Alþýðublaðið - 06.02.1944, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.02.1944, Qupperneq 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunuudagur 6. febrúar 1944. Tillðgusamkeppni um bolnvörpuskip framlíðarinnar Tvenn yerðlaun voru veitt rT UTTUGU ára starfsaf- mæli Samtryggingar ís- lenskra botnvörpunga, þ. 15. jan. í fyrra var ákveðið að stofna. til. almennrar. sam- keppni. um . botnvörpuskip framítíðarinnar. Úrlausnir áttu að sendast fyrir 1. okt. 1943. Dómnefnd var þannig skip- uð: K;jartan Thors framkv.stj., eftir tilnefningu Fél. ísl. botn- vörpuskipaeigenda. Kolbeinn Sigurðsson skipstj., af skipstj. og stýrimannafél. Ægi. Þor- steinn Árnason vélstj., af Vél- stj.fél. íslands. Jón A. Péturs- , Frh. á 7. síðu. | 900 þúsundir króna NoregssöfnunÍH: Stærsta fjársöfntm ið hefir fram hér Alls sðfnuðasft krónur 828.017.45 f peningum. En auk þess mjðg mikið af fatnaði, aðallega barnafatnaði Gjafirnar verða síðar afhentar Morræna fé- laginn f Noregl og Uanða krossi Moregs. , sem f ar- á landi. Hraðskilnaðarmenn smala Heimdelling- um á dúdeniafund um skilnaðarmálið! i NOREGSSÖFNUNINNI er lokið. Alls var safnað í pen- ingum kr. 828.017.45. En auk þess hefur safnast mjög mikið af ágætum fatnaði, en engin virðing hefur þó farið fram á honum, en víst er að að verðmæti hefur safnast yfir Bók Beveridge „Trausíir liornsteinar*4 komnir mt á íslenzku. Á vegum Menningar og fræðslusam-' hands alþýðu í þýð. Ben. Tómassonar. M Ý BÓK er komin út á vegum Menningar- og fræðslusamíbands alþýðu. Hún heitir Traustir horn- steinar, ræður og ritgerðir eftir brezka hagfræðinginn Sir 'William Beveridge, þar sem bann gerir grein fyrir tillögum sínum ttm almanna- tryggingar í Bretlandi, en með þeim og alhliða félags- legu öryggi, telur hann að hægt sé að útrýma þeim plágum — atvinnuleysi, ör- yggisleysi og skorti, sem þjáðu þjóðirnar fyrir styrj- öldina og voru undirrót þeirr ar styrjaldar, sem nú geisar í heiminum. Beveridgeáætlunin hefir haft meiri áhrif á hugsunarhátt þjóð anna í brezka heimsveldinu — og þó að víðar væri leitað, en nokkur önnur bók — eða áætl- un, sem út hefir komið á síð- ustu árum. Alþýðan lítur á á-' ætlanir Beveridges og skrif hans um þær, sem frelsisskrá sína. Með framkvæmd almanna trygginganna vill fólkið skapa sér nýjan og betri heim. Bók þessi heitir í þýðing- unni: „Traustir hornsteinar“. Hefir Benedikt Tómasson, skóla stjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði þýtt bókina, hún er tæpar 200 arkir að stærð, og mjög vönduð að öllum frá- gangi. Jóhann Sæmundsson, yfir- læknir ritar fróðlegan formála fyrir bókinni og segir yfirlækn- irinn meðal annars: „Beveridge-áætlunin hefur vakið fádæma athygli, ekki að- eins í Englandi, en einnig í fjöl- mörgum öðrum löndum. Þjóð- unum er enn í fersku minni á- standið, er fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar, atvinnu- leysið og skorturinn, þessar and stæður og óvinir frelsisins, sem þær eru að berjast fyrir. Þær spyrja, hvort stríð og eyðilegg- ing séu nauðsynleg til þess að átrýma atvinnuleysi. Hvort William Beveridge. Adam geti ekki verið í Paradis, nema því aðeins að hann standi öðrum fæti í Helvíti. Og Sir William Beveridge svarar: Jú, vissulega. Hann ber ófriðinn fyrir sig sem sönnunargagn. Á ó- friðartímum eru auðlindir þjóð arinnar nýttar til hins ýtrasta, hverri starfhæfri hönd er feng- ið verk að vinna, og hún vinnur það. Vinnuaflið er skrásett og skipulagt, framleiðslan skipu- lögð af hinu opinbera. Hann heldur því fram, að þjóðartekj- urnar á friðartímum, jafnvel á