Alþýðublaðið - 09.09.1944, Page 3

Alþýðublaðið - 09.09.1944, Page 3
Laugawiagur 9. sept. 1944 ALbVÐUBLÁÐIÐ Konan f þriðja ríkinu ÞÓTT undarlegt megi virð- ast, hafa þýzkar konur, sem eiga verulegan þátt í vexti og viðgangi nazismans í blindu ofstæki sínu, sætt ólíkt verri kjörum en konur lýðræðis- ríkjanna. Hitler og ráðgjafar hans unnu að því allt frá valdatökunni árið 1933 að svipta konur þeim réttindum og hagsbótum, sem höfðu unnizt í áratuga baráttu, — þeim hefur raunverulega verið skipað í óæðri bekk í þjóðskipulagi þriðja ríkisins. Þýzkar konur höfðu öðlazt þær réttarbætur, að geta gegnt opinberum embættum, eins og talið er sjálfsagt í sið- uðum löndum, en þetta braut algerlega í bága við hug- myndir nazista um stöðu konunnar, því þurfti að breyta. VIÐ Ríkisþingskosningarnar í Þýzkalandi árið 1930 voru 37 konur kjörnar til þingsetu. 3 árum síðar var konum bann- að að hafa á hendi opinber embætti. Öll kvenfélög voru látin hætta starfsemi sinni, en í stað þeirra kom félagsskap- urinn „Deutsche Frauen- schaft,“ sem miðaði að því — „að vekja og glæða viljann til þess að koma upp stórum fjölskyldum“ og má væntan- lega slcoða stefnuskrá þessa félagsskapar með hliðsjón af vaxandi þörf hins nazistíska leirbákns fyrir nægilegt fall- byssufóður. í RÆÐU, sem Hitler flutti á einhvers konar landsfundi •þýzkra kvenna í sambandi við ársþing nazistaflökksins í Niirnberg fyrir réttum 10 ár- um síðan, 8. sept. 1934, lýsti hann nokkuð hlutverki kon- unnar í þriðja ríkinu, er hann sagði: „Við álítum það ekki rétt, að konan eigi að troðast inn í heim karlmannsins. — Hennar heimur er eiginmað- ur hennar, f jölskylda hennar, börn hennar og hús hennar. Við national-sósíalistar höfum árum saman mótmælt af- skiptum konunnar af stjórn- málum.“ Síðan hófust nazistar handa um að takmarka að- gang kvenna að háskólum. — Þúsundum kvenna var bolað úr iðnaðinum til þess að leyfa brúnstökkum Hitlers að kom- ast að, en öllum heilbrigðum „aríum“ bauðst styrkur til stofnunar hjónabands. EN SVO KOM það á daginn, að hernaðarvél Hitlers gat ekki verið án kvennanna í iðnað- inum og hinar hugnæmu lýsingar nazista á konunni, sem hefði aftur komizt á rétta hillu í lífinu, þar sem hún gæti helgað manni sínum og börnum alla krafta sína, — urðu að fáránlegum skrípa- leik. Hin óhugnanlega Grótta kvörn nazismans mól nótt og nýtan dag og aftur stóðu konurnar við aflinn og börðu járnið í fallbyssur Görings. Nú mun marga þýzku kon- una iðra þess, að hún fól villimennsku nazismans fram tíð barna sinna. VoDnahlé ví Búlgarar gefasf upp: slríð við veria, Úr leik. Þetta er Gunther von Kluge marskálkur (til hægri), er stjórnaði þýzku herjunum í Norðvestur-Frakklandi eftir áð von Rundstedt hafði verið vikið frá. Er myndin tekin er hann var að ræða við annan herforingja einhvers staðar á Ermarsundsströnd. Nú berast þær fregnir að Model hers- höfðingi hafi tekið við af von Kluge, sem er sagður hafa ' framið sjálfsmorð. Vesf&arvígsfö&varnár: Hersvaifir bandamasiBia sfrepa SVierBsi Pattens mæta liarðsiaííció