Alþýðublaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.04.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagm* 26. apríl 1944. ftis»Tmi*tpgro i i fíjPv ÆR FREGNIR, sem einna h*-* mesta athygli haf'a vak-' ið að undanförnu, eru þær ráðstafanir .Bretastjórnar, að leyfa engum að fara úr landi, og að póst'ur erlendra sendi- sveita verði háður venjulegri ritskoðun. i>etta er greinileg foreyting frá því sem áður var, en fram til þessa hafa sendisveitir erlendra ríkja ; , notið svokailaðs „exterritor- ilaréttar“ og hlunninda sem aðrir höfðu ekki. Að vísu er sagt frá því, að brezk stjórn arvöld taki það fram, að hér sé um augnabliksráðstafanir að ræða og beri að líta á ráð- f' stafanir þessar frá slíku sjón armiðí. En hins vegar hefir þetta komið ónotalega við margar hlutlausar þjóðir, og vekur svar Svía hvað mesta etfirtekt. Svíar segja í opin- 1 beru svari, sem þeir hafa af- Jient brezka ræðismanninum á Stokkjiólmi, að þeir skilji, að hér sé um að ræða hern- aðamauðsyn, en þeir viður- kenni ekki, að ráðstafanir þessar séu í samræmi við venjulegar alþjóðlegar sam- búðarvenjur. MÚ ER I>AÐ SVO, að telja má, að Svíum sé næsta ógeðfelld sú tilhögun mála, sem skap- azt mundi, ef Þjóðverjar . ynnu stríðið, sem nú virðist útilokað, sem betur fer. Sví- ar hafa reynzt manna skel- eggastir í því að halda fram rétti smáþjóða, og svar þeirra við hinum síðustu ráðstöfun- um Breta er hvorttveggja í senn, drengilegt og sýnir greinagott yfirlit yfir atburði líðandi stundar. dÞAÐ ER ÖLLUM ÞEIM, sem iULcítbíÖá' eftir því áð lei’rbákn fás- ismans hrynji til grunna, fagnaðarefni, að innrásin eigi að hefjast á næstunni. Og í . Ijósi þess munu menn skoða þá yfirlýsingu Bretastjórnar að enginn fái að fara úr landi, né heldur að bréf og annar póstur sendiráðanna skuli sæta venjulegri meðferð. : ÁLOR FRELSISELSKANDI imenn, hvar sem þeir eru nið- . urkomnir,, eru sammála að- gerðum Breta, ef þær eiga að miða að þvi að stytta styrj- öldina og spara mörg manns- Iff. Um það erum við öll sam mála. Bretar hafa til þessa sýnt mikið umburðarlyndi, ef svo mætti segja, gagnvart til dæmis írum. Þar hafa, allt frá byrjun stríðsins starfað sendisveitir Þjóðverja og Jap ana, og ef að líkum lætur, hafa þær ekki legið á liði sínu um það að koma smá- fregnum áleiðis til Berlínar og Tokio. SÆNSKA STJÓRNIN HEFIR í fáum orðum túlkað skoðun hlutlausra þjóða á aðgerðum þessum, sem þó er rétt að hafa í minni. Hún túlkar skoðun þeirra, sem ekki taka „ivirkan þátt. í hinum grimmi- legu átökum yfirstandandi tíma, en samtímis er hún á- þreifanleg ábending um, Alþjóða viniiumálaráðstefna í Ameríku: Það á fnalBtrúa á ráðstefnunni, sem þó I þétta sinn situr þar-.afíeins sem áheyrasidi, án aikvætlisréttar.. AFUNDI alþjóða vinnuxnálaráðstefnunnar, sem hófst í Philadelphía í Bándaríkjunum þ. 21. þ. m. var tilkynnt, að ísland myndi bráðlega geta gerst meðlimur í Internation- al Labor Office (Alþjóða vinnumálaskrifstofunni). Þessa ráðstefnu, sem er sú 20. í röðinni, sitja fulltrúar 41 þjóðar Wálter Nash, forseti' ráðstefnunnar, tilkynnti, að ísland, Nic- 1 íi- ' aragua, og Paraguay ættu fulltrúa á þessari ráðstefnu, sem væru þar sem áheyrendur, þ. 