Alþýðublaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐI0 Fimmtudagur 31. ágúst 1944. Kveldúlfur selur fjórða togara sinn NÝLEGA hefir Kveldúlfur losað sig við f jórða togara sinn, og að þessu sinni Gulltopp. Kaupandi skipsins er Hængur h.f. (Gísli Jónsson). Hinn nýi eigandi mun breyta um nafn á skipinu og verður nafn þess eft ixleiðis Frosti. Hins vegar hefir Hængur h.f. selt togarann Bald ur til Bíldudals og verður hann gerður út þaðan. Kaupandi Baldurs er Njáll h.f. á Bíldudal. Sagt er að Kveldúlfur hafi sett þau skilyrði fyrir sölu Gull topps, að skipið yrði áfram skrá sett í Reykjavík og gert þaðan út. Breiðíirðingafélagið hér í bænum fer berjaför næst- komandi sunnudag og verður lagt af stað kl. 9 f. h. frá Búnaðarfé- lagshúsinu. Farmiðar verða seldir í Hattabúð Reykjavíkur, Laaga- vegi 10, í dag. Breiðfirðingar eru áminntir um að fjölmenna, því nú fer hver ferðin að verða sú síð- asta. Forsetinn Vesturför forsefans: Norðurlanda avarpar arpi frá New York Hlýjar kveðjur III hinnar fyrrverandi sambands þjóðar okkar og konungs hennar s VEINN BJÖRNSSON forseti ávarpaði bræðraþjóð- ir okkar í útvarpi frá New York á mánudaginn, færði tþeilm kveðju íslenzku þjóðarinnar og tjáði þeim hinar einlægu og djúpu tilfinningar, sem hún bæri í brjósti til þeirra og á engan hátt hefði dregið úr, þótt hún hefði verið án sambands við þær á ófriðarárunum, og hefði nú skiiið við Danmörku og stofnað óháð lýðveldi t landi sínu. Er þetta í fyrsta sinn, sem forsetinn hefur haft tæki- færi til þess að ávarpa frændþjóðir okkar á Norðurlöndum síðan lýðveldið var stofnað og hann kjörinn forseti þess. Árangurslausar tilraunir sátfa- semjara fil að leysa Iðjudeiluna ■ mii.imnn. -fr T- Hélt fund í gær með deiluaðilum Iðja heldur félagsfund í kvöid --------------- SÁTTASEMJARI RÍKISINS, Jónatan Hallvarðsson hafði í gær samtalsfund með fulltrúum Iðju, félags verksmiðjufólk, og fulltrúum iðnrekenda. Þessi tilraun sáttasemjara til að koma á sáttum milli deiluaðilanna bar engan árangur. ■ Húshyggingarsjóður fyrir sumarheimili mæðra sloinaður HöfðingEeg gjöf til Mæðrastyrks- nefndar TBYRJUN JÚLÍMÁNAÐAR barst Mæðrastyrksnefnd mjög höfðingleg gjöf, kr. 10000.00 — tíu þúsund krón ur — frá börnum frú Mar- grétar Gunnlaugsson, Reykja vík, í tilefni af fæðingardegi móður þeirra þ. 3. júlí s. 1. Ákvað Mæðrastyrksnefndin á fundi 6. s m., að fé þetta skyldi verða stofnfé húsbygg ingarsjóðs fyrir sumarheimili mæðra. , Síðan hafa nefndinni horizt aðrar gjafir í sjóð þennan, kr. 1000.00, sem er áheit frá firm- anu Ragnar Guðmundsson & Co. og 500 krónur frá Frímanni Ólafssyni forstjóra. Mæðrastyrksnefnd hefur nú um 10 ára skeið haft fjársöfnun á Mæðradaginn til ágóða fyrir sumarstarfsemi sína. En hún hefir verið tvíþætt: Hvíldarvika. í 10 sumur hafa milli 50—60 konur dvalið viku- tíma á Laugarvatni á vegum nefndarinnar og þó að dvalartím inn hafi ekki verið lengri en þetta telja konur sig hafa lengi búið að þeirri hvíld og hress- ingu, sem þær nutu þar. En það kom fljótt í ljós að barnshafandi konur gátu yfir- leitt ekki komizt frá heimilum Frh. á 7. sföii. Áður hafði liðið alllangur tími frá því að sattasemjari hafði rætt við deiluaðilaha sam eiginlega. Iðja, félag verksmiðjufólks hefur boðað til fundar í kvöld í Iðnó niðri. Stendur í fundar- boðinu að rætt verði um verk- fallið, en að líkindum mun Björn Bjarnason óska eftir traustsyfirlýsingu frá verka- fólkinu, eins og hann fékk traustsyfirlýsingu