krepputímum, séu nógu miklar til þess, að enginn þurfi að líða skort í landi hans, ef þeim sé dreift skynsamlega. Hann held- ur því ekki fram, að allir eigi að vera eða þurfi að vera jafn- ir, nema að því leyti, að enginn megi líða skort. Hann leggur á- herzlu á, að útrýma beri at- Vinnuleysinu, og sú raunabót, sem atvinnuleysistryggingar geti veitt, sé tiltölulega lítils virði í samanburði við það. Hann er ófeiminn við að krefj- ast opinberrar skipulagningar í því skyni að samhæfa hagnýt- ingu auðlindanna þörfum fólks- ins. Hann telur, að vel geti far- ið svo, að taka verði upp ríkis- rekstur í stað samkeppni og einkareksturs í gróðaskyni á sumum sviðum. Hins verði að gæta, að bæði einkarekstri og Frh. á 7. síöu. Guðlaugur Rósinkranz, ritari Norrænafélagsins, og formaður fjársöfnunarnefndarinnar boð- aði blaðamenn á fund sinn í gær, til að skýra þeim frá úr- slitum söfnunarinnar, en auk hans áttu sæti í nefndinni: Har- ald Faaberg, fyrrverandi for- maður Normannslagets og Sig- urður Sigurðsson formaður Rauðakross íslands. Noregssöfnunin hófst á þjóð- hátíðardag Norðmanna 17. maí 1942. Var hún hafin með al- mennri áskorun um stuðning við hina stríðandi bræðraþjóð og almennri merkjasölu í Reykjavík og öllum kaupstöð- um landsins. Það kom þegar í ljós, að barátta Norðmanna snart mjög strengi í brjóstum íslendinga. Þennan dag söfnuð- ust 41 þúsundir króna. Jafnframt þessu skrifaði fjár söfnunarnefndin öllum prest- um landsins og ýmsum fleiri, og sendi þeim söfnunarlista, og voru undirtektir ákaflega góð- ar; hafa gjafir borizt stöðugt og öllum bréfum og tilmælum nefndarinnar verið svarað af mikilli vinsemd. Sem dæmi um áhuga ein- stakra manna og alúð þá, sem menn lögðu að þessu starfi, má geta þess, að einn prestur, Jón Skagan, fékk samskot til söfn- unarinnar hjá hverjum bónda í prestakalli sínu. Þá má og geta þess, að minnsti hreppur landsins, Þingvallasveit, sem hefir 14 búandi menn, gaf þús- und krónur. Mörg dæmi önnur nefndi formaður nefndarinnar um fórnfýsi og vilja manna í þessu efni. Á síðastliðnu vori skrifaði nefndin kvenfélögum landsins um þörf Norðmanna fyrir hlýj- an og góðan fatnað. Var þessu erindi nefndarinnar tekið ákaf- lega vel, og hafa þegar borizt allt að 500 kg. af ágætum fatn- aði, aðallega nærfötum á börn, en enn hefir ekki allt borizt til skrifstofu nefndarinnar. Stærstu gjafirnar til Noregs- söfnunarinnar voru frá ríkis- sjóði, 350 þúsundir króna, og frá Reykjavíkurbæ 100 þúsund krónur. Nefndin hefir ákveðið að af- henda Norræna félaginu í Nor- egi og Rauða krossi Noregs alla gjöfina svo fljótt, sem auðið er, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir til þess að láta þetta fé og fatnaðinn koma Norðmönnum heima í Noregi að gagni nú þegar, hefir það ekki tekizt. Þetta er langmesta fjársöfn- unin, sem efnt hefir verið til hér á landi. Hún er okkur ís- lendingum til sóma, jafnvel þó að hún næði ekki milljóninni, Frh. á 7. stðu, Kröfur á herstjórnina eiga að vera konrnar eftir ár írá jjwí að tjónið varð SAMKVÆMT tilkynningu, sem Alþýðublaðið hefur fengið frá herstjórn Banda- ríkjamanna hér, verða allar kröfur, sem íslendingar telja að þeir eigi á hendur her- stjórninni, vegna tjóns, sem þeir telja að þeir hafi orðið fyrir, að vera komnar til her stjórnarinnar innan eins árs frá þeim degi, sem að talið er að tjónið hafi orðið. Hnefaleikamól ármanns MNEFALEIKAMÓT Ármanns 1™ fór fram í gærkvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. Keppt var sex þyngdarflokkum, og urðu úrslit sem hér segir: Fluguvigt: Marteinn Guðmundsson