Alþýðublaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 3
 (Siinniidagiur 26. .marz 1944. ——'l'- 'I I..I. II i....■iiiji || |i«i'~~i, i álandseyjar. NtJ FYRIR ÖRFÁUM dög- iiun var frá því skyftt, að þýzkar hersveitir hefðu gengið á land á Álandseyjum í Helsingjabotni. Eregnir þessar hafa ekki verið stað- festar, enda var svo að orði kveðið í fregn um þetta .mál, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag. Hins vegar þótti blaðinu Þjóðviljanum hér í bæ, að órannsökuðu máli, rétt að skýra frá þessari frétt, sem -,er mikilvæg, ef sönn reyndst, .á þann hátt, að Finnar hefðu „afhent þýzka hemum Álandseyjar." Þetta er ekki óvenjuleg afstaða kommúnista hér í bæ, þegar um Finna er að ræða. Allt skal noítað,-ef hægt er að viila einbverjum sýn til framdrátt- ar fyrir flokkinn. í ÞVÍ SAMBANDI mætti ef til viU minna á, að í byrj- un þessa stríðs, árið 1939, i höfðu Finnar, sem eiga þess- eyjar, ng Sviar, sem hafa 1 þar míkilla hagsmuna að gæta, lagt drög að því, að víggirða þær. Var horfið frá þessu vegna kröftugra mót- mæla Rússa. Ef svo er, að Þjóðverjar hafi hertekið þær, geta Rússar nagað sig í handarbökin út af fyrri af- stöðu sinni. Á hinn bóginn vaknar sú grunsemd, að .Rússar hafi ef til vill ætlað sér einhvem tíma, þegar tími ynnist til, að setjast þar að og gera sér mat úr þessari þægilegu flota- og flugstöð.' ÁLÁNDSEYJAR eru eiginilega eyjaklasi, um 6500 eyjar, hólmar og sker. Þar munu búa ,um 35 þús. manns -og tala flpstir sænsku. Aðalborg eyjanns heitir Mraíehanan með um 2000 íbúum. Álands- eyjar vöru fyrr á valdi | Rússa ásamt Finnlandi og í byrjun heimsstyrjaldarínnar fyrri hófu Rússar þar virkja- gerð qg koro.u sér upp öflugrí ! flotahöfn í bsóra við samning um þessi mál, sem gerður var á Parísarfundinum 1856. NOKKUR ÁGREININGUR varð um það um tíma, hvort Álandseyjar skyldu tilheyra i Svíum eða Finnum og höfðu báðir nokkuð til síns máls. Yfirgnæfandi meirihluti eyj- arskeggja mælir á sænská tu.ngu, en hins vegar hafa þær urn langt skeið lotið finnskum stjórnarvöldum. Að hætti siðmenntaðra þjóða var málinu skotið til dóms, og ákvað þjóðabandalagið árið 1921, að eyjarnar skyldu j hlíta forsjá Finna, og Svíar gengu að því. Þar með var enn gefið fagurt fordæmi um það, hvemig skipti menn- ingarþjóða geta verið, gagn- stætt því, sem nú hefur tíðk- azt að undanförnu og vanda- málið um „yfirþjóð“ hefur ekki komið til greina, svo vitað sé, milli þessara tveggja þjóða. Sambúð Finna og Svía hefur verið með ágætum og hefur þess orðið vart með margvíslegum hætti æ síðan. ÁLÁNDSEYJAR hafa mikla FA. á 7. sfðu. öerir liann innrásina hémai i Innrás á megúaland Rvrópu úr vestri er nú á allra vörum. Myndin sýnir ameríska hershöfðingj- ann Dwáght D. Eisenhower, sem mun stjórna öllum herafla bandamanna, í lofti á láði og á legi, sem ætlað er .að gera irnrásina. Hann er þarna að athuga kort af Frakklandi. Þjóðverjar herða kúg- á RáðizS: á þekkta blaðamenn. O ÍÐASTLIÐINN fimmtudag ^ var gert banatilræði við þingfréttaritara Kaupmanna- hafnarblaðsins „Socialdemokrat en aras Sigurd Thomsen. Er þessi talin tákna byrjun á nýj- um tilraunum til þess að kúga dönsku blöðin til þess að fylgja stéfnu Þjóðverja. Eldsprengjum var varpað á hús Poul Grae, blaðamanns við „Politiken“. Einnig var varpað sprengjum á skrifstofu hins kunna, józka blaðs, „Aalborg Stiftstidender11. Nokkur hluti af prentvélum blaðsins eyðilagðist og útgefandi blaðsins, Schiötz Christensen, sem er 81 árs að aldri, kastaðist fram úr rúmi sínu, án þess að honum yrði meint af. Allmargar blaðaskrifstofur Frh. á 7. siðu. Rússar fóku Prmkurov vi prn- r I Setuiió Þjóóverfa í Mikolaev bíður íuppgpfar eia aigerrar tortímingar. S QKN RÚSSA heldur áfram enn sem fyrr og verður þeim vel ágengt. Stalin tilkynnti í dagskipan í gær, að borgin Proskur- ov væri nú á valdi Rússa. Var dagskipunin stíluð til Zhukovs hers- höfðingja, sem stjórnaði her Rússa á þessum vígstöðvum. Und- anhald Þjóðverja frá Vinnitsa og Proskurov-svæðunum er óskipu- lagt og skílja þeir eftir mikinn f jölda hergagna og vista. Sana þéfið í Cassino. ENGAR