Alþýðublaðið - 04.08.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 04.08.1944, Side 6
6 AJ-ÞYPUBLAOIP Föstodagiir .'4. ágtLst ' 1ÍM4. Draumurinn um „hvíia húsið." Þetta er nýjasta myndin af Thomas E. Dewey og fjölskyldu hans, sem nú dreymir um það að fá eftir hálft ár að flytja inn í „hvítá húsið“, forsetabústaðinn, í Washington. Dewey var, sem kunnugt er, kjörinn forsetaefni repúblikana við forsetakjörið í Bandaríkjunum í haust. En ætli það reynist ekki erfitt fyrir hann, að konjia Franklin D. Rosevelt út úr „hvíta húsinu“? Tveir menn Frh af 5. sí&u. beggja og dró málið á' langinn. En að 'viku liðinni, lék enginn vafi á því, hver væri vilji þjóðarinnar. Fólkið réð ekki yfir riéinum blaðakosti, svo að það valdi þann kostinn, að skrá vígorð sín og kröfur á hús- veggina í stærstu borgum landsins. Vargas las þessar áletranir, vissi, hver var vilji þjóðarinnar og ákvað, að Þýzkalandi skyldi sagt stríð á hendur. Það má með sanni segja það, að Vargas leggi sig allan fram um þaðj að koma í veg fyrir það, að æðstu óskir þegna hans rætist. En hann heíur sínar af- sakanir fram að bera fyrir þeirri breytni. Hann bendir á það, að þjóð hans sé illa mennt uð og framfarir skammt á veg komnar í Brazilíu. En þegar þjóðin hefur séð félagsmála- drauma sína ræéast, er valda- tími Vargas allur. En jafn- framt leggur Vargas þó mikla áherzlu á það, að reyna að skynja vilja þjóðar sinnar og breyta samkvæmt því, og hann hefur iðulega sannað það, að hann er snillingur í því að gera hið rétta á réttri stundu. Þegar hann komst til valda, þráði þjóð hans mest af öllu samhug og samtök. Stjórn- málaflokkarnir gátu ekki kom- ið sér saman um neitt, en háðu miskunnarlausar skoðanadeil- ur sín í millum. Vargas tókst að gera stjórnmálaflokkana háða sér og færði Brazilíu- mönnum einingu þá, sem þeir þráðu. Hann sagði Þjóðverj- um stríð á hendur, þegar hann hafði sannfærzt um það, að þjóð hans var þess óðfús, að Brazilía gerðist þátttakandi í baráttunni gegn nazismanum, sem hún hataði og vildi um- fram allt feigan. En æðsta ósk fólksins, sem byggir Brazilíu, er þó sú, að hún fái notið fé- og ein kona » lagslegs réttlætis og þurfi ekki af atvinnuleysi og skorti að segja, en geti unað glöð og sæl við sitt. Vargas er vel um það kunnugt, að hann er ekki mað urinn, sem geti látið þennan draum þjóðar sinnar rætast. Þess vegna hefur hann afnum- ið málfrelsi, ritfrelsi og frjáls- ar kosningar með þjóð sinni. ijC AÐ mínum dómi fer því fjarri, að Brazilía sé fas- istaríki. Þar ríkir ekki sá her- mennskuandi og sú foringja- dýrkun, sem einkennir fasista- ríkin. Það er að sönnu rétt, að Vargas gerði nokkuð að því áð- ur fyrr að stæla Mussolini, ,en þó verður hann ekki talinn til fasistaleiðtoga. Hann er hins vegar glöggt dæmi Um hina frægu einræðisherra Suður- Ameríku og skilgetinn sonur lands, þar sem stjórnmái og fjármál hafa verið í miklu öng þveiti og lýðræðisstefnunnar hefur lítt eða ekkert gætt til þessa. Brazilía á enn langt í land að geta orðið sannnefnt lýðræðisríki. Vargas veit því, hvað hann syngur. Hann er ekki skáld eða draumóramað- ur. Hann er raunsæismaður, og hann veit, hvers Brazilía þarfnast, og hann er staðráð- ‘ inn í því