Alþýðublaðið - 18.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1944, Blaðsíða 7
Sriðjiidagur 18. júlí 1544. jM.ÞYÐUBy&IUB Bœrinn í da<> i Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 26.30 Erindi: Vopnaframleiðsla og vopnaverzlun, II (Hjörtur Halldórs son rithöfundur). 20.55 Hljómplötur: Tríó fyrir klarínett, celló og píanó eftir Beethoven. 21.15 Upplestur: „Eftir fjórtán ár“; smásaga (Frú Jensína Jensdóttir). 21.30 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21.50 Fréttir. Heimilisritið, júní-júlí-heftið kom í bókaverzl anir í gær. Efni þessa heftis er mjög fjölbreytt/ Nýtízku predik- un, smásaga eftir Tom Kristensen, Flóttinn með gull norska ríkisins, 50 dollarar bak við 60 km.-stein- inn, Skilnaðarstundin, smásaga, Fórnardauði, smásaga, Hollur rétt ur, Bezti aldur manna, Lét lífið fyrir eina sígarettu og fjölda margt annaað til fróðleiks og skemmtun ar. Athugasemd. Vegna margra fyrirspurna, sem mér hafa iborizt, um að ég hafi sagt Hrunaprestakalli lausu, vegna heilsubrests, eins og stóð í dagblað inu Vísi, lýsi ég því liérmeð yfir að þetta eru með öllu tilhæfulaus ósannindi. Mundi ég verða fús til þess að starfa í prestakalli, þar sem ég nyti ábúðarréttar prest- setur s-j ar ðar innar. Ragnar Benediktsson. Gjaldeyrisráðstefnan Frh. af 2. síðu. fjölménnra í heiiminum, sem n-eytendur og fraanieiðendur." Ásgeir Ásgeirslso-n, an-nar full trúi á ráðstefnunni sa-gði að ís- lendingar hefðú eiriku-m álhuga á stofnun alíþjóðahanka, sökum þess að slík stofnun myndi gera hv-oruttveggja í senn, að auka fj ármaignið og „koma á gagn- kvæmu trausti milli þjóða h-eimis ins, einmdtt þ-egar s-lílkt traus-t myndi koma s'ér bezt fyrir þjóð legar og allþjóðlegar fram- kivæmdir.“ Magnús Sigurðsson, Ásgeir Ásgeiriss-on o-g Svanlbjiörn Frí- mannsson, þriðji fulltrúi ísl-end íng-a á ráðst-efnunni, hafa stanf- að u-nidanifarið í 4 n-efndum -sem eru nú að ganga frá áætlun við- vókjandi aliþjóðagjaldéyri. Enn- fremur ta-ka þeir þótt í samræð- um um stofnun aliþj óðabankans. „Þessi ráðstéfna hefir þegar unnið miikið starf í þessum m-ál- um. Nauðsynlegt er, að hún láti jþessi tivö mál mestu skipta. Vér vitum nú þegar, að þ-essi ráð- stefna mun ley-sa verk sitt vel af hen-dd, o-g bregða upp mynd af saimstarfi al-lra þjóða heims- ins.“ Pétur Sígurðsson: Horðurför á sförsfúkuþing Rausnarteg gjöf fil Hringsins. ’j"% EKKTUR borgari þessa bæjar ** færði nýlega Barnaspítála- sjóð Hringsins kr. 4000.00 (fjögur þúsund krónur), í tilefni sextugs- afmælis, er hann átti í júní s.l. Hann lét þess getið um leið, að í stað þess að verja fé þessu til veizluhalda, þá vildi hann- láta hin mörgu sjúku börn njóta þess og hvatti um leið aðra er eiga merkisafmæli, að gjöra slíkt hið sama. EINHVERN TÍMA hefði það vakið eftirtekt á bæjum, ef 60—80 manns hefði riðið fram hjá á þing. En nú fer oft minna fyrir ferðamönn- um en áður, því að oft ber svo við, að þar sem „vakurt skeið- ar bifreið“, fari saman 26 menn í einum hnapp. Ef satt er sagt, að það gef- ist hverjum sem hann er góð- ur, þá eru fulitrúarnir, sem lögðu upp í norðurför á stór- stúkuþingið, góðir menn, því að þeim gafst óviðjafnanlegt blíðviðri alla dagana. Við lögðum af stað frá heimilum okkar í Reykjavík kl. 6-—7 árdegis sunnudaginn 25. júní s.l. og urðum að bera pjönkur okkar í bak og fyrir til strand- ar, líkt og ferðamenn fyrr á tímum, því að bifreiðar feng- ust engar, þótt orðið sé nú svo í Reykjavík, að oft verði vart komizt áfram fyrir sam- göngutækjum. En svona er skipulagði í okkar yfirskipu- -lagða heimi. Skyldi gagna nokkuð