Alþýðublaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1944, Blaðsíða 2
1 Vörubifreiðasljórar í Reykja- vík, boða verkfali i Júli SamniBigaiflmleitanir meS þeim @g at~ vinnurekendum Ihafa fariS út um þúfur UNDANPARIÐ hafa farið fmm samningaumleitanir milli Vörubifreiðastjórafélagsins „Þróttur“ og Vinnu- veitendafélags íslands, um kaup og kjör bifreiðastjóra, en ekki borið árangur. Dagana 20.—22. júní fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla innan „Þróttar“ um heimild handa stjórn félagsins til að lýsa yfir vinnustöðvun frá og með morgni þess 1. júlí n. k., ef samningar hafa þá ekki tekizt milli aðila. Úrslit latkvæðagreiðslunnar urðu þau, að af 181 félgs- manni, er þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, greiddu 174 at- kvæði með verkfallsheimildinni en 5 á móti, 2 seðlar voru auðir. Stjórn félagsins hefir ákveðið að nota heimildina, og með bréfum dagsetttum í gær tilkynnti það Vinnuveitenda- félagi íslands og öðrum þeim, er hlut eiga aðallega að máli. Hæstaréttardómur um Réttindi fil Mar i verka- mannabúsfööunum MaSur, sem hefir tekjur yfir tiltekið iiámark? getur ekki krafizt ifoúi&ar í þeim. |J[ ÆSTIRÉTTUR kvað í *■"' gær upp dóm í málinu Alexa.nder Guðmundsson gegn Bygginarfélagi verka- manna. Málavextir er í stuttu máli sem hér segir: Alexand- ander hafði krafizt þess, að honum yrði úthlutað íbúð í nýju verkamannabústöðun- um, en stjórn byggingafélags verkamanna synjaði því, þar eð Alexander hafði hærri tekjur en tilskilið er í sam- þykktum félagsins að menn megi hafa, ef þeir eiga að geta orðið félagar með full- um réttindum. , Alexanilcr gerði þá tilraun til að fá Byggingarfélagið dæmt til að afsala honum íbúð með al- mennum kjörum félagsins. Þeirri kröfu hans var synjað af hálfu undirréttar og staðfesti hæsti- réttur þann dóm í gær. — Guðm. í. Guðmundsson flutti málið af hálfu Byggingarfélags verka- manna fyrir báðum réttum. Dómur hæstaréttar er svo- hljóðandi: „Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæstaréttar með stefnu 18. apríl þ. á., krefst þess, að stefnda verði Sæmt að afsala honum með álmennum kjörum Byggingarfélags verkamanna í- búð á neðri hæð hússins nr. 5 við Meðalholt, Reykjavík, gegn 4000 króna greiðslu til viðbótar áður greiddum 6000 krónum svo og til að greiða honum skaða- bætur, 500 krónur fyrir hvern mánuð, frá því að greind íbúð var fullger í byrjun júní 1943 og þar til hún verður afhent á- frýjanda. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Sltefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjandi fyrir hæstaréittá. Samkvæmt 5. gr. samþykkta Byggingarfélags verkamanna, Reykjavík, sem er í samræmi við 3. tl. 6. gr. laga nr. 3/1935, er það eitt skilyrða fyrir því, að menn geti orðið félagar með fullum réttindum, þar á meðal rétti til að koma til greina, þegar félögum er úthlutað íbúðum, að þeir hafi ekki haft yfir 4000 króna árstekjur að viðbættum 300 krónum fyrir hvern ómaga, þó samtals ekki yfir 5500 krón- ur, miðað við meðaltal 3 síðustu ára, en fjárhæðir þessar hækka samkvæmt lögum nr. 81/1941 í samræmi við meðalvísitölu næsta árs á undan, meðan vísitala kauplagsnefndar er 110 eða hærri. Áfrýjandi er talinn framfæra 4 ómaga, og var það því skilyrði fullra félagsréttinda hans, að meðalárstekjur hans næstu 3 ár- in, áður hann gæti komið til álita við úthlutun íbúða, færi ekki fram úr kr. 5200,00 ásamt verð- álagi eftir nefndum lögum. Það er ekki ágreiningur um það, að áfrýjandi hefir ekki full- nægt þessu skilyrði, sem óheim- ilt er að víkja frá, og er því ekki unnt að taka kröfur hans til greina. Ber því að staðfesta hér- aðsdóm að niðurstöðu til. Eftir atvikum þykir rátt, að málskostnaður fyrir hæstarétti falli niður. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Málskostnaður fyrir hæstarétti fellur niður.