Alþýðublaðið - 06.02.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1944, Síða 3
Srmnudagur 6. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Nordahl Grieg 17 NN HEFIR EITT af mikil- mennum þessararar aldar orðið að láta lífið í barátt- unni fyrir norrænum hugs- unarhætti' og frjálsum anda. Nordahl Grieg er dáinn. Það er fregn, sem hlýtur að vekja skelfingu, ekki einungis í Noregi, heldur líka hér á landi, þar sem margir þekktu hann að góðu einu. Hann dvaldi hér nokkra stund og sótti þrótt til ódauðlegrar ljóðagerðar sinnar. Sum kvæðin, sem munu lifa á vör- um almennings löngu eftir að þeim hildarleik er lokið, sem nú nístir þjóðirnar, voru ort til íslands, enda bar hann, fölskvalausa ást til þessa lands. ÞEIRRA Á MEÐAL er kvæðið um Þingvelli, gullfallegt kvæði, sem vafalaust á eftir að skipa honum á bekk með þeim, sem hlýjast hafa hugs- að til íslands. Hann var skáldj í útlegð, og vissi vel, hvað beið hans, ef Þjóðverjar næðu tangarhaldi á honum. Honum var manna ljósast, að andlegu frelsi og menningu Norðurálfumanna var hætta búin af hálfu hinna skugga- legu útsendara Þjóðverja, sem vildu færa ættlandi hans nýtt menningarlíf. Við vitum öll, á hvern veg sú tilætlun fór. Við vitum líka, að Þjóð- verjar eða nazistar, hvort nafnið sem við kjósum, fóru bónleiðir til búðar hjá írænd- þjóðum okkár, Norðmönnum og Dönum. ÞÓTT LÁT Nordahls Griegs hafi borið að með nokkrum öðrum hætti en lát hins mikla skálds Dana, Kai Munks, er óhjákvæmilegt að draga upp nokkra saman- burðarmynd á þessum tveim stórmennum andaris. Báðir létu þeir lífið fyrir þjóð sína, að vísu ekki á vígvellinum, en á þeim stað, þar sem þeir voru miklu meira virði en venjulegt fallbyssufóður er. Þeir voru stríðsmenn and- ans, og Þjóðverjar óttuðust þá miklu meira en ef þeir hefðu verið vopnaðir byssu- stingjum og handsprengjum. NORDAHL GRIEG var um langt skeið umdeilt skáld í ættlandi sínu. Hann þótti ó- venju bersögull, bæði í leik- ritum sínum og kvæðum, meðal annars vakti leikrit hans ,,Vor ære og vor makt“ miklar ýfingar á sínum tíma. Viðurkenningin á honum sem skáldi og manni kemur ef til vill full seint. Það er fyrst eftir að þessi ófriður hefst, eftir að Þjóðverjar ráðast á land hans, að mönnum verður ljóst, hvað í manninum býr. Þá gerist hann skáld þjóðar sinnar, skáld samtíðarinar. HANN ORTI ÝMIS LJÓÐ, sem vafalaust eiga eftir að verða ódauðleg, svo sem til dæmis kvæðið 17. maí 1940, „Á Eiðs- velli stöngina auða“, sem til er á íslenzku í snilldarþýð- irigu Magnúsar Ásgeirssonar. Aulc þess orti hann mikinn f jölda ljóða um Noreg eða norsk málefni, sem öll bera Á myndinni sjást amerískar framvarðasveitir halda inn í borgina Benevento á Ítalíu, nokkrum mínútum eftir að Þjóðverjar urðu að hörfa þaðan. Áður höfðu verið gerðar skæðar loftárásir á borgina og má sjá merki þeirra á myndinni. Bardagar fara harðnandi á Italíu, en gagnáhlaupum Þjóðverja er hrundið Þýzkir heriangar á Ítaiíu eru nú um 10 þás. ------ ■» ------— LOFTÁRÁSUM bandamanha á Þýzkaland sjálft og her- teknu löndin var haldið áfram í gær. Árásunum var að þessu sinni einkum beirit gegn flugvöllum í Frakklandi og Ermarsundshöfnunum. Var meðal annars ráðizt á sex flugvelli í grénnd við borgina Tours og hafnir skammt frá Calais. í fyrradag var gerð mjög skæð loftárás á Frankfurt við Main-fljót og loguðu eldar í borginni í gær. í þeirri árás tóku þátt um 1000 