að setja nefnd í mál- ið? Frá Akranesi fórum við í þremur stórum bifreiðum og varð ferðalagið norður auð- vitað ekkert sögulegt, því að allt lék í lyndi í veðurblíð- unni. Jökulspeglar glóðu í sól- skininu og landið var fagurt og frítt. Svo kátir voru menn í hópnum, að kona ein á veit- ingastað hafði orð á því við mig, að engu líkara væri en að allir væru fullir, og var þó ’eng- inn ölvaður og sumir meira að segja svangir. Akureyringar höfðu haft töluverðan viðbúnað og tóku vel á móti okkur. Nokkrir tug- ir fulltrúanna fengu dvalar- stað í heimavist menntaskól- ans og mun það vera sú eina menntaskólaganga, sem sumir okkar hafa hlotið. Þar fór vel um okkur og sendum við skólameistara kærar kveðjur og þakklæti fyrir gestrisni og traust það, er hann bar til okk- ar um góða umgengni. Dag- inn, sem þingið var sett, lok- uðu Akureyringar sölubúðum sínum og drógu fána að hún. Höfuðstaður Norðurlands hafði sett upp sinn bjartasta og -blíðasta svip, og bærinn virtist þrifalegur og hreinn. Gengið var í skrúðgöngu til kirkju þingsetningardaginn 26. júní og hlýtt á messu. Séra Friðrik Rafnar vígslubiskup var fyrir altari, en séra Helgi Konráðsson flutti ræðuna, og það var ágæt ræða. Hún fékk almennt lof. Að lokinni messu setti stór- templar, Kristinn Stefánsson cand. theol., þingið og kynnti þingheimi um leið góðan og kærkominn gest, prófessor Richard Beck, og fór nokkrum orðum um vegsauka hans, vin- sældir og mkiið starf. Dr. Beck flutti kveðjur frá stórstúkunni í Manitoba, Canada, einnig frá stúkunum í Winnipeg, Heklu og Skuld, og frá Vestur-ís- lendingum yfirleitt og flutti snjallt ávarp. Þingið var fjölsótt, friðsamt 'og ánægjulegt. Átti líka svo að vera, þar sem það bar upp á þetta merkisár bæði þjóðar- innar og Reglunnar. Vegna þess, að Reglan var stofnuð á íslandi fyrri 60 árum einmitt á Akureyri, var nú stórstúku- þingið háð þar. Þingstúka Reykjavíkur færði elztu stúku landsins, stúkunni ísafold á Akureyri, þrjú þúsund króna gjöf frá stúkunum í Reykjavík. Skyldi það renna í minnis- varðasjóð Friðbjörns Steins- sonar, stofnanda Reglunnar hér á landi. Á þinginu voru rædd mörg mál og tillögur samþykktar um sterkari hömlur á áfengis- sölu, strangari löggæzlu og sóknharðari bindindisstarfsemi. 24 fulltrúar tóku stórstúkustig- ið, 25 hástúkustigið og 20 reglufélagar voru gerðir að heiðursfélögum stórstúkunnar. Tvö kvöld var leikritið „Tár- in“ sýnt í sambandi við stór- stúkuþingið. Að síðustu héldu templarar á Akureyri okkur fulltrúunum og öðrum gestum mjög myndarlegt samsæti í samkomuhúsi bæjarins. Mun þar hafa matazt á þriðja hund- rað manns. í boðinu var meðal annarra bæjarfógeti, Sigurður Eggerz, og allmargir aðrir þekktir menn bæjarins. Undir borðum sátu menn á fimmtu klukkustund, flutt voru minni ög margar borðræður, en vart sást tóbaksreykur í salnum alla þessa löngu stund. Sam- sætinu stjórnaði Guðbjörn Björnsson kaupmaður. Er borð höfðu verið tekin upp, var stiginn dans fram eftir nóttu. Ekki kom það þó í veg fyrir, að árla væri risið næsta dag, en þá var líka hugur í mönnum, því að mikið stóð til. Hafði áttatíu manns skráð sig til skemmtiferðar austur í Mý-' vatnssveit og að Ásbyrgi. Höfðu margir fulltrúanna ekki séð þessa fögru staði áður og var tilhlökkun mikil. Þessi skemmtiför setti kórónuna á ferðalag okkar til Norðurlands. Við lögðum af stað frá Ak- ureyri kl. 9Vz árdegis. Farar- stjórinn, Hallgrímur Jónsson járnsmiður á Akureyri, var strangur, stundvís og hárviss og vék alþrei frá gerðir áætl- un. Fagurt var útsýnið af Vaðlaheiði þennan sólskins- morgun. Við Laugaskóla