Alþýðublaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. júní 1944 _ _____ AL!>YÐUBLAÐIÐ Bandamenn eru aðeins 4 km. frá miðbiki Rússlandsvígstöðvarnar 'Mynd þescsi, sem gefur ruokkra liugmynd um afstöðuna á austurvígstöðvunium ,isýnir m. a. borgina Vitebsk til hægri, rétt fyrir neðan miðja myndina. Nokkru vestar, til vinstri, er Boiotsk, en Riússar hafa nú roifið járnbrautina þangað. Rússar hefja sókn í Hvífa-Rússlandi Þeir Staía Jafnframf brotizl yfir ána Svir mllli Ladoga o| Onega - Tanner vSli ekki semja vS® Kássa "D ÚSSAR hafa enn byrjað mikla sókn á hendur Þjóð- verjum, að þessu sinni í Hvíta-Rússlandi. Hafá þeir brotizt gegnum vamarkerfi Þjóðverja á þrjátíu km. breiðu svæði við Vitebsk og sótt fram um 12—15 km. Þeir hafa rofið járnbrautina, sem liggur til Polotsk, norðvestur af borginni og virðist sem Þjóðverjar fái lítið að gert. Rússar segjast hafa tékið um hundrað þorp og byggð ból í fyrstu sóknarlotunni. í Finnlandi halda Rússar áfram sókninni, s bæði í áttina til Helsinki frá Viborg og eins á svæðinu milli Hvað segja brezku blöðin! ESSA DAGANA hafa bor- izt hingað fyrstu blöðin frá Englandi, sem greina frá innrásinni og er næsta fróð- legt að lesa þau. Manni hefir oft dottið í hug síðan hinar stórfeldu aðgerðir hófust á ströndum Normandie: Hvað segir almenningur í Bret- landi, hvernig skyldi stemn- ingin vera þar nú, þegar draumurinn er í þann veginn að rætast, draumurinn um endalok stríðsins, draumur- inn um frelsi til handa undir okuðum þjóðum Evrópu? YFIRLEITT bera blöðin með sér, að menn fara sér að engu óðslega í borgum Bret- lands. Það voru engin húrra- hróp eða æðislegar fjölda- samkomur, þar sem hver æpti sem betur gat um hina glæsi legu sigra, sem í vændum væru. Svo virðist, sem al- menningur hafi skilið alvör- una og þungann í því, sem nú var að gerast og að enn mætti búast við miklum fórn nm og miklum erfiðleikum. Blaðið „Daily Herald“ skýr- ir meðal annars frá því að \ amerískur hermaður hafi á- varpað stúlku, sem stýrði strætisvagni í London og spurt hana, hvort Bretar gætu ómögulega látið í ljós tilfinningar sínar og fögnuð þegar svo miklir atburðir væru að gerast. Stúlkan á að hafa svarað „Þetta er bara byrjunin. Margt á eftir að koma fyrir, en að lokum mun um við fagna“. Þetta virðist vera táknrænt fyrir afstöðu almennings í Bretlandi til innrásaraðgerðanna. Það gæt ir ekki neinnar bölsýni, síður en svo, en hins vegar ber ekki á neinni ótímabærri bjartsýni, mönnum er ljóst, að miklir erfiðleikar eru framundan. BREZKU BLÖÐIN bera það með sér, að menn bera fyllstu tiltrú til Eisenhowers yfir- hershöfðingja bandamanna svo og til Montgomerys, sem stjórnar landhernum í inn- rásinni. En síðast en ekki sízt, bera menn fyllsta traust til hermannanna sjálfra, bæði Breta og Bandaríkja- manna og Kanadamanna, sem nú heyja svo harðfengi- lega baráttu á innrásarsvæð inu. Fólki er það ljóst, að að þessu sinni eru hermenn bandamanna búnir að minsta kosti jafngóðum hergögnum og Þjóðverjar og að þeir njóta nú stuðnings lofthers, sem hefir fyllilega reynzt starfi sínu vaxinn. Þetta er öðruvísi en harmsagan við Dunkerque, þegar flugmenn