Alþýðublaðið - 07.09.1944, Page 4

Alþýðublaðið - 07.09.1944, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtuáag-ur 7. sejpt. 1944: Otgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. i Ritstjórn og afgreiðsla í Al- pýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4r'Zl og 4902. Símar afgr-iðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðunrentsmiðjan h.f. Niðurlag frásagnarinnar um Yerðnr ðeim kápan Ar pvilikn kiæði? ÞAÐ hefir um aldir verið aðalsmark íslenzks skap- lyndis og íslenzks hugsunar- háttar, að hafa samúð með smæl ingjunum og þeim, sem barizt hafa fyrir frelsi sínu gegn of- ríki og ofbeldi. Þess vegna hafa vissar smáþjóðir orðið ís- lendingum sérstaklega hjart- fólgnar, þá að frændsemisbönd hafi ekki tengt okkur við þær, svo sem til dæmis Finnar og Pólverjar. Bera íslenzkar bók- menntir þess víða athyglisverð an og fagran vott, hve brenn- andi samúðin hefir verið hér á landi með þessum tveimur þjóð um í hinni löngu og hetjulegu en líka oft raunalegu baráttu þeirra fyrir frelsinu. Má í því samhandi minna á Fjölni og á kvæði Matthíasar Jochumson- ar. En með nýjum timum koma nýir siðir. Og nú höfum við eignast hér flokk manna, sem vill kenna íslenzku þjóðinni að líta með augum kúgaranna á Finna og Pólverja. Þessi flokk- ur er kommúnistar. Og í þessu skyni er blað þeirra, Þjóðvilj- inn, að staðaldri fyllt níðgrein um um þessar þjóðir og frelsis- baráttu þeirra. Hefir slíkur ó- þverri aldrei fyrr sézt á prenti á íslandi. Síðast í gær finnur Þjóðvilj- inn hvöt hjá sér til þess, að vega með penna sínum aftan að hetjum Varsjárborgar, sem fyr ir nokkrum vikum hófu upp- reisn gegn hinum þýzku kúg- urum sínum og síðan hafa bar- izt frækilegri baráttu við ofur- eflið við litla sem enga hjálp utan að, þó að rússneskur her sé á næstu grösum við borgina og hafi gnægð bæði flugvéla og vopna. IJm allan heim hefir þessi hetjudáð hihnar pólsku höfuð- borgar vakið aðdáun frelsisunn anai manna. En sem sagt: rit- stjórar hins íslenzka kommún- istablaðs eru ekki þar á meðal; þeir sjá ekkert annað í hetju- skap og Jrelsisást Varsjárborg- arbúa en kærkomið tilefni til þess að ráðast með svívirðing- um á forystumenn Pólverja og saka þá um að hafa leitt hina hugrökku íbúa höfuðborgar sinnar út í dauðann! Tilgangur kommúnista blaðs ins með slíkum skrifum um frelsisbaráttu Pólverja getur ekki farið á milli mála. Með þeim á að reyna að svipta hina frelsisunnandi pólsku þjóð þeim stað, sem hún hefir lengi átt í hjörtum íslenzku þjóðarinnar, svo að menn hér á landi kippi sér minna upp við það, þó að Pólland kynni áður en langt um líður að verða innlimað á ný í hið rússneska þjóðafan»- elsi. En skyldi ritstjórum komm Vesturtör forsetans og ufan- rfkismájaráðherrans Ferðasaga, rifuð af Bjarr.a ðuðmundssyni, biaðafulltr. ríkissljórnarinsiar FFLUGVÉLINNI, sem flutti , forseta og ráðherra frá Washington voru þessir auk förunautanna að heiman: Sendi herra Thor Thors og frú, Hend- rik Sv. Björnsson og frú, ung- frú Elísabet Sv. Björnsson, sem komið hafði til New Ybrk til þess að hitta föður sinn, Kimble brígaðahöfðingi, Baltazzi kap- teinn, herra Muir frá utanríkis- ráðuneiti Bandaríkjanna og dr. Edward Thorláksson, fréttamað ur upplýsingaskrifstofu Banda- ríkjanna (O.W.I.). Eftir 1 Vz tíma flug