Alþýðublaðið - 26.05.1944, Síða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1944, Síða 2
4T lsland svíkur ekki samkomlag, segir blað sænska Álþýðuflokksins ------------ Nánari fregnir af ummælum ^Dagens > Nyheter“, sfssrsfa fela'Ss Svia. Fréttatilkynning frá ut- anríkisr áðuney tinu). AFTONTIDNINGEN í Stokkhólmi (kvöldblað sænska Alþýðuflokksins) birtir 20. maí grein undir fyr- irsögninni: „Island svikur 'ekki samkomulag.“ 'Byggist greinin á upplýsingum, sem íslenzka sendisveitin hefir látið blaðinu í té. í henni er getið allra helztu atriða úr .málstað íslendinga og kem- ur í henni ekkert atriði fram óhagstætt íslandi. DAGENS NYHETER birtír forystugrein 22. maí, og segir þar frá kjördögunum, kjörsókn og tilhögun þjóðaratkvæðisins. Siðan segir í greinninni. (í gær birtust hér í blaðinu nokkrar setningar úr þessari grein sam- kvæmt fregn frá sendiráði Svía): „I Danmörku er álitið að ís- lendingar hefðu eigi þurft að flýta sér svo sem orðið hefir Kristján konungur X er enginn harðstjóri, og auk þess eru lcind in bæði algerlega einangruiðg hvort frá öðru. Þau geta ekki framkvæmt skilnað með eðlileg um hætti. Þau hafa lent hvort sínu megin viglínunnar. Dan- mörk var hernumin af Þjóðverj um 1940, og mánuði síðar her-" námu Bretar ísland.“ Blaðið ræðir siðan um komu brezka setuliðsins og hervernd Bandaríkjanna og heldur áfram: „Bæði.Brétar og Bandaríkja- menn hlutu vinsamlegar mót- tökur, og enginn grupaði þ!á um að stefna að því að innliina Is- land í engilsaxneskt umráða- svæði (,,Lebensraum“), enda skiptu þeir sér alls ekki af borg aralegri stjórn.“ „Þegar þvi er af Dana hálfu haldið fram, að fresta þurfi end- urskoðun sambandslaganna, vegna rofinna tengsla, er svar Islendinga á þá leið, að það séu einmitt óeðlilegar kringumstæð ur/sem flýtt hafa fyrir stjórn- lagabreytingunni. t 4 ár hefir ísland orðið að treysta sjálfu sér, og í óvissu eftirstríðstímans vill landið því standa algerlega sjálfstætt. Eftir margra alda samband, fyrst við Noreg, síðan við dansk- norska rikjasambandið og loks við Danmörku, hafa íslending- ar ekki í heila öld farið dult með það, að fyrir sitt leyti krefðust þeir þess að verða aðnjótandi hins fyllsta sjálfsákvörðunar- réttar, er öllum friðsömum þjóð um ber. í sambandslögunum er fram tekið, að sambandið skuli ó- breytt standa til ársins 1940, en síðan megi segja því upp með 3ja ára uppsagnarfresti að af- loknu þjóðaratkvæði af hálfu hvors um sig. Þegar á árinu 1928 hafði alþingi samþykkt ályktun þess efnis,. að ísland hefði í hyggju að notfæra sér þessi rétt indi sín. Tæpum áratug síðar lýstu foringjar stjórnmálaflokk- anna yfir hinu sama. Því er hald ið fram af íslands hálfú, að ef allí hefði verið með felldu myndu íslendingar hafa hafið umræður við Dani í lok ársins 1940. En þar eð .Islendingar á- ilíta að slíkar umræður ‘hefðu ;aðeins verið formsatriði, telja þeir sig hafa haft frjálsar hend- ur til að gera einhliða uppsögn, vegna hernaðarástæðna. - I apríl 1940 tók ísland i sínar hendur vörzlu utanríkismála, síðan var kjörinn ríkisstjóri, og 17. maí 1941 samþykkti alþingi ályktun, en samkyæmt átti að stofna lýðveldi þegar er sambandslagasáttmálinn leyfði, þ. e. a. s. eftir árslok 1943. Gild- istáka hinnar nýju stjórnarskrár var ákveðin 17. júní i ár. „Ekkert tillit hefir verið tek- ið til boðskapar konungs. Það er algjörlega fjarri íslendingum að ætla á nokkurn hátt að fjand skapast við Dani, sem hafa átt í miklum erfiðleikum, eða kon- ung þess. Skilnaðurinn fer fram í anda vinsemdar í garð Dan- merkur og annarra Norður- landa.