mótspyrny á EVIetz-^lancy svæÖÍEMs. BANDAMENN haida áfram sóknaraðgerðum i Belgíu og hafa þegar flutt mikið af vélknúnum hergögnxun yfir Alberts- skurðinn. Sumar sveitirnar hafa sótt fram um 8 km. frá skurðin- um. Þær eiga nú ófarna um 35 km. frá landamærum Þýzka- lands. Þá hafa þær farið yfir Meuse hjá Namur og sækja í átt- ina til Luxemburg. Úti við ströndina kreppir æ meir að Þjóð- verjum, bæði í Belgíu og Frakklandi. Borgin Dixmude, suður af Ostende er á valdi brezkra hersveita. Miklar loftárásir voru gerðar á Le Havre, þar sem Þjóðverjar verjast af mikilli hörku. Bandamonn og Þj6S- GÆR hófust skipti á þýzk- um stríðsföngum og föng- um frá löndum bandamanna í Gautaborg, ,undir stjórn sænska Rauðakrossins. Að þessu sinni er um að ræða 5000 særða liermenn og óbreytta borgara, þar á meðal Þjóðverja, sem hafa verið í haldi á eyj- unni Man. Þýzku fangarnir komu til Gautaborgar með sænska bafskipinu „Grips- holm“, en fangar frá löndum bandamanna komu með járn- brautarlest frá Þýzkalandi. (Frá sænska sendiráðinu). BRIETAR gerðu loftárás á' flug völlinn viið Esbjerg fyrir nokkru. Flugvélaskýlið var sprengt í loft upp, einn mat- skáli Þjóðverja og nokkrir her- mannaskálar. 5 flugvélar, sem sátu á vellinum, eyðilögðust. * Aðstaða lyfa 15. þýzka hers- ins, sem er við Scheldeósa — versnar dag frá degi og reyna þær með öllu móti að komast yfir fljótið til meginlands Hol- lands, en þær tilraunir bera lítinn árangur, enda balda Bretar uppi sífelldum loftárás um á ferjur Þjóðverja og pramma. Setulið Þjóðverja er í hinni mestu úlfakreppu, þar sem Bretar eru komnir að sjó báðum megin borgarinnar. — Þykir sýnt, að það muni gef- ast upp þá og þegar. Þjóðverjar láta undan síga hægt og bítandi milli Nancy og Metz, en Patton stefnir herjum sínum í áttina til Saar héraðs. Eisenhower kom til Parísar í gær í annað skipti síðan borgin gekk Þjóðverjum \ir greipum og var honum á- kaft fagnað. Hann færði París- arbúum að gjöf fagran skjöld til minningar um frelsun borg- arinnar og verður skjöldurinn greyptur á gröf óþekkta her- mannsins í sigurboganum í París. Bandamen tóku Liége í Ðelgíu í gær. Rússar fóru í gærmorgun yfir búlgörsku landamærin á breiðu svæði. Búlgarar hefja þegar í staÖ vopnahlés- umræðyr vió Bússa. Wíar neita stríðs- glæpamönnum um landvisl. O ÚLGARAR hafa átt í stríði við Þjóðverja síðan kl. 6 í •““* gærkveldi. Var þetta tilkynnt formlega í útvarpi frá Sofia og sagt að til þess lægju mikilvægar, hernaðarlegar á- stæður. Samtímis voru Búlgarar hvattir til þess, að veita ekki viðnám rússneskum herjum, sem hefðu farið inn í land- ið. Rússar tilkynntu í Moskvaútvarpinu í gær, að þar eð Búlgarar hefðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur og fallizt á ýmsar kröfur Rússa, gætu Búigarar byrjað umræður um vopnahlé og er 'búizt við búlgarskri sendinefnd til Moskva næstu daga. Rússneskur her undir stjórn Tolbukins fór yfir landamæri Búlgaríu í gærmorgun, allt frá Giurgiu til Svarta- hafs og sumar sveitir hans voru komnar 50—60 km. inn í landið