Alþýðublaðið - 16.07.1944, Síða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1944, Síða 2
2 ALÞYPUBLABIÐ Sunnudagur 16. júli 1944. Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hve’rfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Rógurinn um Banda- >*, ríkin. ÞAÐ hefir ekki verið stefnu festunni fyrir að fara hjá kommúnistum síðan stríðið hófst. ' Öllum er enn í fersku minni, hvernig þeir snarsnerust, þeg- ar faðir Stalin gerði vináttu- samning sinn við Hitler, hvern ig þá hvarf úr dálkum Þjóð- viljans slagorðið um „barátt- una gegn stríði og fasisma" og í staðinn komu hinar dólgs- legustu árásir á þá, sem tóku þá baráttu alvarlega og risu upp gegn yfirgangi þýzka naz- ismans. Þessum árásum hélt á- fram í Þjóðviljanum meðan Hit ler braut undir sig hverja smá- þjóðina eftir aðra á meginlandi Evrópu og svifti þær frelsi sínu, þar á meðal tvær frændþjóðir okkar, Dani og Norðmenn. Allt slíkt var látið óátalið, því að þá var Stalin vinur Hitlers og fékk á meðan að maka krók sinn í Austur-Evrópu, innlima litlu Eystrasaltslöndin og ráð- ast á Finnland. Það voru aðeins lýðræðisríkin í Vestur-Evrópu, sem Þjóðviljinn fann ástæðu til að átélja, þau voru stimpluð sem friðarspillar og varnar- stríð þeirra gegn yfirgangi naz- ismans sem „heimsvaldastyrj- öld“, „imperialistiskt“ stríð fyr ir nýjum landvinningunum og auknum heimsyfirráðum. En svo sneru kommúnistar allt í einu ' við blaðinu, þegar Hitler réðist á Stalin. Ef mark væri takandi á Þjóðviljanum, hefði stríðið á þeirri stundu á augabragði átt að hafa breytzt út ,heimsvaldastyrjöld‘ í frelsis- stríð gegn Hitler; og nú var um nokkurt skeið hlaðið engu minna lofi á Bretland og Banda ríkin í dálkum kommúnista- hlaðsins en svívirðingum áður. En Adam var ekki lengi í paradís. Og þessari „línu“ var ekki haldið í Þjóðviljanum nema meðan Rússar voru á und anhaldi og áttu alla von sína undir hjálp frá Ameríku og Bretlandi; og nú er hinn gamli sónn tekinn upp á ný, í þetta sinn þó fyrst og fremst gegn Bandaríkjunum. Svo að segja daglega er svívirðingum ausið yfir þau í dálkum Þjóðviljans, þaú sökuð um afturhald og heimsyfirráðastefnu, sem með- al annars miði að því, að svifta okkur frelsi um alla framtíð; og svo miklá áherzlu leggja for sprakkar kommúnista nú á, að auglýsa fjandskap sinn í garð Bandaríkjanna, sem þeir fyrir stuttu síðan lofuðu á hvert reipi', að þeir skirrast jafnvel ekki við að koma fram eins og ósiðaðir dónar, þegar uppfylla þarf sjálfsögðustu kurteisis- skyldur við umheiminn, ef Bandaríkin eiga í hlut! Menn hafa verið að velta því fyrir sér, hverju slík framkoma sæti í garð þjóðar, sem hefir sýnt okkur margháttaða vin- Hinn nýi þáttur styrjaldgrinnar: Innrásin að vesfan er enn ekki nema á byrjunarsíígi Eldsvoði á efri hæð Ofnasmiðjunnar í gær. Vinnusfofa prenfmyndagerðarinnar Lifróf sfórskemmdist. Banc8am@Bin vantar enn hatnir tli a$ k@ma á iand milijénaher og geta hafið stérsókn. ARÁÐSTEFNUNNI á Te- heran í fyrrahaust var á- kveðið og því yfirlýst, að sókn yrði hafin á hendur Þjóðverjum ,úr vestri, en sókn var þar þegar hafin úr austri og suðri og því jafnframt heitið, að