lenti flug- vélin á -La Guardia flugvellin- um í New York og voru þeir staddir þar herra Fiorello La Guardia borgarstjóri og dr. Helgi P. Briem aðalræðismaður ásamt frú og dóttur, 2 ára. Þeg- ar forseti kom út úr flugvélinni, heilsaði aðalræðismaður honum og kynnti hann og borgarstjóra en litla telpan rétti forseta for- kunnar fallegan bliómvönd. Á flugvellinum voru mættir fjöldamargir íslendingar og Vestur-íslendingar, og höfðu sumir þeirra komið langar Ieið- ir að, svo sem Winnepegbúar, er áttu um 2Vádagleið með járn braut, hvora leið. Meðal Vestur- Islendinga, er viðstaddir voru, má nefna dr. Richard Beck, for seta Þjóðræknisfélags Vesur-ís lendinga, dr. Árna Helgason og konu hans, Einar Pál Jónsson, ritstjóra Lögbergs, Gretti L. Jóhannsson ræðismann í Winni- peg, Guðmund Grímsson dóm- ara, Gunnar B. Björnsson frá Minheapoliís og konu bans frú Ingibjörgu Björnson, Hannes Pétursson frá Winnipeg, Hall- dór Hermannsson prófessor, Stefán Einarsson frá Balti- more, Stefán Einarsson ritstjóra Heimskringlu, og síra Valdimar Eylands, Winnipeg. Auk Vestur-íslendinga voru þeir þarna staddir viðskiptafull trúarnir íslenzku, Helgi Þor- steinsson og Ólafur Johnson og frú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á flugvellinum til að fagna komumönnum. Frá flugvellinum var haldið til Waldorf-Astoria hótelsins, þar sem gestum var ætlað að gista. Fóru fremstir lögreglu- þjónar á bifhjólum og báru fána Islands, Bandaríkjanna og New York borgar. Stöðvaðist öll um ferð þar sem fylgd forseta fór, og safnaðist brátt múgur manns með gangstéttum og vegamót- um, einkum er inn í hin þétt- býlli hverfi kom. Um kvöldið héldu aðalræðis- maðurinn og frú hans hóf að Hótel Astoria, þar sem forseta og fylgdarliði hans var ætlað að gista og voru í þeirri veizlu auk heiðursgesta og ofantalinna Íslendinga, Vestur-íslendinga og föruneytis forseta: Dr. Vilhjálm ur Stefánsson og frú, Garðar Gíslason stórkaupmaður og frú, George Östlund og kona hans (María Markan), Ólafur J. ólafs son stjórnarfulltrúi, Jón Björns son verzlunarfulltrúi og Sveinn Valfells verksmiðjuelgandi og frú hans. Áður en sezt væri að snæð- ingi bauð aðalræðismaður heið- ursgesti velkomna, frú María Markan-Östlund söng þjóðsöng inn, en síra Valdimar Eylands las borðbæn. í veizlulok flutti aðalræðismaður snjalla ræðu fyrir minni forseta íslandls, en forseti ávarpaði gesti, þakkaði kveðjur þeirra og lýsti ánægju sinni að mega sitja til borðs með svo mörgum þjóðbræðrum og systrum í öðru landi. Því næst minntist aðalræðis- maður starfs herra Vilhjálms Þórs, en hann var forstjóri ís- landsdeildar heimssýingarinnar í New York 1939—40 og síðan fyrsti útsendi fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar í Norður- Ameríku. Kvað hann ráðherra hafa unnið veigamikið starf að kynningu íslands og Bandaríkj anna, en ráðherra svaraði og sagði, að sitt starf hefði aðeins verið byrjunarstarf. Það væri viðstaddra og allra íslendinga heimafyrir að halda því giftu- samlega áfram. Dr. Richard Beck flutti hjart næma kveðju frá Þjóðræknis- félagi Vestur-íslendinga. Hannes Pétursson frá Winni- peg (bróðir'-dr. Rögnvaldar heit ins) flutti kveðju íslendinga í Kanada, en Gunnar B. Björns- son flutti kveðju íslendinga í Bandaríkjunum. Dr. Vilhjálm- ur Stefánsson hyllti