Alþýðublaðið - 19.04.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1944, Blaðsíða 8
iTPUBUOia MiSvikudagiuf 19. apríl 1944 IrjARNARBIOS Lifla fcirkjuroftan (Fröken Kyrkrátta) Bráðskemmtileg sænsk gamanmynd. Margaerite Viby Edvin Adolphson Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÞANKABROT 19.- JÚLÍ 1943. -26. Drýgst í Róm á drambið slær dvíni vonarkraftinn. Mussolini máske fær mátulega á kjaftinn. Ítalíuöxulinn illa virðist brotinn Hitler lærisveininn sinn syrgir heilsuþrotinn. Ítalíu er állt til meins ærið hart á barið Berlínar mun öxull eins illa geta farið. . Gleggst ég man um Grána minn gekk úr skorðum fleira brysti annar öxullinn aftök voru að keyra. Öxulríkin ættu að þrá endi hildi gríðar bjarga því, sem bjarga má betra fyrr en síðar. Jónas Jónsson frá Grjótheimi. * * * * LÖGHEIMILI lýginnar er líkræðan. *|í $ BRANDUR GAMLI var bú- höldur mikill og átti 10 kýr og tarf í fjósi. Einu sinni á mannamóti var verið að vorkenna Brandi, að hann skyldi þurfa að greiða hæsta útsvarið í sveitinni. Þá gall við einn nágranni hans: „Ég held ég fari ekki að vorkenna Brandi gamla, með tíu kýr í fjósi og tarfinn mjólkandi.“ * * * FYRIR speki verður hún reist og fyrir hyggni verður það staðfest. (Orðskviðir Salomons). umí örlaganna . Hið stóra gistihús var frem- ur þóttaleg bygging að sjá hið ytra. En þegar innan veggja kom, voru herbergin lítil eins og rottuholur. Lengra uppi í hæðinni stóð æskulýðshótelið, þar sem hávær og sigurviss Hitlersæskan gekk út og inn um dyrnar, og hakakrossfáninn blakti við hún. Út um gluggann minn sá ég nokkra byrjendur í skíðaíþróttinni, sem voru að æfa sig rétt hjá gistihúsinu und ir leiðsögn vörpulegs skíðakenn- ara. Lengra uppi var skóg- lendi í fjallshlíðinni. Ég sá skíðamenn í allmikilli fjarlægð að íþrótt sinni. Þeir voru eins og litlir svartir deplar. Þá hvarflaði það allt í einu að mér að þetta kynni að vera engið, þar sem ég tók handfylli mína af grasi á ógléymanlegri stund. Það er engin ástæða til að vera viðkvæm, stúlka mín, sagði ég 9 -ið sjálfa mig. Hvað snerta þessir löngu liðnu viðburðir daginn í dag og nútíðina? Þú ert frú Sprague, allt önnur persóna en sú, sem var hér 1914. En sérðu ekki, hvernig hlutirnir endurtaka sig, líkt og tema í sónötu. Einu sinni áður hefirðu komið hingað til að njóta hamingjunnar í þrjá daga og gleyma því, sem á eftir kom. Það sannar aðeins, að maður getur afborið talsvert harðræði og að jurtirnar bera blóm aftur og aftur. Hlustaðu, Marion, stúlkan mín: Aldrei að óttast. Ekkert getur hent þig. Það er allt og sumt. Ef þetta hér, þetta með Mikael tekst illa til, muntu standast það, og það líðUr. Nei, það gerir það ekki. Mikael er barnið mitt, og ef barnið manns verður veikt, finnst- manni að maður beri það enn í skauti sínu og það sé hluti af manni sjálfum. Jæja, nú er nóg komið, nú er bezt að taka skíðin sín og eyði- leggja ekki daginn fyrir drengn um. Manstu eftir litla kven- fuglinum? Pommern brennur. Já, það brennur. Öll veröldin hefir verið að brenna frá þess- um degi 1914. Nú er bezt að bregða