Alþýðublaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 4
4 WY^USLAglP Föstudagur 17. maxz 1944. Niðurlag á grein Stefáns Júliassoiiar: Heimsókn í fyrirmyndarskóla. fttjrijitabiaðið iO'tgefandí: AlþýSuflokkuriim, Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Síinar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Sknldin við landið. JÓN GUÐMUNDSSON gest- gjafi á Þingvöllum hefir gefið óvenjulega höfðinglega gjöf til eflingar skógræktar í landinu. Hann hefir gefið 300 þús. krónur í sjóð, er verja skal til skógræktar og skreytingar á Þingvöllum. Auk þessa hefir svo Jón ánafnað sama sjóði all- ar eigur sínar, að undantekn- um nokkrum dánargjöfum. Þessi stórmyndarlega gjöf ber vott um tvennt, auk höfðingsskapar gefandans: glögg an skilning á því, í hvílíkri skuld þjóðin stendur við land ið vegna eyðileggingar skóg- anna, og fátíða ræktarsemi við helgistað íslendinga. * Þessi óvenjulega rausnarlega gjöf hlýtur að orka á hugi manna eins og þegar steini er kastað í lygnt vatn.. Hún vekur margvíslegar hræringar og um- hugsanir. En ein spurning leit- ar fastar á en allt annað: Hvers vegna hefir ekki (fyrir löngu verið hafizt handa um almenna fjársöfnun í stórum stíl til skóg ræktar starf semi ? Undanfarin ár hefir verið safnað stórfé á íslenzkan mæli- kvarða til ýmislegrar mannúð- arstarfsemi, og skal það sízt lastað. En hinar greiðu undir- tektir almennings undir þær fjárbænir sýna ljóslega, að menn eru fúsir til að láta fé af hendi ' rakna, hver eftir sinni getu, þegar þeir telja, að góður málstaður eigi í hlut. Það á að mega gera ráð fyr- ir því, að skógræktin sé hug- stæð hverju mannsbarni á ís- landi. Áreiðanlega finna allir Islendingar til þess, hve landið er nakið. Á sumrin flykkjast menn um langar vegalengdir þangað, sem skógur vex, enda þótt ekki sé nema um kjarr að ræða, í því skyni að eyða ein- um degi í skóglendi. Áratugum saman hefir sú hugsjón „að klæða landið“ átt marga og ágæta formælendur. En fjár- skortur og skilningsleysi fjár- veitingavaldsins hefir alltaf staðið í vegi fyrir því, að hug- sjónin yrði að veruleika. Land- ið verður ekki klætt, svo að nokkru nemi, nema með stór- felldu og samstilltu átaki al- þjóðar. En ef allir leggjast á eitt, og hver og einn leggur fram sinn skerf, getur ein kyn- slóð þjóðarinnar orkað svo miklu í þessu framfaramáli, að aldarhvörfum valdi. Jón á Brúsastöðum hefir gef- ið merkilegt fordæmi. Gjöf hans er áhrifamikil hvatning fyrir alla aðra. Almenn fjáf- söfnun til skógræktarstarfsins ætti að fylgja í kjölfarið. Ef vel er að unnið, þarf ekki að efast um þátttöku þjóðarinnar. í brjósti hvers góðs drengs blundar þrá til að láta eitthvað gott af sér leiða til varanlegra hagsbóta fyrir land sitt og þjóð. Stærsta skuld þjóðarinnar við landið er sú, að hafa rúið það að skógum. Sú kynslóð, sem greiðir myndarlega afborgun af þeirri skuld, getur sér varan- lega sæmd og gott eftirmæli. Gestgjafinn á Þingvöllum hef- NÚ sagði fylgdarmærin, að þessu næst væri rétt að við athuguðum, hvað um væri að vera í leikfimissalnum. Ég fyrir mitt leyti óskaði, að við sæjum þar danskennslu, því að ég hafði heyrt, að hún væri með afbrigðum góð í skólanum. En í stað þess sáum við leik- kennslu. Margir unglingar voru þarna inni í salnurn, sem var allstór, og voru flestir þeirra á- horfendur, og sátu þeir á gólf- inu. Pallur var fyrir enda sals- ins, og var hann notaður sem leiksvið. Leikritið, sem samið var af nemendunum sjálfum, var í rauninni hvorki frumlegt né merkilegt. En meðferð leik- aranna á hlutverkum sínum var aftur á móti með þeim á- gætum, að til einsdæma mátti teljast. Sérstaklega var leikur eins