Alþýðublaðið - 23.03.1944, Page 8

Alþýðublaðið - 23.03.1944, Page 8
maraiiBiAoia fbrataiagat 2$. 114« BTJARNARBI0SS3 Yfir Kyrrahafið (Across the Pacific) Spennandi amerískur sjónlekiur. Humphrey Bogart, Mary Astor Sidney Greenstreet Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára & 'S Hefto ífljÍQV po TIL LESENDANNA. Margir af lesendum blaðsins senda því skrítlur og smásög- ■ur til birtingar hér í dálkinum. Þetta ættu fleiri að gera. Allt slíkt efni, skopsögur, skrítlur og stökur er vel þegið og birt með mestu ánægju. Og margt af þessu efni er betur varð- veitt frá glötun en ekki, auk þess sem það gerir mörgum glatt í geði. „HEYRT OG SÉГ heitir á flesta af lesendum sín- um að verða að liði í þessu til- liti og leggja sitt lið til þess, að dálkurinn megi verða sem fjölskrúðugastur og skemmti- legastur. LEIÐRETTING. í þriðjudagsblaðinu var frá- sögn af Magðalenu móður Ól- afar frá Hlöðum hér í þessum dálki og tilfærð eftir hana staka. Tvær missagnir slædd- ust inn í þessa frásögn. Annars vegar var þess getið, að Magða lena hefði ort hina tilfærðu vísu í æsku. Það er rangt, hún orti hana á efri árum en undir þeim kringumstæðum, er í frá- sögninni var greint. — Hins vegar var prentvilla í annarri hendingu vísunnar, sem var til- færð svona: „af þeim grunni skína“, í stað „af þeim armi skína“. — Leiðréttist þetta hér með. Gargans-spilið (jassinn) verð ur við líði svo lengi sem fólkið hlýðir á hljóðfæraslátt með fót- unum í stað heiláns. í straumi ðrlaganna John Philip Sousa. ins, sem í eitt skipti fyrir öll svöruðu spumingunni, sem ég hafði aldrei öll þesi ár þorað að ’horfast í augu við. — Sæll, Milky — — sagði ég og snart ermi hans. Hann sneri sér hvatlega við og tók um báðar hendur mínar og hristi þær ferlega. Ég hé'lt á regnhlíf í annarri hendinni og töskunni minni í hinni. — Sæl, sagði hann. — Sæl, mamma. Jæja, þá ertu loksins komin hingað. Sæl. Svo að þú hé’zt loforð þitt um að koma hingað. Hvernig líður þér? Okkur var báðum mikið niðri fyrir af gleði, en gættum þess þó vel, að láta tilfinningar okkar ekki um of í ljós. — Hvernig líður þér, Milky? Mér sýnist þú magur. — Hefirðu nokkurn tíma heyrt getið um móður, sem fannst barnið sitt nógu feitt? sagði hann og tók um handlegg minn og leiddi mig brott af stöðvarpallinum. Tveir burðar- karlar þrömmuðu á eftir okkur með farangur minn. — Hvað viltu tala? Þýzku eða ensku? spurði ég hann. Ég kærði mig ekki um að hlaupa neitt á mig og mér fannst, að hver maður, sem ég sá, gæti verið Gestapomaður. — Það er betra að halda sig við enskuna, sagði Mikael. — Það væri réttara fyrir þig, að hafa amerískan fána á kraga- horninu. Aðeins útlendingi fyr- irgefst að líta út eins og þú gerir. l — Ég tók af naglalakkið, áður en ég fór frá París, svar- aði ég. — Verð ég að klæðast í rautt flúnel, til að verða tek- in gild hér? — Þú munt ekki sjá mikið af minkaskinni hér. Og háu hælarnir þínir eru ekki falleg- ir, sagði hann. — Að öðru leyti virðist þú vera of ung og gervi- leg til að vera móðir mín, og Önnu-Lísu mun ekki geðjast að þér. — Hver er Anna-Lísa? — Dóttir konunnar, sem ég bý hjá. Þú hittir hana von bráðar. Oh! hugsaði ég’. Hin gamla siðvenja Heidelberg er þó enn við líði, endá þótt allt annað kunni að vera breytt. — Er hún snotur? — Mjög snotur. Ákaflega snotur. Þú færð að sjá það sjálf. Komdu, við skulum fá okkur vagn, sagði hann og leiddi mig að vagnskrjóð, sem leit út fyrir að hafa beðið mín síðan ég var síðast í Heidelberg fyrir tuttugu arum síðan. Ég sá Mikael velta nokkrum smápen- ingum í lófa sínum, sem hann hélt fast upp að augunum og tillit hans var mér framandi. — Láttu mig sjá um þetta, sagði ég. En hann fór sínu fram, greiddi burðarkarlinum, sagði ökumanninum að aka okkur til Neckarhof og vagninn skröngl- aðist af stað. — Hvernig líður Topper? spurði hann. — Þökk, honum líður ágæt- lega. Hann er nú orðinn nokk- uð gamall og þungur á sér. — Og gamla manninum? — Ágætlega. Ofurlítið eirð- arlaus, en honum líður vel að öðru leyti. Ég bjóst við, að hann mundi koma með mér til Evrópu sér til hressingar. En þú veizt, hvernig þetta er. Á síðustu stundu kom eittthvað annað til. Hann sendi þér ást- arkveðju. — Ég get ekki hugsað mér Jón eirðarlausan. Mér fannst hann alltaf vera eins og klett- ur. — Þetta er amerískt ein- kenni. Ameríkumenn leggja of hart að sér. Ég held líka að hann sé