var numið staðar og þar snæddur miðdegisverður. Fóru í það tvær klukkustundir, sem von- legt var, því að ekki gátu 80 menn snætt í einu. Þegar upp í Mývatnssveit kom, urðu menn að velja um, hvaða staði þeir vildu helzt skoða, því að ekki vannst tími til að skoða þá alla. Fóru sum- ir út í Slútnes, aðrir upp í Námaskarð og enn aðrir í Dimmuborgir. Kaus ég þann staðinn helzt, hafði líka komið áður í Mývatnssveit. Dimmu- borgir er dásamlegur töfra- heimur. Það er engin klurina- leg kassagerð í byggingarstíl þess volduga musteris, og létt- ara mundi að prédika þar en í margri kaldri og óvistlegri kirkju vors lands. Landsins guð hefir séð svo um, að börn íslands ættu undurfagra helgi- dóma hér og þar í landinu, sem fullnægðu anda hinnar háleitustu og sönnustu til- beiðslu. Er því ekkert undar- legt þótt landsmenn hafi, bæði fyrr og síðar, verið nokkuð trúaðir á alls lconar dularmögn. í Reykjahlíð var snæddúr kvöldverður. Lá svo leiðin um Mývatnssveitina aftur og nið- ur að Laugum. Þótti nú mörg- um of geist farið, því að kvöld- ið var óviðjafnanlega fagurt og hefðu margir kosið að dvelja við þá fegurð fram eft- ir kvöldinu og njóta töfra- ljóma sólarlagsins. En stórveldi heyja hernað sinn eftir áætlun og sterkir menn fylgja áætl- unum í hvívetna, og svo vár gert að þessu sinni. Skiljanlegt er, þegar farið er um Mývatns- sveit í fögru veðri, að skáld- inu á Arnarvatni hafi orðið létt um að yrkja „Blessuð sértu, sveitin mín“, því að Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, Tryggva Jénssonar, vélstjóra. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra aðstandenda. Dagbjört Einarsdóttir. vissulega er það ,,yndisleg“ sveit. Náttstað fengum við í Lauga- skóla og var snemma sezt að, því að framundan var langt og strangt ferðalag 'næsta dag. Við lögðum af stað frá Laug- um’ kl. 9 árdegis, öll í sólskins- skapi, því að enn skein sól á heiðum himni og dagurinn var yndislegur. Nú kom fyrir vandamál á leiðinni niður Að- aldalinn. Kunnugasti maður- inn sat framarlega í bifreið- inni og gátu þeir, er aftastir sátu, ekki heyrt mál hans. iVar tekið það ráð að koma upp útvarpsstöð í bílnum. Tók kennari einn, þéttur á velli og þéttur í lund, að sér að vera skrifstofustjóri útvarpsins og lenti auðvitað á honum að út- varpa hinum merkustu og vandasömustu tíðindum. Var það góð skemmtun og hlógu menn hjartanlega. Mál sitt flutti hann oftast eitthvað á þessa leið: „Bærinn til vinstri handar heitir Hóll, en því miður hefir útvarpinu ekki tekizt að fá upplýsingar um það, hvað bær- inn hægra megin við veginn heitir. — Niú keimur hlið á móti oikkur. Maður fer út úr taílnum og oipnar hliðið. Niú er bíllinn að fara í gegnurn hliðið. Bráð- um skellur hliðið aftur og ef menn hlusta vel geta þeir senni laga heyrt skell. — Hér kem- ur ofurlátið hraun. Það heitir Gálgalhraun. IÞar eru tveir drangar og heita þeir Gálga- klettar. En það heita þeir sök- um þess, að þar voru eitt sinn hengd systkini, sem höfðu drýgt blóðskamm, sem kallað var. Var líkum þeirra fleygt þar í eina gjótu og eru bein þeirra þar enn.“ Og enn heldur skriiflstofu- stjóri útvarpsins áifram, já, hann var þulur líika að þessu sinni: „Nú beygjuim við til austurs, og er það gagmstiætt því að við. færum í vestur.