Alþýðublaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1944, Blaðsíða 5
Xangardagur 26. febráar 1944. ALÞYOUBLAOIS Bardagar í frumskógum . Mynd þessi er frá innrás Band iríkjamanna á Makineyju í Kyrrahafi. iSýnir hún tvær skyttur úr hinni frægu 69. hersveit frá New York, sem halda uppi skoíhríð gegn óvinunum. Fallirm . Japani sést einnig á myndinni. Lyf gegn sjóveiki. DAG NOKKURN í ágúst- mánuði síðast liðnu réðu nokkrir kandiskir læknar all marga menn til sjóferðar. Þeir stigu um 'borð ásamt föruneyti sínu. En þó var ekki strax haldið úr höfn í Halifax, þar sem skip þeirra lá. Þeir félag- ar biðu storms og sjógangs en þá hugðust þeir stefna fari sínu út á Norður-Atlantshaíið. f Áhöfn skipsins — sem skipuð var kandiskum sjómönnum og ilugmönnum og sjómönnum frá Bandaríkjununi — var skipt í þrjá flokka. Þriðjung hennar var gefið inn lyf, sem læknarn- ir höfðu blandað. Öðrum þriðj- ung hennar var gefinn drykkur, sem íjktist lyfi þessu bæði að út- liti og bragði en hafi hins veg- ar engin af efnum þess að geyma. Hinn hluti áhafnarinnar fór hins vegar alls slíks á mis. Skipið lét úr höfn í stormi, sem öllum þótti nóg um áður •en langt leið. Áhöfnin leitaði brátt að öldustokknum, og þeg- ar menn tóku að kasta upp af völdum sjóveiki, skrifuðu lækn- arnir nöfn þeirra hjá sér af stakri kostgæfni. Þegar komið var í höfn á Nýfundnalandi, voru læknarnir harla glaðir í bragði og upp með sér. Þeir höfðu upgötvað öruggt lyf við sjóveiki. Lyf þetta hefir nú verið reynt •á meira en þrjú þúsund og f imm hundruð sæf arendum. Aðeins fimm af hundraði þeirra, sem þess neyttu, urðu sjóveikir, þegar aftur á móti þrjátíu af hundraði þeirra, sem ekki neyttu þess, kvöldust af sjóveiki. En af þeim, sem neyttu gprvilyfsins, urðu hins vegar þrettán af liundraði sjóveikir. Allir þeir, sem þurfa yfir sjó að fara, munu fagna þessum tíðindum af heilum hug. En fyrir hershöfðingja þá, sem stefna verða liði yfir sjó, er uppgötvun þessi mikilvægur hernaðarlegur sigur. Sjóveikur maður óskar þess helzt, að hann væri dauður. Hann er vart iil þess fær, að ráðast á land og efna til vasklegra hernað- ..araðgerða. Þess eru dæmi, að landgönguher hefir orðið frá g"|,KEIN ÞESSI, sem fjall- ar um hina merkilegu uppfinningu kanadiskra lækna, er þeir fundu upp lyf gegn sjóveild, er eftir Har- land Manchester pg birtist í tímaritinu Readers Digest Mun lesendum þykja þetta mikil tíðindi, jafnframt því, sem hér er um þýðingarmik- inn hernaðarlegan sigur að ræðá. að hverfa vegna þess, að sjó- veikin hefir lamað baráttuþrek hans og vígamóð. Á flutninga- skipum þeim, er fluttu hermenn bandamanna til stranda Sikil- eyjar, ur.ðu stundum sjötíu og fimm menn af hverjum hundr- að meira eða minna miður sín af völdum sjóveiki. . Um tveggja ára skeið hafa I fimmtíu kanadiskir vísinda- menn framkvæmt tilraunir þessar undir forustu læknanna MeGallum, sem er yfirmaður læknadeildar flota Kanada- manna, Charles H. Best, er var samstarfsmaður Sir Fredericks heitins Bantings • og Wilder Penfield, sem er frægur hand- læknir. Banting hafði lengi unnið að því að finna lyf gegn sjóveiki, þegar hann fórst í flugslysi mjög um aldur fram. Til þess að sannfærast um það, að hér væri um öruggt lyf að ræða, varð að reyna það á sem flestum. En það var mikl- um erfiðleikum háð og seinlegt úr hófi fram að