áhyggjufullur vegna Jonna. — Er hann ennþá á Spáni? — Já, og ég hygg, að hann hafi verið allveikur um tíma. —Ef ég á að vera hreinskil- inn, þá finnst mér honum það ekki nema mátulegt. Og Babbit okkar litla líður vel, vona ég? — Já, Martin líður ágætlega Ég býst við að hann hafi í hyggju að kvænast jafnskjótt og hann hefir lokið háskóla- námi. — Gott hjá ’honum. Ég hefi fengið nokkur góð bréf frá hon- um, en hefi verið svo mikill letingi, að ég hefi ekki svarað þeim enn. Mikael hafði dvalið um sum- arið í Heidelberg og notað tím- ann til að auka við þekkingu sína í latínu og grísku. Hann var yngri en flestir þýzku stú- dentarnir og nám hans -í skól- anum vestra reyndist næsta ó- fullkominn undirbúningur und- ir námið í Heidelberg. — Hvernig sækist þér há- skólánámið núna? spurði ég. Han ypti öxlum og tilburðir hans voru eins og þegar Man- fred Halban ypti öxlum. — 0, ég býst við, að ég nái þeim smám saman, sagði hann án allrar bjartsýni. Hann neri augun mfið hnefunum eins og syfjað barn. — En það er auð- vitað Max og Moritz, og þeir valda mér talsverðum erfið- leikum. — Hverjir eru þeir? — Max er kassi með kattar- beinum í, sem ég á að setja saman, milljón af litlum bein- um. Moritz er hundur, sem er geymdur í spíritus. Ég hefi spreytt mig á honum í nærri NTJA BiÓ Eiginkonor hijómlidamanna. (Orshestra Wives) Skemmtileg ,,músikmynd“ Aðalhlutverk: Lynn Bari Ann Rutherford, Carole Laandis Virginia Gilmore, Cesar Romero, Glenn Miller og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. þrjá mánuði, en hann fríkkar ekki nokkurn skapaðan hlut. Hann bar hönd fyrir augu og skyggndist út á götuna. — Við erum nærri komin, sagði hann. — Hvað er að augunum í þér? spurði ég. —Þau eru rauð. — Það er þessi vinna með smásjána. Og ég þoli ekki birt- una frá snjónum gleraugnalaus, sagði hann. í átján ár hefir aldrei fallið snjór jafn snemma og nú. Við höfum farið á skíði GAMLA BIÖ S Kynslóðir koma - kynslóðir fara. (Forever And a Day) Ray Milland Charles Laughton Ida Lupino Merle Oberon Sýnd kL 7 og ð. Dulcy Gamanmynd með Ann Sothern Ian Hunter Roland Young Sýnd kl. 5 í tvær vikur, og enn er ekki nema þriðji desember. Það var ofurlítill snjór, ert ekki mikill. Hann hafði sópast saman í ofurlitla skafla og var ekki vitundarögn bjartur, held- ur þvert á móti grár og óhreinn. Vagninn staðnæmdist. Vagn- stjórinn opnaði dymar og hjálp- aði okkur með farangurinn. — Hvað mikið? spurði Mikael. — Tuttugu og eitt, sagði' ég og las á gjaldmælinn. Mikael fór aftur að velta fyrir sér smá- MEÐAL BLAMANNA eftir pedeesen-sejebeo Þeir undruðust það, að þeir skyldu ekki hafa orðið inn- fæddra manna varir. Þeir félagar höfðu óttazt það, að flokk- ur innfæddra manna myndi ráðast til atlögu við þá em- hvern daginn. En þegar tímar liðu fram, án þess að til nokkurs slíks kæmi, urðu þeir mun öruggari og vonbetri.. Utan við bergið var klettarif, sem allajafna braut á, og þaðan barst mikill brimgnýr, einnig þá er gott var í. sjóinn. Mestur var þó brimgnýrinn, sem gefur að skilja, þegar óveður geisuðu. Dag nokkurn stóðu þeir Páll og Hjálmar úti á strönd- inni og horfðu til hafs. Veður var milt, en eigi að síður gat mikinn nið að heyra frá klettarifinu. Allt í einu varð Páll var við eitthvað, sem nálgaðist rifið úr vesturátt. Hann þreif í axlir Hjálmars og mælti. — Sérðu þetta þarna á sjónum? Það er---------- — Já, hvað er þetta? — Það er, rödd Páls skalf, — það getur ekki ver- ið anndð en bátur. Hjálmar sannfærðist brátt um það, að Páll hafði satt að mæla. Þeir kvöddu félaga sína þegar til þess að aðgæta þetta. — Þetta er — bátur, mælti Kaliano. Þá var friðurinn úti. Því hverjir gátu þetta svo sem verið aðrir en blökkumenn? StCIP/' ONE OP THE MESSERSCHAAITTS COT AWAV/ HE'LL BRIMG BACK THE" PACK.., AMP IT'S OUR FAULT/ os <5a © E ® S ® H QXÖ’HHS’ft’? G'S &'a®7153 SKOTLIÐI: „Hin síðasta er YND A- komin úr skotfæri, herra. Ég er hræddur um að við. náum SAGA ekki lengur til hennar úr þessu." ÖRN: „Ein flugvél slapp. Hún mun sækja sprengjuflugvélar til að ráðast á skipin — og það er okkar sök.“ í ÞÝZKU FLUGVÉLINNI: „Við skulum sameinast aftur flugsveitinni. Þetta var of'dýr leikur. — En hver fjandinn sjálfur er nú þetta, sko, þarna í FURÐUFLUGVEL skammt frá: „Þarna kemur þýzk orr- ustuflugvél. Við skulum ekki láta hana sleppa. uppi?!“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.