hætta ekki hernaðaraðgerðum fyrr en Þjóð- verjar hefðu verið gersigraðir. Síðan sá fimdur var haldinn, hafa mikil tíðindi gerzt, eins og allir vita; bandamenn hafa brot- izt á land í Frakklandi og hafa hálfa Ítalíu eða meira á valdi sínu. Þá halda og Rússar uppi stórkostlegri sókn, eigi skammt eftir ófarið til Austur-Prússlands, Allt þetta eru mikilvæg tíð- indi og góð fyrir alla þá, sem styðja málstað bandamanna og óska kúguðum þjóðum Evrópu endurlausnar, en villimennsku nazismans ósigurs. Að vísu verður að játa, fljótt á Htið, að árangurinn, sem náðzt hefur með landgöngunni í Normandie er ekki mikill en sem komið er. Það, sem þegar hefur unnizt, er aðeins byrjunin. Ef maður athugar, hváð gerzt hefur í Normandie, er það eitthvað á þessa leið: Á tæp- um sex vikum hafa bandamenn náð á sitt yald og komið sér fyr- ir á svæði, sem nær um það bil frá Ornefljóti, um Caen og til strandar vestur af borginni Les- say. St. Lo mun hins vegar á valdi Þjóðverja. Á öllu þessu svæði er aðeins ein höfn, sem unnt er að nota til þess að leggja hafskipum að bryggju -og skipa á land þungavöru og öllum þeim aragrúa hergagna og matvæla og alls þess, sem mikill her þarf með. Sú höfn er Cherbourg, en hún er, eins- og kunnugt er, stór- skemmd og tæpast nothæf fyrst um sinn. Það er því sennilegt, að bandamenn verði enn um stund að skipa skriðdrekum sínum, vörubifreiðum og öðru upp í fjörurnar á innrásarprömmum og má geta nærri, hve erfitt þetta er, þegar þess er gætt, að sæta verð- ur lagi, og uppskipun tefst mjög, ef nokkuð er að veðri. Þegar þessa er gætt, má það heita undra vert, hve greiðlega bandamönn- um hefur tekizt landgangan og bardagamir eftir að hún heppn- aðist. Þá er að minnast þess, sem ekki er minnst um vert, að skip bandamanna urðu að sækja und- ir sterkustu strandvirki í heimi, sem Þjóðverjar höfðu unnið að um árabil af sinni alkunnu natni, nákvæmnd og hugvits- semi. Enginn þarf að láta sér detta í hug, að verkfræðingar dr. Todts, sem stjómuðu verkinu, hafi ekki kunnað handverk sitt. Setjum nú svo, að Cherbourg komi að fullu mnotum næstu daga. Það mun að sjálfsögðu auð- velda bandamönmmr verkið að miklum mun, en engan veginn nógsamlega. Það verður að telj- ast ókleift, að koma öllum þeim hergögnum og vistum til milljóna hers um aðeins eina höfn, hversu góð sem hún er, auk þess, sem sú höfn væri þægilegt skotmark fyrir flugvélar Þjóðverja, þegar ekki þyrfti á aðrar að ráðast. — bandamenn hefðu á sínu valdi til \ að halda, ef vel á að vera. Ef bandamenn hefðu á sínu valdi t. d. hafnarborgirnar Le Hav- re og Calais, væri viðhorfið allt annað. Þess vegna er nokkurn veginn áreiðanlegt, að bandamenn munu reyna eitt af tvennu, ann- að hvort að ná borgum þessum, eða einhverjum öðrum með sókn á landi norður eða suður á bóg- inn með ströndinni, er þeir hafa tryggt yfirráð sín á þeim stöðum, sem þeir hafa nú þegar á valdi sínu, eða þeir setja lið á land á fleiri stöðum, og er sú tilgáta sennilegri. Að vísu má gera ráð fyrir, að mót- spyrna Þjóðverja yrði hálfu meiri núna, að þeir séu betur á verði og hafi varalið til taks. LAUST eftir hádegi í gær var