Alþýðublaðið - 23.03.1944, Page 5

Alþýðublaðið - 23.03.1944, Page 5
2S. t§U Pólsknr kermaður spsrrt Er gaman að drepa? SÍÐUSTU MÁNUÐI hafa ýmsar greinar birzt í tolöðum bandamanna, þar sem skæruliðar skýra frá reynslu sinni. Meðal þeirra ,er grein sem ber heitið. „Ég nýt þess að drepa Þjóðverja“, eftir Lyud- milu Pavlichenko, rússneska konu og leyniskyttu, sem tjáir, að hún hafi fellt þrjú hundruð Þjóðverja sér til óblandinnar ánægjv. Nú er ég þess fullviss, að ef leitað væri umsagna tíu skæruhca urn mál þetta, myndu níu þeirra kveða þannig að orði, að því færi fjarri, að þeir hefðu yndi ax því að ráða óvinunum bana. I-ví að hvað svo sem sagt er um manninn og fýsn hans til víga og tortímingar, getur enginn óbrjálaður maður haft yndi af því að svipta aðra menn lífi. — Menn svipta að sönnu aðra menn lífi, þegar hættur ægja þeim, og þeir eru í geðs- hræringu, en engan veginn sér til yndis og ánægju. Þessi skoð un mín byggist eigi aðeins á samræðum þeim, er ég hefi átt við menn og konur, sem barizt hafa mánuðum saman meðal skæruliðanna og leyniskyttn- anna í Póllandi heldur og á reynslu sjálfs mín. Ég drap mann fyrsta sinni hinn fjórða dag septembermán- aðar árið 1939. Ég hafði þá með höndum forustu lítillar her- sveitar í Suður-Póllandi. Skömmu eftir að loftvarnamerki hafði verið gefið, barst okkur tilkynning um það, að fallhlífa- menn úr liði óvinanna væru á næsta leiti við okkur. Þeir voru allir umkringdir innan tveggja klukkustunda að einum undan- skildum, sem öllum reyndist ó- gerlegt að komast í námunda við. Hann réði fjórum mönnum bana í útvarpsstöðinni á skömm um tíma og hélt uppi linnu- lausri skothríð á hvern þann, sem freistaði þess að nálgast hann. Einn manna minna kom auga á Þjóðverjann af hend- ingu, þar sem hann hafðist við :í hlöðu nokkurri og hélt uppi skothríð sinni, en féll fyrir :næsta skoti hans. Ég lá í skurði og tókst að komast að hlöðunni án þess, að mín yrði vart. Ég sá ekki manninn í fyrstu, en skothríð hans gaf brátt til kynna, hvar hann var. Hann lá á heystakki og hélt uppi lá- lausri skothríð, án þess að hyggja hið minnsta að því, sem fram fór úti fyrir. Hann sá mig hvorki né heyrði, svo að ág skaut tveim skotum að hon- um. Hann sneri sér við, settist upp til hálfs og miðaði á mig, svo að ég hleypti af einu sinni -enn. Hann féll aftur yfir sig, -öskraði eitthvað og valt því næst niður á hlöðugólfið. Ég skundaði brott án þess að líta við honum. Ég gat það ekki. Hann var fyrsti maðurinn, sem ég réð bana. * NÆSTU Tíu DAGA sóttu Þjóðverjar fast fram, og við urðum að láta undan síga austur á bóginn. Nokkrum sinnum var samband hersveita okkar rofið, og urðum við þá að efna til harðfengilegra árása og beittum þá skotvopnunum óspart. Sérhver okkar varð þá að berjast með sjálfstæðum hætti og fella fleiri eða færri óvinanna til þess að forða því að veíða drepinn sjálfur. Ann- arra kosta var eigi völ. Ég hafði löngum þá siðvenju að miða riffli mínum vendilega á einhvern óvinanna og bíða, unz hann kom í skotfæri. Þjóðverj- inn nálgaðist því næst með riffil sinn í höndum sér, álútur og varfærinn. Ég gerði mér far um að hæfa hann sem næst hjartastað, og jafnaðarlega féllu Þjóðverjarnir, sem ég Sjálfstæðishöllin. Mynd þessi er af listamanninum Arthur Tofani og líkani því, er hann hefir gert af Indephndence Hall, höll gerðri í minningu sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjamanna árið 1776 — Smíði líkansins tók Tofani tvö ár, enda er það myndað úr 88,000 viðarkuhbum. hæfði skotum mínum, á grúfu. Eina tilfinningin, er ég skynj- aði á slíkum stundum, var sú, að ég fagnaði því að heilum hug, að það var ekki ég sjálfur, sem lá eftir í valnum. Enn þann |T|REIN ÞESSI er eftir Pól- verja, Franciszek Radzis zowski, sem komst af landi brott eftir að hafa barizt í pólska hemum og síðar sem skæruliði langa hríð. Er grein hans svar við grein eftir rússneska kvenleyni- skyttu, er kvaðst hafa drepið þrjú hundruð Þjóðverja sér til óblandmnar ánægju. Greinarhöfundur fullyrðir hins vegar, að því fari fjarri, að nokkur óbrjálaður maður eða lcona geti haft yndi af því að ráða öðrum mönnum bana, enda þótt það hafi orð- ið hlutskipti þeirra, og legg- ur reynslu sjálfs sín og félaga sinna þeirri skoðun sinni til grundvallar. dag í dag fer því alls fjarri, að ég gleðjist yfir því að hafa ráðið Þjóðverjum þeim bana, er ég felldi á ökrum og hæðum Suður-Póllands, né sé hið minnsta hreykinn af þeim af- rekum mínum. En þessir og aðrir, sem létu lífið, er ég að félagar mínir háðum varnarstyrr Lwowborg- ar, féllu í nokkurri f jarlægð við banamenn sína. Oðru máli gegnir, þegar um návíg er að ræða. Því viðhorfi kynntist ég síðar. Lwow hafði orðið fyrir linnu \o^ ■ll, Nokkur orð um skapvonsku, vetrarþreytu. skyldleika mannsins og moldarinnar og gott ráð til að komast í gott skap. lausum loftárásum og stórskota- hríð um tveggja vikna skeið. Skotfærabirgðir okkar voru mjög til þurrðar gegnar, og öll von um frekari vörn virtist úti. Við ákváðum því að gera úrslitaárás á Þjóðverjana. Atta okkar fóru á vettvang vopnaðir handsprengjum, rýtingum og marghleypum. Ætlun okkar var sú, að bera þýzka stórskota- liða, er höfðu aðsetur í skot- byrgi nokkru, ofurliði. En Þjóð- verjar gerðu okkur fyrirsát og umkringdu okkur áður en okk- ur hafði auðnazt að framkvæma þá fyrirætlun okkar. Ég var tekinn höndum og fluttur til næsta þorps, leiddur fyrir þýzk an herrétt og dæmdux til dauða. Aftökunni var þó frestað um viku, og á þeim tíma var ég yfirheyrður hvað eftir annað. Ég skyldi skotinn árla á mánu- dagsmorgni. Við vorum hafðir í haldi í hlöðu nokkurri átján saman, og varðmenn gættu okkar jafnan. Við gátum séð varðmennina gegnum rifur á hlöðuveggjunum. Við urðum þess varir, að varðmennirnir gerðust hljólátir, þegar líða tók á nóttu. Við höfðum meira að segja ástæðu til þess að ætla, að þeir sofnuðu á verðin- um. Við aíréðum að freista flótta. Við fundum byssusting í hálm bingnum, sem var hvílubeður okkar. Sennilega hefir einhver hermaður skilið hann þar eftir á fyrstu dögum styrjaldarinnar. Við gerðum gat í vegginn með honum og staf, sem við fund- um, svo og berum höndunum, unz við gátum skriðið út um það. Ég skreið út fyrstur okk- ar félaga. Skammt frá mér sat varðmaðurinn með riffilinn á hnjánum og marghleypu í hönd unum auðsýnilega sofandi. En ég hafði vakið nokkurt hark, er FíaiiibaM á 6. sdSu. AÐ VAR EINHVER, sem sagði ■■■ við mig í gær: „Finnst þér ekki að menn séu óvenju skap- vondir um þessar mundir. Við skulum til dæmis taka bréfin, sem þú birtir í pistlunum þínum. Mér finnst að bréfritararnir séu svo fullir af gremju núna fram- ar venju.“ — Ég fór svo að hugsa um þetta. Þetta var nokkuð gott hjá honum. Ég hef þetta sama á tilfinningunni. Ég sagði: „Þú ættir þá að sjá hin bréfin.