'e. a. s. hefðu ekki atkvæðisrétt. líann bætti því við, að The Intérnational Labor Office vonaðist til þess að geta bráðlega veitt þessum þremur löndum meðlimaréttindi í sambandinu. ,í- Það er Þórhallur Asgeirsson, hagfræðingur og fuilírúi við íslenzku sendisveitina í Washington, sem er mættur fyrir íslands hönd á ráðstefnunni. Sprengingin í Bergen. UM HINA gífurlegu spreng- ingu sem varð á höfhinni í Bergen á dögunum, berast þær fregnir, að um 2500 manns hafi særzt, þar af um 200 svo mjög að þeir voru fluttir í sjúkráhús. Um 30 manns sködduðust svo mjög á andlitþ að þeir mjsstu sjónina. 185 hús eyðilögðust með öllu og f jölmörg önnui hús skemmdust meira eða minna. Miklir eldar komu upp og var þykkur reykjarmökkur yf ir borg inni í nokkra daga á eftir. (Samkv. fregnum frá norska blaðafulltrúanum). Jofiárásir é Bukaresl og Ploesti. E 'NGAR breytingar hafa orð- ið á afstöðu herjahna á ítalíu. Flugmenn bandamanna fóru í 2000 árásarleiðangra í gær og fórust 14 flugvélar í þeim aðgerðum. 29 þýzkar flugvélar voru skotnar niður í þessum á- tökum. Flugvélar, sem bæki- stöðvar hafa á ítalíu réðust á staði í Búkarest, höfuðborg Rúmenlu og olíusvæðið' við Ploesti. * Carter Goodrich, atvinnu- málafulltrúi Bandaríkjanna og forseti The International Labor Gffiee skýrði frá fundarskrá ráð stefnunnar. Fundarskráin er í fimm liðum og hljóða þeir þann ig: 1. Framtíðaráætlanir fyrir The International Labor Office. 2. Undirbúningur tillagna, sem leggja á fyrir hinum samein uðu þjóðir, viðvíkjandi lausn atvinnu- og félagslegra vanda- mála, sem komið hafa fram vegna ófriðarins og fram munu koma, er friður hefir verið sam inn. 3. Skipulagning atvinnumála að ófriðnum loknum. , 4. Undirbúningur félagslegs öryggis og skyldra mála, sem leggja á fyrir þjóðir þær, sem eru meðlimir í sambandinu. 5. Myndum félagslegrar stefnuskrár fyrir héruð, senjt ekki eru sjálfum sér nóg, til þess að þeim gefist tækifæri til þess að bæta atvinnu- og félagsmál sín. Á ráðstefnunni munu önnur tvö mál verða tekin til umræðu. Annað málið er uppástunga, sem hefir komið, þess efnis að The1 International Labor Office auki stÖrf sín það mikið, að sam- ibandið láti til sín taka hagfræði lejg og fjárhagsleg vandamál, auk atvinnumála og félagslegra vandamála. Hitt málið er uppá- Frh. á 7. síðu. hverja afstöðu beri að taka til ráðstafana ófriðarþjóð- anna án þess þó að glatá sjálfs virðingu sinni. SÍÐASTA RÁÐSTÖFUN Breta stjórnar er sú, að leyfa eng- um manni að fara á brott frá Bretlandi, um óákveðinn tíma. Þetta er væntanlega gert vegna þess, að innrás er yfirvofandi. En þá er manni spurn: Hvað er um öll þau skip, sem daglega fara frá Bretlandi, getur ekkert frétzt frá skipverjum, sem þar sigla. Þessi ráðstöfun virðist í fljótu bragði ekki ná tilgangi sín- um þó að engar getur skuli hér leiddar að að því, að ein- hver sjómaður kynni að segja frá einhver jum hlutum. sem bandamönnum væru óþægi- legir í svipinn, með tilliti til innrásarinnar. En hver veit? EF TIL VILL BER AÐ LÍTA á þetta sem einhvers konar taugastríð á hendur Þjóðverj um, enda má sjá mörg merki þess að þeim líði ekki vel um þessar mundir. Rommel, hinn kunnd foringi Afrika-Korps Þjóðverja, hefir verið á eft- irlitsferð i strandvirkjum Þjóðverja