slökkviliðið kvatt að Einholti 10, húsi Ofnasmiðjunn- ar h. f. Hafði þar brotizt út eld- ur í efri hæð hússins þar sem Prentmyndastofan Litróf er til húsa, og var eldurinn orðinn alL útbreiddur um hæðina er slökkviliðið kom á vettvang. Slökkviliðið gekk ötulega til verks, en starfið var torvelt, þar sem eldurinn breiddist fljótt út í 'stoppið í þekju húss- ins. Eftir rúmlega tveggja tíma viðureign við eldinn tókst þó slökkviliðinu að ráða niðurlög um hans, og var þá vinnustofa prentmyndagerðarinnar Litrófs orðin mjög brunnin og efri hæð hússins öll að mestu leyti. Hins vegar náði eldurinn ekki til neðri hæðarinnar, þar sem Ofnasmiðjan er, en þó munu nokkrar skemmdir hafa orðið þar af vatni. Er bruni þessi mjög tilfinnan legur fyrir eigendur Prent- myndagerðarinnar Litrófs, því bæði efnisvörur, svo og vélar og annar útbúnaður á vinnu- stfounni þar, hafa orðið fyrir alvarlegum -skemmdum og ef til vill eyðilagst með öllu. Barn drekkur eifur SÁ atburður gerðist fyrir nokkrum dögum að tveggja ára stúlkubarn drakk eitur, og var mjög hætt komið en bjargaðis þó. Móðir barnsins vinnur í fata hreinsun hér í bænum oig var barnið statt hjá henni, og komst í fatdhreinsunarvökva og drakik hann. Varð barnið jþegar meðvit- undarlaust eftir að það hafði drukkið eitrið, og var því ekið í sjúkralhiús, en þar var því gefið móteitur og seldi það eitrinu upp. Uim nóttina var barnið orðið það hrest, að hægt var að fara með það heim til sín. Flutningur á vafns- geymisvita semd. Ýmsir hafa getið sér þess til, að kommúnistar finni sig standa nokkuð höllum fæti hér á meðal okkar síðan lýðveldið var stofnað með vinsamlegri viðurkenningu Bandaríkjanna og fileiri ríkja, en án viðurkenn ingar Rússlands, sem þeir höfðu þó svo óspart boðað, að verða myndi fyrst allra ríkja til að viðurkenna hið endurheimta sjálfstæði okkar; má og vel vera að meðal annars í þessu sé að leita skýringarinnar á hinum fíflslegu árásum Þjóð- viljans á Bandaríkin, að með þeim eigi að reyna að rugla dómgreind þjóðarinnar, draga athygli hennar frá vinsemd Bandaríkjanna og tómlæti Rúss lands í okkar garð. En þetta er ekki aðalskýríngin. Kommúnistar sjá nú, eins og allir aðrir, hylla'undir endalok ófriðarins við Þýzkaland Hit- lers og gera sér vonir um, að Rússland verði þá harla sterkt á meginlandi Evrópu og að ýms lönd verði „innlimuð þegjandi og hljóðalaust undir bolsévis- mann“, eins og einn áf rithöf- undum Þjóðviljans komst fagn andi að orði, þegar Stalin og Hitler skiptu með sér Póllandi í upphafi ófriðarins og Austur- Pólland var lagt undir Rúss- land. En þeir óttast, að Banda- ríkin verði Rússlandi óþægileg ur þrándur í götu, þegar fara á að keyra þjóðirnar inn í hið marglofaða spvétríkjasamband, og fara raunár ekki dult með það, að þeir geri ráð fyrir mögu leika þriðju heimsstyrjaldarinn ar, eftir þessa, og þá fyrst og fremst milli Bandaríkjanna og Rússlands. Og að sjálfsögðu yrði landið okkar þá ekki síð- ur hernaðarlega mikilvægt, en í þessari styrjöld. Því gengur rógurinn nú um Bandaríkin í Þjóðviljanum. Hann er einn þátturinn í undirbúningi komm únista undir nýja heimsstyrj- öld, sem þeir