Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1944, Blaðsíða 2
s m>VQUBLAÐIg Suanudagttr 5. mam 1944 ■ 'r 1 : ■ i' r.- >:■ L ; • ____________________________________________ ísland vill vera áfram fi norrænnl samvinnn. Tillaga tii pÍBgsályktunar, flutt af skilnaðarnefnd sameinaðs þings. ' SKILNAÐARNEFND sameinaðs þings lét útbýta á alþingi í gær tillögu til þingsályktunar um þátttöku Íslnnds í norrænni samvinnu, sem felur í sér þýðingarmikla yfirlýs- ingu alþingis í sambandi við væntanlegan skilnað íslands og Danmerkur. Þingsályktunartiliagan er svohljóðandi: „Um leið og alþingi gerir ráðstafanir til þess, að alda- gömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslenzks lýð- veldis rætis, ályktar þingið: að senda hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurkveðjur og óska þeim frelsis og farsældar og að lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fomu frændsemi- og menn- ingarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda, enda er það vilji fslendinga að eiga þátt í norrænni sam- vinnu að ófriði loknum.“ Þessi þingsályktunartillaga mun koma til umræðu í sameinuðu þingi strax eftir helgina. Hátiðahöld Norræna félagsins: Ríkisstjóii og forsætísráðherra hylla samstarf Morðnrlanda. „Vér íslendingar höfum ekki efni á þvi að taka ekki þátt í því starfi,“ sagði rikisstjóri. —.....'♦...... T SLANDSDEILD Nor- ræna félagsins hafði eins og áður hefir verið sagt frá fjö](mennt og virðulegt hóf að Hótel Borg í fyrra kvöld í tilefni þess að 25 ár eru nú liðin síðan Norræna félagið var stofnað á Norður löndum. Samkvæmið hófst með því að formaður félagsins, Stef- án Jóh. Stefánsson alþingis- maður, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Meðal gesta voru ríkisstjórinn, for- Norrænni höll ráð- inn staður við Þingvaliavatn. C TJÓRN Norræna féíags- ^ ins barst í tilefni aldar- fjórðungs afmælis þess bréf frá Þingvallanefnd, þar sem hún tilkynnti, að félaginu væri heimil lóð á Kárastaða- aesi við Þingvallavatn undir hina fyrirhuguðu norrænu höll. Bygging hinnar norrænu hallar er eitt af helztu á- hugamálum Norræna félags- ins um þessar mundir. Er til þess ætlazt, að í höll þessari verði haldin námskeið og ýmiskonar fundahöld á veg- um félagsins jafnframt því sem hún verði gististaður fyrir norræna gesti og félags menn. sætisráðherra, utanríkismála fáðherra. og sendiherrar Norðurlandatríkjanna. Dr. Bjöm Þórðarson forsæt- isráðhearra flutti aðalræðuna. Hann sagði meðal annars 'að starf Norræna félagsins hefði iborið þann árangur, sem frek- ast hefði mátt búast við. Starf þess hefði verið viðstöðu- og misfellulaust um tuttugu ára skeið, eða þar til það var rofið af utanaðkomandi ofbeldi, það sýndi að þetta hefði verið líf- vænlegt starf og ekki væri á- stæða til þess að efast um að það mundi hefjast að nýju éftir óöld þá er nú stæði yfir. Þá ræddi forsætisráðherrá um þann ótta, sem virtist hafa orð- ið vart hjá frændþjóðunum, um að „ísland væri á vestur- leið“. En þótt sambúð okkar við Ameríkumenn hefði yfirleitt verið góð, sýndi hún það ekld að ísland „væri á vesturleið", heldur aðeins' að umgengnis- menning beggja aðila væri í sæmilegu lagi. Að síðustu sagði forsætisráðherra um stöðu Norðurlandanna í stjórnmálum heimsins: Vér vitum áð þær (Norðurlandaþjóðirnar) muni ávalt vera, ekki aðeins réttu megin, heldur réttarins megin. Þótt ofbeldi hafi sundrað Norð- landaþjóðunum og slitið sundur norræna samvinnu um skeið, sagði hann ennfremur, þá megn ar það eklci að kúga þann anda, sem ávalt mun sameina þær, anda réttarins og anda frelsis- ins. Þeim megin í stjórnmál- unum, er þessi andi ríkir, vilj- um vér íslendingar standa og eiga hlut í norrænni samvinnu. Tómas. Guðmundsson, skáld las upp