Alþýðublaðið - 14.01.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 14.01.1944, Síða 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagnrinn 14. janúar 1944 9 Friðarráðstefna fyrir friðarráðstefnuna. IÞessi m-ynd var tekin af ráðstefnunni í „hvíta húsinu" í Washington 9. nóvember s. 1. þegar þjálpar- og endurreisnarstofnun hinna sameinuðu þjóða var stofnuð að viðstöddum full trúum frá 44 iþjóðum, þar á meðal íslendingum. Hlutverk hmnar á að vera hálpar- og við- reisnarstarf eftir stríðið. Á myndinni sést sendiherra Kanaia í Washinigton, Leighton Mc- Carthy, vera að undirrita stofnsamninginn. Til hægri sést Roosevelt forseti, a, hvíslast á við Lord Halifax, sendiherra Breta,yfir borðið. Fulltrúi íslands á ráðstefnunni var sem kunnugt er, Magnús Sigursson bankastjóri. v Niðurlag á grein Vernon Bartletts: Getur stríðið tryggt framtíðarfrið? Eftirtektarverð frásögn í útvarpinu. Bréf um þjóðina og herinn. — Boðflenna í Strætisvagni — Smjörlíkisfram- leiðendurnir og fyrirspurnir, sem þeir eiga ósvarað. MÉR hefir orðið nokkuð tíðrætt um þessi efni, en tilgangur minn er sá, að sýna fram á það, að það er engan veginn nægilegt að afvopna þýzka herinn eða granda her- gagnaiðnaði iÞjóðv. Friðurinn er engan veginn tryggður með þeim ráðstöfunum einum. Skyldi ófriðarhættan vera úr sögu, þótt allur iðnaður Þýzka- lands yrði lagður í rústir? Væri það ekki verr farið en heima setið? Ættum við að láta hinar miklu kolanámur Ruhrhérað- anna vera ónytjaðar, vegna þess að við óttumst, að kolin verði notuð við hergagnaframleiðslu? Væru bandamenn þá ekki að stofna til stórkostlegs at- vinnuleysis í Þýzkalandi með slíku, og þannig raunverulega að vinna að því, að nazismanum ykist fylgi í stað þess að upp- ræta hann? Þess er skylt að minnast, að nazistaflokkurinn þýzki átti vöxt sinn og viðgang fyrst og fremst atvinnuleysi og örbirgð eftirstríðsáranna að þakka. Ég skal nefna dæmi þessu til rökstuðningsl — í maí mánuði árið 1924, þegar verð- bólgan var hvað mest í Þýzka- landi, vann nazistaflokkurinn þrjátíu og tvö þingsæti. í des- emberbánuði sama ár, , þegar Dawesáætlunin um skaðabóta- greiðslur Þýzkalands var komin til sögu, hlaut hann hins vegar fjórtán þingsæti. í maímánuði árið 1928, þegar bankar Banda- ríkjanna höfðu um hríð veitt Þýzkalandi þá aðstoð að láta því í té meiri fjárupphæðir en það varð að láta af höndum í skaðabótagreiðslur, fækkaði þingmönnum nazista enn um tvo. Þá kom verðhrunið mikla til sögu, og í septembermánuði árið 1930 hlaut nazistaflokkur- | inn þýzki, hundrað og sjö þing- sæti í stað tólf, er hann hafði áð ur haft. Það hefir verið upplýst, að um skeið hafi áttatíu og fimm af hverjum hundrað atvinnu- leysingjum Þýzkalands talizt til nazistaf lokksins. Einþverjum kynni nú að koma til hugar að nægilegt ör- yggi myndi fást með því að hafa strangt eftirlit með iðnaði Þýzkalands. Ég tel þó að slíkt myndi reynast óframkvæman- legt, nema fulltrúar banda- manna yrðu gerðir að forstjór- um í verksmiðjum Þýzkalands. Allir munu sjá hvílíkum vand- kvæðum slíkt er bundið. Ég er að minnsta kosti vantrúaður á slíka lausn. Einn möguleiki er enn fyrir hendi, sem ég hefi ekki á minnzt. Væri vandinn ef til vill leystur með því að gera Þjóð- verjum að greiða svo miklar skaðabætur, að þeir hefðu ekki fjárráð til þess að kaupa hrá- efni þau, er þarf til iðnaðarfram leiðslu? Þetta mætti efalaust réttlæta meó skírskotun til hermdarverka þeirra og tjóns, er herir iþess hafa unnið. En fengin reynsla hefir fært oss heim sanninn um það, að því fer alls fjarri, að skaðabótagreiðslur, sem sigraðri þjóð er gert að greiða, horfi til heilla. Eigi