“ EN ER ÞAÐ svo sem nokkur furða, þó að menn séu úrillir? Það er svo ákaflega margt, sem ekki á að ganga á tréfótum, en gerir það samt — og er látið gera það I að óþörfu. Menn eru að vísu van- ir þessu, svo að það er ekki sleif- arlagið, sem aðallega fer í skap- ið á fólki að mínu áliti, heldur hraglandinn og umhleypingarnir, þetta líka dómadags veðurlag, sem verið hefur í vetur. ÉG FÓR nokkru seinna að tala um þetta við annan mann. Hann sagði: „Menn eru alitaf í verra skapi, þegar fer að líða á vetur- inn. Það er skammdegisþreytan, sem veldur þessu, vetrarþreytan. Þegar sólin kemur og hlýjan, þá batnar skapið.“ Þessu var ég líka sammála. Maður er verstur seinni hluta vetrar en svo bráðnar skap- ið um leið og klakinn bráðnar úr jörðinni. Það er svo margt skylt með manninum og moldinni. EN ÞEGAR MENN skrifa mér bréf, 'þá mega þeir ekki vera í slæmu skapi, jafnvel þó að þeir hafi fulla ástæðu til þess, eins og maðurinn, sem kom til mín I gær, öskuvondur út úr rafmagnsreikn- ingnum sínum og vildi heldur enn ekki láta mig þrífa til pennans. Þegar ég fæ bréf, sem skrifuð eru í vonsku, þá verð ég líka vond- ur, og ef ég tek það, þá verða fyrst prentararnir vondir, og svo, þegar þið lesið það, þá verðið þið líka vond og látið það koma niður hvert á öðru. Haldið þið ekki að sá, sem stefnt er að verði ekki líka vondur? Ég er hræddur tim það. ÞAÐ ER EKKI HÆGT að hafa góð áhrif með því að vera að vonskast. Gagnrýni á ekki að skrifa í vonsku. Ef það er gert ber hún ekki árangur. Aðalatrið- ið er að finna að því, sem aflaga fer og fá úr.því bætt, og ég, sem er nokkurs konar yfirnöldrari, er sannfærður um að í fjölda mörg- um tilfellum fær maður það lag- fært, sem maður vill og þarf að lagfæra, aðeins, ef maður bendir á það í réttri tóntegund. Sumir menn láta skapið hlaupa með sig í gönur. Og það er vitlaust. Mað- ur getur álpast langt af leið, ef maður gerir það. EINHVERN TÍMA fyrir mörg- um árum sagði maður við mig: „Ef þú ert í vondu skapi, þá skaltu fyrst brosa, þó að þú hafir eigin- lega ekki neitt til að brosa að og því næst skaltu kreista úr þér fall- ega vísu, sem þú hefur lært og syngja hana. Þú skalt sanna til að eftir örskamma stund ertu kom- inn í sólskinsskap." Ég man, hvað mér þótti þetta sniðugt. Og ég hef fylgt þessu ráði. Ef einhver hefur einhvern tíma séð mig vondan, þá er það bara vegna þess að ég hef gleymt ráði vinar míns! VILJIÐ ÞIÐ vera með? Það mega allir nota þetta ráð. Rey.nið það og sjáið til hvort skapið batnar ekki yfirleitt, gleðin eykst, söngv- urunum fjölgar, fleira fæst um- bætt, göturnar verða lagaðar, út- varpið batnar og útvarpsráð hleyp iu- strax til að fara að vilja allra (?) og hér verður brosandi fólk í brosandi landi. Blessuð skrifið mér ekki gremju og reiðiþrungin bréf. Það er ekki bætandi á hið slæma skap okkar svona seinní part vetrar. Hannes á horninu. Má sendast ófrímerkt. Ég undirrit..... gerist hér með áskrif andi að HEIMSKRlNGLU ...................................... Box 2000 Reykjavík. Límið inn myndasögur [Jað- anna í BVIyndasafn barna og unglinga Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað lands- ins og gildir það verð í Reykjavík og nágrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAUPIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.