“ tJngii niiður ekur bifreil sirni í Keflavíkurhöfn oq bíBur bana Fa^isr iians fann laamn fyrstair er ttagara var a«S koma af sjó uudir morguií. UNGUR maður í Keflavík ! ók bifreið sinni út í Keflavíkurhöfn aðfaranótt miðvikudags og drukknaði. Faðir hans, sem var að koma af sjó fann hann, er skip hans var í þann veginn að leggja að bryggju í Kefla vík um nóttina. Lögreglustjórinn í Keflavík, Albert Gíslason, skýrir þannig frá þessum hörmulega atburði. Um klukkan 4 aðfaranótt mið vikudags, er vélbáturinn Guðni Þórðarson var að koma af sjó og var í þann veginn að leggja að bryggju komu skipverjar auga á þústu í sjávarborðinu og | er þeir aðgættu nánar kom í ljós að þarna var lík af ungum manni. Bátsverjar náðu likinu með stjökum og þekktist það strax. Var það lík Snorra Karls- sonar bifreiðastjóra, en faðir hans var einn af skipverjum og kom hann fyrst.ur auga á líkið í sjónum og vann að því að ná því upp. Skipverjum virtist sem líkið hefið ekki verið lengi í sjónum og gerðu þeir strax lækni og lögreglu aðvart. Við rannsókn upplýstist, að Snorri hafði ver- ið með bróður sínum til kl. 1.30 um nóttina og hafði hann þá verið í, vöruflutningabifreið er hann ók fyrir annan mann. Fíh. á 7. sí8u. ALÞYOUBLAB8Ð SHMaihvgm: 2*. mud 1844, ÞJóðaratkvæÓagreiðslan s komin með Nelatkvæðin era ekkl nema 254 og 795. Þetta eru úrslitín s þeim 14 kjördæmum, sem búið er aö telja 11 F RÉTTIR af úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar bár- ust úr sex sýslxun f gær, en áður voru úrslit komin úr bæjunum sjö og auk þess einni sýslu. Er þá samtals búið að telja í fjórtán kjördæmum. í þessum fjórtán kjördæmum greiddu 47 éo4 atkvæði með sambandsslitum, en aðeins 252 á móti, 46 113 greiddu atkvæði með lýðveldisstjórnarskránni, en 789 á móti. , jgtnkvasmf lögum að koma úf í gær. U TSVARSSKRÁ Reykja- víkur átti að koma út í gær — 25. maí, það var síð- asti dagurinn, sem hún mátti koma út svo að fylgt væri Iögum. En hún gat ekki kom- ið út þann dag vegna þess að prentsmiðjan hafði hana ekki tilhúna, en séð var fyrir því, að hún yrði samt sem áður lögleg, því að ríldsstjórn in gaf nægilegan frest. Líklegt er að útsvarsskrá- in komi út á þriðjudaginn kemur. |TM MIÐJAN apríl s. 1. var ” skýrt frá því í dagblöðum bæjarins að bifreiðstjórafélagið Hreyfill hefði á fundi sínum 14. apríl samþykkt tillögu þess efn- is að kreíjast rannsóknar á út- hlutun á bifreiðagúmmí á s. 1. ári, „þar sem sterkur grunur liggur á því, að úthlutun á bif- reiðagúmmi fari eigi fram í sam ræmi við þær reglur, sem um hana hafa verið settar“. Með því að í tillögu þessari virtist felast aðdróttun til þeirra, er starfa við skömmtun á bif- reiðagúmmi, um að þeir hefðu ekki hagað störfum sínum sam- kvæmt settum reglum, óskaði ráðuneytið þess að sakadómar- inn í Reykjavík rannsakaði mál þetta. Við rannsóknina kom í ljós að stjórn félagsins gat ekki bent á eitt einasta dæmi þess að brotnar hefðu verið reglur um úthlutun bifreiðagúmmi, og hafa því sögusagnir þær, er nefnd tillaga virðist byggð á við engin rök að styðjast. Fimm menn hafa nýlega verið dæmdir í 10 daga varðhald fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis, ennfremur voru þeir sviftir ökuleyfi í 3 mán- uði. JVIaður var dæmdur I gær í fimmtán daga fangelsi fyrir að aka bifreið, en hann hafði áður veriS sviftur ökuleyfi æfilangt. Úrslitin í þeim sex sýslum, sem fréttir bárust úr í gær, urðu þessi: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Sambandsslitin: Já sögðu 3226; nei sögðu 8. Stjórnarskráin: Já sögðu 3171, nei sögðu 15. Auð- ir seðlar og ógildir voru 42. Vestur-Skaftafellssýsla: Sam bandsslitin: Já sögðu 919, nei sögðu 4. Stjórnarskráin: Já sögðu 916, nei sögðu 6. Um auða seðla eða ógilda er ekki getið. Borgarf jarðarsýsla: Sambands slitin: Já sögðu 1856, nei sögðu 6. Stjómanskráin: Já sögðu 1826, nei sögðu 12. 