“ SuHusykur VIÐSKIPTAMÁL ARÁÐU - NEYTIÐ hefir ákveðið, að vei(ttur verði aukaskammtur af sykri til sultugerðar, og nemur skammtur þessi 3 kg. Sykurinn verður afhentur gegn afhendingu á stofnauka nr. 4 af núgildandi matvælaseðli og gildir hann þar til 1. ágúst næst- komandi. ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 24. júní 1944 Fyrsti sendiherrann afhendir for- sefa Íslands embæflisskilríki sín Það var sendiherra Breta, Mr. Shepherd, sem* gekk á fund forsefans kl. 11 f. h. í gærmorgun SENDIHERRA BRETA í REYKJAVÍK, Mr. Gerald Shepherd, gekk í gær.kl. 11 á fund forseta íslands í embættisskrifstofu hans í alþingishúsinu, og afhenti hon- um embættisskilríki sín. Mr. Shepherd er fyrsti sendiherr- ann, sem afhendir forsetanum embættisskilríki, eftir að Is- land varð lýðveldi. Utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór var viöstaddur athöfnina. Ávarp seeidiierraos Brezki sendiherrann ávarpaði forsetann á þessa leið: „Herra forseti. Nú er lýðveldi hefir að nýju verið stofnað á Islandi og þér, herra, hafið verið kjörinn fyrsti forseti þess, leyfi ég mér að leggja fram umboðsbréf kon- ungs, er veitir mér útnefningu sem sérstakur sendiherra hans og ráðherra með umboði hjá hinu íslenzka lýðveldi. Mér er ljós sú mikla sæmd, sem mér hefir verið sýnd með því að fá að halda áfram að vera fulltrúi Hans Hátignar hjá yður. Hans Hátign biður mig að endurnýja vináttu- og árnaðar- kveðjur sínar bæði til yðar, herra forseti, persónulega og til ís- lenzku þjóðarinnar, og fullvissa yður um lifandi áhuga sinn fyrir velferð og framtíðarhag lýðveld- isins, sem yður, herra, hefir ver- ið falið að veita forsæti. Vegna hinnar miklu góðvildar og skilnings, sem mér hefir ver- ið sýnd hvarvetna síðan ég kom fyrst til íslands, held ég áfram starfi mínu í trausti þess, að sú góða samvinna, sem ég hefi fengið að njóta hingað til, muni í framtíðinni reynast mér til jafnmikils léttis í störfum mín- um. Eg mun á allan hátt leitazt við að styrkja og viðhalda vin- samlegum viðskiptum milli þjóða okkar og efla gagnkvæman hag þeirra. Að endingu vil ég láta í ljós einlægt þakklæ.ti mitt fyrir hin sérstaklega vinsamlegu og lof- samlegu ummæli um brezku þjóðina, sem þér, herra forseti, viðhöfðuð í ræðu yðar til ís- lenzku þjóðarinnar 18. júní, og fullvissa yður um, að það er ein- læg von mín, að þær óskir, sem þá komu fram Islandi til handa, megi rætast til blessunar fyrir hið endurreista lýðveldi um alla framtíð.“ Svar forseta Ræðu sendiherra svaraði for- seti þessum orðum: „Herra sendiherra. Það er mér mikil ánægja að veita viðtöku frá yður umboðs- bréfi yðar hæstvirta konungs með útnefningu yðar til að vera sérstakur sendiherra Hans Há- tignar og ráðherra með umboði njá íslenzka lýðveldinu. Þetta er fyrsta umboðsbréf sendiherra, ssm ég veiti viðtöku frá þjóð- höfðingja, síðan ég var kjörinn forseti hins íslenzka lýðveldis, og það gleður mig, að yðar hátigni konungur hefir valið yður til þessa trúnaðarstarfs, þar sem bæði ég og ríkisstjórnin metum mikils starf yðar hér á landi, nú rúmlega árlangt. Þegar ég undirritaði samning við land yðar í London fyrir meira en 10 árum, lét sá Brezki ráðherra, sem einnig undirritaði samaiinginn, svo um mælt við mig,- að norræn lönd tæru með- al þeirra landa, sem sér þætti ávallt vænt um að undirrita samning við, þar sem traustið á því, að samningurinn yrði hald- inn út í æsar, væri þar gagn- kvæmt. Þar sem hinn hátigni konung- ur yðar hefir vinsamlegast beðið yður að endurnýja vináttukveðj- ur til mín og íslenzku þjóðarinn- ar, svo og að fullvissa mig og þjóðina um hinn lifandi áhuga sinn fyrir velferð og framtíðar- hag Islands, langar mig til þess að taka það fram, að vér tökum kveðjum þessum í fullú trausti til Hans Hátignar, brezku þjóð- arinnar og ríkisstjórnar