greiðslur þessar að innast af höndum í gulli, verður þýzka þjóðin að framleiða sem mestar vörubirgðir fyrir sem lægst verð. Þetta verður svo til þess, að Þjóðverjar undirbjóða vör- ur, sem framleiddar eru í lönd- um bandamanna, á heimsmark- aðinum. Sé Þjóðverjum hins vegar gert að greiða skaðabæt- urnar í vörum, tekur sízt betra við. Ég hygg því, að skaðabóta- fyrirkomulagið sé eigi hin rétta lausn vandamáls þessa. Það er almenn skoðun, að komið skuli á alþjóðastofnun eftir stríð, er hafi það hlutverk með höndum, að tryggja það, að eigi geti komið til árása og hernaðar. í þessu sambandi er mjög rætt um alþjóðaher og al- þjóðadómstól. Flestir munu fall- ast á þá skoðun, að þróun flug- samgangnanna valdi því, að mun auðveldara sé' að skipu- leggja slíkan lögregluher nú en' verið hefði í lok heimsstyrjald- arinnar fyrri. Ég er þeirrar skoð unar, að ef Þjóðverjum og Jap- önum verði bannað að fram- leiða flugvélar að minnsta kosti í nokkur ár, og hinar friðar- unnandi þjóðir skipuleggi her, sem fluttur sé loftleiðis milli landa, muni miklu verða áork- að til tryggingar varanlegs friðar. Það er hægt að fram- leið skriðdreka, skotfæri og eit- urgas í laumi. En það er hins vegar ógerlegt að reyna flug- vélar og æfa flugmenn, án þess að því sé athygli veitt, einkum ef flugvellir landanna verða teknir í notkun fyrir farþega- flugvélar allar þjóða. Ég er sann færður um það, að skynsamleg skipulagning flugsamgangna um gervallan heim, mundi orka miklu í því efni að koma í veg fyrir styrjaldir í framtíðinni. Reynsla styrjaldar þeirrar, er nú geisar, færir oss heim sann- inn um það, að unnt mun reyn- ast að skipuleggja alþjóðaher á grundvelli flugsamgangnanna, ef að því ráði verður horfið. Til eru menn, sem telja, að bezta lausn þess vandamálsins, er varðar stríð eða frið í fram- tíðinni sé að skipta Þýzkalandi í mörg smáríki eins og það var, áður en Bismarck sameinaði Frh. á 6. sítu. t AÐ VAR EKKI langur þáttur inn um hellisbúa sem lesinn var fyrir munn höfundarins á kvöld- vökunni í fyrrakvöld, en hann var áhrifamikill . og . ógleymanlegur. Það eru einmitt svona sögur, sem festast í minni okkar, og ég vil þakka útvarpsráði, skrifstofustjóra útvarpsins, eða hverjum þeim, sem hafa ráðið því, að ekki var út- skúfað þessum þætti. Hann sýnir okkur hetjuskap þeirra kynslóðar, sem nú er orðin fullvaxta, þeirrar kynslóðar, sem alið hefir okkur, senyyngri erum talin. OG ÞÓ AÐ VIÐ séum ekki að æskja eftir því, að fólk leiti hí- býla í helum og gjótum, þá skilj- um við vel ástæður þeirra manna, sem voru að byrja lífið fyrir 30— 40 árum og við dáumst að áræði þeirra og hugdirfð. Við æskjum þess jafnframt að við hefðum sama kjark og sömu útsjónarsemi. Við vildum gjarna geta líkst unga bóndanum, sem braust eftir ljós- móðurinni um nóttina í ófærðinni, og ungu konunni, sem lá í blóð- böndunum með dóttur sína ólaug- aða við hlið sér í hellinum á Laug- arvatnsbökkum. DROTXINN MINN! Hvað þetta er óralangt frá lúxuslífi dagsins í dag, svikseminni á öllum sviðum, kröfunum um þetta og hitt fyrir ekki neitt, og tilraununum til þess að svíkja mig og þig. Það var ein- hver, sem sagði við mig í fyrra dag, að við værum að úrkynjast, vegna letilífs, lúxuslífs og fyrir- hafnarleysis. Ég mótmælti því, en segið mér: Hvor hefir á réttu að standa, hann eða ég?! „J. SIG. SKRIFAR á þessa leið: „Here is Björn Björnsson speak- ing“, sagði hinn ágæti vinur okk- ar, Björn Björnsson, í ameríska útvarpinu frá Reykjavík í fyrra kvöld. Hann var að tilkynna að Hjörvarður Árnason, annar ágæt- ur amerískur vinur okkar, væri að byrja fyrirlestra sína um bygg- ingarlist í