“ — Mikil hrifn ing og 'hlátur. Við þetta útvarp í M'lnum skemmtu menn sér mjög hjartanlega langa stund, því að þulur var ágætur og skilja víist al'lir gamanið. Þennan fagra sólskinsm'orgun dvöldum við góða stund hjá Lax árfóssunum ag skoðuðum þar furðuverk bæði guðs og manna. Laxá er þarna óviðjaifnanleg: hólmskrautið gróðursæla í ánni, sillfurlhvítu fioissarnir á löngum kafla og hinn blátæri straumur bergvaitnsims er allt yndisleg svölun því auga, sem fegurðar leitar. — Gaman var einnig að skoða manmvirkin á (þessum fagra stað. Nú var háldið til Húsavíkur og smæddúim þar miðd-egisverð og síðan tiékinn langur sprettur al'la leið í Ásbyrgi. Nú var það aðeins eitt, sem skyggði á un- aðinn í veðuribliðunni og nátt- úruifegurðinni, það var tillfinn- ingin uim það, að hafa aðeims hálifa aðra kluikkustund til um- ráða á þessuim inndæla stað. Það gekk næst því, er ungur elsiklhuga telur stundirnar og mímúturnar, sem hann má dvelja hjá ástmey sinni. Mér þótti það eitt að ferSaáætluninni, hve margar stundir sólailhringsins voru ætlaðar matnum og nætur- hvíMinni, en of lítil'l tírni þeim fegurstu stöðum, sem voru tak- mark ferðarinnar. En ef til vill er bezt, að láta m-enn aldrei fá nema afimarkaðan slkammt af 'óví eftirsóknarverðasta í hvaða mynd sem er og sennilega heppi legas-t að mögla sem minnst við alla i'orsjón og einnig forsjón okkar ágæta fararstjóra, Hall- gríms Jónssonar. Klukkan eitt eftir miðnætti komum við aftur til Akureyr- ar. Þar beið okkar búið borð og okkar ágætu og þjónustu- fúsu gestgjafar. N-ú var skiln- aðarstundin komin. Veitingarn ar voru frambornar og þakkir færðar. Akmreyringar höfðu tekið á móti okkur af mikilli rausn, gert dvöl okkar sem þægilegasta á allan hátt og létu okkur frá sér fara glaða og þakkláta fyrir gott samstarf og ánægjulegar samverustundir. Við vitum, að reglubræður okk ar á Akureyri urðu að leggja mikið á sig við þetta þinghald og móttöku okkar, en við kunn um að meta það og geymum mjög þægilegar endurminning- ar. Sumir fulltrúarnir bjuggu á hinu nýja hóteli Kaupfélags Ey firðinga, meðan þeir dvöldu á Akureyri. Það mun nú vera eitt allra vandaðasta og fullkomn- asta hótel á lándi hér. Jónas Lárusson bryti, sem veitir hótel inu forstöðu, sýndi okkur hjón unum hinar ýmsu vistarverur þess. Allt bar þar vott um sér- staka snyrtimennsku, smekk- vísi og góðan umgang. En nú má ég víst ekki byrja á því að hæla Akureyri um skör fram, en ýmislegt sá ég þar lofsvert. en það sér maður líka víða, sem betur fer. Við hjónin lögðum svo leið okkar austur fyrir land með Esju og þá leið tií Reykjavík- ur, vorum næstum 5 sólarhringa á leiðinni, en aðrir voru eina eða tvær kiukkustundir á leið- inni frá Akureyri og heim til sín. Við sunnanfararnir fprum heim til ol^kar ýmist á landi, i lofti ,eð?t á sjó. Við, sem fórum með Esju höfðum bæði.gagn og gaman af ferðinni, því að hún kom við á öllum höfnum aust- arilands og gat ég haft samhand við samverkamenn okkar og við skiptavini á þessum stöðum. Undanfarnar þrjár vikur hefur verið sannkallað sumar í landi, dásamleg tíð. Þannig 'hafa verið hveitihrauðsdagar hins ís lenzka lýðveldis — unaðslegir. Bjart var yfir landi og lýð, þrátt fyrir skugga stvrialdar- innar. Bændur safna kjarngóð um og óhröktum heyjum, æska og elli safnar nýju lífi og heilsu til komandi daga, innisetulið bæja og horga gerist farfuglar og fljúga upp til heiða, afdala og jökla og hlessa guð fyrir yndislega sumarleyfisdaga. All- ir vegir standa opnir á láði, legi og í lofti. Menn hafa auraráð og geta látið margt eftir sér og þjóðin býr við kostakjör. Þetta skyldu menn hugfesta, vera/ þakklátir og fara vel með allan auð og launa 'landinu gott fóst- ur með því að tryggja þjóðinni farsæla framtíð. Þá hafa kom- andi kynslóðir marga skemmti- lega ferðasögu að segja. Reykjavík 14. júlí. P. S. Leikaraúlgáfan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.