Alþýðublaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. ágúst 1944. ALÞYÐSJBLADIÍ& 6 Útrýmingarstríö í Reykjavík — Baráttan gegn skran- inu! — Nokkur orð í hálfkæringi til lögreglustjórans Sprengingar og rúðubrot í Austurbænum. ALGERT útrýmingarstríð er nú háð hér í Reykjavík gegn rusli, óþverra og skrani. Lögreglu- i stjóri, með Ágúst Jósefsson, Pét- ur Kristinsson og Berg bílstjóra sem undirforingja, stjórna herferð inni og láta sannarlega hendur standa fram úr ermum. Þeir gefa út tilkynningar í blöðum og út- varpi, heimsækja menn til að að- vara þá og elta þá jafn vel uppi á kaffihúsum og á götum úti. Eru menn áminntir um að flytja skran hurtu — og koma verðmætum, sem liggja úti undir þak. Ann- ars......og Bergur bendir á enni sér, á við lögregluna, en sjálfur hefir hann enga húfu, því að hann gengur berhausaður. Við höfum, held ég, gert það oftast nær í síð- ast liðin 20 ár. MJÖG MIKIÐ hefir áunnist með fortölum og hvatningum til al- mennings, og ber að fagna því, hversu vel almenningur hefir tekið þessu. Má segja, að nú sé víða vel um gengið og finna menn vel hversu skemmtilegri borgin er þeg ar búið er að hreinsa hana. Víða er þó enn ábótavant, en herstjórn in er nú að taka til sinna ráða. Hún hefir hagað sér alveg eins og þeir sem bezt kunna sig á sviði alþjóðastjórnmála. Fyrst hefir hún farið fram með blíðmálum og samn ingum, en síðan ekur hún fram fallbyssum sínum, axlar rifflana — og beitir hörðu. ÉG ER ALVEG með þessu stríði. Þetta stríð er ágætt. Þetta er eins og stríð á móti lús og kláða. En má ég segja nokkur orð í styttingi við generalinn? — Kæri vinur! Hvenær ætlar þú að flytja burtu •bannsett sandpokabyrgin þín? Þú hefir byggt þau — og það var allt í lagi með það í gamla daga, meðan við vorum öll lafhrædd við hitt stríðið. En nú eru þau orðin allsendis óþörf fyrir löngu og verða að hverfa. Ég er búinn að vera rífast í þessu í marga mán- uði — og nú vil ég láta verða af því að mér verði eitthvað á- gengt. LÖGREGLUSTJÓRINN má ekki gleyma hinum helmingi sín- um. Hann er líka formaður loft- varnanefndar. Hann getur ráðið því hvort sandpokarnir verða flutt ir burtu eða ekki og allir munu orðnir sannfærðir um það að þeirra geti ekki verið lengur þörf. Ég stofna nýtt stríð ef þetta verð- ur ekki gert — og ég er alveg sannfærður um að Bergur bílstjóri og fjölda margir aðrir dugnaðar- menn munu fylgja mér í því. Og þá má lögreglustjórinn biðja fyrir sér. ÍBÚAR í Laugaráshverfinu, og þar í grennd, kvarta undan stór- sprengingum skammt frá Elliðaán um, í einhverri námu þar. Spreng ingar þessar eru svo miklar að rúður brotna í húsum í þessum hverfum. Hvað er hér á ferðinni? Það er sjálfsagt fyrir þá, sem verða fyrir tjóni af þessum spreng ingum að heimta skaðabætur fyrir það. Að líkindum er það bæjar- verkfræðingur, sém stendur fyrir þessu, en mér hefir ekki tekist und anfarna daga, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að ná 1 þann mann. Hannes á horninu. Unglinga vantar okkur nú þegar til aS bera út í nokkur hverfi í bænum. Hátt kaup. Alþýðublaðið. — Sími 4900. Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast fastir áskrif- endur ab Alþýðublaðinu, ættu að gjöra það nú þegar, því meðan að upplagið endist, fá þeir ókeypis Þjéff iiátíföarblað ABþýéubla^sins Áskríffarsíini Alþýðublaðsins er 4900. Allsherjarverkfallið í Kaupmannahöfn. Þessi mynd, sem send var vestur um haf frá Stokkhólmi og er komin þaðan hingað, sýnir mannfjöldann á einni ^f götum Kaupmannahafnar dagana, sem allsherjarverkfallið stóð þar yfir fyrir um það bil mánuði síðan. Alls konar farartálmar eða vígi hafa verið reist á göt- unni. Allsherjarverkfallinu lauk, eins og menn muna, með frækilegum sigri Kaupmannahafn- arbúa. Þjóðverjar gengu að skilmálum þeirra fyrir því að taka upp vinnu. Er það einsdæmi í herteknu löndunum hingað til. Pólska ÞAÐ ER að sjálfsögðu hægt að gagnrýna hina útlægu pólsku stjórn. En skylt er að leggja áherzlu á það, að sú gagnrýni sé byggð á sanngirni og skynsemi. Málgögn kom- múnista hafa ráðizt harkalega á hina útlægu pólsku stjórn og ekki sparað stóryrðin að vanda. En tilgangurinn með þeirri gagnrýni er auðsýnilega sá einn, að freista þess, að gera hlut hinnar pólsku