Alþýðublaðið - 06.02.1944, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 06.02.1944, Qupperneq 8
* ALÞTPUBLAÐIÐ Sunnudagur 6. febrúar 1944. ■TJARNARBIÓHI Glæfraför (DESPERATE JOURNEY) Errol Flynn Ronald Reagan Raymond Massey Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngum. hefst kl. 11 FRÁ GEIR BISKUPI OG SÉRA PÁLI. Geir biskup Vídalín var orð- heppinn maður og glettinn í tali enda þótti hann manna skemmti legastur bréfritari á sinni tíð. Þeir voru aldavinir, hann og séra Páll Hjálmarsson á Stað á Reykjanesi, sem áður var síð- asti rektor á Hólum. Var sr. Páll gáfumaður, skemmtinn og orðheppinn. Síðar urðu mægðir með þeim sr. Páli og biskupi. Oft fóru vísur milli þeirra í bréfum þeirra. í bréfi 5. marz 1807 hafði sr. Páll í bréfi ávarpað biskup svo: Þegar hann herra Geir með geir gerir mér að rita, fæ ég jafnan meir og meir margfróðlegt að vita. Því svaraði biskup svo í bréfi 3. apríl næst á eftir: Nú er krumma-geir fyrir Geir gugnaður að rita, þó skyldur sé hann um meir og meir móins hóla bryta. í næsta bréfi Páls til bþskups (4. júlí 1807) er þessi gaman- vísa: Þér látin klerka að kenna kalla ég brjál fyrir Pál; fregn er flogin með penna, fyrr en prest þrýtur sál. TJm giftingu getur enginn, glóandi Amor frýs, Venus til Grænlands gengin á gráhvítum borgarís. * * * Sífelldur þakleki í rigninga- tíð og þrasgjörn kona — er hvað öðru líkt. Salómon. mál, sagði Hellmuth eftir að drengirnir voru famir. •—- Ég bjóst ekki við, að það yrði svona mikil læti út af venjulegri heim sókri. Þegar alls er gætt ert þú og drengirnir hinir einu, sem eru á lífi af vandafólki mínu. Það er ekki nema ofur eðlilegt, að mig langi til að sjá ykkur einstaka sinnum. Það var einhver örvænting- arþrungin ákefð að baki þess- ara orða. Og enn einu sinni kenndi ég þessara tvískiptu til- finninga gagnvart honum ■—- óvildar en þó meðaumkunar. Ég býst við, að ég hafi horft á hann annars hugar og gleymt að segja nokkuð, meðan ég reyndi að glöggva mig á merk- ingunni í dulmáli hans. Ég var þess fullviss, að hann hefði ekki sagt það, sem hann meinti, og hann vænti þess ekki af mér að ég tæki orð hans eins og þau voru töluð. Allt í einu kastaði hann til höfðinu og hló við. — Allt í lagi. Nokkrir vin- ir okkar hafa verið handteknir og við álítum að það sé rétt- ara að vera ekki á almanna- færi, meðan þetta er að líða hjá — Eruð þið ennþá í ræningja leik? sagði ég. Mér virtist hann barnalegur, en ég gat ekki sak- fellt hann fyrir það,* sem áfátt. var við hann. Hann hafði verið sendur í stríðið, áður en hann var fullvaxinn, og hann hafði staðnæmzt á þroskabraut sinni, þar sem hann þa var staddur og ekki tekið úí frekari þroska. Varst þú nokkuð riðinn við morðið á ráðherranum?, spurði ég. Veran í Einsiedel hafði haft þau áhrif á mig, að ég gekk hreint og blátt áfram til verks. Hann horfði beint í augu mér, og í tillitinu var kynleg ögrun. — Auðvitað ekki, svaraði hann. — Að viðlögðum drengskap? — Að viðlögðum drengskap mínum, sagði hann. Ég dró djúpt andann. — Ég kæri mig ekki um að ljá pólitískum morðingja