Alþýðublaðið - 26.05.1944, Qupperneq 8
ALÞVÐUBLAPIP
FModagw 26. maí 1644.
1STJARNARBIÚ6S
Fegurðardisir
Hello Beautiful)
Amerísk gaman- og músík-
mynd
George Murphy
Ann Shidley
Carole Landis
Benny Goodman
hljómsveit hans
Dennis Day útvarps-
söngvari.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
ÞAÐ VAR í tíð Boga sýslu-
manns að Staðarfelli í Dölum,
að hreppstjórinn, sem lengst af
hafði verið samstarfsmaður hans
dó, svo að út sjá þurfti annafi í
það embætti.
í þá daga þótti hreppstjóra- |
staðan mjög virðulegt embætti j
og þeir táldir með betri mönn- ■
um, sem gegndu þeirri stöðu.
Fyrir tilstilli Boga, hlaut stöð-
una maður að nafni Guðmund-
ur, °9 fylgiT það sögunni, að
hann hafi hlotið það meira fyrir
kunningsskap við sýslumann, en
hæfileika sína. Sagt var, um
Guðmund, að hann hafi borizt
töluvert á, og verið drjúgmont-
inn, og dró sízt úr því, eftir að
hann var orðinn hreppstjóri.
Nokkru eftir að hann . var
settur í embættið, kom hann á
sýslumannssetrið og átti þá
móðir sýslumanns viðtal við
hann og segir:
,$g óska þér til lukku með
embættið þitt, Guðmundur
minn, nú ertu bara orðinn
hreppstjóri.“
„Jú-jú, — svo má ég guði
fyrir þakka,“ segir hann.
„Hvernig heldur þú að þér
líki embættið, Guðmundur
minn?“
„Mér líkar það prýðilega. Ég
hefi að vísu í mörgu að snúast,
en það er það, sem við mig á, og
passar mér vel.“
„Já, það segir þú nú satt, Guð-
mundur minn. En meðal ann-
arra orða, úr því að þú ert nú
orðinn embættismaður, viltu þá
ekki að ég fari að þéra þig?“
segir sú gamla. Betur kæmi
mér það svona á mannamótum.“
tilhugsun að eiga svona stóra og
sterka vini.
— Þykir yður gaman að fara
á skíðum?
— Já, mjög gaman.
— Þá unið þér yður vel hér.
Hér getið þér iðkað skíðaferð-
ir allan ársins hring, yfir í fjöll-
unum þarna. Hann benti út í
þokubakkann, sem umlukti
okkur. —■ Það er slæmt að þér
skulið ekki geta séð fjöllin í
kvöld, þau voru fögur. Bezta
skíðaíærið er í fjöllunum hin-
um megin vatnsins. Þar er
Grauhorn. Á þessum slóðum eru
sjö jöklar, en Grauhorn er þeirra
fegurstur. Yður mun geðjast
vel að honum, ef yður geðjast
vel að fjöllum á annað borð.
— Þér talið um hann eins og
hann skyldi vera maður.
— í mínum augum er hann
maður. Stór, harðger en góð-
lyndur náungi.
— Hættulegur?
— Þetta er nú einm’'1' ' l,u-
legasti tíminn hans. Snjóflóða-
hætt. Fyrir þremur árum. síðan
hreif snjóflóð tólf manns og að-
eins fjórum varð bjargað.
— Ég átti hedma í bajersku
Ölpunum um nokkurra ára
skeið. Ég óttast ekki fjöll, sagði
ég. — Ef maður þekkir bau vel,
eru þau ekki hættuleg. Það kom
ekkert svar, og ég gerði mér
ljóst, að orð mín hlutu að virð-
ast raupkennd, þegar þess var
gætt, að fáum minútum áður
hafði ég verið kjökrandi.
— Mér þykir leitt, að ég
skyldi gráta, sagði ég í sjálfs-
varnarskyni. — En yður er ó-
hætt að trúa því, að ég hafði
gildar ástæður til að gráta.
Hann tók pípu sína og sló úr
henni við millgerðina. — Mér
— mér þykir þetta leitt-------
sagði hann eftir stutta og óþægi-
lega þögn. Vesalings Kristófer.