sigr- aði Friðrik Guðnason í nokkuð jöfnum leik. Fjaðurvigt: Magnús Stefánsson sigraði Frh. á 7. síðu. Framhaldsfundur Stúdentafélags Reykjavík- ur um skilnaðarmálið fór fram í fyrrakvöld í hátíðasal háskól- ans og var allfjölmennur, enda kom það í Ijós, að safnað hafði verið á hann ýmsum öðrum en stúdentum, og voru það fylgis- menn hraðskilnaðarliðsins, aðal lega úr Heimdalli. Margar ræður voru fluttar og tö)l/aó(u iaf hálfu lögskilnaðar- manna meðal annarra Þorvald- ur Þórarinsson lögfræðingur, Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóri, Jón Ólafsson lögfræðing- ur, Klemens Tryggvason hag- fræðingur og Pálmi Hannesson rektor; en af hálfu hraðskilnað- armanna Hermann Jónasson al- þingismaður, Einar Olgejrsson alþingismaður, iSigurð-ur Ólason lögfræðingur, Morten Ottesen ibankamaður, Jóhann Hafstein lögfræðingur og Sveinn Bene- diktsson framkvæmdarstjóri. Samþykkt var með 150 at- kvæðum gegn 51 ályktun, þar sem fundarmenn lýstu sig fylgj- andi fyrirætlunum hraðskilnað- arliðsins um lýðveldisstofnun eigi síðar en 17. júní, en ó- mögulegt var að hafa neitt yf- irlit yfir iþað, hve margir greiddu þeirri ályktun atkvæði aðrir en stúdentar. Tillögur, sem fram voru born- ar af lögskilnaðarmönnum voru því næst úrskurðaðar fallnar án atkvæðagreiðslu. Áður en umræðurnar um skilnaðarmálið hófust minntist Sigurður Nordal prófessor hins norska skálds Nordahls Grieg og vottaði fundurinn ikonu hans og iþjóð samúð sína vegna frá- falls hans. Sofnun berklasjuklinga : Vinauheimilíð verðnr fsmt nn pepr, eí eia mllljón satot. Þegar er allhá upphæð komin og stöð- ugt berast miklar peningagjafir. O ÖFNUN til stofnunar og ^ byggingar vinmiliælis berklasjúklinga stendur nú yfir. Er ætlunin að hefja byggingu vinnuhælisins und- ir eins og nægilegt fé hefur safnast, en forstöðumenn söfnunarinnar telja að nauð- synlegt sé að ná saman einni milljón króna til þess að 'hægt sé að hefjast handa um að reisa vinnuhælið af grunni nú þegar. í gær sneri Alþýðublaðið sér til forstöðumanna söfnunarinn- ar og spurði þá, hvernig hún gengi, og fórust þeim orð á þessa leið: „Fáar stærri gjafir, líkt og áður hefir verið getið, hafa vinnuheimilissjóði borizt síð- ustu dagana. Sælgætis- og efna- gerðin Freyja hefur þó gefið mjög myndarlega gjöf að upp- hæð 5 þús. krónur. En fjölmarg ar gjafir berast samt, þótt smærri séu og eru miklar horf- ur á, að álitleg upphæð safnist áður en lýkur. Enda er ekki þess að dyljast, að þörf verður á miklu fé til þess að vinnu- heimilið rísi af grunni, jafndýr og öll húsagerð er nú á tímum. Er það ekki ofmælt, að erfitt verður að hefjast handa um framkvæmdir, ef söfnunarupp- hæðin nær ekki einni milljón króna. Er nú verið að vinna aó því að festa kaup á hentugu landi handa vinnuheimilinu, og má gera ráð fyrir, að það verði nokkuð dýrt. Að landinu fengnu, yrði svb gert útboð á tejkningum að hælinu, því að í öllum verulegum atriðum hef- ur verið ákveðið um fyrirkomu lag þess og herbergjaskipan. I sambandi við söfnun síð- ustu daga er sérstaklega vert að minnast gjafa frá starfsfólki frá nokkrum skrifstofum. Má þar til nefna 1855.00 króna gjöf frá starfsfólki í skrifstofum Sjóvátryggingarfélags íslands og 1000.00 króna gjöf frá starfs- fólki í bæjarskrifstofunum. Gefa slíkar undirtektir góðar vonir um söfnunina, því að söfn unarlistar hafa verið sendir til margra vinnustöðva, skrifstofa og verzlana. Verði undirtektir yfirleitti líkar 'hlutfallslega og framangreindar gjafir benda til má vænta þess, að þessi þáttur Frk. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.