Alþýðublaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1944, Blaðsíða 4
»L3TPUBItAgra Föstudagur 3. marz 1944. iTIARNARBlð! í víking. (Close Quarters) Ævintýri brezks kafbáts. Leikið af foringjum og liðs- mönnum í brezka flotanum. Aukamynd ORUSTULÝSING (með íslenzku tali). Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAPPDRÆTTI MAÐUR NOKKUR átti á- gætan reiShest, sem allir kunn- ingjar háns öfunduðu hann af. Kinn þeirra, slunginn kaup- sýslumaður, hafði oft falazt eftir hestinum, en ekki fengið. Nú drapst hesturinn, og eigand- inn gerði það af skömmum sínum, að hann sendi kaup- manninum skrokkinn að gjöf. Skömmu síðar hittust þeir, og gárunginn spurði vin sinn, þvernig honum hefði líkað gjöfin. „Vel“ svaraði kaupmað- urinn. — „Ég hafði 3600 kr. upp úr hestinum“. „Hvernig fórstu að því? Klárinn var þó dauður.“ „O, ég efndi bara til happ- drættis um reiðhestinn þinn meðal kunningja okkar beggja og seldi miðana dýrt.“ „En góði maður! Urðu þeir ekki fokvondir út af gabbinu?“ „Nei, seiseinei“, svaraði kaup maðurinn rólega. — „Sá eini, sem kvartaði, var sá, sem hlaut Vinninginn, og honum endur- greiddi ég peninga hans og gaf honum dálitla fúlgu að auki fyrir að halda sér saman. Þar með var það mál úr sögunni.“ ÉNGIN ðk? klárinnHiK tpx(, * * * * ENGIN VON Prestur spyr barn: „Hver var faðir Jobs?“ Barnið þegir. Þá segir prest- 'ur: „Það er ekki von, þú vitir það, barnið mitt; englar guðs vita það ékki; guð veit það ekki, og ég veit það varla sjálfur.“ V * 5jC SNILLINGURINN (genius) er 1% innblástur og 99 % sviti. V. 7 iAUM: slnumi ðrlaganna TTér var daffurinn í dajz. Hér var ég að lokum komin heim. Ég gekk um eins og í draumi. Allir hlutir virtust framandi og ævintýralegir í mínum augum. Og 'þó var ég mér þesg vitandi, að hér væri það sem ég heyrði til. Aldrei áður hafði ég veitt því athygli, hvílíkri feiknaorku fólk í Evrópu eyddi í hina ó- teljandi árekstra hversdagslífs- ins. Milli manns og manns, milli fólksins og stjórnendanna, milli fólksins og úreltra siðvenja. Hér virtist allt vera svo frjálst og auðvelt. Lífið var eins og vel smurð vél og háfleygur söngur eða fugl, sem svifi þönd- um vængjum. Og einn góðan veðurdag kom þetta til rnín eins og óvænt opinberun. Þetta land var frjálst. Fólkið þar var frjálst. Frélsi. Svona var þetta. Mér fannst sem ég hefði ávallt verið fjötruð allt mitt lif og nú hefði hlekkirnir fallið af mér og glömruðu við klefagó,,,ið. Frelsi var það, sem ég hafði á- vallt verið að leita að, allt írá því á hinum uppreisnargj L iu æskuárum mínum, þegar mig fýsti að stinga höfðinu í gin ljónsins. Það var því engin furða þótt mér fyndist ég vera komin heim eftir langa og stranga sjóferð. Hvernig geðjast þér að Ame- ríku? var ég hvarvetna spurð. Dásamlega, svaraði ég. Á árunum, sem síðan hafa liðið, hefi ég orðið ágætur, amerískur borgari, því að hvort sem maður hefir fæðzt í Eng- landi, Frakklandi eða Þýzka- landi, getur maður orðið góður amerískur borgari — og það er einn af hinum góðu leyndar- dómum þessa meginlands. Margar endurminningar mínar hafa síðar þokast í nokkurn skugga af nýrri reynslu og venjum. En ennþá man ég dá- semdir minna fyrstu daga í Bandaríkjum Ameríku. Himininn var blár, loftið ferskara og tærara, skýin sleg- in meiri silfurbjarma og fjar- sýnin