amerískar flugvélar. iFjölmargajr orrustuflugvélar voru í fylgd með sprengjuflug- vélunum, bæði Lightning og Spitfire-flugvélar. Veður var hagstætt og er talið, að tjón hafi orðið mjög mikið. Saim- kvæmt Vichy-fregnum var gerð árás á París, einkum suðvestur- hluta borgarinnar. Síðast var gerð loftárás á borginá 14. fyrra mánaðar. Þá gerðu Bandaríkjamenn einnig árás á ýmsa staði í Norður-Frakklandi, en ekki hef- er verið greint frá árásarstöð- unum. Mosquito-flugvélar réð- ust á Vestur-Þýzkaland og ollu talsverðu tjóni. Ein flugvél kom ekki aftur til bækistöðvar sinnar. Loks hafa ameriskar flugvél- ar gert loftárás á Toulon í Suð- ur-Frakklandi. Meðal annars féllu sprengjur á orrustuskipið ,,Dunkerque“, sem þar lá og laskaðist það mikið. Herskip þetta var eitt hinna öflugustu orrustuskipa Frakka og féll í hendur Þjóðverjum er þeir her- tóku Suður-Frakkland. einlæga ættjarðarást. Með \ ljóðum sínum heíir Nordahl Grieg reist sér óbrotgjarnan minnisvarða, bæði í minn- ingu þjóðar sinnar og allra þeirra, sem unna norrænni « samvinnu á grundvelli friðar • og gagnkvæmrar samúðar. I FÁIR EÐA ENGIR útlendingar hafa aflað sér jafntraustra vinsælda hér á landi og Nor- dahl Grieg þann stutta tíma, sem hann dvaldi hér. íslend- ingum var ljóst, hvaða gest- ur væri á ferðinni, er hann kom hingað. Við fundum ekki einungis, að hér var staddur bágstaddur frændi okkar, heldur líka og miklu fremur ° ! fulltrúi alls þess, sem við teljum einhvers virði. Það er nú deginum ljósara, að sigur hans málstaðar er líka sigur okkar málstaðar. Það, \ getur engum dulizt. Andi Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Sigurðssonar er ná- skyldur anda Nordahls Griegs og sá andi mun vænt- » anlega svífa yfir vötnunum meðan þetta land er byggt. NORSKA ÞJÓÐIN hefir beðið mikið tjón við fráfall Nor- dahls Griégs. Þegar slíkir menn deyja er það ekki ein- ungis tjón hinna nákomnu, það er tjón þjóðarinnar allr- ar. Nordahl Grieg var maður óhræddur, hann var stríðs- maður í fyllsta skilningi þess orðs og hann féll líka á þeim vettvangi. Við íslendingar hljótum ávallt að minnast hans með lotningu og virð- ingu. Nordahl Grieg er horf- inn af sviði þessa' lífs, en minriingin um hann lifir, björt og fögur. Bandamenn gerðu skæðar loftárásir á flugvelli á Frakklandi í gær Orr&Esfuskipið „Dunkerque^ iaskað i árás á Tcilon. BARDAGAR fara æ harðriandi á Ítalíu. Hafa Þjóðverjar gert hvert gagnáhlaupið á fætur öðru í grennd við landgöngu- stöðvarnar við Róm, en þeim hefir jafnan verið hrundið við mikið mannfall í liði þeirra. ár einkum greint frá árásum 26. hrynher- fylkisins þýzka (Panzerdivision). Er barizt heiftarlega í úthverfum Campoleone. Er þess geíið í Lundúnafregnum í gærkveldi, að um 1500 Þjóðverjar hafi verið teknir höndum á Ítalíu-vígstöðvunum síðan bandamenn gengu á land suður af Róm. Flugher banda- manna liefir einnig verið athafnasamur að undanförnu og gert fjölmargar árásir á birgðalestir og ökutæki Þjóðverja. Þrátt fyrir skæðar og ítrek- -" aðar árásir Þjóðverja á stöðvar bandamanna við Anzio, halda bandamenn öllum stöðvum sín- um og er mannfall mjög mikið í liði Þjóðverja. Hafa banda- menn nú á valdi sínu landsvæði, sem er um 20 km. á breidd með ströndinni og nær um 12—15 km. inn í land. Hersveitir Bandaríkjamanna eiga í hörð- um bardögum um 40 km. suður af Róm, sér í lagi við borgina Cisterna. Hafa Þjóðverjar nú