gera hinar nauð synlegu tilraunir á öllum þeim fjölda, sem með þurfti, á hafi úti. Penfield læknir kvaddi því til fulltingis við sig André nokkurn Cipr.iani, sem háfði verið rafmagnsverkfræðingur áður en hann lagði læknisfræð- ina fyrir sig. Hann lét smíða loftfar, sem líktist mjög skipi. Far þetta hlaut manna á meðal brátt heitið herskipið Mal de Mer. Þessi vélknúni sjóveikis- framleiðari tók dýfur og valt mjög áþekkt því, sem skip gera í stórsjó á hafi úti. Kanadiskir sjómenn og her- menn komu nú í hópum til her- skipsions Mal de Mer til þess að staðfesta einhverja þá mikil- vægustu uppgötvun, sem annál ar vísindanna kunna frá að greina. Það kom brátt í ljós, að dýfurnar í loftinu nægðu til þess að gera þá menn sjóveika, sem annars eru móttækilegir fyrir þann kvilla, en hverjir fjörtíu af hundraði, sem á sjó koma kenna háns meira eða minna, Væri bundið fyrir augu þeirra, sem tilraun þessi var á gerð, og þeir látnir sveiflast til og frá í stórri rólu en talin trú um að þeir væru í loftfar- inu, kom og í ljós, að þeir urðu sjóveikir eins og í hið fyrra skipti. En þetta varð tilefni nýrrar spurningar. Hvernig stendur á því að börn, sem róla sér verða ekki veik fyrst sjómenn verða það? Þegar læknarnir tóku að rannsaka þetta, komust þeir brátt að raun um það, að und- antekningar hvað sjóveiki varð- ar voru fleiri meðal ungra barna en meðal fullorðinna, að börn róla sér sjaldnast lengur en í hálftíma í hvert skipti og að sum þeirra verða lasin við þá iðju sína. Læknarnir gátu engan veg- inn dregið þá ályktun af til- raunum sínum, að sjóveikin gæti stafaða af sérstakri van- heilsu, því að hin mestu hraust- menn urðu iðulega svo að segja ósjálfbjarga af hennar völdum. Hins vegar kom það í Ijós, að menn sem voru óvanir umhverí inu, svangir eða að einhverju leyti illa fyrir kallaðir féllu fyrr fyrir ofurborð af hennar völdum en hinir og að vanir hermenn höfðu meira viðnáms- þrek gegn henni til brunns að bera én nýliðarnir. Loks tókst að uppgötva mag- inorsök sjóveikinnar. Innra eyr- að reynist orsaka hana eins og raunar hafði verið grunur manna árum saman. Það er ekki aðeins heyrnartæki heldur og i eins konar „sagnarandi", sem flytur til heilans boð urn sér- Fram. á 6. síða. Biskup á ferðalagi og fagnað hvarvetna. — ~ kemur heim verður hann húsnæðislaus. — Hvenær ur biskupssetur reist? — Um nýjan barnaskóla og kirkju. . . BRÆÐUR OKKAK vestan hafs liafa glaðst yfir því að rík- isstjórnin valdi Sigurgeir biskup til þess að vera fulltrúa landsins af tilefni aldarfjórðungsafmælis Þjóðraeknisfélagsins. Koma biskups íslands vestur héfur áreiðanlega vakið mikla athygli og mun verða mikiíl þáítur í því að styrkja sam- starfið milli austur og vestur íslend inga. Biskup misn og vinna að því af ráðum og dáð, því að dugn- aður hans og ósérplajgni er hvort tveggja kunnugt. ÉG VEIT að vesturför biskups er mikið rædd hér í Reykjavík um þessar mundir og mér datt í hug sérstakt mál, er ég las í gær ræðu biskups á þingi Þjóðræknisfélags- ins. Hann er þar fulltrúi þjóðar sinnar í framandi landi og þar er hann hylltur og þar er honum fagn- að af þúsundum manna, sem elska gamla landið og allt sem þess er. En sjálfur er biskupinn húsnæðis- laus í sínu eigin landi! EFTIR ÞVÍ, sem mér var sagt í kirkjumálaráðuneytinu í gær var biskupi sagt upp húsnæði því, sem