drengsins mjög góður, og hef ég hvergi séð barn sýna slíkan skilning í alvarlegum leik. Ég hafði orð á þessu við kennslukonuna eftir á, að mér hefði þótt leikur hans sérstak- ur, og sagði hún okkur þá, að drengurinn, sem var aðeins 14 ára, hefði þegar fengið styrk til leiknáms frá þekktum leik- skóla. Skýri ég einkum frá þessu vegna ummæla, sem kennslukonan viðhafði um þetta, en hún var stundakenn- ari, sem hafði á hendi leik- kennslu víðar í skólum. Hún sagði: „Til þess eru að vísu nokkrar líkur, að hæfileiki Williams hefði komið í ljós, þótt hann hefði ekki verið hér í skólanum, en hitt er þó víst, að það var honum mikil gæfa að vera í slíkum skóla sem þessum, þar sem allt er reynt til þess að uppgötva og þroska sérhæfni og færni nemend- anna.“ v Er við höfðum skoðað allar þessar handíðir og vinnuhrögð, fannst mér satt að segja skól- anum meir svipa til vinnu- stöðvar en þeirra framhalds- skóla, sem ég átti að venjast. Nú var liðið fast að hádegi, en svo hafði verið ráð fyrir gert, að skólastjóri ætti tal við okk- ur fyrir þann tíma, og héldum við því aftur til skrifstofu hans. Þar skildi fylgdarmærin við okkur, og þökkuðum við henni góða aðstoð. Dr. Patri sat í einu horninu sem fyrr og bandaði hann okk- ur að koma nær, því að rödd hans var biluð og talaði hann því mjög lágt. Við hnöppuð- umst utan um hann, og hann hóf mál sitt. „Ég geri xáð fyrir því“, sagði hann, „að þið hafið aðallega skoðað það, sem við erum að reyna að gera á verk- lega og listræna sviðinu, enda ætlaðist ég til þess. Reynsla er fyrir öllu og reynsla fæst með starfi. Það er oft krókótt Ieið að innsta eðli barnsins, en við erum að reyna að finna þá leið hér. Stundum tekst okkur vel, stundum miður. Við reynum að gefa öllum tækifæri til þess að tjá sig, svo að þau eigi betra með að finna sjálf sig og á- kveða, hvar þau kjósa sér stað og stöðu í lífinu“. —• Dr. Patri er hrifinn af starfi sínu, eins og allir góðir skólamenn. Hann iðk ar mjög þann frásagnarhátt, að segja frá kynnum sínum við ýmis börn, sem hann hefur þekkt á starfsferli sínum. „Ég man eftir.........“, segir hann og tilfærir eitthvert nafn, segir sögu af barninu og dregur af því lærdóma. Hann er hinn prýðilegasti kennari í uppeld- isfræði, án þess hann ætli sér það með þessu máli sínu. Hann bendir okkur á bronzstyttu, er stendur í einu horni skrifstof- unnar. „Ég býst við, að enginn ykkar hafi sett þessa styttu í samband við Lincoln,“ segir hann, „en þó er hún af honum. Hún líkist satt að segja harla lítið myndum af Lincoln, — en saga hennar er þannig: Eitt sinn, er börnin höfðu verið að lesa um Lincoln, hafði einn drengjanna orð á því, að sig langaði til að gera af honum styttu eins og hann kæmi sér fyrir sjónir. Við hvöttum hann til þess. Það tók hann langan tíma að móta myndina í leir, svo að hann teldi sig hafa tjáð sig eins og hann ætlaði, og við létum hann leita fyrir sér eins og hann vildi. — Þetta er árang urinn, og mér þykir vænt um styttuna.“ Og gamli maðurinn brosti eins og hans var vandi. Mér fannst þá, og finnst raunar enn, að þetta brjóstlík- an af Lincoln sé táknrænt fyr- ir starf og skóla dr. Patri, — táknrænt bæði vegna þess, að það er af Lincoln, er lifir í með- vitund margra sem postuli lýð- ræðis og jafnréttis, og eins vegna hins, að nemandinn fékk að hafa það eins og honum leizt, eftir mikla umhugsun og langa leit við að koma hug- mynd sinni í fast form. — Og þegar þetta er athugað, þarf engart að undra, að skólinn hef- ur náð afburða árangri í starfi sínu. Þegar yfirskólanefnd New York-borgar safnaði sýn- ishornum af vinnubrögðum unglinga í listrænum og verk- legum efnum í öllum skólum