glæsilegri en á nokkrum stað öðrum. Það var eins og að vera stöðugt undir aðgerðum nuddlæknis að dveljast í þessu andrúmslofti. Allt kom manni öðruvísi fyrir sjónir hér en ann- ars staðar. Ég var drukkin af þessum nýju viðhorfum. Mat- urinn, búðargluggarnir, ljósið, allt það, sem gat að líta. En hvað þeir eru ríkir, hugsaði ég yfir níig hrifin, hversu ríkir hversu ríkir! Setning úr biblí- unni endurtók, sig í sífellu í huga mínum, eins og viðlag úr ljóði. Öll konungdæmi veraldar á einu andartaki. Þetta var það. Öll konungdæmi veraldar á einu andartaki. Og svo var það fólkið. Ég hafði hugsað — enda þótt ég hefði naumast viðurkennt það fyrir sjálfri mér — að Jón væri hinn glæsilegasti maður, sem ég hefði nokkurn tíma kynnzt. En hér voru allir jafn glæsi- legir. Þeir voru karlmannlegir. Þeir voru gæddir þeim karl- mannlega þokka, sem karl- mennina okkar skorti. Maður skynjaði, að bak við mjúkar hreyfingar þeirra bjó mikill styrkur. Hendur mínar klæjaði í að láta vel að þessum sterku og þokkasælu karlverum. Sama máli gegndi um konurnar. Þær voru svo fagrar og vel á sig komnar, að mig stórfurð' Þær minntu á tízkumyndir. Þær höfðu litlar hendur og fæt- ur. Hár þeirra var gljáandr og vel til haft. Húðin var mjúk eins og fægður málmur. Yndis- þokkinn geislaði af þeim. Ég gekk til dóms yfir sjálfri mér. Ég athugaði mig gaum- gæfilega frammi fyrir speglin- um. Hér var ég, klædd sam- kvæmt. Evróputízku. Var ég ekki spörfugl meðal paradísar- fugla? Það var það, sem ég var. En gætum nú að, var ekkert áfáft við þær. Er ekki klæða- burður þeirra of sundurserðar- legur? Eru þær ekki of hávær- ar? Eru ekki bros þeirra upp- gerðarbros? Og hvað er að segja um gimsteinaskraut þeirra? Það voru ódýrar eftir- líkingar, sem skörtuðu á úlnlið- um þeirra, hálsum, olnbcgnm og jafnvel fagursköpuðum ökl- unum. Svo frumstæð skreyting tíðkaðist ekki að mínu viti nema hjá Afríkuþjóðflokkum. Þrátt fyrir það voru þær að- laðandi, og ég stóðst ekki sam- anburð við þær, eða gerði ég það? En allt byggðist þetta á því, að þær áttu kost á appel- sínusafa, rjóma og gnægð vita- mína, meðan við höfðum etið akörn og sag. Þær urðu fagrar en við vitrar. Og að svo búnu fór ég í fegrunarstofu og dvald- ist þar í fimm klukkustundir. Sýningin mín heppnaðist á- gætlega. Það var mikill hávaði, blaðaviðtöl, blaðalj ósmyndarar, boð . En hvað þetta var skemmtilegur heimur. Mér var alltaf að skjátlast. Allt í kring- um mig talaði fólk um hluti, sem ég skildi ekki, og spurði mig spurninga, sem ég vissi ekki hvernig ætti að svara. All- ir hófu máls á því að tala um kreppuna, afsakandi og dálítið ringlaðir. Maður hefði átt að sjá borgina, áður en kreppan skall á. Maður hefði átt að þekkja þessa fjölskyldu, áður en kreppan hélt innreið sína. Hvað verður um þessa þjóð, ef ekki verður sigrazt á kreppunni von bráðar? Mér lá við hlátri. í mínum augum var þetta fólk SS NYJA Bie Hefðarfrúin svenefnda („Lady for a Night“) Joan Blondell John Wayne Ray Middelton Sýnd kl. 5, 7 og 9. I bRHSBHMBBHBBHBBBHBHBHBBB viðlíka alvarlegt og börn, sem leika lækni og sjúkling. Börn, lá mér við að hrópa. Þið börn, hvað vitið þið? Þið og ykkar dæmalausa kreppa! Þið hafið aldrei liðið skort. Þið fjölyrðið um eymd ykkar, enda þótt þið búið við allsnægtir. Næst þýðingarmest var