Alþýðublaðið - 13.05.1944, Page 4

Alþýðublaðið - 13.05.1944, Page 4
__________________ALÞÝÐUBLA m& Ásgeir Ásgeirsson fimmiugur . Ti nági’iin. i -- Ásgeir Ásgeirsson. r A Asgeir Asgeirsson og ASþýðu flokkurinn )iit*tjóri: Stefán Pétursson. iilmnr ritstjómar: 4901 og 4902. Xitatjórn og aígreiösia i Al- jíýflutaásinu við Hverfisgötu. CJtgefandi: Alþýóuílokkurinn. Símar afgrelðslu: 4900 og 4906. Verö i lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h-1 M biæða landið. AÐ hefir verið ákvarðað, að fyrsta fjársöfnun til Land- græðslusjóðs Skógræktarfélags Islands fari fram sömu dagana og atkvæðagreiðslan um skiln- aðinn og lýðveldisstofnunina, eða 20.—23. þ. m. Hefir Skóg- ræktarfélagið hafið allvíðtækan undirbúning undir fjársöfnun- ina, og verður leitað undirtekta um land allt. Skógræktarfélag íslands vinn ur hið mesta þjóðnytjastarf, en fjárhagur þess hefir jafnan verið þrengri en skyldi. Því langþráða marki, að klæða land- ið, verður ekki náð með einum saman áhuga og fórnfýsi þeirra, sem helga starf sitt þessari hug- sj'ón. Það er óhjákvæmilegt, að hafa allmiltið fé til starfsins. Framlög hins opinbera hrökkva skammt. Ef nokkur verulegur árangur á að nást, er óhjákvæmi legt að almenningur leggi hönd é plóginn. Það á að mega gera ráð fyrir því að hin fagra hugsjón, að klæða landið, eigi rík ítök í huga nálega hvers einasta ís- lendings. Að minnsta kosti heyr ist aldrei annað, en að menn játi því máli fylgi sitt. Það á því að vera óhætt að gera ráð fyrir góðum og almennum und- irtektum undir fjárbón Skóg- ræktarfélagsins. Og það er höf- uðatriði, að þátttaka í fjársöfn- uninni verði almenn. Fjárráðum almennings er nú svo varið, að það er vandhittur sá fulltíða maður, sem ekki getur séð af firnm eða tíu krónum, án þess að taka það á nokkurn hátt nærri sér. Stórar gjafir eru vissulega aldrei vanþakkaðar — enda berast þær án efa — en hitt er þó enn ánægjulegra, að hver maður, sem hefir sæmileg fjár- ráð, leggi af mörkum sinn skerf. Hann þarf ekki að vera stór. Hitt er fyrir öllu, að þióðin sýni í verki, að henni er þetta mál eins hugstætt og öll rök benda til, að álíta megi. * Það hefir verið réttilega á það bent í sambandi við þessa fyrir- huguðu fjársöfnun Skógræktar- félagsins, að það þarf meira að gera, en rækta nýjan skóg, svo mikilvægt sem það þó er. Það þarf líka að verja þann gróður, sem fyrir er í landinu. Gróður- lendi landsins gengur saman með hverju ári, sem líður. Á- sókn öræfanna á hið gróna land er linnulaus. Hákan Bjarnason skógræktarstjóri, sem mun vera fróðasti maður um þessi mál, telur, að gróðurlendi íslands nú sé aðeins helmingur þess, sem það var á fyrstu öldum íslands- byggðar. Sjá allir, hvílík vá er hér fyrir dyrum, ef þannig héldi áfram. Með stofnun landgræðslusjóðs síns hyggst Skógræktarfélagið a'5 öðlast aðstöðu til að sinna einnig þessu verkefni, auk hinn- ar eiginlegu skógræktar. Mikil- vægi þeirra beggja er óumdeil- anlegt. Vemdun og aukning gróðursins er landvarnarmál og sjálfstæðismál í sertn. Þess vegna eiga sem allra flestir full tíða íslendingar að gerast aðilar Frh. á 7. síöu AÐ er mjög títt, að þessi eða hinn skrifi um stjóm- málalega samherja sína í blað flokks síns, þá er þeir eiga af- mæli, sem þykja marka sérstök tímamót, jafnvel þó að ekki sé um að ræða neinar þær breyting ar hjó