Görings virtust eiga alls kost ar við varnarlausa hermenn Breta, sem biðu upp á von og óvon í flæðarmálinu hina ör- lagaþrungnu júnídaga fyrir fjórum árum. BREZK BLÖÐ birta einnig um mæli ýmissa ráðamanna Þjóð verja um innrásina og gætir þar nokkurs ósamræmis, Cherbourg S»|óðv@rjar sprengfa hafnarmannvirkin i lofft upp ANDARÍKJAHERSVEIT- IRNAR, sem næst eru komnar hinni mikilvægu flota- stöð Cherbourg, eru nú aðeins um 4 km. frá miðbiki borgarinn- ar, og virðist faíl hennar yfirvof- andi. Bandamenn hafa tekið hæð rétt við borgina og þaðan dynur skothríðin á borgina. Þjóðverjar munu tæpast eiga sér undan- komu auðið, en vinna nú að því að sprengja í loft upp hafnar- garða og ýmisleg mannvirki, sem koma mættu landgönguliði bandamanna að. haldi. Banda- menn sækja til sjávar beggja megin horgarinnar. Samkvæmt síðustu fregnum af vígstöðvunum í Normandie getur ekki liðið á löngu áður en flotahöfnin Cherbourg fellur í hendur bandamönnum. Setulið Þjóðverja þar getur varla kom- izt undan, hvorki sjóleiðis né landleiðis. Uti fyrir ströndinni eru herskip bandamanna á sveimi og inni í landi er hring- urinn um borgina lokaður. Þó freista Þjóðverjar þess að eyði- leggja allt, sem bandamönnum má að gagni koma, bæði hafnar- mannvirki og annað, og setulið þeirra mun hafa fengið fyrirskip- un um að verjast til hins ýtrasta. Bandaríkjamenn skjóta af stórum fallbyssum á borgina og steypiflugvélar gera mikinn usla án þess að þýzkar orustuflugvél- ar fái að gert. Mikið er barizt um tvo flugvelli í grennd við borg- ina, og er annar um 5 km. vestur af henni, en hinn um það bil 10 km. austur af henni. Nákýæmar fregnir hafa enn ekki borizt af þeim viðureignum. Við borgina' Tilly eiga Bretar og Kanadamenn í höggi við 4 þýzk vélaherfylki og verður vel ágengt. í og við borgina Caen berjast Kanadamenn við Þjóð- verja og halda hvarvetna velli. eins og venja er til í þeim herbúðum. Til dæmis sagði hinn kunni þýzki útvarpsfyr irlesari, Dittmar, er innrás- in hófst, að hér væri ekki um að ræða neitt smástrandhögg, þar sem andstæðingarnir kæmu í dag og hyrfu á brott á morgun, heldur berðust inn rásarhermennirnir af hinni' alkunnu engilsaxnesku þrá- kelkni og. nú væri teningun- um kastað og nú yrði barizt til úrslita Dittmar vildi engan veginn gera lítið úr herstyrk og útbúnaði bandamanna og bjóst við hörðum ,átökum þar sem Þjóðverjar yrðu að leggja sig alla fram. HINS VEGAR þurfti hinn góð- kunni fréttamaður, Jósef Göbbels að skýra frá því, að Þjóðverjar hefðu ,,leyft“ bandamönnum að ganga á j Ladoga og Onegavatns. land til þess að geta gereytt þeim í stórorrustum, sem þýzki herinn hefði beðið eft- ir með hinni mestu óþolin- mæði. Geta má nærri, hvort þýzka þjóðin sé ekki farin að fá sig fullsadda á „upplýs- ingastarfsemi“ Göbbels og fullyrðingum sem þessum. ÞAÐ ER EINNIG eftirtektar- vert, sem brezk blöð skýra frá að íbúar í þorpum þeim, sem bandamenn hafa náð á vald sitt, hafa undantekningar- laust tekið bandamönnum með hinum mesta fögnuði. Það þýðir, að fjögur ár hafi ekki. nægt til þess að sann- færa fólk þetta um ágæti stefnu þeirra Hitlers og La- vals og að franska þjóðin er enn