Bret- lands, sem hafa sýnt okkur svo mikla vináttu við stofnun hins íslenzka lýðveldis, og að tiltrú vor til lands yðar er ekki minni en það traust, sem hinn btezki ráðherra lét í ljós til Norður- landanna fyrir meira en 10 árum. Fyrir allt þetta bið ég yður að færa hæstvirtum konungi yðar vort innilegasta þakklæti og einnig að endurnýja mínar ein- lægustu óskir um velferð Hans Hátignar og um velfarnað hinnar brezku þjóðar. Eg get fullvissað yður um, að ég og íslenzk stjórnarvöld munu einnig í framtíðinni vilja gera allt, sem í voru valdi stendur til samvinnu við yður í hinu mikil- væga starfi yðar.“ Forsefi Islands hefir boð inni að Bessasföðum ORSETI ÍSLANDS hélt * fyrsta boð sitt að Bessa- stöðum fimmtudaginn 22. þ. m. Meðal boðsgesta voru ríkis- stjórn, forseti sámeinaðs al- þingis, forseti hæstaréttar, full- trúar erlendra ríkja, formenn stjórnmálaflokkanna, fulltrúi Vestur-íslendinga próf. Richard Beck og nokkrir íslenzkir em- bættismenn, auk þeirra, er nefndir voru. Skömmu eftir að setzt var und- ir borð stóð forsetinn upp og bað menn að drekka skál Danakon- ungs og Danmerkur, lék síðan Lúðrasveit Reykjavíkur „Det er et yndigt Land“. Síðan bað for- seti veizlugesti að drekka skál Bandaríkjaþjóðar og þjóðhöfð- ingja hennar,.Breta, Norðmanna, Svía, Frakka, Rússa, Hollendinga og þjóðhöfðingja þeirra, og lék lúðrasveitin eft.ir hverja skál I þjóðsðng hlutaðeigandi þjóðar. Þá bað forseti veizlugesti að drekka skál allra þeirra ríkja, er sýnt hefðu hinu unga lýðveldi vináttuvott á einn eða annan hátt. Loks bað forseti þess, að drukkin væri skál hins íslenzka lýðveldis, og var síðan leikinn þjóðsöngur Islands. Kveðjur og ámaðar- óÉir frá Chrisfntas Möiter og konu hans Til forsefa íslands og ísienzku þjóðarinnar |7 ORSETA ÍSLANDS hefir borizt skeyti frá Christmas Möller og konu hans, þar sem þau árna forsetanum og ís» lenzku þjóðinni heilla. I skeytinu segir m. a. á þessa leið: „Á þessum merkisdegi Islands og hinnar íslenzku þjóðar langar okkur að senda yður beztu kveðj- ur og óskir. Við óskum yður allra heilla -og vonumst til þess að mega biðja yður að flytja ís- lenzku þjóðinni beztu óskir okk- ar um framtíð hennar og hins ís- lenzka lýðveldis.“ B. J. Brandson látinn SAMKVÆMT fregn frá Wi'nnipeg er hinn frægi ís- lenzki læknir, dr. B. J. Brands- son, nýlega látinn. Hann varð sjötugur 1. júní síðastliðinn og var þá nýlega sæmdur heiðurs- nafnbótinni „Doktor í lögum" (LLD) af Manitobaháskólanum, sem er eitt mikilvægasta heið- ursmerki, sem háskólinn getur veitt. Dr. Brandsson fluttist vestur með foreldrum sínum, Jóni og Margréti Brandsson, er hann var 6 ára að aldri. Mennt- un sína hlaut hann í Gustavus Adolphus í Minnesota og í Mani tobaháskóla og útskrifaðist það an frá læknadeild skólans árið 1900. Hann var framarlega í hópi beztu skurðlækna og var valinn til að flytja fyrirlestra í uppskurðardeild Manitobalækna skólans 1910, en aðalprófessor varð hann við skólann 1913. Ár- ið 1934 sagði hann stöðu sinni lausri vegna heilsubrests, en hefir verið þar heiðursprófess- or síðan. Fullfrúaþingi Sam- bandí ísf. Barna- kennara lokið ATTUNDA fulltrúaþingi Sam- bands íslenzkra barnakenn- ara, sem staðið hefir undanfama daga, var slitið í gærkveldi. Þingið sátu um fimmtíu fulltrú- ar frá ýmsum kennarafélögum víðs vegar um land. Helztu mál þingsins voru: Fræðsluskipunin nýja, launamál kennara, skólamál að stríðinu loknu og enn fremur var rætt um alþjóðasamvinnu í skólamál- um að stríðinu loknu. Þá var og að sjálfsögðu rætt um ýms mál, sem viðkoma kennarastéttinni inn á við. Náfnari fréttir af þinginu verða birtar eftir helgina. Laugarnesprestakall. Messað í samkomusal Laugar- neskirkju á morgun kl. 2 eftir há- degi. Sera Valgeir Helgason pvé- dikar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.