þeim, er afmælið á, sem teljast megi sérstæðar eða hafi í einu eða neinu mikilvæg á- hrif á skoðanir hans eða verka- hring. Þar sem svo — illu heilli — er þannig með okkur íslend- ingum, að mjög er villt um mat á manngildi af pólitískum ástæðum, vil ég taka það fram, að ég mundi hafa skrifað í Al- þýðublaðið um Ásgeir Ásgeirs- son fimmtugan, þó að skoðanir okkar á stjórnmólum og menn- ingarmólum íhefðu ekki verið svo lí'kar sem þær eru, og ég hygg, að Alþýðublaðið, eins og því er ifarið um menningarleg viðhorf, hefði ekki neitað mér um rúm fyrir greinarkornið. Það er gömul venja hér á íslandi, þó er góðs manns er get- ið, svo að nolrkru nemi, að drepa Mtið eitt ó ætt hans og uppruna og rifja upp sitthvað af því, sem á daga hans hefir driíið, og þeirri venju mun ég fylgja, en koma síðan að því, sem vera skyldi höfuðatriði þessarar greinar. Ásgeir Asgeirsson er fæddur í Kóranesi ó Mýrum hinn 13. dag maímánaðar árið 1894. Fað- ir hans var Ásgeir Eyþórsson, Felixssonar, og var föðurætt Ás- geirs Eytþórssonar bændafólk úr Dalasýslu, en í móðurætt var hann kominn af hinum sérkenni legaÁsgrími HelInapresti.Móðir ÁsgeirsÁsgeirssonarvar Jensína Björg Matthíasdóttir, Markús- sonar, prests á Álftamýri í Arnar firði, Þórðarsonar, Olafssonar, lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði vestra, Jónssonar. Móðurmóðir, Ásgeirs Ásgeirssonar var Sól- veig Dálsdóttir, skálda, Jónsson- ar, en systir Páls skálda var amma Þorsteins skálds Erlings- sonar. í Kóranesi var hinn gamli Straumfjarðarkaupstaður, og Ásgeir Eyþórsson haf ði þar verzl un, en einnig bú. Þar er lands- lag fnítt og fjölbieytt, eyjar og hótonar, sker og sund, og fagurt að líta til fjalla. Þar er fugl og fiskur, auk jarðargæða, og lífið margvíslegt, þar sem þar er lands gagn og sjávar jöfnum hönduin^, og sá veit gerst, sem reynt hefir, hver áhrif lífsgleði, jákvæðrar lífsnautnar og heil- brigðrar víðsýni slík umsýsla hefir á hugi barna og unglinga. Árið 1901 fluttust foreldrar Ásgeirs Ásgeirssonar til Reykja víkur, en löngum var hann á sumrum uppi ó Mýruim, en síðar þá er hann var kominn í Mennta skóla og Háskóla, var hann hér og þar við störf í þágu atvinnu- lífsins, meðal annars austur í Möðrudal á Fjöllum. Hann i kynntist því atvinnulífi okkar og menningarháttum á bernsku- og unglingasárum mjög svo náið og frá ýmsum hliðúm. Árið 1906 hóf hann nám í Menntaskólánuim, og stúdent varð hann 1912. Síðan fór hann í guðfræðideild Háskólans, og guðfræðipróf tók hann árið 1915. Þá var hann biskups- skrifari til 1916, en svo banka- ritari til 1918, þegar hann varð kennari við Kennaraskólann. Árið 1926)varð hann fræðslu- málastjóri, og Iþví embætti gegndi hann til 1931 og því næst frá 1934—1938, en þá varð hann bankastjóri Útvegsbanka ís- lands, og því starfi hefir hann síðan gegnt. - Ásgeir gerðist árið 1909 fé- lagi í Ungmennafélagi Reykja- víkur, og ævifélagi er hann í Ungmennasaimibandi íslands. í Ungmennafélagi Reykjavíkur var líf og f jör, og var þar starf- andi margt þeirra manna, sem síðan hafa gerzt áhriíamenn með UNGMENNAFÉLÖGIN voru í upphafi hér á landi und- anfari og ágæt aðstoð til auk- ins frjálslyndis og nýrra hug- mynda í íslenzkum stjórnmál- um. Mér er sagt að Ásgeir Ás- geirsson aiþm. hafi í Ungmenna félagi Reyikjavíkur vakið at- hygli fyrir skýrar og óvenjulega