við Ermarsunds- strendur að undanförnu og má vænta þess, að hann hafi ekki gert það út í bláinn. Eitt er víst, og það er það, að á næstxmni, ef til vill á næstu vikum, hefjast stór- f elldustu hernaðaraðgerðir, Frh. é 7. sftfci Eisenbower reynir nýja vélbyssu. Fyrir skemmstu var Ðwight D. Eisenhower, yfirmaður banda- mannaherjanna á Bretlandi 1 eftirlitsferð í herstöðvum einhver®- staðar á Bretlandi. Á myndinni sést hershöfðinginn hleypa af vélbyssu af Browning-gerð. 500 þús. íkveikjusprengjur féllu á „Evrópuvirkið" í fyrrinóft. A6alárásirnar voru gerðar á Miinchen og Karlsruhe. Einnig var ráðizt á N-Frakkland. jD ANDAMENN halda uppteknum hætti í fyrrinótt og í Aif, gær og réðuzt á Þýzkaland og herteknu löndin í sífellu, í fyrrinótt var varpað uxn 500 þúsund íkveikjusprengjum á Þýzkaland og aðra staði á valdi Þjóðverja. Aðalársimar voru gerðar á borgirnar Miinchen og Karlsruhe í Þýzka- landi, en i gasr var ráðizt á ýmsa staði í Norður-Frakklandl tk) ; ,:>: ,A .... . . , og Belgíu. Tjón varð mjög mikið í Munchen og Karlsrahe og loguðu þar miklir eldar, er frá var hörfið. Lítið hefir ver- ið um árásir Þjóðverja á brezkar borgir undangengið dægur. Loftsókn bandamanna á hendur Þjóðverjum heldur á- fram af fullum krafti. Að þessu sinni var einkum ráðizt á Suð- ur-Þýzkaland. Aðalárásunum var beint gegn iðnaðarstöðum í Karlsruhe, höfuðborg Baden- fylkis og Múnchen í Bayem. Var hér um mikla loftsókn að ræða úr tveim áttum, bæði úr vestri, frá Bretlandi og úr suðri frá bækistöðvum bandamanna á Ítalíu. Veður var ekki hagstætt, er flugvélar bandamanna réð- ust á Karlsruhe og urðu sumar flugvélarnar að varpa sprengj- um sínum gegnum skýjaþykkni. í Múnohen kocmu upp feikileg- legir eldar, sem sáust langar leiðir, er flugmenn bandamanna héldu heim. í Múnchen og Karlsruhe eru miklar iðnaðar- stöðvar svo og miklar járn- brautarstöðvar, en þaðan eru brautir til Ítalíu, Tékkóslóvakiu og Frakklands. Það voru Lancaster- og Hali- faxflugvélar, sem gerðu árásina á Múnchen, nokkru síðar réð- ust enn Mosquito-flugvélar á borgina, og segja flugmenn, sem þátt tóku í árásinni, að miklir eldar hafi logað viða í borginni. Bandamenn réðust einnig á borgina Dússeldorf, sem er mikil stáliðnaðarborg í Ruhr-héraði. Bretar misstu sam tals 29 flugvélar í árásum þess- um og er það talið litið tjón, miðað við fjölda flugvélanna, sem þátt tóku í þeim. Síðdegis í gær fór fjöldi ame- rískra flugvéla af Liberator- gerð, svo og flugvirki til árása á ýmsar franskar járnbrautar- borgir, meðal annars Dijon, Metz og Nancy. Var einkum ráðizt á járnbrautarmaninvirkí og flugvelli. Fáar orrustuflug- vélar Þjóðverja voru á lofti, en skothríð úr loftvarnabyssum var áköf. Bandamenn skutu nið ur 10 flugvélar Þjóðverja. 9 flugvélar bandamanna komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Hiller og Mussólíni við FREGNIR frá Þýzkalandi herma, að þeir Hitler og Mussolinr hafi nýlega verið við- staddir liðskönnun ítalskra her- sveita á bandi Mussolini. í för með þeim var Keitel, yfirmaður herfo'ringjaráðs Þjóðverja. Sam kvæmt hinum þýzku fregnum er þetta einvalalið ítala, sem þerst „harðfengilegri” baráttu í þágu fasismans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.