að vinna örugglega að því að færa henni það fyrr en síðar. * FÁTT vitnar betur um það, hvílíkur stjórnmálamaður Vargas er, en það, að hann skyldi velja Oswaldo Aranha fyrir forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra. Og þó mun vera örðugt, jafnvel í Brazi- líu, að finna ólíkari menn en þá Vargas og Aranha. Eigi' að jsíður er Aranha ættaður frá Rio Grande do Sul, héraðinu, þar sem Vargas er borinn og barnfæddur, og hefur verið samherji hans á vettvangi stjórnmálanna allt frá önd- verðu. Aranha verður vissulega tal- inn til mikilhæfra manna. Hann er háyaxinn og gervileg- ur maður, gráhærður og snar- eygur. Aranha er frábærlega snjall ræðumaður. Og hann hefur verið Vargas eins nauð- synlegur samstarfsmaður og Vargas honum. Báðir kunna menn þessir að vera hinir við- sjárverðustu stjórnmálamenn, en um það verður ekki deilt, að þeir hafa kunnað að haga störfum sínum í þágu Brazi- líu, og Brazilía hefur þurft þeirra með. Utanríkismálaráð- herrann Aranha má með sanni nefna fiskimann á úfnum sjó. En hann hefur sýnt það og sannað, að hann kann mætavel að stjórna fari sínu á þessum hinum úfna sjó. Aranha er talinn vinstri maður. Það mun þó mega þannig að orði kom- ast, að Aranha sé vinstri mað- ur fremur sem ævintýramaður en hugsjónámaður. Hann er nægilega greindur maður til þess að sjá það, að lýðræðis- stefnan muni sigra. En hann gerir sér j,afnframt grein fyrir því, að sigur hennar muni vart verða alger sigur. Og Vargas hefur allajafna kunnað að meta samivinnu Aranha mik- ils. Vargas hefur það hlutverk að láta innanlandsmálin fyrst og fremst til sín taka. Aranha hefur hins vegar verið falið að skyggnast til átta og fylgjast sem bezt með viðhorfunúm úti í heimi. Það er því sízt að ófyr- irsynju, þótt Aranha hafi ver- ið nefndur auga Vargas. Hægra auga Vargas er dótt- ir hans, Alzíra Vargas do Amaral Peixoto, kona ríkis- stjórnans í Rio de Janeiro, en höfuðborg þess er Niteroi, sem stendur við Rioflóann gegnt höfuðborg landsins. Hún er lág vexti og hú.smóðurleg, en kven- skörungur, sem má sín vissu- lega mikils. Hún er frábær skammbyssuskytta, enda barð- ist hún við hlið föður síns á dögum byltingarinnar, og hús- móðurstarfa sinn rækir hún með miklum ágætum. Hún er eigi síður rólynd en faðir hennar. Það mun flestum mönnum ríkt í minni, að hafa séð og heyrt þessa konu. Og hún gefur föður sínum holl ráð um flest mál, enda mun hann kjósa sér fáa í'áðgjafa fremur. Þessir tveir menn og eina kona eru nú sem stendur mest- ir ráðamenn Brazilíu. Ástæðan fyrir því, að þau mega sín Svo mikils sem raun ber vitni, er að sjálfsögðu sú, að þjóð þeirra er illa mennt og heíur ekki til að bera þann stjórn- málaþroska og fjánmálavit sem til þess þarf að geta tekið völdin í sínar hendur. En bró- upin stefnir að því, að fólkið, sem byggir Brazilíu, krefjist réttar síns og rísi úr ösku- stónni. Þar að mun koma fyrr eða síðar, að draumar þess, hvað framtíðina og stjórnar- farið varðar, rætist. Þá eru valdadagar þessara tveggja manna og einnar konu, sem hér hefur verið að nokkru lýst, taldir. En eigi að síður mun þeirri lengi minnzt, og raun- verulega hafa þau rutt hinum nýja sið lýðræðishyggjunnar, sem koma mun, brautina