greindarlegar ræður, þar sem einnig gætti mjög frjiálslyndis og áhuga fyrir umbótum. Og um það bil að nýir flokkar voru að myndast hér á landi, á síðari hluta fvrrri heimisstyrjaldar, út af afstöðu til innanlandsmála, þá skipaði sér frjálsilynd æska sveitanna um hinn nýja Fram- sóknairflokk, en verkamennirnir við sjávarsíðuna skipulögðu fé- lagssamtök sín og stofnuðu Al- þýðu'flokkinn, með jafnaðarstefn una sem takmark. Þessir tveir flokkar unnu um áratugi sam- an og hrintu í framikvæmd stór- feldum umbótum fyrir alþýðu manna til sjávar og sveita. Asgeir Áisgeirsson skipaði sér í upphafi í Framsóknarflokkinn. Og hann var alltaf í röð þeirra manna í filokknum, er beztan skilning sýndu á félagslegum umbótum. Margar ræður hans á þingi á þeim tímum bera þess óræk vitni. En við Eramsókn- arflokkinn skildi hann í raun og veru út af kjördæmamálinu. Hann gat ekki unað því, að- flotkkurinn héldi dauðahaldi í úrelta og óréttláta kjördæma- skipun. Hann tók að sér van- þakklátf verk stjórnarforustu til laúsnar þessu máli. En eftir að mynduð var stjórn Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins 1934, gerðist Ásgeir stuðnings- maður þeirrar stjórnar og hóf 'hinni íslenzku þjóð. Þar voru rædd gamanmál, en þó enn frek- ar framtíð þjóðarinnar, atvinnu- mál 'hennar og menningarlíf. Þarna vakti Ásgeir á sér at- hygli fyrir gjörhygli og fram- faravilja, og þarna fókk hann ári efa vígslu sína sem þjóðmála maður. Árið 1923 bauð hann sig þá nána samvinnu við Alþýðu- flokkinn, og gekk skömmu síð- ar í flokkinn. Hann hefir nú við þrennar kosningar síðustu verið kjörinn þingmaður Al'þýðu- flokksins í Vestur-ísafjarðar- sýslu og gegnt mörgum trúnað- arstörfum fyrir ílokkinn, og ætíð með sömu prýði og hæfni, er einkennir hinn gáfaða og menntaða stjórnmálamann. Ásgeir Ásgeirsson hefir, er hann nú fyllir fimmtíu ár, stað- ið í fremstu röð íslenzkra stjórn málamanna um tuttugu ára tímabiþ setið á alþingi allan þann tíma og gegnt með sæmd og heiðri hinum vandasömustu trúnaðarstöðum þjóðfélagsins. Og allan þann tíma hefir hann. verið öru'ggur, einlægur og á- hrifaríkur framherji í orrust- um fyrir auknu lýðræði, fram- förum, menningu og frjálsri hugsun í íslenzkum stjórnmál- um. Hann á því vissulega vel heima í þsim flokki, er allan sinn tíma hefir barizt með góð- um árangri fyrir þessxim mál- efnum — Alþýðuflokknum. Og sá flokkur hefir einnig Ásgeiri margt að þakka, og óskar honum þfví allra heilla, en þess þó ekki sízt, að fá áfram að njóta á- gætra starfskrafta hans, ein- mitt á þeim tímum, sem fram- undan eru, og meira kann en nolckru sinni fyrr á þvf að velta, að stefna og hugsjónir Alþýðu- flokksins fái mótað íslenzk stjórnmál. En við vinir Ásgeirs, er vel þekkjum hann, þöklcum honum einnig fyrir það. er að okkur hefir snúið og árnum honum alls hins bezta. fram til þings fyrir Framsóknar flokkinn í Vestur-ísafjarðar- sýslu, og þótti það mjög ólí'k- legt, að hann myndi vinna þar sigur. En sú varð raunin, og nú hefir hann verið kosinn þar átta sinnum. Ásgeir varð árið 1931 f jármála ráðherra í ráðuneyti bændafor- \ Laug'ardagtnr 13. mai 1944. ingjans Tryggva Þórihallssonar, en forsætisráðherra varð hann. árið eftir, og var hann bæði for- sætis- og fjúrmálar>áðherra til 1934. Þá sagði hann sig úr flokki sínum, en fór ekki til hægri, svo sem