frá sjálfum sér og þremur félögum sínum í sambandsstjórn. En hvað sem því líður verð- ur iðnaðarverkafólkið að vinna að því að deila sú, sem Iðja á nú í og er svo meingölluð fyrir atbeina Björns Bjarnasonar taki aðra stefnu, og er það mjög miður farið að ekki skuli vera til miðlunartillaga, sem verka- fólkið getur tekið afstöðu til. Verkfallið hefur nú sta?i4ð í tæpan mánuð og ekkert útlit er fyrir lausn á því. Er það því hörmulegra, þegar allar líkur benda til þess, að ef rétt hefði verið af stað farið, þá hefði jafnvel aldrei þurft að koma til verkfalls. Ný Ijélabók: addir um notl Eftir séra Helga Sveinss®n NÝLEGA er komin út bóða- bók eftir séra Helga Sveinsson, prest í Hveraverði. Nafn bókarinnar er Raddir um nótt. og eru 26 kvæði í henni. Útgefandi bókarinnar er Vík- ingsútgáfan. Svo sem .mörgum er kunn- ugt, 'hefir séra Helgi fengizt nokkuð við Ijóðagerð allt frá skólaárum sínum, en lítið látið yfir sér, og er þetta fyrsta Ijóða bókin, sem frá honuna kemur. Frá utanrkismálaráðuneytinu barst Alþýðublaðinu í gær út- dráttur úr ávarpi forsetans og hljóðar hann þannig: í rúm þrjú ár hefur ísland notið góðs af nánu samstarfi við Bandarikin, sem vér íslend ingar erum þakklátir fyrir. En það hefur ekki á nokkurn hátt breytt tilfinningum vorum gagnvart hinum Norðurlöndun um, og þessar tilfinningar eru bæði einlægar og djúpar með- al íslendinga. Ég get fullviss- að um þá staðreynd, að enda j bótt vér höfum verið án sam- . bands við hin norrænu löndin undanfarin ár, hefur ekki dreg- ið úr þessum tilfinningum, sem eru byggðar á grundvelli sam- eiginlegrar menningar, uppruna og hugsjóna um lýðræðisstjórn arfyrirkomulag. Allir íslending ar hafa mikla samúð með þeim þjáningum, sem Norðmenn og Danir hafa orðið að þola und- anfarin ár. Þessi samúð hefur farið vaxandi, vegna aðdáunar vorrar á hinni hugdjörfu fram komu dönsku bg norsku þjóð- arinnar. Svo sem mörgum er kúnn- ugt, var ég sendiherra íslands í Danmörku í 18 ár. Mér er það ánægjuefni að fá tækifæri til að beina örfáum orðum til vina minna þar. Á meðan ég hef dvalið í Bandarikjunum hef ég oft verið spurður um tilfinning ar íslendinga gagnvart Dönum. Ég hef svarað þessu á þá leið, áð íslendingar bíði þess með óþreyju að fá tækifæri til þess að tengjast nýjum böndum við Danmörku og dönsku þjóðina, og á þann hátt láta i ljós ein- læga vináttu i garð Dana. Stofn un lýðveldis á íslandi bar ein- göngu að skoða sem innanrík- ismál og stjórnskipuiegt atriði. Aðdáun vor á' konungi Dan- merkur og bjóð hennar hefur á engan hátt minnkað á undan förnum árum. Og þeir sem voru sjónar- og heyrnarVottar að þeirri hrifningu, sem varð á Þingvelli meðal ,hinna tníJ - þúsund Íslendinga, sem þar voru samankomnir, er forsætis ráðherra íslands las upp sím- skeyti Kristjáns konungs, munu skiíja þakklætistilffnningar þær sem þar- komu í ljps. Einn af fremstu mönnum í hópi frjálsra Dana hefur sagt. að hann sé sannfærður um að á saina hátt og að árið 1918 hafi leitt til þess að samhúð íslendinga og Dana hafi erðið betri en áður, svo4muni og árið 1944 hafa í för með sér enn inni legri tengsl mil'li þjóðanna í framtíðinni. Ég hygg, að meirihluti landa Vinnuveilendafé- lagið hðfðar mál gegn Dagsbrún INNUVEITENDAFÉ- V höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn verkamannafélaginu Dagsbrún og vill fá dóminn til að úrskurða trúnaðar- mannaráð félagsins (9 manna ráðið) ógilt til þess að fyrir- skipa verkföll. Er málið höfð að