Alþýðublaðið - 07.06.1944, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 07.06.1944, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAÐEP Myndin er teíkin hinna mörgu innrásaræfinga, sem fram hafa farið við strendur Endlands til undirhúnings innrásinni, sem nú er bafin. sínar hendur en því næst til- kynnti Eisenhower, yfirmaður innrásarhersins þjóðimum á meg inlandinu það, sem fram var að fara. Á eftir honum ávörpuðu Hákon Noregskonungur, Ger- hrandy forsætisráðherra hol- Ienzku stjórnarinnar og Pier- lot, forsætisráðherra helgísku stjórnarinnar þjóðir sínar og hvöttu þær til að vera til taks og hlýða þó í öllu þeim fyrir- skipunum, sem gefnar yrðu af * yfirherstjóm innrásarhersins. 'Eiseníhower flutti árvarp sitt kjukkan 7.50 í gærmorgun, er bandamenn höfðu komið sér fyrir á Frakklandsströndum. Hvatti hann menn í Frakklandi til þess að fara sér ekki að neinu óðslega og hlýða fyrirskipun- um, sem út kunna að verða gefnar. Eisenhower komst með- al annars svo að orði: ,,í morgun gengu bandamenn á land á vesturströnd Evrópu, samkvæmt samræmdum hern- aðaraðgerðum sínum í samráði við Rússa. Ekki verður fajá því komizt, að tjón verði á mönn- um og mannvirkjum. við get- um ekki forðast að valda hörm- ungum og þjáningurrf, en að lokum vinnst sigur, og hann færir Evrópuþjóðunum frelsið.“ Eisenhower beindi því næst orðum sínum til frönsku þjóð- arinnar. og sagði, meðal annars, að hún myndi síðar geta valið sína eigin stjórn og stjórnarfyr- irkomulag. Eisenhower lauk máli sínu með því að lýsa yfir því, að hann bæri fullt traust til her- manna sinna. En Eisenhower varaði þó við því að halda að vsgurinn yrði greiðfær, því færi fjarri, en sigurinn myndi samt falla þeim í skaut um það er lyki. 'Samtlúmis þiví að innrásin hófst og Eisenhower flutti á- varp þetta í útvarpið, gaf Mont- gomery, sem stjórnar land- gönguliðinu, dagskipan til her- mannanna og fékk bver ein- istakur henmaður eitt eintak af ■honni. Segir þar meðal annars: Tíminn er kominfí. Nú sækjum við að óvinunum. Við sækjum öruggir fram í trausti á hinn góða málstað, sem við berjumst fyrir.* Frásðgn (hurchills. Strax í gærinorgun skýrði Churohill á fundi í neðri mál- stofu brezka þingsins frá inn- rláisinni, en síðdegis í gær flutti hann aðra ræðu í málstofunni og gerði þar grein fyrir því, hvernig innrásin hefði gengið fram að (þeim tíma. Ohurdhill lýsti yfir því, að mótspyrna Þjóoverja hefði ekki verið eins mikil og við var bú- izt. Þá gat hann þess, að her- sveitir bandamanna, sem flutt- ar höfðu verið í svifflugum og svifið höfðu til jarðar að baki víglínu Þjóðverjá hefðu ekki orðið fyrir teljandi mótspyrnu. Bandamiönnum faefir tekizt að ná mörgum ibrúm á vald sitt áður en Þjóðverjar gátu sprengt (þær í loft upp. Churdhill lýsti því fíánar, hvernig innfíásin hefði hafizt. Skýrði hann frá því, að fyrst faefðu farið tundurduflaslæðar- ar, sem opnuðu öðrum skipum og innrásarprömmum banda- manna leið. Hann kvaðst hafa fullt traust á Eisenhower sem yfirforingja bandamanna í þess um átökum. Um bádegi í gær höfðu banda menn komið á land í Frakklandi fjölmörgum vörulbifreiðum, iskurðgröfum og ýmislegum á- höldum. Var þegar farið að vinna að því að búa til flugvelli. Ýanis frægustu herskip Breta tóku þátt í hernaðaraðgerðum. Þar á meðal voru herskipin ,,Nelson“, „Warspite" og „Ram- il’lies." Auk hinna brezku her- skipa eru allmörg amerísk her- skip þarna samankomin og hafa þau tekið þátt í skothríð á strandvirki Þjóðverja. Þjóðverjar veittu litla sem enga mótspyrnu í lofti og mátti heita, að bandamenn væru alls ráðandi. Er þess get- ið í fréttum, að um 1300 flug- vélar bandamanna hafi verið á ferðinni í einu og varpað ó- grynni af sprengjum á stöðvar Þjóðverja. Brezka útvarpið skýrði frá því eftir miðnætti í nótt, sam kvæmt frásögn Frank Gillards fregnritara, sem staddur er í aðalbækistöð Montgomerys, að enn sé of snemmt að spá, hverju fram kunni að vinda. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu uga sálaðist hefir verið stöðug þagnaræfing hjá flokkunum, þann ig að fáfróðir menn hefðu getað ætlað þá dauða, en hinir, sem bet- ur fylgdust með vita, að með þeim leynist líf bak við tjöldin. Stjórn- armyndun af hálfu flokkanna kemur aldrei til greina, nema því aðeins að þeir flokkar, sem að stjórnarmyndun standa, taki sam- tímis á sig þær skyldur, að leysa vandamálin og ráða fram úr öng- þveitinu, sem verður að snúast gegn af fullri alvöru fyrr eða síð- ar. Því verður ekki skotið öllu lengur á frest, og þótt ríkisstjórn- in hafi reynt að miðla málum, get- ur hún ekki unað því öllu lengur, að flokkarnir kreppi svo að henni, sem þeir hafa gert, hvað þá að þeir auki enn á ósómann? Stjórnarmyndunin cr farin út um þúfur. Þagnaræfingin hefst væntanlega að nýju. Þjóðin myndi fagna því, að flokkarnir'bæru gæfu til að sameinast um lausn vanda- málanna, en hún fagnar einnig hinu, að þeir skuli hafa borið gæfu til að hverfa frá stjórnarmyndun, sem ekki byggðist á skynsemi, heldur sjúkum metnaði og tilgangs lausum vegna málefnaskorts." Vísir skirrist svo sem ekki við að snoppunga forustumenn | folkks síns, eins og gerla jná I ráða af niðurlagi þessara um- þmæla. Hamingjusamur maður. Frh. aí 5. síöu. til þess að sjá fyrir börnum sín- um — en honum gekk margt í móti. Joe hafði tvisvar eða þris- var sinnum hærri laun en Bos- quet, en allt, sem hann þurfti að kaupa, kostaði tvisvar eða þrisvar sinnum meira en sams konar vörur á Frakklandi. Fyrir kreppuna bjó Joe í leiguíbúð og keypti alla þá mat- vörut sem fjölskylda hans þurfti með. Hann hafði til umráða bif- reið, húsgögn, viðtæki og þvotta vél, sem hann þó raunverulega ekki átti, heldur varð að borga af mánaðarlega, ársfjóðungs- lega eða árlega. Joe lifði eigi að eins á mánaðarlaunum sínum, heldur og á fé, sem hann enn hafði ekki aflað. Og þess voru dæmin, að hann vaknaði um næt ur sleginn köldum svita og tæki að íhuga það, hvað bíða myndi fjölskyldu sinnar, ef hann missti atvinnuna. Og svo rann sá dagur upp, er hann missti atvinnuna. Það var örðugt um það að segja, hvað því olli. En hver sem ástæðan hefir nú verið, var Joe allt í einu orðinn atvinnulaus. En kreppa getur ekki til kom ið vegna þess, þótt hundrað eða þúsund menn verði atvinnu- lausir. Og kreppunnar hefði vissulega eigi gætt svo mjög 'í Vesturheimi og raun bar vitni, ef Joe hefði verið sjálfum sér nægur í líkingu við Bosquet. Þegar Joe varð atvinnulaus, átti hann fárra kosta völ. Hann varð brátt að láta bifreiðina og viðtækið af hendi, þar eð hon-' um var ógerlegt að standa í skil um með afborganir. Joe varð svo áður en langt um leið að leita á náðir hinö opinbera nauð ugur viljugur. Einhver kann að segja, að Joe hafi verið undantekning og þýð ingarlítill maður, en sú fullyrð- ing væri vissulega eigi á rökum reist. Joe var þýðingarmikill maður fyrir fjármálastjórn Bandaríkjanna vegna þess hversu samherjar hans og líkar voru margir. En það var engan veginn hægt að saka Joe BroWne um það, hversu komið var. Óforsjálni hans var fyrst og fremst sök þeirra, sem höfðu neytt hann til þess að kaupa það sem hann gat ekki greitt. í Vesturheimi var sem sé þeirri meginreglu gleymt, að því meira, sem menn vilja eyða, því meira verða þeir að afla. Sannleikurinn er sá, að almenningur Vesturheims hefir lítt átt auðsæld að fagna síðustu hálfa öld. Við höfum aðeins haft af að segja fáheyrðum velti árum og fáheyrðri kreppu. Slíkt getur búið grand jafnvel svo ríkri þjóð og máttugri sem Bandaríkjamönnum. En því skyldi aldrei gleymt, að það er ómögulegt að fá eitthvað fyrir ekkert. # EG FRÉTTI síðast af Bosquet skömmu áður en Þjóðverjar hernámu gervallt Frakkland. Hann bjó þá enn í litla húsinu sínu og gegndi enn starfa í