yfir ýmsar hinar stærstu torfærur. Fimmtugur varð í gær Guðlaugur Kristjáns- son, Þrastargötu 3, Grímsstaðar- holti. Guðlaugur er starfsmaður hjá Reykjavíkurbæ. Hann er mað- ur hægur og prúður í daglegri umgengni en þó glaðlyndur og er vel liðinn af starfsbræðrum sín- um. wsaj> Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Herdís Jónsdóttir og Haraldur Árnason (Björnssonar gullsmiðs) Túngötu 31. ReykiavfkurmótiÖ: Tveir leikir: Víkingur sigrar KR með 3gegn 0. Valur og Fram gera jafníefli Reykjavíkurmótið hélt áfram á ménudags- og briðjudagskvöld s. 1. Á mánudagskivöldið keppu Vík- ingur og KR. Fóru leikar svo að K. R. tapaði með 3:0. Víkingur átti völ á marki og kaus að hafa hæga golu en hag stæða sem var á, að samherja í byrjun, gola þessi fór minnk- andi er á leið leikinn og var komið nær logn í seinnihluta síðári hálfleiks. KR-ingar hófu þegar sókn, sem bó leiddi ekki til neins árangurs, vörn Víkings hratt án sérstaks erfiðis bessari fyrstu sóknarlotu mótherj- anna, enda stóð hún skamma stund, eins og sést af Iþví að er fáeinar mínútur voru liðnar af leiknum, komust framherjar Víkings í færi við KR-markið, og úr þvögu ,sem myndaðist upp úr þeirri isókn heppnaðist Isebarn h.úth. Víkings að koma föstu og snöggu skoti á mark KR, knötturinn skall innaná nnarri marksúlunni og úr henni í mar'kið, mátti markvörðurinn engum vörnum við koma. Þessi athurður kom KR-ing- um sýnilega mjög á óvart og hafði truflandi áíhrif á allt liðið. Er hálfleikurinn var fast að því hálfnaður, tókst Isebarn enn að skora mark, var það gert eftir góða knattsendingu frá innh., enda stóð Isebarn sér lega vel við að skjóta, heyrðist nú hrópað víða: „offsæt“ ,,off- sæt“ þ. e. rangstæður — en Isebarn lét ekkért trufla sig en skaut og skoraði með föstu og ákveðnu skoti, dómarinn benti síðan> á miðju vallarims, en það var sönnun þess að leik skyldi hefja að nýju og ailt. væri lög- um samkvæmt. T Ekki voru fleiri mörk skor- uð í þessum háífleik og lauk honum með 2:0. í fljótu bragði mætti það virðast sem KR-ing- ar hefðu lítt mátt sín, eftir út komu markanna að dæma, en þeir áttu, í þessum hálfleik ýmis góð tækifæri, þó þeim tækist ekki að notfæra sér þau, en oft skall hurð nærri hælum við Víkingsmarkið, þrátt fyr- ir ágæta vörn, en herzlumun- inn vantaði alltaf og vígsgerig- ið bróst iKR þegar mest lá við. Dynjandi skoti tó.ks.t t. d. Jóni innh. ihinum hvata skotmanni, að koma á mark Víkm"^nna, en örlítið of hátt, knötturinn skall á marksíánni miðri, hefði heppninni þóknast að láta knött inn koma Vi feti neðar, hefði orðið aifleiðingin óverjandi mark, gjörbreyting á úrslitum, bver veit? Önnur skot sem að marki bárust hirti Anton hinn handfastasti og sendi knöttinn á fornar slóðir, yfir á vallar- helming KR með góðum spyrn um. TVö gegn núll í háifleik er albnikil trygging fyrir happa- sælum endalyktum á knatt- spyrnukappeik, þó dæmi séu fiíj ai| slík trýgging hafi að engu brðið, hafi mótherjunum ekki vaxíð hún um of í augum. En það var sýnilegt að núllið hafði lamandi áhrif á KR-liðið en magnaði að satma skapi Víkingana. Þegar í byrjun seinni hálf- lei'ks hófu KR-ingar sókn og tókst að halda henni um skeið, en án árangurs. En