ýmsir aðrir, heldur bauð sig fram utan flokka og mætti síðan um þriggja ára skeið á þingmannafundum Alþýðu- flokksins og vann með fulltrú- um hans á Alþingi. Fyrir kosn- ingar 1937 gekk hann í Alþýðu flokkinn, og kom sem alþýðu- flokksmaður fram fyrir kjósend ur sína, sem kusu hann þá eins og áður. Forseti Sameinaðs þings var Ásgeir árin 1930—1931, og það varð því hann er stjórnaði fund- um Alþingis á Þingvöllum árið 1930. Á þingi hefir hann innt af höndum störf í ýmsum nefndum, en alltaf hefir hann verið í fjár- hagsnefnd og menntamálanefnd. Hann var í milliþinganefnd í bankamálum, og í gengisnefnd var hann lengi og formaður hennar. Hann var og um hríð í utanríkismálanefnd, og í al- þingishátíðarnefndinni var hann 1930. Þá var hann einn þeirra þriggja manna, sem fóru til Bandaríkjanna í byrjun styrjald ar þeirrar, sem nú stendur yfir' og sömdu um viðskipti okkar íslendinga við hið mikla vest- ræna veldi. Stóð hann vel að vígi við þá samninga, því að árið 1935 fór hann til Norður- Ameríku og ferðaðist víða. Flutti hann þá fyrirlestra við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og talaði um íslenzk efni, og einnig fór hann um byggðir Vest ur-íslendinga. Var för þessi far- in fyrir frumkvæði Columbia- háskólans í New York, og kynnt ist Ásgeir í henni mörgum á- gætum mönnum amerískum. Vita þ að allir, sem til hans þekkja, að flestum öðrum frem- ur hafir hann verið ákjósanleg- ur fulltrúi íslenzkrar menningar vestur þar. Ásgeir er kvæntur Dóru Þór- hallsdóttur> biskups, Bjarnarson ar úr Laufási, Halldórssonar. * Þau hjón eiga þrjú börn: Þór- * hall, sendiráðsritara í Washing- ton', Valgerði, gifta Gunnari Th'oroddsen, alþingi'smanni og lögfræðiprófessor, og Björgu, nemanda í fimmta bekk Mennta skólans hér í Reykjavík. Er ó- hœtt að segja, að öll séu börnin óvenju mannvænleg — ekki síð ur sonur en dætur, þó að ýmsum okkar vina Ásgeirs kunni raun- ar að verða þær af eðlilegum ástæðum 'hugstæðari. . . . Það sér hver maður, að Ásgeir Ásgeirsson er meira glæsimenni en tflestir aðrir. Hann er manna gjörvulegastur ásýndum, og svipur og fram- koma alít í senn: festuleg, vin- samleg og virðuleg. Það er og hverjum ljóst, þó að hann hafi ekki hitt Ásgeir nema snöggv- ast, að hann gætir jafnan for- dildarlausrar kurteisi um hvert mál, en heldur þó fram skoðun sinni af festu og einurð. Þá munu og allir finna það fljót- lega, að frá honum stafar yl og velvild, þá er til hans er leitað um 'úrlausnir, ef sæmilegir menn eiga í hlut. En þó að eng- inn geti gengið þess dulinn, að þar sem er Ásgeir Ásgeirsson, þar er maður vel viti borinn og drengur góður og háttvís, þá vita það fæstir, í hve óvenju- lega ríkulegum mæli hann hefir til að bera vitsmuni og velvild. Er það sannast rnála, að um hann má segja það, sem hann sagði um Úlfljót í hátíðarræðu sinni á Þingvöllum árið 1930, að hann sé „kyrrlátur höfðingi og spaikur að viti“. Og beztu vin- ir hans vita, að svo mikils þyk- ir hionum um vert góð manns- efni- og mál, sem honurn' virð- ast horfa til heilila, að hann sést eigi fyrir og gleymir eigin hag og ástæðum. En menn eru mis- jafnir, þó að eitthvað ‘horfi vel um þá og þeirra, og hygg ég, að Asgeir haíi stundum fengið svo þunga raun velvildar sinn- Frh. af 6. síðu. Stefán Jóh. Stefánsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.