að skála. Mér voru boðnir allir mögulegir drykkir, allt frá ó- blönduðu, frönsku kampavíni síðan 1911 til nýlagaðs brenni- víns. Og enda þótt ég þægi þetta kurteislega, skildi ég ESS SAMLA BIO S Kölskl í sálnaleil James Craig Anna Shirley Simone Simon Walter Huston Sýnd kl. 7 og 9. Eddie Bracken. Retty Jane Rodes. Jane Preisser. Sýnd kl. 5. | Bönnuð börnum innan 12 ára ekki mikilvægi þessa. Það, sem kom mér á óvart næst, var sam- band kynjanna. Ég gat eytt helgi í hópi fjölda fólks án þess nokkru sinni að komast að raun um, hver tilheyrði hirerjum og hver var gift hverj- um. Það var eintóm gleði og gaman. Það kallaði hvert ann- að elskurnar sínar og yndin sín. Kvenfólkið sat á knjám karlmannanna eða dansaði við þá og var ákaflega ástleitið í fasi. Og þegar kom að því að bjóða góða nótt, leituðu þær MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO mönnunum hefir unnizt tími til þess að kasta spjótum sín- um. Þó er árangurinn ekki meiri en það, að þrjár örvanna festast í skjöldunum. Aðeins ein þeirra hæfir markið. Sá, sem fyrir örinni varð, kastar hljóðandi frá sér skildi og vopnum og grípur um lærið, þar sem skeyti það. er honum var sent, situr fast. — Þetta var mín ör, segir Hjálmar stoltur í bragði og lítur á félga sína ... .. — Komið þið bara, þorpararnir ykk- ar þarna niðri, og þá skuluð þið fá að komast að raun um það, að við erum alls óhræddir að veita ykkur verðskuldaðar mót- tökur. Hann hefir þegar lagt aðra ör á streng. Hún þýtur hvín- andi gegnum loftið, og villimaðurinn, sem særzt hafði í hið fyrra sinnið, hnígur niður með ör gegnum hálsinn. Drengurinn var svo mjög annars hugar. að hann gaf ekki spjótkösturunum minnstu gætur. Það var ekki fyrr en eitt spjótið hafði strokist við eyra hans, að hann lét verða af því að leggjast niður. En villimennirnir flýðu brott öðru sinni og skildu hinn særða félaga sinn ósjálfbjarga eftir. Vinir vorir þóttust af þessu geta ráðið það, að þeir myndu vart vera eins hugrakk- ir til framgöngu og þeir höfðu viljað vera láta. 9i Y N P A - IAG A NEVER AAINI7-M0wr KMOW.BUT 'v] TÞEÞE'5 AN AfAERICAN BOtABER ' 4HIPPEN 1N A F0RE5T FOCTyMILES FFOM-HERE/ WA5 FORCEPPOWM. T+4REE OFTWE ANP THEY'VE FEEASFEP THE FLANE ANP ARETAKIN6 OFF'TOMl&MT IN AN ATTEMPT TO FEoOIN THEIf? UNIT/ yoU’RE SOINSWHMTHEM, IFYOU'RE WILUN6T0TAKE WILUN6?/ GOOP/ JU5T FE.MEMBTK, TM P0IN6 T-HI5 ON M.V OWNHOOK, IN VIOLATION OF 0RPER5,F0R...WELL> NfJVcR MINP WHATFOf?/ BUT KEEPITUNPER YÖUR +IAT, W-HEN ,ANP STEFFI: „Spyrjið mig einskis og það kemur ekki málinu við hvað ég veit. En amerísk sprengjuflugvél bíður, falin í skógi í 40 mílna fjarlægð. Hún var neydd til að lenda. Þrír menn af áhöfninni komust af og þeir leyna sér þar. Þeir hafa gert við flugvélina og ætla að halda á brott í kvöld og reyna að komast aftur til bækistöðva sinna. Þér eigið að fara með þeim, ef þér viljið neyta tækifærisins.“ ÖRN: „Vil ég! Drottinn minn, hvort ég vil!“ STEFFI: „Ágætt! En munið að ég geri þetta upp á eigin spít- ur! Ég brýt lögin með því. Það kemur engum við, hvers vegna ég geri þetta, en þér verðið að halda þessu leyndu, ef þér komist alla leið. Þér skiftið hér um bifreið. Aðrir munu fara með yður til flug- vélarinnar. 'Hinir bíða eftir yður. Góða ferð.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.