borgarinnar, og fékk til þess sérstaka dómnefnd að dæma um sýnishornin, án þess hún vissi úr hvaða skólum þau voru, kom í ljós, að þessi skóli átti langflest af þeim. — Gamli maðurinn segir okkur frá þessu, og það vottar fyrir glampa af stolti í augum hans, — en þó er á honum að skilja, að honum hafi fundizt þetta eðlilegt og sjálfsagt. — Rödd hans er hlý og viðkvæm jafnan er hann minnist á þá, er á einhvern hátt hafa skarað fram úr, og eins þegar hann segir frá erfiðum tilfellum, sem hann telur hæp- ið, að hann hafi sigrazt á. Hann minnist á skólabraginn, sem okkur virtist sérlega góð- ur. Skilningur hans á nemend- unum er mjög næmur, og hann lítur á hlutina frá mörgum sjónarmiðum. í formála fyrir lítilli sýnisbók af ljóðum og listrænni vinnu nemenda sinna segir hann á einum stað: „Ó- kunnugum virtust sum þessara barna vera „erfið viðureignar“. Nýr kennari hafi það eitt sinn á orði, því að þau voru síkvik, ó- kyrr og önnum kafin í þá daga, og nokkrir vösólfar. Smátt og smátt lærði kennarinn að skilja, að vöxturinn með sínum knýjandi krafti, hið frumstæða skapandi afl, er sjaldan fínt, fágað eða nákvæmt. Því fylgir rót í huga, hvikular hugsanir og ótamdar hreyfingar, áður en skeiðið er runnið, og feg- urð, mýkt og friður ná völd- um.“ Við snerum talinu að sam- starfi skólans og heimilanna, en það er annar meginþátturinn í starfi dr. Patri, sem orð hefir af farið. IJann er ráðgjafi for- eldra þar í nágrenninu í vanda málum þeirra og sjálfsagður dómari í málum, sem snerta börn og unglinga. — Steingrím ur Arason varpaði fram spurn- ingunni: „Hvað álítið þér um kýnningarstarf milli skólanna foreldranna, foreldrafundi og annað þess háttar, sem miðar að aukinni kynningu milli skóla og heimilis?“ Gamli maðurinn þagði við um stund. „Ja, ég veit ekki hvað segja skal,“ sagði hann svo og brosti. Þá færðist hann allur í aukana og mælti: „Sko, þegar skólinn er hluti af umhverfinu eins og okkar skóli er orðinn, þá þarf ekki framar að hugsa upp ráð til þess að fá kennara og for- eldra til þess að kynnast og ræða saman. Hér ganga foreldr arnir út og inn og sjá allt, sem fram fer. Mæðurnar skilja börn in sín stundum eftir hér í skrif- stofunni hjá mér, þegar þær fara í vinnu, og við reynum allt af að líta’ eftir fyrir þær og hjálpa til, ef þær þurfa með. Skólinn okkar er í þjónustu fólksins hér í umhverfinu, ekki aðeins barnanna, heldur allra. — Foreldrafundir og allt annað umstang af því tagi er aðeins til að sýnast, það hefir enga verulega stoð, þegar til lengdar lætur.“ Vegna sérstöðu Steingríms Arasonar meðal gestanna, bauð dr. Patri okkur að borða með sér hádegisverð. Við snæddum í matsal skólans, en hann er mjög stór. Geta nemendur keypt sér þar málsverð við vægu verði, og nota þeir sér það yfirleytt. Þetta tíðkast mjög í skólum vestra. Margt bar á góma um skól- ann og ýmis uppeldismál á meðan á máltíðinni stóð. Ég EN N virðast ófriðarlokin eiga langt í land. En þrátt fyrir það ræða blöðin nú oftar og oftar, hvað verða muni eftir stríðið. Tíminn birti í gær rit- stjórnargrein, sem hann nefndi „Stríðið eftir stríðið“. Þar seg- ir meðal annars: „í löndum bandamanna er nú engu minna rætt um vandamálin eftir styrjöldina en styrjaldar- reksturinn sjálfan. Þau eru mörg talin enn torleystari og erfiðari við fangs en sjálf styrjaldarmálin. Þar koma sérsjónarmið og stéttahags- munir miklu meira til greina. Það er því ekki orðið óalgengt, þegar rætt er um lausn þessara mála, að talað sé um „stríðið' eftir stríði$“. í einu af seinustu kvæðum sín- um, biður Nordahl Grieg þess, að þjóð hans fái „afl til að þola frið“. Öll merki benda því miður til þess, að hér sé