Alþýðublaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.03.1944, Blaðsíða 2
jy&zssæs-im. «9tilmdajpir 29. loan Gestamól á fösfudagskvöld UNGMENNAFÉLAG Reykja víkur efnir til gestamóts fyrir ungmennafélaga í Góð- templarahúsinu næstkomandi föstudagskvöld kl. 9. Áður fyrr voru farfugla- fundir og gestamót ungmenna- félaganna mjög vinsælir, en þau hafa farizt fyrir á síðustu árum. Nú hefir Ungmennafélag ''Reykjavíkur hug á að endur- vekja þessa starfsemi og er lík- legt að ungmennafélagar utan af landi, sem dvelja hér í bæn- um, fagni því. Á þessu gestamóti á föstu- dagskvöld flytja þeir sína 10 mínútna ræðuna hver, Guðjón B. Baldvinsson, Bjarni Ás- geirsson, Jóhannes úr Kötlum og Árni Óla. Áskriftarlistar að þátttöku í gestamótinu eru í verzl. Gróttu, Laugavegi 19, og hjá Kristínu Jónsdóttur, Ingólfs- stræti 16. Önnur sýning á Pétri Gaut verður sunnudag- ínn 2. apríl og eru fastir gestir á aðra sýningu beðnir að sækja að- göngumiða sína í dag kl. 4 til 7 f Iðnó. Vörubifreiðastjórar segja upp Þeir lelja sig ekki geta lengur unnið við þau kjör, sem þeir baia VÖRUBIFRErÐ AST J ÓR A * FÉLAGIÐ „Þróttur skrifaði Vinnuveitendafélagi íslands í gær ng tilkynnti því að félagið segði upp samn ingum inn kaup og kjör milli félaganna. Samningar þeir, sem Vöru- bifreiðastjórafélagið Þróttur hefir við Vinnuveitendafélagið gilda til 28 júni í sumar og ber að segja þeim upp með þriggja mánaða fyrirvara og það hafa bifreiðastjórar nú gert. Þriggja manna nefnd hefir verið falið að fara með samn- ingaumleitanir fyrir hönd fé- lagsins og eru í nefndinni Vil- mundur Vilhjálmsson, Jón Guð laugsson og samkvæmt ósk „Þróttar“ Jón Sigurðsson fram kvæmdastjóri Alþýðusambands ins. Talið er að samningaumleit- anir muni hefjast mjög bráð- lega. Bifreiðastjórar munu telja Iað þeir geti ekki lengur unað við þau kjör, sem þeir hafa. Starfsfölk i klæð- skurðaríðnaði íær kjarabætar. a alfuntí! Skjaídborgar. Frá K Saga Rangárþings í 6—7 bindum í undirbúnisigi Fyrstu btodin rituð af Halldóri Hermannssyni og Jóhaanesl Áskelssyni Rangæingafélag- IÐ í Reykjavík hefir haf ið undirbúning að ritun og lítgáfu héraðssögu Rangæ- inga, en Rangæingar heima verða einnig með í þessu starfi. Sjömanna nefnd hefir verið kosin til að annast um útgáf- una og skipa hana: Séra Jón Skacan á Bergþórshvoli, Sig- fús Sigurðsson kennari að Stór- ólfshvoli, Guðmundur Árnason bóndi í Múla, Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, A. J. Johnson fyrrv. bankaféhirð- ir, Vigfús Guðmundsson fræði- maöur frá Keldum og Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþj. Er hann tilnefndur í nefndina af útgefenda og’ kostnaðarmanni héraðssögunnar, Guðjóni Ó> Guðjónssyni, en hann, sem er Rangæingur, hefir boðist til að gefa söguna út að öllu leyti á sinn kostnað. Enn er elcki ákveðið hver verður ritstjóri útgáfunnar, en I það starf verður ráðinn sögu fróður maður. Gert er ráð fyrir því að sagan verði í heild í 6—7 bindum. í fyrstu bindunum verður saga Rangárþings frá upphafi til 1800 og ritar Halldór Her- mann prófessor í Ithaca og bókavörður þau. 1 þessum bind um verður og jarðlýsin'g_Rang- árþings eftir Jóhannes Áskels- son, jarðfræðing. Hér verður um stórmikið ritverk að ræða, eins og sést á framanrituðu. Halldór Hermannsson. LÆÐSKERASVEINA- FÉLAGIÐ Skjaldborg hefir nýlega gert nýja samn- inga við atvinnurekendur um kaup og kjör meðlima sinna. Samkvæmt hinum nýju samningum verður grunnkaup sveina kr. 138.00, en var áður kr. 130.00 á viku, kaup mánað- arkaupsstúlkna verður krónur 285.00, en var áður kr. 265.00. Kaup hjálparstúlkna