Alþýðublaðið - 07.07.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.07.1944, Síða 3
Föstudagur 7. júlí 1944 AtÞYÐUBLAÐIÐ 3 Þýzkur hermaður gefsf upp. Á mynd þessari sést þýzkur hermaður gefast upp fyrir Bandaríkjamönnum á Ítalíuvígstöðvun- um. Þetta gerðist þegar Bandaríkjamenn tóku þorpið Santa Maria Infante fyrir nokkru. Hér er verið að fara með þýzka hermanninn til fangabúða að baki víglínunni. Nýjar kúgunaraðferðir nazista í Noregi. U . feö: I Þjóðverjar hörfa óskipuiega undan á liðri víglínu. ur Rússar rBálgast Vilna SiröSym skrefnm. OTALIN gaf enn út dagskipan í gær, þar sem hann til- ^ kynnti mikinn sigur Rússa. Að þessu sinni tóku þeir hinn mikilvæga járnbrautarbæ Kowel í Póllandi, suðaustur af Brest-Litovsk. Þá hafa Rússar sótt greiðlega fram á Polotsk-Pripet-svæðinu og tekið þar um 500 þorp og byggð ból. Flótti Þjóðverja er óskipulegur og víða 'hafa þeir yfir- gefið öll hergögn sín og bifreiðir. Flugher Rússa virðist hafa mikla yfirburði í lofti og ræðst í sífellu á stöðvar Þjóð- verja. Norræn samvinna UMMÆLI Per Albin Hans- sons, forsætisráðherra Svía, er hann flutti nú fyrir skemmstu, og getið var hér í blaðinu, munu vekja fögn- uð allra þeirra, sem unna nor rænni samvinnu. Þar er það skýrt tekið fram, að enda þótt Svíar skilji erfiða af- stöðu Finna í dag, muni sam starf hafið að ófriðnum lokn um. Hér -sé ekki um að ræða að slitin séu bróðurbönd milli Svia og Finna, sem átt hafa svo margt sameiginlegt, bæði sögulegs, menningar- legs og viðskiptalegs eðlis. Þessar þjóðir og raunar allar Norðurlandaþjóðir muni vinna saman þegar djöfulæð, iríu slotar. ÞETTA er drengilegur' og jafn- framt fallegur boðskapur, sem þesi forvígismaöur ein- hverrar mestu menningar- þjóðar álfunnar lét sér um munn fara. Við skiljum að sjálfsögðu tilfinningar Svía, sem hafa verið í tengslum við hina finsku þjóð um alda raðir. Afreksverk Finna við Lutzen, er Gústaf Adolf féll, glæsilegasti konungur Norð- urlanda, eða við Narva með Karli 12., gleymast ekki. En ekki ber að einblína á forna frægð. Finnar hafa sýnt það um allar aldir, að þeir verð- skulda að vera frjáls þjóð. Hér er ekki um að ræða stundarhagsmuni, heldur til verurétt norrænnar þjóðar, sem því miður, í bili, berst með þeim, sem ógna fjöreggi frjálsra manna. FINNAR hafa sýnt á undan förnum áratugum að þeir verðskulda í sannleika virðu legan sess meðal Norður- landaþjóðanna, þeirra þjóða, sem einna lengst hafa kom- izt í menningu, mannúð og vísindum. Þeir eiga ekki skil- ið að vera troðnir undir fæti af neinum og viðíslendingar, sem metum frelsið ofar öllu öðru, getum ekki annað en harmað, hvernig komið er. En þetta er, og það skulum við muna, aðeins millibils- ástand. Stríðinu mun slota, væntardega og vonandi með fullum sigri bandamanna, en þá mun aftur hefjast norræn samvinna, ef til vill heilbrigð ari en verið hefir. Okkur rennur blóðið til skyldunnar, við eigum sameiginlegan menningararf, við hljótum að vinnaj saman. Norðurlönd in fimm eru eitt stórveldi, ■v menningarlega og viðskipta- lega séð, en sundruð eru þau lítils megandi. SAMTÍMIS ÞVÍ, sem við kapp- kostum að efla samvinnu hinna norrænu þjóða mun- um við hafa mikil og vinsam leg skipti við engilsaxnesku þjóðirnar, sem hafa sýnt okk ur vinsemd í hvívetna síðan styrjöldin hófst. En það verð ur ekki af okkur máð, að við tilheyrum hinum norrænu þjóðum, bæði hvað snertir menningu og viðskipti. Með töku Kowel hafa Rússar rofið núkilvæga járnbraut frá Brest-Litovsk inn í Rússland og þar hafa Þjóðverjar haft ein- hverja mestu birgðastöð sína undanfarin þrjú ár. Rússar voru aðeins um 15 km. frá Baranowicze þegar síðast fréttist í gærkveldi. Sækja þeir hratt fram til Vilna. Þjóðverjar hafa reynt að tefla fram varaliði VIÐ HÖFUM mikla sámúð með Norðmönnum og Dönum, sem nú heyja hatramma baráttu fyrir því að fá að hugsa og tala eins og frjálsir menn. Við hugsum til þeirra, sem látið hafa lífið í baráttuni fyrir frelsinu, um þá Hansteen, Wiikström, Kai Munk og svo ótal margra, sem seinnaverða taldir óþekktir hermenn, sem féllu á vígvellinum í barátt- unni fyrir norrænni sam- vinnu. VIÐ GETUM EKKI og megum ekki fallast á að erlend stór- sínu, en árangurslítið. Skæðar loftárásir hafa verið gerðar á Vilna og komu upp miklir eldar