fagurt kvæði er hann hafði orkt í tilefni af afmælinu. Tvöfaldur kvartett, undir stiórn Halls Þorleifssonar söng mörg norræn lög meðan setið var að borðum við mikinn fögnuð á- Flfc. á 7. aSu. Ef ri deiid breytir lýðveldis- stjðrsarskrárfrnmvarpinD. Tekitr aftur hið frestandi synjunar- vald af lýðveldisforsetanum. /’XNNUR umræða í efri deild um lýðveldisstjómarskrána fór X-/ fram í gær. Fram var komin breytmgartillaga frá stjómar- skrárnefnd við 26. gr. frumvarpsins, sem breytt var í neðri deild samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Breytingartillaga stjómar- skrámefndar miðar að því að færa þessa grein frumvarpsins í fyrra horf, þ. e. að lög, sem forseti synjar staðfestingar, skuli þrátt fyrir synjim hans öðlast lagagildi, unz fram hefir farið um þau þjóðaratkvæðagreiðsla. Breytingartillaga forsætisráðherra, sem neðri deild samþykkti, var hins vegar á þá leið, að lög sem synjað væri staðfestingar, skyldu ekki öðlast gildi, fyrr en þau hefðu náð samþykki við þjóðaratkvæðagreiðslu. Brynjólfur Bjamason mælti fyrir þessari breytingartillögu af hálfu stjórarskrámefndar. Taldi hann, að með því að sam- þykkja breytingartillögu for- sætisráðherra, hefði vald al- þingis verið rýrt óeðlilega en vald forseta jafnhliða aukið um fram það, sem vera bæri. Lög- gjafarvaldið ætti að vera hjá alþingi en með þessu væri for- seta veitt óeðlileg hlutdeild í því. Forsætisráðherra, Björn Þórðarson, kvaðst geta skilið breytingartillögu stjórnarskrár- nefndar, §ftir að hafa heyrt þau ummæli framsögumanns nefnd- arinnar, að fyrir henni hefði vakað að löggjafarvaldið væri einvörðungu hjá alþingi. En það væri þá rangt orðalag í 2. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins, að alþingi og forseti færu með löggj af arvaldið. Þar ætti þá heldur að standa, að alþingi færi með löggjafarváldið, eða þá að alþingi og kjósendur færu með það. Ráðherrann kvaðst ekki skilja þann ótta, sem fram hefði komið við að fela þjóðhöfðingja, sem þjóðin sjálf kysi til fjögurra ára í senn, þá hlutdeild í löggjafar- starfinu, sem neðri deild hefði samþykkt. Og hann kvaðst ekki trúa, að efri deild sýndi það vantraust á þjóðhöfðingjanum og fulltrúa þjóðarheildarinnar að samþykkja breytingartil- lögu stjórnarskrámefndar. Magnúsi Jónssyni fannst það óeðlilegt vantraust á löggjafar- stofnun þjóðarinnar, að hún myndi samþykkja lög, sem gerðu eitthvert óskaplegt tjón, þótt þau væru í gildi í nokkra mánuði. Hann kvaðst og vera þeirrar skoðunar, að nú, þegar æðsta valdið væri flutt inn í landið, ætti að gera á því sem allra minnstar breytingar. Pétur Magnússon kvaðst vera undrandi yfir því, að þeir ágætu menn, sem skipuðu stjórnar- skrárnefnd, skyldu getað hafa komið sér saman um slíkt á- kvæði, sem væri í breytingar- tdllögu nefndarinnar. Eins og frá stjór'narskrárfrumvarpinu væri gengði, væri þetta ákvæði hrein rökleysa. Frumvarpið gerði ráð fyrir tvískiptingu löggjafarvaldsins, milli alþingis og forseta. Rökrétt afleiðing af því væri það, að lög, sem al- þingi hefði samþykkt gætu ekki náð samþykki, fyrr en hinn aðili löggjafarstarfsins hefði lagt á þau samþykki sitt. Það lægi í augum uppi, að forseti mundi ekki láta persónu lega skoðun sína á lögum ráða því, hvort hann veitti þeim staðfestingu eða ekki. Hann myndi fyrst og fremst beita synjunarvaldi sínu, ef augljóst þætti að lög brytu í bág við stjórnarskrána. Alþingi hefði samþykkt lög, sem dómstólarnir hefðu dæmt brot á stjórnar- skránni. Það mundi skapa margskonar truflanir og óþæg- indi, ef farið væri að fram- kvæma lög, sem felld yrðu úr gildi að nokkrum mánuðum liðnum. Haraldur Guðmundss. kvaðst fyrst vilja lýsa ánægju sinni yfir því, að eining hefði náðst bæði um þingsályktunartillög- una um niðurfelling