hækkar hlutfallslega. Þá er í hinum nýiu samning- um ákvæði um kauptryggingu fyrir ákvæðisvinnufólk og má aldrei greiða því minna en fastavinnufólk fær í kaup. Aðalfundur Skjaldborgar var haldinn síðastliðinn sunnudag og var stjórn félagsins að mestu endurkosin. Er stjóm félagsins þannig skipuð: Helgi Þorkelsson, for- maður, Ólafur Ingibergsson varaformaður, Ragnhildur Hall dórsdóttir ritari, Haraldur Guð- mundsson gjaldkeri, Reinhart Reinhartsson fjármálaritari, Margrét Sigurðardóttir vararit ari og Sigríður Þorvaldsdóttir meðstjórnandi. í trúnaðarmannaráð, auk stjórnarinnar, sem skipar það, vou kosnir Friðrik Ingþórsson og Gunnhildur Guðjónssdóttir. íu þúumd krénur lil vinnuheimilis ’mga a GÆR barst vinnuheimilis- & sjóði berklasjúklinga 10 þúsund krónur að gjöf frá fyrir- tæki einu hér í bænum, sem ekki vill láta nafns síns getið. Líður nú varla nokkur dagur svo, að sjóðnum berist ekki stórgjafir. II efna fil allsfierjar skíðai Til hjélpar og stuðnings fyrir skíðaferðir barnaskóSanna Skemmtun Alfreds Andréssonar í Gamla Bió í fyrrakvöld þótti takast með ágæt- um. Aðgöngumiðar að skemmtun- inni seldust upp á svipstundu. STJÓRN |þróttasam- bands íslands hefir á- kveðið að beita sér fyrir því að efnt verði til eins allsherj- ar skíðadags um land allt á hverju ári í framtíðinni. Hef ir stjórnin í hyggju að snúa sér nú þegar til skíðadeilda skíðafélaga og íþróttafélaga á landinu og óska eftir áliti þeirra á þessu máli og æskja eftir samvinnu við þau um það. Tilgangur íþróttasamibands- ins með því að efna til þessa skíðadags er sá, að styðja með skólabarnanna fil í stríðsíöndunum FJÁRSÖFNUN íslenzkra skólabarna til hjálpar bágstöddum börtium í styrj- aldarlöndunum gengur ágæt- lega, eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. En að gefnu tilefni skal þetta tekið fram: Fólk á ekki að láta fé af hendi við börnin nema gegn miðum. Fólk á heldur ekki að gefa þeim börnum, sem selja þeim miða, miðana aftur, því að það" veld- ur misskilningi hjá börnunum. Þetta er fólk beðið að at- huga. xttts&Bamto&eaý ■ Skömmfunarseðlar í dag og næslu tvo Afhending skömmtunarseðla fyrir næsta úthlutunar- tímabil hefst í dag og stendur hún alls í þrjá daga. Afhend- ing seðlanna fer fram í Hótel Heklu, gengið inn um suður- dyr, og er afgreiðslutími kl. 10 —12 f. h. og 1—6 e. h. Munið að seðlarnir eru aðeins afhent- ir gegn stofnum að gildandi matvælaseðlum og þurfa þeir að vera greinilega áletraðir nafni eiganda og heimilisfangi. Föstumessa í Fríkirkjumni í kvöld kl. 8.15. Séra Árni Sigurðsson. Fasteiggaeigendor telja sig miklnmgérétti beitta Mótmæla aðferðum við innheimtu heimæðagjaidsins og afnotagjaldsins*. honum að auknum skíðaferð- um barna og unglinga og þar með útbreiðslu skíðaíþróttar- innar. Hyggst stjórn sambands ins að leggja til að seld verði merki þennan dag og renni á- góðinn af merkjasölunni til skíðakaupa barna og unglinga í barnaskólum. Vill stjórn sambandsins enn- fremur af þeirri ástæðu taka upp samvinnu við barnakenn- ara og skólastjóra um málið, Það ber að fagna þessari hug- mynd stjórnar I.S.