw-Haw lávarður, hefir fengizt til þess að flytja áróð ur til landa sinna í þýzka út- útvarpið. Hinn 26. nóvémber 1942 sagði hann í útvarpið í Eden hóf mól sitt með því að tjá Dönum, af hálfu brezku stjórniarinnar, að aldrei hefði neinn vafi leikið á afstöðu Dana, né hollustu þeirra við málstað bandamanna. Þá minnist Eden á hlut Dana erlendis í barátt- unni gegn nazismanum, sérstak lega dönsku sjómannanna, er nú siiglá undir danska þjóðfán- anum. Hann minntist einnig á innrás Þjóðverja í Danmörku og hrósaðp. Kriistjám konungi X., er hefði ekki einungis unn- ið sér ást og virðingu þjóðar sinnar, heldur frjálsra manna um heim allan. Eden kvað alla dönsku þjóðina, að heita mætti, vera andvíga Þjóðverjum og starfsemi spellvirkja í landinu hefði verið djarfleg. Bar hann lof á þá menn, sem vinna að spellvirkjum í bráðri lífshættu. svo og leiðtoga þeirra. Eden sagði að Þjóðverjar hefðu ráðizt á Dani með fólsku- legum hætti og látizt vera vinir þ'eíxra^, em einhvernitíma yrðii þess hefmt og þá myndu Danir skipa sér í hóp hinna samein- uðu íþjóða. Hann lauk ræðu sinni me ðþví að segja, að vinátta Dana og Breta stæði á gömlum merg og að samskipti þjóðanna myndú aukast. Revenlow greifi, sendiherra Dana í London, þakk aði ræðuna fyrir hönd Dana. Að lokum talaði Christmas Möller, forseti danska ráðsins. Kvað hann engan eðlismun á afstöðu Dana og annarra þeirra þjóða, sem Þjóðverjar kúguðu. Að vísu gætu Danir ekki sagt Þjóðverjum stráð á hendur, að lögum, en í raun réttri ætti danska þjóðin öll í styrjöld við Þýzkaland. Auk Edens voru tveir aðrir brezkir ráðherrar viðstaddir, þeir Alexander flotamálaráð- herra og Levers lávarður. Með- al igesta var Pétur Benedikts- son, sendiherra íslands í Lon- don oig sendiherrar Norðmanna og Svía. Breslau: Víglína Þjóðverja í Rússlandi er traust eins og klettur. Því meiri orku, sem Rússar nota í dag, því minni orku hafa þeir á morgun. — Síðan er liðið meira en ár — og ekki ' hefir 1 borið á neinni ofþreytu hjá her- mönnum þeirra Konevs og Vatutins. UM EITT SKEIÐ voru Þjóð- verjar á Volgubökkum, í hinni miklu iðnaðarborg Stalingrad. Austan hins mikla fljóts blasti við hinum glæstu bardagamönnum Hitlers ó- endanlegar steppur þessa risavaxna ríkis. Það var dýrð leg stund. Nú eru þeir á bak og burt og undanhaldsleið þeirra er vörðuð gröfum óþekktra þýzkra hermanna. Frá Stalingrad til Sarny í Póllandi eru um 1300 km. Það er löng leið fyrir þreytta og vonsvikna ferðalanga. Frá T eheran-fundinum. Á myndinni sjást frá vinstri þeir Stalin, Roosevelt og Ohure- hill. Á bak við þá standa Heriry H. Arnold, yfirmaður flug- hers Bandaríkjahers, Sir Alan Brooke, formaður herfor- ingaráðs Breta, Sir Andrew Browne Cunningham, yfir- maður brezka flotans og William D. Leaihy flotaforingi, her- málaráðunautur Roosevelts. Bandamenn tilkynna fall Cervaro eftir harðar orusfur y' V:' ■ í * Sóknin hæg, en örugg. Veður hindra loftárásir. BARDAGAR eru enn sem fyrr harðastir á Vestur-Ítalíu þar sem 5. herinn sækir fram, þrátt fyrir harðvítuga mót- spyrnu Þjóðverja. Bándamenn tilkynna nú, að þeir hafi tekið bæinn Carvaro, sem er aðeins 7 km. frá Cassino. Áður hafði verið tilkynnt, að Þjóðverjar hefðu hörfað úr borginni, en opinherlega var ekkert tilkynnt fyrr en í gær. Bretar og Bandaríkjamenn úr* 5. hernum sóttu að biorginni úr tveimur áttum og bardagar voru mjög harðir ,enda mun sóknin til Cassino. síðustu torfærunn- ar til Róm, verða greiðari nú, að því,' qr fregnritarar telja, Gert er ráð fyrir. að ormstan um Cassino verði mjög hörð, enda hafa Þjóðvérjar komið sér fyrir í mjög rammlegum víg- girðingum í borginni og í grend við hana. Franskar hersveitir í 5 .hernum hafa byrjað sókn og tekið nokkrar mikilvægar hæðir. þrátt fyrir harðfengilegt viðnám Þjóðverja. Lítið er um fregnir af 8. hern um og er þar einungis um stað- bundnar viðureignir að ræða. Flugvélar bandamanna réðust á stöðvar í námd við Orsogna og ollu miklu tjóni. Flugvirki réð- ust á járnbrautarmannvirki á austurströnd Ítalíu og>komu upp eldar. Flúgskilyrði hafa verið með versta móti, og því minna um meiriháttar loftárásir und- jangengin dægur. , Rússar í sókn á öllum vfgstöðvum AMKVÆMT fregnum frá Moskvu haida Rússar á- fram sókn sinni til Vinnitsa og rúmensku ladnamæranna. Tak- ist Rússum að komast yfir Bug- fljót má búast við iþví, að járn- brautin frá Odessa til Varsjá verði rofin og Zhmerinka falii í hendur Rússum. í fregnum frá Vichy segir, að rússneskar hersveitir hafi !kom- izt að norðuríbakka Bugfljóts, og að Þjóðverjar búizt til varn- ar á syðri bakka þess. í Póllandi neka Rússar flótta Þjóðverja vestur á bóginn í áttina til Kowel, en þaðan er talið. að Rússar muni sækja til Brest- Litovsk. í Hvíta-iRússlandi hafa Riúss- ar byrjað mikla sókn og rofið víglínu Þjóðverja. Er það Rokossovsky hershöfðingi, sem stjórnar hernaðaraðgerðum á þeim Slóðum. Rússar eru nú að- eins úm 8 km frá Mozyr, suð- vestur af Gomel, en sú borg er rammilega víggirt. Laxfoss-strandið í þýzku úlvarpi ¥ T TVARPSSTÖÐ, sem nefnist „Deutscher Kurzwellensender Atlantik,*1 skýrði frá Laxfoss-strandinu um hálfeitt-leytið í nótt. — Var sagt, að það væri skv. fregn frá Kaupmannahöfn. Fregnin, sem var stutt, greindi frá því, að hið ísl. farþegaskip Laxfoss hefði strandað við Reykjavik á mánudagskvöld, en að öllum, sem um borð voru, um 100 manns, hefði verið bjargað á land í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.