leppstjórnar Rússa sem mestan en engan veginn að segja satt og rétt frá mönnum og málefnum. Þessi gagnrýni kommúnista einkenn- ist meira að segja af svo augljósum blekkingum og lyg- um, að skylt er að hnekkja þeim firrum. * |P|AÐ er engan veginn öruggt að kveða einhverri ríkis- stjórn dóma með skírskotum til þess, hvernig hún komst til valda. Það er jafnframt skylt að taka tillit til þess við hvaða aðstæður stjórnin var mynduð og sú stjórnarskrá sett, er hún starfar samkvæmt. Það mun að sjálfsögðu mega segja það, að stjórnarskrá Póllands, sem sett var árið 1935 hafi til komið með öðrum hætti en teljast verði æskilegur eða verður eftirbreytni. En hinu verður ekki með rökum hnekkt, að hún hefur haft mikil áhrif til heilla meðal pólsku þjóðarinn- ar, og um það verður ekki deilt, að ríkisstjórnir þær, sem starfað hafa samkvæmt henni, hafa unnið mikið starf og gott í þágu Póllands og pólsku þjóð- arinnar. Það voru eigi aðeins ,,ríki kapítalismans og afturhalds- ins“, svo sem Bandaríkin, Bretland og Frakkland, heldur og ,,mesta lýðræðisríki heims- ins“, Sovét-Rússland, er viður- kenndu ríkisstjórnir þær, sem myndaðar voru á grundvelli þessarar stjórnarskrár með því að gera Pólland að aðila að griðasáttmálum og með ýmsum öðrum hætti. Sovét-Rússland viðurkenndi og fasistastjórn in GREÍN ÞESSI, sem er þýdd úr ameríska vikublaðinu The New Leader, fjallar um hina útlægu pólsku stjórn í London og er eftir Stanley A. Alex. Greinarhöfund- ur færir skýr rök að því, að stjórnin í London sé hin löglega ríkisstjórn Póllands, er njóti stuðnings stærstú stjórnmála- flokka landsins. Einnig hnekkir hann með glöggum rökum áróðri kommúnista gegn henni og þeim fullyrðingum þeirra, að ,,þjóðfrelsisnefndin,“ sem Russar hafa nú gert að lepp- stjórn í Póllandi, sé skipuð fulltrúum pólsku stjórnmála- flokkanna og pólsku þjóðarinnar. Mussolinis og nazistastjórn Hitlers. Það er því fjarstæða og endileysa að halda því fram, að kveða beri hinni útlægu pólsku ríkisstjórn harða áfell- isdóma vegna þess, hvernig stjórnarskrá sú, er hún starfar samkvæmt, er til komin. Pólskir lýðræðissinnar reyna engan veginn að mæla stjórn- arskránni frá 1935 bót. Þeir hafa þvert á móti lýst því margsinnis yfir, að fyrir þeim vaki, að Pólverjum verði sett ný stjórnarskrá, þegar landið hafi verið leyst úr hlekkjum hernáms óvinanna. En eitt hinna minni háttar atriða stjórn arskrár þessarar hefur þó reynzt til mikilla heilla. Það er það ákvæði hennar, sem heim- ilar forsetanum að tilnefna eft- irmann sinn, ef kosningu hans verði ekki við komið. Þetta á- kvæði hefur valdið því, að Pólland er ekki horfið úr tölu ríkja Norðurálfu og hefur reynzt mjög mikilvægt fyrir pólsku ríkisstjórnina á liðnum árum. Og það ér einmitt þetta ákvæði hennar, sem hefur vald- ið því, að pólsku lýðræðissinn- arnir hafa ekki afsagt stjórnar- skrána, heldur sætt sig við það, að þeim ákvæðum henn- ar, sem teljast verða í mestu ósamræmi við stefnu lýðræðis- hyggjunnar, hefur verið breytt með samningum milli forset- ans og ríkisstjórnarinnar, sem ; hafa tekizt með ágætum. Þessir samningar hafa skuld- bundið forsetann til þess að starfa í náinni samvinnu og samráðum við stjórnina, sem skipuð er fulltrúum lýðræðis- flokkanna. Moscicki tilnefndi Rackiewicz sem eftirmann sinn eftir samkomulagi við stjórn- málaflokkana. En það skiptir aðeins máli fyrir Pólverja og pólsku stjórnmálaflokkana. Það, sem máli skiptir, séð frá sjónarhóli annarra þjóða, er það, að hin útlæga pólska stjórn og.forseti Póllands hefur verið viðurkennd af öllum bandamannaþjóðunum sem full- trúi pólska lýðveldisins. Sovét- Rússland stóð og að þeirri við- urkenningu. Sovétstjórnin til- nefndi sendiherra hjá hinni út- lægú pólsku stjórn og viður- kenndi sendiherra hennar í Moskva. Og það, sem síðar hefur gerzt, getur engan veginn breytt þessum viðhorfum, ef höfðað er til alþjóðalaga. 10 IN núverandi ríkisstjórn Ppllands er þjóðstjórn. — Meirihluti stjórnarinnar er skipaður fulltrúum Bænda- flokksins og Alþýðuflokksins. Hinir tveir fulltrúar Kristilega Verkamannaflokksins og hinir tveir fulltrúar þjóðernisflokks- ins eru hægri armur stjórnar- innar. Maður getur að sjálfsögðu Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.