Víkingarnir höfðu ekki spilað út öllum sín- um trompum í fyrri hálfleik, þ\ú er skaonmt var liðið á þenn an hólfleik, tekst þeim enn einu sinni að brjóta sér leið í færi við KR-markið, og Hörður Ólafsson, miðfh. sendir knött- inn með slíkum fítonskrafti á KR-markið að mark/vörðurinn. mátti prísa sig sælan að vera ekki fyrir honum. Enn skiptust á sóknir af beggja hálfu, á víxl, en með vaxandi ró, virtust KR-ingar vera farnir að sætta sig við þessi úrslit, en á báða bóga var oft laglega leikið. Síðast í hálf leiknum náðu Víkingar all- langri sóknarlotu, sem hefði átt að geta fært þeim 1 eða 2 mörk í viðbót ,en svo varð ekki og lauk leiknum með sigri Víkings 3:0. Þessi leikur sem heild var yfirleitt fjörugur og skemmti- legur. Gæfumunurinn var vörn in. Vörn Víkings með Anton í marki og Brand sem þriðja þakjvörð, var mjög örugg og lei)kur hennar allrar yifirleitt ágætur.' Vöm KR var aftur á móti sundurlaus, bezti maður- inn þar var markmaðurinn og verður hann ekki sakaður xxont mörkin, ibafcverðirnir vora stundum komnir langt fram. fyrir miðjan völl, var engu lík ara en þeir hyggðust að leysa frarnherjana af þólrni, var auð séð að Birgir miðframv. sem verið hefir uppistaðan í KR- vörninni undanfarið, var fjar- verandi ,en hann tognaði á ís- landsmótinu, en er samkv, síð- ustu fregnum nær skroppinn í eðlilegar skorður aftur, og mun koma til leiks næst. Framherjar KR voru heldur ekki eins snarpir og t. d. gegn Fram á dögunum, Hörður mið- framh. rrtátti sín ekki nærri eins mikils nú og þá. Brandur er tíka vissulega erfiður við- skiptavinur á þessum vett- vangi. Aftur voru framherjar Vík- ings snöggt um f jörugri en offc áður, eins og árangurinn sýnir, þó sumir þar í sveit hefðu mátt vera snarpari, einkum þegar mikið lá við. Leikurinn fór vel fram og var hirin prúðasti, dómari var Guðmundur Sigursson. Á þriðjudagskvöldið fór svo> fjórði leikur mótsins fram, var hann háður milli Fram og Vals. Það var ahnennt álitið að Fram ætti eftir að spjara sig, þó mið ur tækist til gegn KR á dögun- um, einkum hafa þeir þó gott lag á að vera Val þungir í skauti, enda fór svo í þessum leik, því honum lauk með jafn- tefli, þannig að hvorugum heppnaðist að skora. Frímann lék; nú aftur með Val á sínum gamla stað, v. bakv en Hafsteinn v. ifra-mv. í stað A.ntons, sýndi hann égætan leik, enda kom það sér vel því nóg var að gera því fast sóttu Frammararnir til marksins, var vindur sá sem á var, þeim hag stæður í Öllum sóknaraðgerð- um, vörn Vals brási hvergi og hratt hverju áhlaupinu af' öðru, þó komu Frammarar einu sérlega góðu skoti á markið, en Sigurður Jónsson, sem nú lék innh. stóð í rangstöðu og hugðist auk þess að ibæta um með kollspyrnu, en sá buhnykk ur varð til þess að senda knött inn langt yifir markið. Þetta skpt, sem kom frá Þórhalli, hafði Hermann enga aðstöðu til að verja, en öll önnur hafði hann í fullu tré við. Þrátt fyr- ir vindinn var allmikil sókn af Vals hálfu og minnsta kosti tvö tækiifiæri fóru foírgörðum vegna mistaka, tækifæri, sem bæði hefðu átt að gefa mönk. Seinni hálfleikurinn var nær látlaus sókn af Vals hálfu, en allt kom fyrir ekki. Framararn-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.