heiðursgesti í nafni Norður-Ameríku allrar. Thor Thors sendiherra mælti fyrir minni kjörræðismannanna íslenzku en Grettir L Jóhanns- son mælti fyrir minni vesur- íslenzkra æskumanna. Bjarni Guðmundsson þakkaði vestur-ís lenzkum blaðamönnum hið ó- eigingjarna þjóðræknisstarf þeirra. Fór veizlan hið bezta og virðulegasta fram og stóð til miðnættis. Daginn efir hafði herra Thom as J. Watson forseti Alþjóðóa- verzlunarráðsins (International Chamber of Commerce) hádeg- isveizlu til heiðurs forseta ís- lands og utanríkisráðherra. Voru milli 90—100 gestir úr hópi áhrifamestu manna í New York borg, þeirra meðal Leahy aðmíráll, flotaráðgjafi Roose- velts forseta og hr. Richard Bartelmers flotalautinant, að- stoðarforingi hans, Henry J. Kaiser, iðjuhöldurinn heims- kunni, og fjölmargir mennta- menn, kaupsýslumenn og stjórn málamenn. Voru þar fluttar margar ræður til heiðursgesta. Auk herra Watsons, sem ávarp- aði forseta og ráðherra sérstak- lega flutti dr. William L. Lewis ágæta ræðu fyrir minni íslands, en I'orseti þakkaði með snjallri ræðu, sem víða var getið í blöð um og útvarpi. Síðar um daginn höfðu aðal- ræðismannshjónin nióttökusam kvæmi fyrir alla íslendinga í New York að Waldorf-Astoria hótelinu, og gengu þar um 300 manns fyrir forseta, ráðherra og gestgjafa. Hittust þar margir afur, sem ekki höfðu sést í lang an tíma. í þessu samkvæmi ávarpaði dr. Helgi P. Briem forseta og bar honum hlýjar kveðjur við- staddra, en forseti svaraði m. a. með þessum orðum: ,,Ég varð þess var á ferðum mínum um ísland, að það er vorhugur með þjóðinni. Ferða- lag mitt sögðu mér margir að væri framhald af 17. júni, Þessi ferð er nokkurskonar framhald af þeirri ferð, og ekki vissi ég fyrr en ég sá ykkur öll hér hversu ísland er stórt. Því að þar er ísland sem íslenzk hjörtu slá. Ég óska þess og bið að and- inn frá 17. júní megi um aldir lifa með íslenzku þjóðinni, aust an hafs og vestan.“ Ávarpi forseta var hjartan- lega tekið af viðstöddum. Þá ávarpaði aðalræðismaður utanríkisráðherra og minntist starfs hans fyrir ísland í Vest- urheimi. Ráðherra svaraði m. a. á þessa leið: „Þegar ég kom fyrst til þessarar borgar mátti telja ís- lendinga á fingrum sér. Vér átt Auglýsingar, sem birtast eiga i AlþýðuMaðicu, verða að ven komnar til Auglýa- ingaskrifstofonnar í Alþýðuhúsinu, (gengið in_ frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Sími 4906 um í fyrra ófriði lífrænt sam- band við þetta land. En þau bönd slitnuðu. Þegar þið komiS heim — og ég vænti að þið komið sem flest heil heim aftur — þá skýrið frá því góða, er þið hafið séð, reynt og lært hér. Látið ísland njóta kunnáttu ykkar, en Bandaríkin heiður sinn af að ykkur hafi vel tek- izt. Þá mun framtíðar-samvinna lands vors og þess lands vei. vegna“. Tóku viðstaddir undir þessi. orð ráðherra með miklu lófa- taki. Um kvöldið sat forseti ásamt. ráðherra og förunautum sínum. heimboð hjá Ólafi Johnson, við- skiptafulltrúa, fornvini sínum^ Minntust þeir þess, er þeir höfðu. Frh. bí 6. síOu. úniistablað'sins verðia kápan úr þnútíku klæði? Skyldu það ekki verða nokkuð margir ís- lendingar, sem svara slíkum niðingsskrifum þeirra um hetju dáð og frelsisbaráttu Varsjár- borgar með spurningunni um það, hvers vegna Rússar, sem eru með ógrynni liðs svo að segja við útjaðra