Við höfðum ekki einu sinni ver-
ið formlega kynnt hvort fyrir
öðru. Hversu geysilegt áfall hef-
ir það ekki verið fyrir hina
ensku háttvísi þína, þegar ég
tók að afhjúpa hjarta mitt. En
ég kom frá Ameríku, þar sem
fólk talar um sjálft sig og hef-
ir ótakmarkaðan áhuga fyrir
einkamálum annarra. Og ég
þurfti að létta á hjarta mínu
og nóttin var dimm og lokuð
eins og skriftastóll kaþólskra
presta, og lét móðan mása.
—- Ég kom með sjúkling til
læknis hér, og hann gaf mér
mjög litlar vonir. Það er þess
vegna, sem ég grét.
— Mér þykir þetta ákaflega
leitt. En eftir því, sem mér
skilst hefir nú upp á síðkastið
oft nóðist undraverður árangur
í lækningum á lungnasjúkdóm-
uim------sagði röddin í myrkr-
inu í huggunariskyni. (Herra
minn trúr! Fyrst grætur þessi
umí örlaganna
kivenmaður eins og óhemja,
hefir bersýnilega enga stjórn á
sér, og svo gerir hún sig lík-
lega til að segja mér alla ævi-
sögu sána. Þetta var ljóta kMp-
an. Og við höfðum ekki einu
sinni verið kynnt, hugsið ykk-
ur-----).
— Þetta er ekkert viðkom-
andi lungunum. Það eru augun.
— Auðvitað. En hvað þetta
er heimiskulegt aif mér. Ég sá
unga manninn með diökku gler-
augun, sem var með yður í borð
salnum. Og ég hugsaði: En hvað
þetta er skemmtilegur piltur. . .
— Já, hann ber þetta fremur
vel — — sagði ég. Og allt í
einu var varnarhringur myrk-
ursins um mig rofinn. Það hafði
verið eitllbvað rcmanthkt og
dularfullt í sambandi við hintt
ósýnilega nágranna minn. En
nú var hann aðeins einn af þess
um hundruðum hversdagslegra,
ungra Englendinga, sem fylla
öll svissnesk hótel og stara ó-
vinsamlega á nýja gesti.
— Ég er frú Sprague, sagði
ég. — Ég kom frá New York
til að hitta dr. Konrad. En það
virtiist svo, sem ég hefði eins
vel getað haldið þar kyrru fyr-
ir.
— Komið þér sælar, frú Spra-
gue. Nafn mitt er Kristófer
Lankersham.
— Komið þér sælir, herra
Lankersham.
Ég kæfði eldinn í vindlingnum
miínum ó votu handriðinu og
hélt á stubbnum milli fingranna.
Myrkrið var byrjað að greiðast
sundur og bíll ók á öðru gíri
upp brekku einhvers staðar úti
á þjóðveginum.
— Fyrir ári síðan var dr.
Konrad fullviss um að hann gæti
læknað þetta, eða að minnsta
kosti hindrað að sjúkdómurinn
versnaði. En í dag gaf hann mér
nálega enga von, sagði ég. Ég
vissi, að það fór ekki vel á því,
að ég skýrði 'frá vandræðum mín
um á þennan hótt, en mér létti
stórum við það.
— Er dr. Konrad litli einsetu
maðurinn, sem býr í húsi Iiamm
elins gamla? Það er sagt, að
hann sé mikill vísindamaður,
sem hafi verið haldið hjá naz-
istum. Hann er nýkominn hing-
að, er það ekki?
— Jú, það tók' okkur nærri
ár að fó hann látinn lausan. Við
vonuðumst til, að hann myndi
koma til Bandaríkjanna, en
hann brast áræði til þess. Hann
óskar ekki eftir að ganga undir
óhjáfcvæmileg próf og leggja út
í baróttu til að skapa sér þar
aðstöðu. Hann óttast líka, að
hann geti ekki lært málið. Hann
virðist vera eins og maður, sem
hefir verið hrj’-ggbrotinn. Það
eina, sem hann æskir eftir, er
að fela sig, lifa einn út af fyrir
sig og halda ófram rannsóknum
NTJA Blð
ívörðurinn við Rfn
(„Watch on the BJadne,,)
BETTE DAVID
PAUL LUKAS
Börinuð börnum yngri en 12
ára.