beint aðalárásum sínum gegn hersveitum Breta og þannig veitt Bandaríkjamönnum nokkra hvíld. Síðan bandamenn gengu á land hafa þeir tekið um 1500 fanga, en alls hafa um 10 þús- und Þjóðverjar verið teknir höndum á Ítálíu síðan hernað- araðgerðir hófust þar. Grimmi- legir bardagar geisa enn í út- hverfum Cassino, og er þeim líkt við hina mannskæðu bar- daga við San Vittore og Ortona. Bandaríkjamenn hafa unnið nokkuð á í fjöllunum norður af borginni, en þar verjast Þjóð- verjar af hinu mesta harðfengi. Brezkar flugvélar af Balti- more- og Kittyhawk-gerð hafa ráðizt á borgina Chieti við Adríahafsströnd Ítalíu. Var á- rásunum einkum beint gegn olíugeymum og samgöngumið- stöðvum. Áköf skothríð var, er flugvélarnar voru yfir borg- inni, en þó er talið, að mikið tjón hafi orðið í árásunum. Við Anzio og Nettuno var minna um loftárásir bandamanna vegna illviðra. i Vlnsasnleg ummæli „Times" um Nordahl Grleg O ÆNSKA útvarpið hefir ^ birt mjög lofsamleg um- mæli í tilefni af fráfalli Nor- dalhs Griegs. M. a. flutti norski rithöfundurinn Johan Borgen, minriingarræðu um hið látna skáld. Þá hefir enska stórblaðið „Times“ birt langa grein um hann. Höfundur hennar heitir Gathorne Hardy, og starfar hann á vegum utanríkisráðu- neytis Breta, en er annars kunnur fyrir þýðingar sínar á ýmsum verkum Ibsens. Eru ummæli hans mjög hlýleg og bregða upp skýrri mynd af skáldinu og. manninum Nordahl Grieg, sem gekk óhræddur út í dauðann fyrir málefni ættlands síns.' Innrásin á Harshall- eyjar gengur vel A Marshall-eyjum gengur innrás Bandarí kj amanna að óskum, að því er fregnir frá Washington hermdu í gær- kveldi. Hefir mjkilli stórskota- hríð verið haldið uppi á stöðvar Japana, og hermenn úr land- gönguliði flotans (U. S. marin- es) hafa náð á sitt vald 7 eyj- um í eyjaklasa þessum. í útvarpi frá Tokyo hefir ver- ið sagt, að landganga Banda- ríkjamanna á Marshalleyjum sé mjög alvarlegur hlutur, og er látið skína í, að þar með hafi yzta varnarlíria Japans sjálfs verið rofin. Er þjóðin búin und- ir hin alvarlegustu tíðindi. Bandaríkjáhermenn halda á- fram að skipa liði og hergögn- um á land og verður lítt um varnir af hálfu Japana. Rússar taka 3 borglr við Pripel-fenín O TALIN hefir enn birt dag- ^ skipan, þar sem tilkynnt er að þrjár borgir suður af Pripet- fenjunum hafi gengið Þjóð- verjum úr greipum. Meðal þeirra er borgin Luck, en hún er mikilvæg samgöngumiðstöð. Á norðurvígstöðvunum hafa Rússar enn kreppt að Þjóðverj- um á öllu svæðinu milli Finn- landsflóa og Peipusvatns. Eru nú allflestar járnbrautir og veg- ir á valdi Rússa og er ekki ann- að sýnna en alger tortíming bíði hinna þýzku hersveita. Hersveitir Þjóðverja í Dniepr bugnum, en þar eru um 10 her- fylki, eru í æ meiri hættu, og hefir aðstaða þeirra stórum versnað undanfarna daga. Her- sveitir Vatutins eiga nú ekki ó- farna nenia um 30 km. frá herj- um Konievs. Rússar beita mjög Stornovik-steypiflugvélum og láta þeir stórskotahríðina dynja á hinum þýzka liðsafla. Þá beita Rússar útvarpi til þess að draga úr baráttuþreki Þjóðverja og skora á þá að gef- ast upp. Skotfæri Þjóðverja eru éinnig á þrotum og þykir sýnt, að þeir verði að gefast upp. Reyna þeir að flytja skotfæri loftleiðis, en gengur treglega. Undanfarna 3 daga hafa Rússar skotið niður um 100 flutninga- flugvélar Þjóðverja af gerðinni Junker 52.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.