borgarinnar, hafi horft aðgerðalausir á það, að hinar pólsku frelsishetjur væru brytjaðar niður af ofur- eflinu og meira að segja hindr- að það, eins og nú er upplýst, að Bretar gætu sent þeim nauð synlegustu vopn til að berjast með? TlMINN gerir í aðalritstjórn argrein sinni á þriðjudag- inn þátt Sjálfstæðisflokksins og samvihnu við kommúnista í verkalýðsfélögunum að umtals- efni. Þar segir: „Það munu vera ein 7—-8 ár síð- an, að Sjálfstæðisflokkurinn hófst handa um stofnun svokallaðra ,,fé- laga sjálfstæðisverkamanna". Hug myndin um þau var fengin frá Þýzkalandi, en stjórnarflokkurinn þar í landi hafði mjög reynt að sýna, að hann væri „allra stétta flokkur“, og bæri þó ekki sízt hag verkamanna fyrir brjósti. í því skyni hafði hann stofnað sérstök verkamannasamtök, gegnizt fyrir miklum hátíðahöldum 1. maí og auglýst verkalýðsvináttu sína með ýmsum svipuðum hætti. Tveir upp vaxandi fyrirliðar Sjálfstæðis- flokksins, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen, töldu hyggi legt um þessar mundir að stæla ýmsar þýzkar fyrirmyndir, og þá eigi sízt þessa verkalýðsvináttu. Þótt talsvert færi fyrir þessum félögum sjálfstæðisverkamanna á timabili, varð trauðla hægt að sjá, að þeim væri ætlað að nema eitt hlutverk annað en að auglýsa verkalýðsvináttu Sjálfstæðisflokks ins. Þetta hlutverk var að eyði- leggja forystu Alþýðuflokksins inn an verkalýðsfélaganna. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins þóttust sjá, að það væri vænleg leið til að tor- velda umbótasamvinnu Framsókn arflokksins og Alþýðuflokksins, að svipta .síðarnfenda flokkinn for- ustu sinni í verkalýðsfélögum og koma henni í hendur andstæðinga slíks samstarfs. Þess vegna var hafinn hlífðarlaus barátta gegn for ustumönnum Alþýðuflokksins í verkalýðsfélögunum, og tekið hönd um saman við kómmúnista til að brjóta yfirráð þeirra á bak aftur. Þessi samvinna kommúnistasell- anna og félaga sjálfstæðisverka- manna átti sér stað í Dagsbrún £ Reykjavík, í Hafnarfirði, á Siglu- firði og Norðfirði og yfirleitt alls staðar þar, sem hún gat komið að- notum. Hámarki sínu náði hún. haustið 1942, er. sjálfstæðismenn- irnir á þingi Alþýðusambandsins- hjálpuðu kommúnistum til að ná fullkomnum völdum í Alþýðusam- bandinu. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var á Þingvöllum. í fyrrasumar, var mjög rætt um. þennan ágæta árangur af starfi „félaga sjálfstæðisverkamanna“ og samþykkt að lýsa yfir eftirfarandi. í einu hljóði: „Sjálfstæðisflokkurinn FAGN- AR því, að árangur hefir orðið a£ starfi Sjálfstæðismanna að koma á algeru skoðanafrelsi innan AI- þýðusambantls íslanös og að það hefir verið slitið úr tegslum vife’ ákveðinn pólitískan flokk“. Foringjar Sjálfstæðisflokksins eru þannig ósmeykir við að lýsa yíir því, að breyting sú, sem orð- ið hafði á starfsháttum Alþýðusam bandsiris sé þeirra verk. Þeir lýsa því yfir sigri hrósandi, að það sé árangur af starfi þeirra, að verka- lýðsforusta þingræðisjafnaðar- manna' var brotin á bak aftur, enda þótt hún hefði reynzt bæði þjóðinni og verkalýðnum farsæl eins og annars staðar, þar sem þing ræðisjafnaðarmenn hafa haft slíka forustu. Það mæ.tti nú samt mikið vera, ef þessi fagnaðarvíma, sem ríkti á landsfundi Sjálfstæðismanna é Frh. af 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.