verk smiðjunni. Hann átti nægan mat — öryggis hans gætti ekki meira en það, að Þjóðverjum hafði sézt yfir garðinn hans. En þegar margfaldað er með millj- ónum, skiptir öryggi það, sem Bosquet naut, miklu máli. — Hann mun búa enn í litla hús- inu sínu, þegar Þjóðverjar verða á braut, og enn njóta síns fyrra öryggis. Og hann mun að- stoða samborgara sína í stað þess að verða þeim til byrði. Þrisvar sinnum á fjörutíu og fimm árum hefir erlendur árás- arher gert innrás í Frákkland. Tvisvar sinnum hef ir Frakklandi auðnazt að verða heimsveldi að nýju. Ég trúi því, að Frakkland muni og að þessu sinni ná sér Miðvikudagur 7. júní 1944. Viðlal við Dr. Richard Beck. Frh. af 2. síðu. íns er víðtækt. Það heldur uppi skólum, sem starfa að íslenzku- kennslu og þessir skólar éru. víða mikið sóttir. Það gengst fyrir mótum og það gefur út tímarit, sem er allmikill liður í þjóðræknisstarfi okkar. Síðasta þing félagsins, og þau hátíða- höld, sem fram fóru í sambandi við það, var mikill viðburður í starfi okkar. Þingið var hið fjöl- mennasta, sem við höfum háð og allar samkomur þess vel sóttar. Ég vil taka það fram, að koma fulltrúa ykkar, dr. Sigur- geirs Sigurðssonar biskups, á þingið, hafði ákaflega mikla þýðingu. Hin glæsilega fram- koma biskupsins vestan hafs var Islandi til sóma og aflaði því álits og vina af öllum þjóða- brotum. För biskupsins var hin merkalegasta landkynning og jók hróður íslands meðal vest- rænna þjóða.“ Þá ræddi doktorinn nokkuð um íslenzka námsmenn vestra og störf sendimanna íslands þar. Sagði hann, að sér væri ó- hætt að fullyrða, að íslenzkir námsmenn væru ættjörð sinni til mikils sóma. Og um sendi- sveitarskrifstofuna í Washing- ton og aðalræðismannsskrifstof una í New York sagði hann, að Iþær ynnu geysi þýðingarmikil störf af frábærri lipurð og dugn aði. Að lokum sagði Riehard Beck: „Allir Vestur-Islendingar glödd ust yfir þeirri miklu einingu, sem fram kom við þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Ég fullvissa ykkur um það, að ef aðstæður hefðu nú verið aðrar, þá myndu Vestuir-íslendingar hafa fjöl- mennt á þjóðhátíðina nú, ekki síður en 1930. Og ég vona, og ég veit, að eftir styrjöldina, þeg- ar flugsamgöngur verða komn- ar í gott horf, þá munu Vestur- íslendingar fjölmenna heim, og þið vestur í hinar íslenzku byggðir. Þar bíða þúsundir heimila til að veita ykkur af rausn sinni. Það eru vinir, sem koma að heiman,“ Dr. Beck flytur íslenzku þjóð- inni fyrst og fremst kveðjur Þjóðræknisfélagsins og Vestur- íslendinga, en hann flytur henni einnig kveðjur og heillaóskir ríkisstjórans í North-Dakota og ýmrsa stofnana Vestur-íslend- inga. Dr. Richard Beck er fæddur 9. júní 1897. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1918 og stúdentsprófi í Reykjavík 1920. Hann hvarf til Ve<=+,ir>ieims 1921 og var eitt ár í Winnipeg. Hann innritaðist í Cornellhá- skólann í Ithaca 1922. Hann lauk meistaraprófi 1924 og doktors- prófi 1926. Síðan haustið 1929 hefir hann verið prófessor við ríkisháskólann í Grand Forks í North-Dakota í Norðurlanda- málum og Norðurlandabók- menntum. Hann var kjörinn forseti Þjóðræknisfélags Vestur-íslend inga 1940, en áður hafði hann verið varaforseti félagsins í 6 ár. Hann hefir skrifað mikinn fjölda blaða- og tímaritsgreina, þýtt íslenzk ljóð á enska tungu og stundað mörg önnur ritstörf. Hann er kvæntur konu af ís- lenzkum ættum og á tvö börn. íslendingar munu áreiðan- lega fagna þessum ágæta gesti og vini á þjóðhátíðinni 17. júní. Um leið og þeir hylla hann hylla þeir landa sína og vini vestan hafsins. eftir áfall það, sem það hefir fyrir orðið. Og ég hygg, að því muni fyrst og fremst valda ör- yggi það, sem Bosquet og millj- ónir samlanda hans fá notið. Þjóð, sem býr þannig að börn- um sínum, á sér, ef að líkum lætum, mikla framtíð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.