26 seðlar voru auðir og ógildir. Snæfellsnes- og Hnappadals- sýsla: Sambandsslitin: Já sögðu 1653, nei sögðu 9, auðir seðlar voru 14 og ógildir 26. Stjórn- arskráin: Já sögðu 1612, nei sögðu 15. Auðir seðlar voru 62 og ógildir 13. Mýrasýsla: Sambandsslitin: Já sögðu 1101, nei sögðu 2. — Stjórnarskráin: Já sögðu 1087, nei sögðu 3. — 16 seðlar voru auðir og 11 ógildir. Vestur-Húnavatnssýsla: Sam bandsslitin: Já sögðu 852, nei sögðu 5. Stjórnarskráin: Já sögðu 838, nei sögðu 8. — 1 seðill var auður og 7 ógildir. Kappreiðar Fáks: mnm s hlaupa -26 gæSingar á INS og áður hefir verið ,*-*i frá sagt fara kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks fram á Skeiðvellinum við Elliðaár á annan í hvíta- sunnu kl. 3 e. h. Verður þar margt góðhesta samankomið. Verða það 5 skeiðhestar og 21 stökkhest- ur, 10 sem hlaupa 300 metra. og 11 sem hlaupa 350 metra. Fákur hefir tekið upp þá ný- breytni, að þeir hestar sem vinna til verðlauna á 300 metra hlaupinu fá ekki að taka þátt í því hlaupi á næstu veðreiðum, Frh. & 7 . siðu. sfofnar nýlf fímarit um sljérnnsál „Ófeipr", hefur göngu sína um miSjan júní. JÓNAS JÓNSSON alþm. hefir ákveðið að stofna nýtt tímarit, sem ætlað er að komi út mánaðarlega og mun það hefja 'göngu sína um miðjan næsta mánuð. Tímaritíð á að fjalla um stjórn- mál og samvinnumál og heita „Ofeigur“, en það nafn vitnar til þingeyska bóndans, Ófeigs í Skörðum, er setti hnefa sinn í borðið gegn yfirgangi Guðmund ar ríka. Afgreiðslumaður þessa nýja tímarits Jónasar Jónssonar er Helgi Lárusson forstjóri Aðal- stræti 9. Óskar Jénssoa prentari látinn. ÓSKAR JÓNSSON prentari, verkstjóri í prentsmiðj- unni Eddu, lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins síðdegis á mið- vikudag. Hann hafði verið þungt haldinn undanfarna mánuði. Með Óskari Jónssyni er í val- inn fallinn einn af beztu mönn- um íslenzkrar prentarastéttar. Háfði hann um langan tíma mik- il afskipti af félagsmálum prent ara en starfaði auk þess mikið og lengi í Lúðrasveit Reykja- víkur. Þessa ágæta manns verður nánar minnzt hér í blaðinu síð- ar. Gtiðm. Ágústssoa vann bi naafélagskap pgl ísia | FYRRAKVÖLD fór fram inn- I anfélags kappglíma Ármanns um fjölbragðaglímubikar þann, sem Sigurjón og Þórarinn Hall- björnssynir gáfu í fyrra og varð Guðmundur Ágústsson sigurveg ari. Annar í röðinni varð And- rés Guðnason og þriðji Sigurð- ur Hallbjörnsson. Að glímunni lokinni hélt stjórn Armanns glímumönnun- um samsæti. Þar var og stadd- ur sem heiðursgestur Guðmund ur Þorbjarnarson múrarameist- ari frá Seyðisfirði, en hann er einn af elztu glímumönnum Ár- manns, og glímukennari var hann hér fyrir fjölmörgum ár- um. 1 samsætinu sæmdi stjórn Ármanns Guðmund Þorbjarnar- son heiðursmerki félagsins — silfurkrossinum. í dag verður opnuð ný matarverzlun á Lauga- vegi 27. Heitir hún Kjöt og Bjúgu og er eigandi hennar Ragnar Pét- urson. Verzlun þessi mun hafa á boðstólum alls konar kjötvörur, ) konar álegg, salöt, grænmeti o. fl. nýjar og niðursoðnar, pylsur, alls fl. Einnig mun þar fást alla konar tilbúnir, heitir réttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.