sambands- lagasáttmálans og afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins. Þetta væri hin mesta trygging, sefn unnt væri að fá fyrir far- sælli lausn málsins. Haráldur kvaðst vilja rhótmæla þeim um mælum framsögumanns stjóm- arskrárnefndar, að fulltrúar Sósíalistaflokksins einir hefðu verið því fylgjandi í stjórnar- skrárnefnd (milliþinganefnd- inni) að forsetinn yrði þjóð- kjörinn. Kvaðst Haraldur sjálfur hafa hreyft því, hvort ekki væri rétt að taka þetta atriði til yfirvegunar á ný. En Frh. á 7. eíðu. Laxfossi fitettr verlð bfargað af skerimu ■—-—».- ■—— fSklpIS fi gær iai ú Heyk|avfik8ir2ill£ii« ~——♦——■— T AXFOSSI hefir verið bjargað. Náðist skipið í gærmorg- un af skerinu, en það hafði legið þar frá því 10. janúar eða í tæpa tvo mánuði. Skipið er, að sjálfsögðu mikið skemmt, en þó er talið að hægt sé að gera við það — og að riðgerðin mun ekki taka mjög langan tíma. Það eru vélsmiðjurnar Héðinn og Hamar, sem hafa unnið að björgun skipsins og tekizt hún. Hefir hver stund verið notuð til björgunar skipsins — og í gær tókst að koma skipinu inn á Reykjavíkurhöfn. Heira keypt af á- fengi sfðai |að kæbkaði. Úthlntarskrifstefan fljtnr i ný húsakjQBi. TMfEIRA var selt af áfengi hér í Reykjavfk — í flöskutali — eftir að það hækkaði í verði um allt að fimmtíu. prósent,. er. áður var. Forst jóri Áfengisverzlunar ríkisins, Guðbrandur Magnús- son skýrði U aðamönnum frá þessu í gær, er hann bauð þeim að skoða ný húsakynni, er út- hlutunarstkrifstofa verzlunar- innar hefir fengið í Nýborg. „Það mun ekki vera ætlun ríkisstjómarinnar að opna búð fyrir áfengissölu fyrr en herinn er farinn úr landinu. Herstjórn- irnar munu hafa farið fram á það, að hermönhum yrði ekki selt áfengi — og ríkisstjórnin, sem er, yfirstjórn áfengisverzl- unarinnar, telur að hún geti betur uppfyllt þessa ósk, ef ekki er opnuð opinber verzlun með ófengi,“ sagði forstjórinn enn- fremur. Afhendingar- eða undanþágu skrifstofa Afengisverzlunarinn- ar hefir fengið ný og stórum umbætt húsakynni í austur- enda hússins Nýborg við Skúla- götu og byrjar afgreiðslu þar á morgun kí. 9,30'—12 ög kl. 2— 5. Hafa afgreiðsluskilyrði skrif- stofunnar verið hin verstu til þessa, en nú tekur þetta mikl- um þreytingum, því að undan- þágumar eru afgreiddar á sama stað og varan, sem menn kaupa. Flugferðir milli íslands og annarra landa. Fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar á alþingi. TVEIR ALÞINGISMENN, þeir Bjarni Benediktsson og Gísli Jónsson, hafa lagt fram á alþingi fyrirspum til ríkisstjórnarinnar um flugferð- ir milli íslands og annarra landa. Fyrirspurnin er svo hljóð- andi: „Hver árangur hefur orðið af áskorun alþingis 9. feþr. 1942 til ríkisstjórnarinnar um, að hún léti athuga, hvort tiltæki- legt væri að kaupa þá þegar hingað til lands millilandaflug- vél, eina eða fleiri, þannig að unnt yrði að koma á flugferð- um fyrir landsmenn til Eng- lands og Bandaríkja Norður- Ameríku, og ef slík flugvéla- kaup reyndust eigi gerleg, þá yrði leitað samninga við full- trúa fyrrgreindra ríkja, um að meðan á ófriðnum stæði, yrði af þeirra hálfu haldið uppi föst- um flugferðum hingað til lands frá þessum löndum, með þeim hætti, að landsmenn hefðu not af til ferðalaga og póstsend- inga?“ í greinargerð fyrir þessari spurningu segja þingmennirnir: „Gildi flugvéla fyrir sam- göngur milli landa hefur aldrei komið eins glögglega fram og í ófriði þeim, er nú stendur. Þörf íslendinga fyrir flugsam- göngur milli landa hefur og aldrei verið brýnni en nú og verður sjálfsagt eigi í náinni framtíð, því að þegar sigling- ar verða auðveldari en nú, minnkár sú nauðsyn, serm menn hafa nú fyrir flugsant- Frh. á 7. a&hi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.