breytingar hafa orð- ið í Cassino síðasta sólar- hringinn, og geisa þar enn heift arlegir bardagar. Þjóðverjar hafast við í jarðgöngum forn- um, sem liggja um borgina, og fá þar varizt stórskotahríð bandamanna. Þeir hafa enn Continental-gistihúsiS á valdi sínu, og hefir bandamönnum til þessa mistekizt að hrekja þá þaðan, enda er vörn Þjóðverja harðfengileg mjög. Á sumum stöðum, utan borg- arinnar, eru nokkrir herflokk- ar bandamanna einangraðir, en þeim eru fluttar vistir og her- gögn loftleiðis. Hafa herflokkar þessir fengið um 50 smálestir matvæla með þessum hætti s.l. viku. Nýsjálendingum hefir orð ið nokkuð ágengt,, en þeir mæta ákafri mótspyrnu Þjóðverja og er oft barizt í návígi. Á Anzio-svæðinu reyndu Þjóðverjar að tefla fram skrið- drekum, en árásum þeirra var hrundið. Tveim þeirra var grandað með vissu og sennilega 5 að auki. í gær fóru flugvélar banda- manna í 1500 leiðangra. Ráð- izt var á ýmsar birgðastöðvar og herflokka Þjóðverja á Ítalíu, svo og í Júgóslavíu. 19 þýzkar flugvélar voru skotnar niður, en 11 flugvélar bandamanna týndust í árásarferðunum. í ýyrradag tilkynntu Rússar, að barizt væri i úthverfum Proskurov, en nú hafa Rússar, samkvæmt dagskipun Stalins, tekið borgina og þykir sá sigur mjög mikilvægur. Borgin er á brautinni frá Lwow í Póllandi til hafnarborgarinnar Odessa við Svartahaf. Þjóðverjar hörfa nú undan og fara hratt yfir. Þeir gefa sér ekki tóm til að taka með sér hin þyngri her- gögn og fyrir kemur, að her- mennirnir hendi byssum sínum til þess að vera fljótari á sér. Nikolaev er enn í höndum Þjóðverjá, en sýnt þykir, að hún muni brátt ganga þeim úr greipum og sennilegast er, að setuliði þeirra þar bíði ekki annað en tortíming eða uppgjöf, þar sem litlar horfur eru á, að það komizt undan sjóleiðis, því að stórskotalið Rússa heldur uppi látlausri skothríð á höfn- ina. í fregnum frá London í gær var sagt frá því, að Rússar hefðu náð allmörgum flutningabif- reiðum Þjóðverja tiltölulega óskemmdum. Beittu Rússar flug vélum, sem flugu mjög lágt, vörpuðu sprengjum á hersveit- ir Þjóðverja á vegum úti og skutu á þær á vegum úti. Leit- uðu Þjóðverjar sér skjóls, en síðan þeystu Kósakkar fram og fótgöngulið Rússa og tókst að ná á sitt vald ýmislegum far- artækjum á vegunum. Á svip- aðan hátt hefir Rússum tekizt að komast yfir allmarga skrið- dreka. 73 komu ekki aftur: flugvélafión banda manna í einni loffárás. Eitt þúsutid fiugvélar gerSu í fyrrinótt árás á Berlísiy en ráðizt var einnig á Kiel. X3 ANDAMENN halda enn uppi stórkostlegum loftárásum á Þýzkaland og herteknu löndin. í fyrrinótt gerðu brezkar flugvélar geysiharða árás á Berlín og tóku um 1000 flugvélar þátt í henni. Varpað var niður um 2500 smálestum sprengna á bðrgina. Árás var einnig gerð á flotastöðina KieL I gær fóru brezkar og amerískar flugvélar til árása á ýmsa staði í Frakklandi, meðal annars á stöðvar Þjóðverja skammt frá frönsku landamærunum. 73 brezkar flugvélar komu ekki aftur úr árásunum í fyrrinótt og hafa aldrei týnzt jafnmargar flugvélar í árásum á Þýzkaland. Árásin á Berlín stóð ekki nema í 30 mínútur ,en varpað var niður um 80 smálestum sprengna af ýmsum gerðúm, bæði tundur- og íkveikju- sprengjum, á mínútu hverri. Þjóðverjar sendu allar tiltæki- legar orrustu flugvélar til móts við brezku flugvélarnar og tók- ust þegar ákafir loftbardagar. Skothríð úr loftvarnabyssum var afarhörð, enda varð tjón bandamanna mikið, svo sem fyrr getur. Eru nú liðnar 6 vik- ur síðan Berlín varð fyrir stór- árás og hafa Þjóðverjar, að því er virðist, búizt rækilega undir það, sem þeir vissu, að koma myndi. Flugmenn, sem þátt tóku í á- rásinni, segja, að allt frá 'því, er þeir flugu inn yfir strönd meginlandsins og þar til þeir Frh. á 7. síðu. \ . HELGOLAND, ^ Rostock ^•Hamburg ili öV'Emdeh.^5remen BERLIN ENGLANíaitefe^,- LONDÖNrfliÍÍIÍÍÍL^ . 2* Dov^y Cologne" k;NCESBEiGiu^ciIRMANyM| Hannovefy^ YgJSj [téipzig^ Kortið sýnir leiðina frá Bretlandi til Berlínar, sem hinar brezku og amerísku flugvélar fara nú svo oft upp á síðkastið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.