og miklar sprenging- ar urðu. Er ekki annað að sjá, segja fregnritarar, en að Þjóð- verjar hafi flutt mikinn hluta orustuflugvéla sinna til vestur- vígstöðvanna, þar sem þeir eiga í vök að verjast, eins og kunnugt er. veldi, hverju nafni, sem þau kunría að nefnast, ráði því, hvað við gerum og hvernig við hugsum. Það væri svik við sannfæringu okkar og hugsjónir okkar, sem við höfum beztar alið síðan land byggðist. VEGUR okkar liggur ekki í vest ur og heldur ekki í austur. Hann liggur með bræðraþjóð um okkar, Norðmönnum, Dönum, Svíum og Finnum. Með þeim eigum við sam- eiginlegt hlutverk sem menn ingarþjóð í sturluðum heimi. TILKYNNT hefir verið í að- albækistöð Hitlers, að Gerd von Rundstedt, sem hingað til hefir stjórnað varnarliði Þjóð- verja í Vestur-Evrópu, hafi látið af störfum. Er sagt, að heilsu- brestur valdi þessu. Við starfi hans tskur von Kluge, sem einn- ig er einn af kunnustu hershöfð- ingjum Þjóðverja. Von Rundstedt hefir haft á hendi landvamir í Vestur-Ev- rópu síðan árið 1942. Hann þótti einn snjallasti hershöfðingi Þjóð- verja, en þótti jafnframt frekar andvígur Rommel og hinum yngri nazistaforingjum. Sagt er, að upp á síðkastið hafi oft slegið í brýnu milli Rundstedts og Rommels og því hafi Rundstedt nú verið látinn fara. Hins vegar þótti ekki ráðlegt, að því er segir í Lundúnafréttum, að fela Rommel yfirherstjórnina, þar eð herforingjaklíkan þýzka, af gamla skólanum, var honum mót- fallin. Von Kluge mun hins veg- ar njóta trausts hirína gamal- reyndu hershöfðingja, en jafn- framt er hann sagður fylgispak- ari nazistum en Rundstedt var. CHURCHILL forsætisráð- herra Breta upplýsti í gær, að Þjóðverjar hefðu sent 2754 svifsprengjur yfir Bret- land, aðallega London. Alls höfðu um 11 þús. manns særzt eða farizt á þrem vikum. QUISLINGSTJÓRNIN í Nor- egi hefir látið senda út fyr- irspurnarlista víða í Noregi. Eru þar 8 spurningar á þessa leið: 1) Voruð þér sammála bolsévíkum, er þeir réðust á Finna árið 1939? 2) Viljið þér, að Norður-Noregur verði seldur í hendur hfersveit- um Rússa? 3) Viljið þér sýna, að þér séuð andstæðingur bolsé- vismans? 4) Ef þér ættuð að velja um hernám Þjóðverja eða Rússa, hvað mynduð þér gera? 5) Verðið þér að upplifa hernám Rúússa til þess að taka afstöðu til bolsévismans? 6) Eruð þér á móti skemmdarstarfsemi? 7) Ef þér vitið um fyrirhugaða Skemmdastarfsemi, munið þér þá segja yfirvöldunum frá því? 8) Er yður ljóst, að ef skemmda- starfsemi á sér stað og ekki tekst að hafa hendur í hári hinna seku, verður þeim refsað, sem bera siðferðislega ábyrgð á henni? Þá hafa quislingar víða í Nor- egi byrjað á því að senda mönn- um boðsbréf um að koma á fundi þeirra og samkomur. Er þetta enn ein aðferðin til þess að rann- saka hugi almennings, þar eð það er talið refsivert að sækja ekki slíkar samkomur. í þessu sambandi hafa allmargir menn verið handteknir í Gjövik og El- verum. (Frá norska blaðafulltrúanum.) Enn eiil iórnarlamb böianna í Noregi. AMKVÆMT fregnum frá Stokkhólmi hefir enn einn maður látizt vegna hrottaskapar Gestapomanna ,.í Noregi. Að þessu sinni var það kunnur norskur sóknarprestur, Arne Thu, sem lézt í fangabúðunum í Grini eftir misþyrmingar naz- istanna. Síra Arne Thu, sem var sóknarprestur í einni stærstu sókninni fyrir sunnan Oslo, var handtekinn eftir jólaprédikun sína árið 1941 og hafði hann ver- ið lengur í fangabúðum en nokk- ur annar norskur prestur. Hann var knúinn til að gera ýmsar leikfimiæfingar í sífellu, er riðu honum að fullu. Síra Arne Thu varð 53 ára gamall. Hann var neyddur til þess að gera ýmsar beygingar, hlaupa, varpa sér til jarðar og skríða á maganum í svaðinu og fleira. Það leið yfir hann meðan á þessu stóð, en síðan var hann neyddur til þess að halda áfram í klukkustund í viðbót. Nokkrum dögum síðar lézt hann af mis- þyrmingum þessum. í fregninni segir ennfremur: Thu sóknarprestur var djarfur og virðingarverður maður. Hon- um var oftlega refsað af hinum þýzku böðlum í Grinifangelsi, meðal annars vegna þess að hann flutti guðsþjónustu þar. Einu sinni var honum boðið að fara úr fangelsinu, en hann hafnaði því, þar eð hann áleit, að hann hefði köllun að sinna meðal með- fanga sinna. (Frá norska blaðafulltrúanum.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.