vona að geri föð- ur Stalin eða Rússland að drottnara allra þjóða. Allt er með ráði gert. Eiftirfárandi hefir Al- þýðublaðinu borist frá skrif stoifu vitamálastjóra. AFNARiSTJÓRiINN í Rvík tilkynnir, að fyrst um sinn verði ekki kveikt á Vatnsgeym- isvitanum við Reykjavíkurhöfn vegna flutnings á vitanum. — Verður auglýst síðar hvar og hvenær vitinn tekur til starfa á ný. Rúit! IM œsm iiafa séð Sögusfninguna Nú hafa rúm 8000 manns skoðað sögusýninguna í Menntaskólanum og fer nú að verða hver síðastur fyrir þá, sem enn hafa ekki séð sýninguna, að gera það, því nú verður hún ekki opin nema skamma hríð ennþá. Bœrinn í da* Helgidagslækmr er Axel Blöndal, Erikísgötu 31. sími 3951 (eða 1166), Næturakstur annast í nótt AðalstöS- stöðin, sími 1383. Næturakstur aðra nótt annast BSR, sími 1720. Næturlæknir í Læknavarðstofunai í nótt og aðra nótt. Sími 5030. Næturvörður í Laugavegs-Apóteki, í nótt og aðra nótt. Útvarpið: í dag: 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Jakob Jónsson). Fermingarmessa. 12.10 Hádegisútvarp. 14.00—16.30 Mið- degistónleikar (plötur): Tónverk eftir Beethoven. 19.25 Hljómpl.: Valsar eft- ir Brahms. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljóm- plötur: Einleikur á cello: Feuermana leikur svítu í G-dúr eftir Max Reger. 20.35 Ræða: Hlustar þjóðin á raust guðs? (Séra Björn O. Björnsson). 21.06 Hljómplötur: Norðurlandasöngvar. 21.15 Upplestur: Smásaga (Ævar R. Kvara* leikari). 21.35 Hljómplötur: Klassiskir dansar. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög,- 23.00 Dagskrárlok. Á morgun: 12.10 Hádegisútvarp. 15.36 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómpl.: Laga- flokkur eftir Saint-Saes. 20.00 Fréttir. 20.30 Þýtt og endursagt: Öræfaferð á Islandi fyrir 100 árum, II. (Kjartaa Ragnars lögfræðingur). 20.55 Hljóm- plötur: Lög leikin á gítar. 21.00 Um daginn og veginn. 21.20 Hljómplötur: a) Þjóðlög frá ýmsum löndum. b) Paul Robesdn syngur. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Hjónaband. I gær voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni ungfrú Þuríð- ur Jóna Valdimarsdóttir, Bergstaðastr. 8 og Guðmundur Hjaltason, sjómaðurs Akranesi. HýH embæffi: Hörður Bpruason skipaður skipulags- sfjéri. Á a3 asrnasS framkvæmdir skipufagsuppdráffa o. fl. rWJRÐUR BJARNASON arki- tekf hefur verið skipaður skipulagsstjóri frá 1. júlí s.I. — Þetta er nýtt embætti, stofnaS samkvæmt lögum um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Það er félagsmálaráðuneytið, sem skipar Hörð í þetta nýja embætti. Skipulagsstjóra er ætlað að annast framkvæmdir á skipulags- uppdráttum og hafa með höndum eftirlit með skipulagi um land allt undir umsjón félagsmálaráðu neytisins og skipulagsnefndar. Hörður Bjarnason hefur starf- að að skipulagsmálum um sex ára skeið og verið þann tíma skrifstofustjóri og ráðunautur skipulagsnefndar. ABÆ JARRÁÐ SFUNDI í fyrradag var borgarstjóra falið að hefja saimninga við eiganida lóðarinnar Auiaturstr. 2, (þar sem Hótel íisland stóð,) í því skyni að fá lóðina á leigu fyrir bifreiðastæði tfyrst um sinn. i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.