Sýnd kl. 9.
Æfintýri í
Washingfon
Virginia Bruce
Herb. Marshall
Sýnd kl. 5 og 7.
6AMLA BIO
léttúðug eiginkona
(My Life with Cardine)
Amerísk gamanmynd.
Bonald Colman
Anna Lee
Charles Winninger
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
smum.
— Það er skiljanlegt, er ekki
svo?
— Jú, ég býst við því. Að
vtisu er það ekki samkvæmt
mínu eðM að draga sig í hlé. Ég
kom hingað til að berjast fyrir
sjón Mikaels. Ég treysti því, að
dr. Konrad myndi hjólpa mér
til að bera sigur úr býtum í
þeirri baráttu. En hann er lin-
ur eins og loftbelgur, sem loft-
inu hefir verið hleypt úr. Það
er hræðilegt, hvernig farið er
með fólk i þessum fangabúðum.
— Ef þér óskið að berjast,
hefðuð þér ekki ótt að koma
til Staufen, frú Sprague.
— Hvers vegna ekki?
— Þetta er hæli fyrir flótta-
menn, vissuð þér það ekki?
— Eruð iþér flóttamaðurT
spurði ég, en mig iðraði þess á
sömu stundu, því að mér fannsl
það sýna skort á háttvísi.
— Jæja — jó. Já, ég er hrædd
MEÐAL BLAMANNA
'
EFTIR PEDERSEN-SEJERBO
— Wilson, gamli, góði vinur!
Og svo heyrði hann mennina tvo ræða klökka um
bernsku og æsku, um að kveðjast og hittast og búa sér stað ’
í heiminum, um auðæfi og virðingu, er aldrei veittu nokkr-
um manni hamingju, og að sá, sem upphæfi sjálfan sig gæti
niðurlægzt, þegar minnst varði.
Hann gat þó ekki rakið þráð samræðu þeirra, til þess
var hann um of sljór og máttfarinn. Auk þess voru þeir
félagar of langt í buríu og töluðu of lágt tjl þess að unnt
væri fyrir hann að greina allt það, sem þeim fór í millum.
En honum skildist, að þeir voru kunningjar og vinir og höfðu
fundið hvor annan með undraverðum og óvæntum hætti
hér í þessari afskekktu og framandi álfu. \
Hjálmar situr úti í tjalddyrunum og safnar kröftum með
því að anda að sér hinu ferska lofti, er berst ofan fjallshlíð-
ina.
En hvað það er gaman að lifa!
Aldrei hefir honum fundizt lífið svona unaðssælt og fag-
urt fyrri. Það er eins og hugur hans og líkami hafi notið
blessunarríkrar hvíldar, eins og hann 'hafi náð heilu og
höldnu í höfn eftir langa og stranga útivist á hamvilltu hafi.
Bara það, að hann hefir fengið létt föt í stað tötranna,
sem hann bar áður, að hár hans og neglur hafa verið klippt-
ar og hann fær notið reglubundinna máltíða, sem framreidd-
ar eru að hætti Norðurálfumanna, veitir honum unað og
sælu, sem sá einn kann að meta að verðleikum, er reynt
hefir hið gagnstæða.
Og þó er þetta raunverulega hið minnsta af því góða og
¥ H D A -
* A O A
ÖRN <á flugvélinni): „Númer
359 kallar stöðina. Bóðir
hreyflar bilaðir. Reyni neyð-
a,rlendingu! Staða mín er'. . “
Á FLUGVELLINUM: „Víkið af
vellinum. Neyðarkall! Aðstoð-
arrnenn á vettvang.
KATA: „Hrvdð er að? —
Hivað gengur ó!“
ELUGMAÐUR: „E-inium flug-
manninum hefir hlekkst ó,
ungfrú. Ef til vill fellur flug
vél hans. Fyrirgefið. Ég verð
iað fajraý1, ;
KATA: „Flugvólin fellur kann-
■ske!