Í. Með henni mun stjórninni áreiðanlega takast að útbreiða 'þessa fögru íþrótt um leið og hún leggur Frh. á 7. síðu. P ASTEIGN AEIGEND A- FÉLAG Reykjavíkur er fjölmennur félagsskapur, sem gætir hagsmuna félaga sinna. Undanfarið hefir heimæða gjald hitaveitunnar og inn- heimta afnotagjaldsins verið mikið rædd í félaginu og hef- ir stjórn þess sent blöðunum langa greinargerð um þessi mál, þar sem hún lýsir af- stöðu húseigenda og mótmæl ir þeim kvöðum, sem bæjarfé lagið hefir lagt þeim á herð- ar. Því miður er greinargerð in svo löng að ekki er hægt að birta hana í heilu lagi, en hér fer á eftir útdráttur úr greinargerðinni: I. Heimæðagjaldið. Á s.l. hausti, er vænta mátti, að haf- Izt yrði bráðlega handa um inn- heimtu heimæðagjalds hita- veitunnar, sneri stjórn félags- ins sér til húsaleigunefndar Reykjavíkur og leitaði eftir samþykki nefndarinnar fyrir því, að mega hækka húsaleig- una hlutfallslega vegna hins lögákveðna kostnaðar húseig- anda við heimæðar hitaveit- unnar. Fór stjórn félagsins fram á það við húsaleigunefnd, að hún heimilaði húseigendum, að jafna öllu heimæðagjaldinu hlutfallslega niður á alla leigu- taka húsanna, á lengsta lög- leyfða greiðslutímabili heim- æðagjaldsins, 5 árum. Hér var ekki aðeins um að ræða lögákveðin iitgjöld fyrir meginþorra allra húseigenda bæjarins, heldur og allveruleg- ar fjárhæðir eða um kr. 1500 á hvert meðalhús. Gjald þetta ber húseiganda, eins og kunn- ugt er, að greiða þegar í stað, en þó er honum heimilt að greiða það með jöfnum árs- greiðslum á 5 árum, en verður þá að greiða 6% ársvexti af skuldinni eins og hún er á hverjum tíma, en það verða að terjast mjög óhagstæð láns- kjör nú á tímum. Hins vegar bar og á það að líta, að að svo miklu leyti, sem hitaveitan felur í skauti sér hagræði eða þægindi fyrir not- endur heitavatnsins, fellur slíkt vitanlega jafnt leigutökum sem leigusölum í skaut. Húsaleigunefnd féllst og á þann skilning stjórnarinnar, að heimild fælist í húsaleigulög- unum til þess að hækka húsa- leiguna vegna heimæðagjalds- ins. Hins vegar féllst nefndin ekki á þá skoðun félagsstjóm- arinnar, að heimilt væri að jafna öllu gjaldinu niður á alla íbúa húsanna á 5 árum. En í bréfi nefndarinna til félags- stjórnarinnar dags. 15. sept. f. á., féllst nefndin þó á, að heim- ilt væri að hækka húsaleiguna um ákveðinn hundraðshluta — 9% — af heimæðag j aldinu, er jafna mætti framvegis ár- lega hlutfallslega niður á alla : greidda húsaleigu í húsinu. Samkvæmt framanskráðu er því húseigendum heimiít að jafna 9% — níu af hundraði — af heildar heimæðakostnaði hvers húss hlutfallslega niður á alla ársleigu hússins (þar með talda eigin húsaleigu hús- eiganda ef hann hefir not ein- hvers hluta hússins). Gjald þetta má innheimta framvegis árlega (ótímatakmarkað) og: verður það væntanlega sam- komulagsatriði milli húseig- anda og leigutaka hvort gjaldið verður innheimt einU sinni á ári, eða því skipt niður í 12 greiðslur og það innheimt síð- an mánaðarlega, ásamt húsa- leigunni. II. Innlieimía afnotagjalds- ins. Félagsstjórnin hefir frá upphafi beitt áhrifavaldi sínu að því, að fá því til leiðar kom- ið að afnotagjaldið væri inn- heimt hjá sérhverjum notanda þess, en ekki aðeins hjá hús- eigendum. Stjórnin taldi og telur enn óviðunandi fyrir hús- eigendur að hlýta slíku inn- heimtufyrirkomulagi og alger- lega óverjandi af bæjaryfir- völdunum, að ieggja slíka vinnukvöð, sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja talsverð fjár- hagsleg ábyrgð, á herðar hús- eiganda. Hér er og um hættu- legt fordæmi að ræða; að velta alitímafreku og víðtæku inn- heimtustarfi ákveðinnar bæjar- stofnunar, — og í því sambandi skila- og greiðsluábyrgð á fjár- hæðum, sem fljótlega munu nema milljónum króna, — yfir á herðar aðeins lítils hluta (sennilega um 30%) heitvatns- notendanna, þ. e. húseigendur. Félagsstjórnin telur sjálf- sagt, enda ekki aðeins eðlilegt heldur beinlínis nauðsynlegt, að afnotagjald heitavatnsins verði innheimt hjá sérhverjum Frh á 7 síðu. H t jgjÉj "

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.