húsa- skjól eða veita honum hina minnstu aðhlynningu. — Auðvitað ekki, sagði hann aftur. — Jæja þá, sagði ég. — Þú getur gefið vini þínum merki. Hann fór út að glugganum. Með litlum rakspegli, sem hann tók úr vaðsekk sínum, • gerði hann merki í áttina til neðra vatnsins. Sólin endurspeglaðist í gleri spegilsins og geislaði af því aftur. Hellmuth .endurtók merkið nokkrum sinnum og stakk því næst speglinum nið- ur aftur. — Hann er til margra hluta nytsamlegur, sagði ég. Ég kenndi nálega haturs í garð piltsins fyrir að rjúfa kyrrð hins afskekkta dvalarstaðar okkar. Andrés var dökkhærður og dökkeygður piltur, búinn líkt og Hellmuth, en ólíkur honum að öðru leyti. Hann virtist vera svo örmagna, að nærri stappaði fullkominni uppgjöf. Hann reyndi heldur ekki að draga dul á eirðarleysi sitt og úkyrrð. Ég bjó um þá í þakherberginu, sem ætíð stóð til reiðu vegna skyndiheimsókna Klöru, og sagði þeim að halda sig heima við, ef þeir vildu forðast öll vandræði. Andrés háttaði þegar og lá í rúminu í nokkra daga, þar eð hann hafði fengið hæl- særi. Ég gat ekki varizt brosi, þegar ég hugsaði um það, hversu veikburða og viðkvæmar þess- ar hetjur væru, borið saman við hina harðgeru fjallabúa, sem ég hafði umgengizt um skeið. — Ef þið hafið raunveru- lega í hyggju að dyljast, hafið þið verið óheppnir í vali. stað- arins, sagði ég við þá. Piltar eins og þið hefðu átt miklu auðveldara með að fara huldu höfði í borg eins og Munchen. En þið getið verið þess fullviss- ir, að eins og nú er komið, eruð þið miðdepill athyglinnar í Einsidel, Anzbach og héruðun- um í grennd. Andrés svaraði þessu með of- urlitlu andvarpi, og Hellmuth hélt áfram að skálma fram og aftur um herbergið eins og hann væri í fangaklefa. Eirðarleysi þeirra beggja fór vaxandi með hverjum deginum, sem leið. Ég vissi ekki, hvað það var, sem þeir bjuggust við og óttuðust, og ég kærði mig heldur ekki um að vita það. — Þetta er verra en fangelsi, hrópaði Hellmuth á móti mér, þegar ég kom með mat handa þeim. Ég reiddist þessu. — Dyrnar eru opnar. Ykkur er leyfilegt að fara, hve- nær sem þið óskið þess, hrópaði ég til baka. — Ég mæltist ekki til þess, að þið kæmuð hingað, og ég fagna þeim degi, þegar þið farið aftur. Þeir svöruðu þessu ekki neinu. Daginn eftir gat að lesa það í blöðunum, að morðingi ráðherrans kynni að hafa leitað hælis í héruðunum umhverfis Watzmann. Blöðin lýstu morðingjanum sem me.ðal stórum manni, er bæri sig her- mannlega, fremur grannvöxn- um, klæddum í stormjakka og hermannabuxur. Þessi lýsing gat átt við þúsundir manna. Andrés og Hellmuth glottu skuggalega, þegar þeir lásu þessa frásögn. Ég var þess full- viss, að þeir vissu betur en þeir vildu gera uppskátt. En jafn- framt var ég viss um það, að þeir hefðu ekki átt neinn bein- an þátt að morðinu. Ég var helzt á þeirri skoðun, að þeir vildu láta í það skína, að þeir SB NÝJA BIO ■ BBGAMLA BIO Til vígsföðvanna Sjö daga orlof 1 ,To the shores of Tripolb I (SEVEN DAYS’ LEAVE) Gamanmynd í eðlilegum Amerísk söngva- og gam- anmynd. litum. Lucille Ball John Payne Victor Mature Mapy Cortes Maureen O’Hara Danshl jómsv.eitir Randolph Scott Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. | 1 Freddy Martins og Les Browns. Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. 1 1 Aðgöngum. seldir frá kl. 11 væri meiri menn en þeir raun- verulega voru, og þessi felu- leikur þeirra ætti að hafa ein- hver sérstök áhrif — ekki vissi ég þó á hvern. Ég gat blátt á- fram ekki tekið þá alvarlega. En þeir voru vissulega til óþæginda á heimilinu. Kvöld nokkurt, þegar Mikael hafði verið niðri við vatnið að fiska, kom hann allt í einu þjótandj upp stíginn. Hann hljóp beina leið inn og náði ekki önd- inni fyrir mæði. Andlit hans var brennheitt. — Þeir koma! hrópaði hann með grátstafinn í kverkunum. — Þeir koma, þeir koma til að sækja Hellmuth frænda! Hvað eigum við nú að gera? Skjóta þá? Mamma! Hann vafði handleggjunum utan um hnén á mér og hristi mig harka- lega til. Ég sá, að hann var al- veg kominn að því að gráta. Um langt skeið hafði hann ekki grátið, en nú var stolt hans brotið á ibak aftur. — Svona, svona, sagði ég og losaði tök hans. — Hvaða læti eru þetta? Hverjir eru að koma?' MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO og undrun, sem greip hann, þegar hann gekk aftur fram á gjárbrúnina og sá, að blökkumaðurinn hafði sprottið á fæt- ur? Hann hafði auðsýnilega aðeins fallið í yfirlið og raknað úr rotinu við skarkalann. Páll horfðist í augu við blökkumanninn. Fyrst sá hann þar aðeins óttablandið, örvæntingarfullt hatur, eins og hann hygðist leggja til atlögu við hann — en allt í einu varð svipur -hans mildur, og barnslegu trausti brá fyrir í augum hans. Hann féll á kné og þrýsti höndunum að brjósti sér. — Herra> herra, hjálpa Kaliano! Herra, frelsa vesa- lings Tommý! Þeim félögum féllust hendur. — Hann talar ensku. Og villimaðurinn sagði sögu sína, en þeir félagar hlust- uðu undrandi á. Hann átti heima langt í burtu hinum megin víð eyði- mörkina miklu. Þar áttu bræður hans heima og væntu hans. Það, að hann var hingað kominn, orsakaðist af því, að hann hafði verið í friðsamlegum sjóleiðangri austur með ströndinni, en á leiðinni hafði verið ráðizt á hann af óvina- kynflokki, sem hafði haft hann brott með sér til þess að fórna honum. Það hafði verið kraftaverk. að hann slapp úr dauðans You PON'T QUITE GET IT, LIEUTININT C>ARLINL. LOOK', HERE'S TWE MAP. I WAS JUST Lootí'IN' AT ITi MS’OlTATIN’... hi&R&'S THE x markin' one spot... a CIRCLE MARICS ANOTHER! ... THENJ I TUBMED IT UPSIDE-P’OWN BS MIS- ” TAtfE ... SES WHAT IT - A Ufngtw •SPELLS? rajajjlflÉ WHAT OP 1T? SO IT’S Jgfö A PICTURE OP A CoWÍ PROBABLW the trape mark OPTHE INN ... MYNDA- . SAG A GRISPIN: „HvaS eruð þér eig- til merki kaffihúsins . .. .“ inlega að segja? Þetta er mynd af kú — það er líkast DAGUR: Nei, þér skiljið þetta ekki enn. Lítið á kortið, hérna, sjáið þér .... Ég var að horfa á það! Hérna er exið á kortinu og svo er hérna hringurinn, núllið éða oið. Svo hélt ég kortinu öfugu fyrir mér í ógáti — sjáið nú bara hvað ég fæ út úr því! .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.