sér á skíðin. Engin ánægja jafanst á við það að fara á skíðum. Það er sambland þeirrar ánægju að dansa, fljúga og berjast. Maður er hamingjusamur, drukkinn af hraða, laus undan fargi. Skórnir halda þétt að öklum mínum. Ég fer varlega af stað. Kalt loftið streymir niður um hálsinn og til lungnanna. Blóðið dansar og syngur í æð- um mínum. Það er vítt útsýni frá hæðinni. Sólin stafar hlýju á hár mitt. Mig svíður í augun undan köldum storminum. Svo bruna ég niður og nýt ósegj- anlegrar ánægju. Mér tekst þetta, mér tekst þetta, hljóm- ar innra með mér. Það stendur um mig stríður stormur, með- an ég bruna niður hlíðina. Ég hefi fullkomið vald á mér. Vöðvarnir leysa ætlunarverk sitt af hendi á óaðfinnanlegan hátt. Þeir eru dásamlegir Vöðv- arnir mínir. Ég vissi ekki, að þeir væru svona dásamlegir. Furutré er framundan og kem- ur þjótandi á móti mér með ó- trúlegum hraða, en áður en varir er það að baki. Skugginn minn, langur og blár, þýtur á undan mér yfir snjóbreiðuna. Svo rennur annar skuggi sam- an við hann og Mikael geysist framhjá mér. Hann gefur frá sér glaðlegt hljóð, og snjórinn þyrlast um hann. Þetta er eins og þegar fuglar fara hver fram hjá öðrum. Ég halla mér áfram, beiti stöfunum og held á eftir Mikael. Við förum framhjá hóp skíðafólks og Mikael dregur ekki af hraðanum. Hann veifar stöfunum og brunar áfram. Ég er enn á hraðri ferð, þegar snjó- breiðan fyrir fótum mínum tekur hart viðbragð og rís á móti mér. Ég missi allt vald á mér, sveiflast upp í loftið, kastast -á sitjandann, fæturnir eru ramflæktir í skíðunum og ég fæ ósv-ikið bað í snjónum. Ég hreinsa snjóinn frá vitum mín- um og úr augnabrúnunum. Síð an losa ég fæturnar með mestu varfærni og set mig í sóma- samlegar stellingar. Nokkru neðar stendur Mikael og veifar til mín og hristist allur af hlátri. Ég legg á stað til hans, en hefi þá óþægilegu tilfinn- ingu að ég hafi rifið heljarstórt gat á sitjandann á buxunum mínum. Ég reyndi að ná valdi yfir mér. Þegar ég leit fram fyrir mig sá ég opið, slétt svæði og þekkti þar vatnið, er ég hafði synt í sem ung stúlka. Eitt and- artak rann liðni tíminn saman við nútíðina. Fegursta skýið, sem ég hafði nokkru sinni séð, gat að líta fyrir ofan trjátopp- ana. Snörp vindstroka gekk yf- ir og hristi trén, sem lutu krón- um sínum og andvörpuðu. Það var ákafasvipur á andliti Mikaels, allt að því græðgissvip ur. Ég gat ekki séð í augu hans vegna gleraugnanna, en munn- urinn var opinn, eins og hann fýsti að svelgja í sig hinn auð- uga og fjölþætta heim umbverf- is okkur. Ég veit ekki, hvers vegna mér fannst ég vera svo sterk og örugg á þessu augna- bliki. En þetta var í fyrsta skiptið, sem ég hugsaði: Vertu ekki hræddur, Mikael; ég læt þetta ekki henda þig. Þú þarft ekki að horfa á þessa fegurð, eins og þú byggist aldrei við að sjá hana framar. Þú þarft ekki að festa þér þetta í minni til þess að geta rifjað upp minn- inguna um það, þegar þú ert orðinn blindur. Það kemur ekki NYJA Blö Vordagar við Dans og söngvamynd í eðli- legum litum. Aðalhlutverlc: Betty Grable John Payne Cannen