trú hugsjónum sínum og bíður þess, að ofbeldislýður- inn verði hrakinn úr landi. Áður höfðu Þjóðverjar til- kynnt, að Rússar hefðu byrjað mikil og skæð áhlaup í grennd við Vitebsk, en það var aldrei staðfest af Rússum, en í gær- kveldi skýrði Lundúnaútvarpið nánar frá árásum þessum og mun hér vera um að ræðá upphaf á nýrri sumarsókn Rússa. Hafa þeir, að því er síðustu fregnir hermdu, rofið varnarlínu Þjóð- verja á allstóru svæði og sækja fram með miklu liði. Vestur af Viborg er ekkert lát á sókn Rússa og sækja þeir fram í áttina til Helsinki og beita mjög flugliði og skriðdrekum. Sænsk blöð láta sér tíðrætt um horfurn- ar í Finnlandi og telja, að Finn- um muni ekki takast að stöðva framsókn Rússa. Sum blöðin segja, að Þjóðverj- um muni veitast erfitt að koma liði sínu undan og ekki komi til mála, að það verði flutt yfir Sví- __________________________s Yfirgefa Þjoðverjar Noreg! ^JíBNSKA blaðið „Göteborgs Handels- och Sjöfartstidn- ing“, sem þykir mjög ábyggilegt, greinir frá því, að nýlega hafi allmikill floti, aðallega skemmti- snekkjur og fiskiskip, um 60 að tölu, farið frá ýmsum dönskum höfnum og verið á norðurleið. Þýzk skip drógu skip þessi, og talið er, að hér sé um að ræða dönsk skip, sem fara áttu til norskra hafna til þess að vera til taks til þess að flytja þýzka her- menn á brott frá Noregi ef nauð- syn krefði. Nokkru síðar fóru 11 fylgdarskip og vopnaðir togarar um Eyrarsund og stefndu norð- ur á bóginn. De la Rocque myrtur a? frönskum íöður- landsvinum RÁ Frakklandi berast þær fregnir, að de la Rocque, leiðtogi hins illræmda fasistafé- lagsskapar „Eldkrossins“, eða Croix de Feu, hafi verið skotinn til bana af frönskum föðurlands- vinum. Ekki hefir frétzt um, hver tilræðið framdi. De la Rocque, sem var ofursti að nafnbót, var einn áhrifamesti leiðtogi franskra fasista fyrir styrjöldina og hreyfing hans eða flokkur, „Eldkrossinn“, átti veru- legan þátt í óeirðunum, sem áttu sér stað í París, einkanlega á Place de la Concorde, árið 1934. 1( skipum lapana JWASHINGTON er tilkynnt, að amerískir kafbátar hafi enn sökkt 16 japönskum skip- um á Kyrrahafi. Þeirra á meðal voru 11 kaupför af meðalstærð. Bandaríkjamenn halda áfram að valda miklum spjöllum á flutningaskipum Japana um Kyrrahaf og má heita, að þeir séu nú einráðir á Kyrrahafi, sér í lagi eftir sjóorrustuna miklu á dögunum. Japanar hafa enn ekki staðfest þessa fregn, eins og búast mátti við. þjóð. Þá greina sænskar heim- ildir frá því, að þýzki hershöfð- inginn Jodl sé nú staddur í Finn- landi til viðræðna við Dietl, þann er stjórnar þýzka hernum í Finn- landi. Á svæðinu milli Onega og La- doga hafa Rússar brotizt yfir ána Svir og komið sér rammlega fyr- ir á norðurbakka árinnar. Þarna eiga Rússar yfir opið land að sækja, segja Lundúnafréttir, og hafa þeir orðið að fara mjög var- lega í því að koma hersveitum sínum til vígstöðvanna, en þó gangi sóknin að óskum. Fáar fregnir hafa borizt af fyrirhugaðri nýskipun finnsku stjórnarinnar, en í London er talið, að Tanner utanríkisráð- herra hafi mjög lagzt á móti því, að samið yrði við Rússa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.