ekki um ástæðu- lausan ótta að ræða. Reynslan eft- ir seinustu heimsstyrjöld bendir eindregið til þess, að næsti friður verði lítið meira en hlé milli þátta, ef ekki verður tekin upp ný skip- an, ekki aðeins í milliríkjamálum, heldur einnig í innbyrðismálum þjóðanna. Fjárhagslegt öngþveiti og atvinnuleysi átti ríkan þátt í tilveru þýzka nazismans. Harðsvír ug auðvaldsklíka í Frakklandi skapaði þau miklu stéttaátök, er áttu stærstu hlutdeildina í ósigri Frakka. Skipulagsleysi frjálsu sam keppninnar í Bretlandi, ásamt til- heyrandi stéttabaráttu og atvinnu- leysi, gerði Breta vanmáttuga í tafli heimsmálanna og illa búna undir styrjöldina. Þetta, auk margs annars, hefir sýnt öllum hugsandi mönnum, að ekki sízt innanlands- málin, verður að taka nýjum og haganlegri tökum en áður. Það þarf að skapa hverju þjóðfélagi fastmótað, markvisst hagkerfi í stað skipulagsleysis samkeppninn- ar, útrýma óeðlilegum lífskjara- mun stéttanna og tryggja öllum atvinnu og sæmilega afkomu. Með seni birtast cíga í Alþýðublaða.ú, verða áð vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnaf í Alþýðuhúsinu, (gengið km frá Hverfisgötu) fyrir kB. 7 að kvöBdi. SSmi 4906. man, að Steingrímur sagði eitt sinn við dr. Patri: „Ég minnist þess, að í kennslustund einni fyrir tuttugu og fimm árum. lýstuð þér fyrir okkur þorps- skóla. Þér röktuð sögu ungs kennara frá því hann kom til þorpsins og mætti andspyrnu og erfiðleikum, þar til honum hafði tekizt að skapa þarna fyr- irmyndarskóla. — Ég hefi oft hugsað um það síðan, hvort saga þessi hafi verið sönn, eða hvort þér byggðuð hana upp sem þátt í kennslu yðar.“ — Gamli maðurinn hugsaði sig um nokkra stund, brosti ljúf- lega og sagði því næst: „Þetta var hugmynd. — Ég hefði aldrei komizt langt í ■■■■ -- JL. Frh. á & síða. þessum hætti einum verður hægt að uppræta öfgastefnur, sem geta leitt þjóðirnar á eyðileggingarbál nýrrar styrjaldar. Til þess að koma þessu í kring, verður ekki hjá því komizt, að þrengja að mun sérréttindi og gróðamöguleika yfirstéttanna. Stór hluti þeirra mun ekki skilja köll- un tímans, heldur mun þverskall- ast gegn öllum félagslegum um- bótum. Þessí hluti hennar mun ekki hlífast við að beita hinum grimmilegustu örþrifaráðum til að halda í hinn rangfengna hlut sinn. Þótt styrjöldin sé háð gegn fas- isma, mun hann hvergi dauður í stríðslokin. Hann mun einmitt þá skjóta rótum í löndum banda- manna og verða þar tiltölulega öflugri en nokkru sinni fyrr, vegna þeirra félagslegu umbóta, sem auð valdsstéttin og bandamenn henn- ar fjandskapast við. Jafnhliða og fasisminn mun þannig færast 1 aukana, mun öfga- stefnan lengst til vinstri, komm- únisminn, magna áróður sinn um allan helming og nota víggengi Rússa sér til stuðnings. Á sama hátt og fasistisku auðmennirnir munu boða „heilagt“ stríð og sam- fylkingu til þess að berja niður kommúnismann, munu kommún- istar flytja svipaðan boðskap um að berja niður fasismann. Báðar stefnumar telja sér hag í því, að þessi heróp verði svo sterk, að menn ‘ skiptist aðeins í tvær fylk- ingar, fasistafylkinguna og komm- únistaíylkinguna. Eigi ekki að verða mörg stríð eftir þessa styrjöld eða réttara sagt borgarastríð í mörgum löndum, þá verður það því aðeins, að umbóta- mennirnir fylki sér svo vel sam- an og myndi svo trausta og öfl- uga fylkingu, að öfgahreyfingarn- ar sitt til hvorrar hliðar megi sín lítils eða einskis. Þetta sjónarmið er ráðandi rrieðal Breta og sam- veldisþjóða þeirra og svipað mé Frh. af 6. oíBbl ir greitt sína skuld og sinna ætt I munu á eftir koma, ef liðinu menna í marga liðu. Fleiri 1 verður fylkt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.