hann hefur haft, nokkrum dögum áður en hann fór vestur og hann verður húsnæðislajus nokkrum dög- um eftir að hann kemur heim í vor, ef þá ekki verður búið að útvega honum og starfsemi bisk- upsembaéttisins húsnæði. ÓSKÖP FINNST mér þetta vera einkennandi fyrir okkur. Við byggjum kirkjur og tölum um að byggja kirkjur fyrir milljónir, en æðsta embætti kirkjunnar og æðsti embættismaður hennar er húsnæðislaus. Hvort tveggja fær að vera inni fyrir náð einhverra ókunnra húseigenda. Þjóðin læt- ur sér fátt um finnast. Ætli það sé ekki alveg einsdæmi að þjóð eigi ekkert biskupssetur? Ég legg til að rikisstjórnin nemi þenn- an smánarblett af okkur. Hún verður að láta byggja myndarlegt biskupssetur á góðum stað hér í bænum. Ég er ekki að krefjast þess að byggð verði einhver höll, en ég vil að mjög myndarlegt hús verði reist nú þegar fyrir biskups- embættið. MARGIR VILJA sýnast, en færri vilja vera það, sem þeir vilja sýnast, því að það er víst miklu erfiðara. Sumir mála burstir húsa sinna aftur og aftur, en gæta ekki að fúa máttarviðanna. Við skulum reyna að vera eins og við erum, en ekki „búa okkur til“. Við slcul- um byggja upp að innan frá. Það er að vísu erfitt að vera lítil þjóð en vilja sýnast stór þjóð. Van- ræksla við helgustu skyldurnar er hættuleg. Hún mun koma okkur í koll síðar. Mér finnst að eitt fyrsta málið á dagskrá kirkjunn- ar nú, ætti að vera það, að þjóðin eignaðist myndarlegt biskupssetur. Það er að vísu veraldlegt mál. En barátta kirkjunnar í hinum and- legu málum er annar þáttmr starf- semi hennar. EINARI SVEINSYNI arkitekt hefur tekist að búa til glæsilega skólateikningu og skólinn á að rísa upp á Melunum. Lengi er bú- ið að tala um þessa skólabyggingu og hún hefur allt af verið kölluð Skildinganesskóli. En mér finnst miklu betra að kalla hana í fram- tíðinni Melaskóla, enda virðist mér að forystumenn skólans hafi fallist á það. Nú er uppi sú stefna í skólamálum að betra sé að hafa marga skóla og litla en fáa og stóra, enda er ég alveg á sömu skoðun. Mergðin í barnaskólunum okkar Skapar mjög mikla erfið- leika. •SKÓLASTJÓRI Skildinganes- skóla sagði við blaðamenn í fyrra- dag, að gera yrði ráð fyrir að í framtíðinni yrðu byggðir fleiri skólar og að þá yrðu miklu færri börn í þessum nýja skóla en nú er gert ráð fyrir að hægt sé að koma fyrir í honum. Honum er nú ætlað að létta af Miðbæjarskólanum, svo að fjöldi barnanna þar minnki eitt- hvað. En það ætti aðeins að vera millistig. Þegar nýir barnaskólar rísa upp létta þeir enn á öllum skólunum. Þetta er góð stefna og að því marki verður að stefna. SKAMMT frá Melaskóla á Nes- kirkja að rísa og fleiri stórbygg- ingar eru ráðgerðar þar. Melarnir munu þá taka miklum breyting- um og verða eitt fegursta hverfi höfuðstaðarins. Blaðamennimir fengu í fyrradag að sjá samkeppn- isteikningarnar að Neskirkju. Þarna voru mjög margar fagrar hugmyndir. Smekkur manna er misjafn og vel gæti ég trúað þvi að deilur risu um Neskirkju eins og allar hinar. Fegurst þótti mér líkanið, sem sýnt var. Það var líka eina líkanið. En dómnefndinni og sérfræðingum hennar þótti sú hug- mynd gölluð. Hannes á horninn. Þráft fyrir kauphækkanir, aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrenni. Clerisf áskrifendur. Sírrti 4906 eg 4900, áUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.