vegna Shellolíufélagsins. Ef Félagsdómur féllist á þessa skoðun forsvarsmanna Vinnuveitendafélagsins væru ákvarðanir þær, sem trúnað- armannaráðið hefir tekið um verkföll, ógildar. minna séu sammála mér í þessu áliti. Vér vonum, að dag >ur sá, ér vér gætum hitzt sam bræður, sé eigi langt framund- an. ísleuzkur silungur 5 seldur í ríkjunm BANDARÍSKA stórblaðið New-York-Herald Tribune birti á laugardaginn grein um íslenzkan silung, sem seldur er í Bandaríkjunum og þykir hið mesta Ijúfmeti. Greininni fylgdi mynd af körfu, sem í vor.n 20 silungar og vega beir hér um bil 2 kg. I Bandaríkiurmm e1' silungurinn seldur fyrir tvo dollara pr. kíló. Fræðsluferð í grasa- fræði n. k. sunnu- dag Hið íslenzka NÁTTÚRW FRÆÐIFÉLAG gengst fyr ir fræðsluferð í grasafræði næst komandi sunnudag, 3. sept. Farið verður upp í Kjóe. Verða þar skoðuð grös og plönt ur, og verða menn með í för~ inni til leiðbeiningar um þau efni. Nokkur undanfarin ár hef ir félagið efní til slíkra fræðsltt ferða og er þetta önnur ferðin á þessu ári. Lagt verður af stað á sunnu- dagsmorguninn kl. 8 með áætl- unarbifreiðum frá Bifreiðastöð Reykjavíkur. Væntanlegir þátt takendur í förinni geta fengið nánari upplýsingar í síma 586® og 5487. Ný bófc: Spænsk málfræði eflir Þórhall Þorgilsson NÝLEGA er kominn úi Spænsk málfræði eftir Þór hall Þorgilsson magister, og er hún aðallega ætluð fyrir nem endur í framhaldsskólum. Er þetta allýtarleg kennslubók i þessum fræðum, svo sem vænta má eftir fyrri kennslubókum Þórhalls í rómönskum málum. Fyrri bækur Þórhalls eru, sem kunnugt er, Kennslubók í spænsku, með samtalskoflum, verzlunarbréfum og orðasafni, ítölsk málfræði. Ágrip, ítalsk- íslenzkir samtalskaflar og mál- fræðiæfingar, ítalskir lestrar- kaflar, með ítalsk-íslenzku orða safni. Þá er í prenntun Spænsk lestr arbók eftir Þórhall. í bók þeirri. verða textar með skýringum til notkunar við kennslu í spænskri málsögu og bókmenntum. Enn fremur er í undirbúningi Bók- menntasaga Suðurlanda hjá sama höfundi. Slræflifairuar á Iveimur leiS- Ekki hægt a® kalda ferH&sm áfram um Séi- veili og NJálsgö® vegna hráeiíyskerts VEGNA DEILU olíufélag- anna við Verkamannafélag ið Dagsbrún yerða .strætisvagn ar á tvehnur leiðum innanbæj- ar að hætta frá og með deginum í dag. Þetta stafar af því að nokkrir strætisvagnanna ganga fyrir hrá olíu, en hún er ekki fáanleg, þar sem Nafta, sem eitt hefir gert samninga við Dagsbrún, selur ekki hráoiíu, heldnr að- eins bensín. Bensín afgreiðii’ Nafta hins vegar til bifreiðanna og er þvi hægt að halda áfram rekstri þeirra yagna, sem ganga fyrir bensíni. Það eru ferðirnar um Njáls- 'götu og Sólvelli, sem leggjast niður meðan á deilunni stendur. Hins vegar er það ekki rétt, sem stóð í einu blaði í gær að ferðirnar til Lögbergs myndi einnig hætta, en það mun að lík indum draga úr þeim. Á þess ari leið hafa verið tveir vagnar en nú verður aðeins einn vagn. á leiðínni. Forstjóri strætisvagnanna sneri sér til stjórnar Dagsbrún- ar og spurðist fyrir um mögu- leika fyrir því. áð félagið gæfi undanþágu frá vinnustöðvun- inni. hvað snerti afhendingu hrá oiíu handa strætisvögnunum. Stjórn Dagsbrúnar gaf strax þau svör að hún teldi ólíklegt að hægt yrði að veita slíka und anþágu og á fundi sínum £ fyrrakvöld ræddi hún málið. Var það úr að beiðnínni var neitað, enda liggja margar und anþágubeiðnir fyrir hjá félag- inu og það er erfitt að gera upp á mílli þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.