útvarpinu. Það er ein- kennilegt, hvernig einstök orð geta leitt hugsanir okkar inn á vissar brautir“. „ÉG FÓR að hugsa um ástand- ið. (Raunverulega er ástandið samt orðið hitaveitan og rafmagnsveit- an). Fyrir 2—3 árum flutti Jón Thorarensen prestur erindi um það, að allt myndi farast í ástandinu! Og fleiri hafa talað og skrifað í líkum dúr. Er ég ekki að finna að því, vegna þess að varnaðarorð eiga raunverulega rétt á sér“. EN HVER HEFIR útkoman orð- ið? Ástandið hefir breyst ákaflega mikið. Að vísu hefir mikill fjöldi íslenzkra stúlkna lent í ástandinu og mér er sagt að 8 af hverjum 100 börnum, sem hafa fæðst síðast liðið ár, hafi verið ástandsbörn, en mér finnst samt, að ástandið hafi ekki farið eins með okkur og fjölda margir ágætir menn bjugg- ust við. Börnin, sem ég þekki eru algerlega ósnortin af ástandinu sjálfu. Því miður eru þau ekki ó- snortin af stríðinu, og það eiga þau útyarpinu og blöðunum að þakka — og þýðir ekki að sakast um það“. „ÉG HVGG þess vegna, að við getum verið örugg gegn ástand- inu. Það er þó ekki ástand að kunna ensku. Við viljum verja of fjár til þess að börn okkar læri erlend tungumál, en við viljum ekki að þau læri þau á götunni. — Alþýðan hefir reynst múrvegg- ur gegn ástandinu, þó að hún hafi líka fært því fórnir. Ég hygg, að ef einhver vill að ástandið hafi mikil áhrif á þessa litlu þjóð, þá sé áhrifanna ekki að leita meðal hins óbreytta almúga, heldur með- al annarra, sem fljótar eru blektir með fullroða „Dunnshöttum“!“ „K. J. S.“ SKRIFAR mér á þessa leið: „Klukkan um 15,50 þann 5. þ. m. ætlaði stúlka að stíga upp í straetisvagn á Lækjartorgi, sem merktur var Njálsgata og Gunn- arsbraut. En í því að hún stígur upp á tröppu við inngang bifreið- arinnar, hrópar maður nokkur, sem er að manni virðist, nokkurs konar fylgja strætisvagnanna. „Farðu út! Farðu út!“ Og skellir á konuna hurðinni. Lenti hurðin á vinstri handlegg stúlkunnar og marðist hann töluvert, og má það kallast sérstök heppni, að stúlkan skyldi ekki handleggsbrotna, því að hurðir strætisvagnanna eru þungar“. „HVERS KONAR MAÐUR er þetta, og hvað er hann að sletta sér fram í stjórn bifreiðanna? Mér hefir verið tjáð að slíkt hafi oftar borið við, að maður þessi hafi verið með afskiptasemi við far- þegana. Slík afskiptasemi af óvið- komandi mönnum er ólíðandi og getur valdið stór slysi. Bifreiðar- stjóranum einum ber stjórn og af- greiðsla bifreiðarinnar meðan hann vinnur við hana.“ STRÆTISVAGNABIFREIÐA- STJÓRÍARNIR eiga það flestir- sammerkt að vera liprir og kurteisir menn, þolgóðir í öllum þeim troðningi og látum, áem oft er utan um vagnana. Og má kalla það afrek hvað þeim hefir tekist, að halda áætlun eins og bærinn hefir verið sundur grafin og ótal króka leiðir farnar, vegna þess ástands-, sem götur bæjarins hafa verið í.“ „ÉG VIL ÞVÍ eindregið beina þeirri ósk minni til bifreiðarstjór- anna, að þeir leyfðu hvorki þessum manni eða öðrum, að grípa fram í við afgreiðslu bifreiðanna. Slíkt getur haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Ég hef veitt því athygli, að nokkrir af bif- reiðarstjórum strætisvagnanna hafa ekki mann þennan með sér. Eiga þeir fyrir það þakkir skilið, og ættu hinir að taka þá sér til fyrirmyndar í þessu.“ OG ALLT í EINU man ég eftir því að smjörlíkisframleiðendurnir hafa ekki svarað hinni krurteislegu fyrirspurn sem ,,Hjalti“ sendi þeim hér í pistlum mínum fyrir nokkru síðan. Þeim þykir víst ekki taka því að svara fyrirspurnum, sem bein er til þeirra. Óþverirnn, sem við fáum á borðin dags daglega þarf þó sannarlega skýringa við. Hannes á horninu. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.