er síðast fréttist og tekið hafnarborgina Varna við Svartahaf og Ruschuk, gegnt Giurgiu. ’ Tolbukin hershöfð- ingi birti ávarp til Búlgara og kvaðst vera kominn inn í landið til þess eins að sigrast á Þjóðverjum. ■ í ~ ' * Búlgaría hefir verið lýst í hernaðarástand. Yfirmaður her foringjaráðsins hefir vérið vik- ið úr embætti, fasistafélög ver- ið bönnuð, pólitískum föngum sleppt úr haldi og mannrétt- indi samkvæmt lýðræðisregl- um látin ganga í gildi á ný. Rússar hafa ekki mætt neinni mótspyrnu í Búlgafíu og balda áfram förinni yfir landið. KRÖFUR TOLBUKINS Tolbukin hershöfðingi setti fram þær kröfur, meðal annars, á hendur Búlgörum, að þeir kyrrsettu öll þýzk skip í búlg- örskum höifnum og fengju þau í hendur Rússum og slepptu öll um hermönnum banda- manna, sem eru í haldi í land- inu. Þá lýsti hann yfir því, aó hann færi ekki með ófrið á hend Ur Búlgörum, heldur vekti það eitt fyrir sér að sigrast á Þjóð- . verjum. í STYRJÖLD VIÐ 3 STÓR- VELDI I London er vakin athygli á því, að eins og er, eru Búlgarar í styrjöld við þrjú stórveldi, Bretland, Bandaríkin og Rúss- land, þar til vopnahlésskilmál ar Búlgara og Rússa hafa verið undirritaðir Talið er víst, að lít ill hluti þýzka setuliðsins í Grikklandi komizt undan, þar eð aðstaða þeirra á Balkan- hefir stórum versnað við þessa síðustu atburði. Um það bil % hlutar setuliðsins í Grikklandi voru Búlgarar. ri USTAV MÖLLER, félags- málaráðherra Svía til- kynnti fyrir nokkru, að Svíar myndu ekki leyfa landvist stríðsglæpamönnum og föður- landssvikurum og ef slíkir menn kæmust yfir landamær- in sænsku, yrðu þeir sendir heim aftur. Fréttastofa „Norsk Telegram byraa“ í London hefir í tilefni af þessu átt tal við Terje Wold, dómsmálaráðherra norsku stjórnarinnar í London, en hann hefir mjög látið til sín taka um, hvernig fara skuli með stríðs- glæpamenn og ritað margar greinar og flutt erindi um þessi mál. Wold dómsmálaráðherra sagði meðal annars: „Tilkynning Möllers, félags- málaráðherra Svía hefir glatt mig mikið. Á þessum árum, er Noregur hefir verið hertekinn og átt í styrjöld og norska þjóð in hefir þolað raunir, réttar- brot og ógnir af hálfu nazist- ískra stríðsglæpamanna og svik ara, hefir það haft mjög mikla þýðingu fyrir þjóð okkar í bar- áttu hennar, að Svíar hafa get- að haldið á lofti þeim grund- vallarréttarreglum og varð- veitt persónulegt frelsi og örygi sem er svo mikilvægt fyrir sam eiginlegan, norrænan menning ararf okkar. Ekkert bindur nor rænu þjóðirnar taustari bönd- um en sameiginleg skoðun okk- ar á lögum og rétti og hin ör- ugga trú, sem þjóðir okkar hafa á því, að við stöndum saman þegar um það er að ræða, að glæpamennimir hljóti verð- skuldaða refsingu. Og að það verði er nauðsynlegt fyrir fram tíð þjóða okkar og fyrir þá sam vinnu, sem verður að taka upp á ný, þegar Noregur er frjáls á ný. Ummæli sænska félags- málaráðherrans eru þess vegna í fyllsta samræmi við sameig- inlegar réttarhugmyndir okkar. Og það er í samræmi við þessa Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.