Miaranda Sýnd kl. 9. iíeppÍBiautar á leikvellí („It Happened in Flatbush") Carole Lándis LLoyd Nolan. Sýnd kl. 5 og 7. oawila Bfö l Tvíburasyslur (Two-Faced Woman) GRETA GARBO Melvyn Douglas. Sýnd kl. 7 og 9 MaHurinn sem missti minniS (Street of Chance). Burgess Meredith, Claire Trevor. Sýnd kl. 5. fyrir. Ég leyfi það ekki. Ég mun berjast og stríða og ekki láta viðgangast, að þér verði unnið tjón. Mig undrar, ef fuglarnir fá aldrei strengi og þreytuverki af öllu þessu flugi. Eg var stirð og sár þetta kvöld, eins og ég hefði svifið á vængjum allan daginn. Ég var örmagna af þreytu í lær- unum og kálfunum. Húðin á andliti mínu var brennheit og þurr, varirnar voru byrjaðar að springa, ég hafði hljóm fyrir eyrunum og var ölvuð af sól- inni, snjónum og fjallaloftinu. Það hefði verið dásainlegt að fá sér heitt steypibað, en þess var enginn kostur, því að hótelið hafði ekki upp á slíkan munað að bjóða. Gestirnir urðu því að láta sér nægja að skola sig inn- an með heitu, krydduðu glóvíni, og það var gert svikalaust um kvöldið. Meðan á kvöldverði stóð, sátum við í röðum með- fram óvönduðu borði og snædd- um baunir, sem er ákjósanlegur réttur eftir útiveruna í snjón- um. Þá skaut allt í einu upp við hlið mína gamalli vofu, sem hvíslaði: Gull og hálfbaunir, glejrmdu því ekki. Gull og hálf- baunir. TVfEÐAL BLAMANNA EFTKt PEDERSEN-SEJERBO t',É Blökkumennimir höfðu rétt úr sér og kastað til höfðun- um og þefuðu út í loftið. Brátt hristu þeir höfuðin köstuðu sér flötum, rótuðu við sverðinum og þefuðu af honum spruttu aftur á fætur, hlupu áfram og þefuðu sem fyrr. Hvítu mennirnir litu á Kaliano, en hann hafði enn enga athygli veitt þessu, svo upptekinn var hann við það að burðast áfram með byrði sína. Það var ekki fyrr en hann sá, að félagar hans höfðu numið staðar, sem hann leit upp, en þá var hann líka kominn fullkomlega til sjálfs sín. Hann starði á Talvoana augum, sem leiftruðu af áhuga. En Talvoarnir virtust hafa gleymt öllu, svo uppteknir voru þeir af því, sem borið hafði fyrir augu þeirra. Hann var í þann veginn að hlaupa til þeirra, þegar þeir lögðu af stað. Þeir gengu álútir og minntu helzt á hunda, sem rekja slóð. Þá bar hratt yfir, og þess var skammt að bíða, að þeir væru horfnir bak við klettadrang. Hvítu félagarnir skildu þó, að þetta athæfi Talvoanna myndi þýða það, að þeir hefðu fundið spor. En voru það spor dýra eða manna? Hinn mikli ákafi Talvoanna virtist mjög benda til þess, að um hið síðara væri að ræða. En hvaða dýr gátu það verið, sem komu þeim svona úr jafnvægi? En væri um menn að ræða, hvort voru þeir þá hvítir eða blakkir? Kaliano hlaut að geta svarað því. TNDA- lAfiA STARFSMAÐURINN: „Nei, nei, sjáðu, Sammy, þama kemur Merle Oberon!“ - SAMMY: Jahá, og ég er Robert Taylor, jú ég er Robert Tay- lor, og hvað svo sem um það?“ STARFSMAÐURINN: Sjáðu til Sammy! Stúlkurnar eiga að skemmta okkur, borða með okkur og tala við okkur“! SAMMY: „Húrra!“ STÚLKAN: „Ég skil ekki, það eina, sem ég gerði var að biðja hann að borða með mér“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.